Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Ég er hættur að vinna fyrir löngu, er orðinn gamall og búinn,“sagði Hreinn Edilonsson sem er 75 ára í dag líkt og Svavartvíburabróðir hans. „Ég vann hjá Pósti og síma í fjörutíu ár,
fyrst í útivinnu og svo í innivinnu síðustu árin.“
Hreinn er Snæfellingur, fæddur og uppalinn í Stóra-Langadal á
Skógarströnd. Hann fór snemma að heiman. „Ég var fyrst á sjónum
og svo hjá Rafveitu ríkisins í fjögur ár. Þá þvældist ég um allt land
og var orðinn hálfleiður á því,“ sagði Hreinn. Hann settist að í
Reykjavík og hefur búið við Brávallagötu í um 40 ár ásamt Stefaníu
Jennýju Valgarðsdóttur, eiginkonu sinni. Hreinn kvaðst ekki ætla
að halda sérstaklega upp á afmælið í dag. Þeir tvíburabræðurnir,
Hreinn og Svavar, héldu sameiginlega upp á sjötugsafmælin fyrir
fimm árum. Þeir eru eineggja tvíburar. „Við vorum líkir þegar við
vorum krakkar en erum það ekki núorðið,“ sagði Hreinn. Svavar
hélt tryggð við Snæfellsnesið, settist að í Stykkishólmi og býr þar.
Edilons-nafnið kom inn í fjölskylduna eftir að amma Hreins, Þór-
dís Ívarsdóttir, vann á yngri árum hjá Edilon Grímssyni í Hafnar-
firði og nefndi hún son sinn Edilon eftir honum. Hreinn hélt nafninu
á lofti og á Edilon fyrir son. En hvað hefur Hreinn lært af lífinu?
„Það er að vera heiðarlegur og koma heiðarlega fram. Íslendingar
þurfa meira á því að halda.“ gudni@mbl.is
Hreinn Edilonsson er 75 ára í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tvíburi Hreinn á Svavar fyrir tvíburabróður. Þeir eru 75 ára í dag.
Það er mikilvægt
að vera heiðarlegur
I
ngunn Agnes Kro fæddist á
Akureyri en ólst upp á
Lómatjörn í Grýtubakka-
hreppi til fimm ára aldurs
og var síðan í Reykjavík á
veturna eftir það.
Verslunarskóladúx
Ingunn var í Melaskóla og Haga-
skóla, stundaði nám við Versl-
unarskóla Íslands og lauk þaðan
verslunarskólaprófi sem dúx vorið
2000, lauk stúdentsprófi frá Versl-
unarskóla Íslands sem dúx vorið
2002, stundaði nám í lögfræði við
Háskóla Íslands og lauk BA-prófi
þaðan 2005, lauk jafnframt lög-
fræðinámskeiðum við Óslóarhá-
skóla í skiptinámi þar 2006 og lauk
MA-prófi í lögfræði með fyrstu
ágætiseinkunn frá Háskóla Íslands
2007 og öðlaðist hdl.-réttindi árið
2008.
Ingunn Agnes Kro 30 ára
Snjóaveturinn mikli Ingunn og Ylfa í snjónum í vetur nálægt heimili sínu í Kópavogi. Elliðavatn í baksýn.
Geðprúður náms-
hestur frá Lómatjörn
Nýgift Ingunn og Hjörtur giftu sig á Þingvöllum og héldu veisluna í Valhöll.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
60 ára Valgerður fæddist í Norðurfirði á
Ströndum og ólst þar upp. Hún var í
Barnaskóla á Finnbogastöðum og
stundaði nám við Húsmæðraskólann á
Staðarfelli.
Störf Valgerður sinnti ýmsum störfum á
yngri árum en hefur starfað hjá Land-
mælingum ríkisins á Akranesi frá 1999.
Hún hefur auk þess séð um börn og bú á
barnmörgu heimili þeirra hjóna.
Valgerður er fjárbóndi á Akranesi,
hefur lengi haft mikinn áhuga á fjárbú-
skap og situr nú í stjórn Fjáreigenda-
félags Akraness.
Fjölskylda Eiginmaður Valgerðar er Lár-
us Þór Ólafsson, f. 29.3. 1954, lengi sjó-
maður á bátum og togurum frá Akranesi
en hann hefur nú starfað í Noregi.
Börn Valgerðar: Gyða Gunnarsdóttir, f. 15.6. 1973, bankastarfsmaður, búsett í
Kópavogi en maður hennar er Gunnar Karl Þórarinsson, starfsmaður Háfells og
eru dætur þeirra Ingigerður Ósk og Þórgunnur Lára; Ólöf Lára Lárusdóttir, f.
21.11. 1977, hjúkrunarfræðingur, búsett á Akranesi en maður hennar er Stefán
Jóhann Hreinsson skrifstofumaður og er dóttir þeirra Rakel Sif; Sigurbjörn Lár-
usson, f. 26.2. 1980, starfsmaður hjá Þorgeiri & Ellert, búsettur á Akranesi en
kona hans er Erla Karlsdóttir skrifstofumaður en dóttir hans er Friðbjörg; Vilborg
Lárusdóttir, f. 3.7. 1989, nemi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri; Heiðar Þór
Lárusson, f. 7.7. 1992, nemi, búsettur á Akranesi.
Systkini Valgerðar eru Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 1938, búsett á Akranesi; Þor-
gerður Sveinbjörnsdóttir, f. 1940, búsett í Reykjavík; Gestur Sveinbjörnsson, f.
1943, búsettur á Akranesi; Sesselja Sveinbjörnsdóttir, f. 1946, búsett á Akranesi;
Heiðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 1948, , búsett á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit;
Guðjón Sveinbjörnsson, f. 1948, búsettur á Akranesi.
Foreldrar Valgerðar voru Sveinn Valgeirsson, f. 1906, d. 1995, bóndi í Norð-
urfirði, og Sigurrós Jónsdóttir, f. 1910, d. 1994, húsfreyja frá Asparvík á Strönd-
um.
Valgerður
Sveinbjörnsdóttir
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA