Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinsældir oddvita ríkisstjórnarflokk- anna, þeirra Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingríms J. Sigfússon- ar, hafa aldrei verið minni ef marka má mælingar Þjóðarpúls Capacent Gallup á ánægju með störf ráðherra. Frá því að fyrri ríkisstjórn Jóhönnu tók við völdum 1. febrúar 2009 hafa vinsældir Jóhönnu farið úr 65,4% niður í 18,40% og vinsældir Stein- gríms úr 44,5% í 22,90%. Vinsældir annarra ráðherra, sem voru í fyrri ríkisstjórn Jóhönnu, hafa einnig dvínað, hlutfallslega mest hjá Ög- mundi Jónassyni innanríkisráðherra. Eftir að Ögmundur kom aftur inn í síðari ríkisstjórn Jóhönnu hafa vin- sældir hans haldist svipaðar. Í síð- ustu fjórum könnunum Capacent Gallup hafa á bilinu 18-19% verið ánægðir með störf Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra en hlutfallið var um 28% í fyrri rík- isstjórn í febrúar 2009. Svandís óvinsælli Ánægja með störf Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra hefur minnkað nokkuð frá síðustu könnun Capacent Gallup, eða úr 21,1% í nóv- ember 2010 í 16,3% núna í marsmán- uði. Engin könnun var gerð á störf- um ráðherra á síðasta ári. Vinsældir Katrínar Jakobsdóttur, Guðbjarts Hannessonar og Katrínar Júl- íusdóttur hafa aukist nokkuð frá síð- ustu könnun en langmestar eru vin- sældir fyrstnefnda ráðherrans, eða 43,2%. Þess skal getið að Katrín Júl- íusdóttir hefur verið í fæðingarorlofi frá áramótum. Þá kom Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra inn í ríkisstjórn en tæp 20% í könnun Capacent Gallup segjast vera ánægð með störf hennar. Oddný er einnig starfandi iðnaðarráðherra í fjarveru Katrínar. Árni Páll með 11,7% Ef skoðaðar eru vinsældir þeirra fyrrverandi ráðherra sem setið hafa í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðar- dóttur þá hefur minnst ánægja mælst 11,7% hjá Árna Páli Árnasyni, fv. efnahags- og viðskiptaráðherra, í nóvember 2010. Hæst fór Árni Páll í 17%. Vinsældir Jóns Bjarnasonar voru frá 13-18%, Kristjáns L. Möller 12-21% og Álfheiður Ingadóttir, fv. heilbrigðisráðherra, náði einni mæl- ingu í Þjóðarpúlsinum, eða 14% í mars 2010. Utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árna- dóttir mældust hjá Gallup með 48- 65% vinsældir. Ragna fór hæst í mars 2010, og hefur náð mestum vin- sældum í síðari ríkisstjórn Jóhönnu, en sjálf náði Jóhanna 65% í tíð fyrri ríkisstjórnar eins og áður segir. Í könnun Capacent Gallup í sept- ember 2008, skömmu fyrir hrun, nutu ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde mismikilla vinsælda. Jó- hanna naut þá mestra vinsælda sem félagsmálaráðherra, eða með tæpt 61%. Vinsældir Geirs mældust þá um 22% og höfðu minnkað úr tæpum 30% í apríl 2008. Mest ánægja var með Geir í september 2007, eða tæp 70%. Í sept- ember 2008 var langminnst ánægja með störf Árna M. Mathiesen, þá- verandi fjár- málaráðherra, eða aðeins 5,9%. Vinsældir Jóhönnu aldrei minni  Mest ánægja með störf Jóhönnu Sigurðardóttur í febrúar 2009 í Þjóðarpúlsi Gallup  Vinsældir hennar hafa hrapað síðan úr 65 í 18%  Vinsældir Steingríms og Svandísar hafa einnig dvínað Samkvæmt Þjóðarpúlsi Capa- cent Gallup eru mikil tengsl á milli ánægju fólks með störf einstakra ráðherra og þess hvað það myndi kjósa í þing- kosningum. Er þetta mest áberandi hjá Jóhönnu, Stein- grími og Svandísi. Enginn þeirra sem myndi kjósa Fram- sóknarflokkinn segist ánægð- ur með störf Jóhönnu og að- eins tæpt 1% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Hins eru tveir af hverjum þremur samfylkingarmönnum ánægðir með störf Jóhönnu. Tæp 4% sjálfstæðismanna segjast ánægð með störf Steingríms á meðan ríflega 81% VG-liða eru ánægð með störf síns formanns. Tæp 2% framsóknarmanna og um 5% sjálfstæðismanna eru ánægð með störf Svandísar, á meðan hlutfallið hjá VG er 68%. Innan Samfylk- ingar er lítil ánægja með störf Ögmundar, eða 19%, og að- eins 55% innan VG. Mikil tengsl við flokkana ÞJÓÐARPÚLS GALLUPÁnægja með störf núverandi ráðherra mælingar í Þjóðarpúlsi Capacent Gallup frá febrúar 2009 1) Febrúar 2009 2) September 2009 3) Mars 2010 4) Nóvember 2010 5) Mars 2012 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 1 2 3 4 5 Katrín Jakobsdóttir Guðbjartur Hannesson Katrín Júlíusdóttir Ögmundur Jónasson Steingrímur J. Sigfússon Oddný G. Harðardóttir Össur Skarphéðinss. Jóhanna Sigurðardóttir Svandís Svavarsdóttir 50,1% 43,2% 33,4% 17,6% 29,9% 39,6% 25,4% 44,5% 22,9% 19,6% 28,1% 19,4% 65,4% 18,4% 19,3% 16,3% Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús Haldinn verður opinn kynningarfundur á nýju deiliskipulagi fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús í Ráðhúsi Reykja- víkur, Tjarnarsal kl. 17–19 næstkomandi fimmtudag þann 29. mars. Um er að ræða lögboðinn kynningarfund.* Einnig verða kynntar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Reykjavíkur** ásamt breytingu á deiliskipulagi fyrir Hringbraut. Hvort tveggja tengist hinu nýja deiliskipulagi og er kynnt samhliða því. Kynning þessi fer fram áður en tillögurnar verða teknar til afgreiðslu hjá borgaryfirvöldum. www.skipbygg.is www.nyrlandspitali.is *skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 **skv. 2.mgr.23.gr.sbr. 27.gr. og 2.mgr.30.gr. sbr.1.mgr.36.gr.skipulagslaga nr.123/2010 Sjá nánari kynningargögn á vef Reykjavíkurborgar, www.skipbygg.is og á vef Nýs Landspítala www.nyrlandspitali.is Tillögurnar verða einnig til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur og þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Reykjavíkurborg Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Stoðvirki, sem sett voru upp í Tvísteinahlíð, of- an heilsugæslustöðvarinnar við Engihlíð í Ólafsvík, vörnuðu því að snjóflóð félli á heilsu- gæsluna hinn 19. mars síðastliðinn. Flóðið átti upptök upp undir brún hlíðarinnar frá fossi bæjarlækjarins og inn að stoðvirkjunum. Að mati Tómasar Jóhannessonar, sérfræð- ings á sviði jökla- og ofanflóðarannsókna á Veðurstofu Íslands, er greinilegt að stoðvirkin hafa komið í veg fyrir miklu stærra flóð. Áætla megi að 5.000-10.000 m³ af snjó hafi stöðvast í grindunum sem er margfalt meira en rúmmál snævarins í snjóflóðstungunni neðan stoðvirkj- anna. „Gera má ráð fyrir að snjóflóðið hefði orðið margfalt stærra, og jafnvel náð niður að heilsugæslunni, ef stoðvirkin hefðu ekki dregið úr snjómagninu sem fór af stað. Þetta er fyrsta dæmið hér á landi um að stoðvirki á upp- takasvæðum hafi komið í veg fyrir eða dregið úr stærð snjóflóðs,“ segir Tómas. Stoðvirki hafa á undanförnum árum verið reist ofan byggðar til þess að draga úr snjó- flóðahættu í Neskaupstað og á Siglufirði, auk Ólafsvíkur. Þau eru algengasta snjóflóðavörn fyrir byggð í Alpalöndum en ekki er mikil reynsla af þeim við íslenskar aðstæður. Á næstu árum er fyrirhugað að reisa umfangs- mikil stoðvirki hér á landi, m.a. á Ísafirði og Siglufirði. Stoðvirki stöðvuðu snjóflóð í Ólafsvík Ljósmynd/www.vedur.is Snjóflóð Horft niður yfir neðstu raðir stoðvirkja þar sem snjóflóðssnjór hefur hrannast upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.