Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 11
Vegurinn Krzysztof (fyrir miðju) ásamt göngufélögum rétt áður en þau komu að Portúgölsku landamærunum. hinum ólíkustu tungumálum.“ Þegar hann kom á áfangastað, í Santiago De Compostela, sem er sagður þriðji heilagasti staður í heimi fyrir kaþólikka á eftir Róm og Jerúsalem, þá kom honum á óvart hversu mikil leitun var að kirkju. „En það sem kom mér mest á óvart var íslenskt skilti sem varð á vegi mínum í einu af gistihúsunum sem ég gisti í á leiðinni. Þarna voru ótal skilti með sömu setningunni úr biblíunni á ólíkum tungumálum. Mér til mikillar furðu var þessi setn- ing á íslensku á einu skiltinu. Á því stóð: „Ég hef sagt englum mínum að gæta þín á veginum.“ Þessa setn- ingu var ekki að finna þarna á pólsku, samt eru Pólverjar mjög katólskir en ekki Íslendingar og þetta er jú pílagrímsganga. Mér fannst þetta stórfurðulegt,“ segir Krzysztof og bætir við að þó gangan hafi reynt heilmikið á líkamlega, þá hafi hún verið mikil andleg upplifun. „Margir ákveða að ganga þennan veg þegar þeir eru á vegamótum í lífinu og svo var einnig um mig. Þessi ganga hafði mikil áhrif á mig og breytti mér, sem varð meðal annars til þess að ári síðar flutti ég til Íslands og hef búið hér síðan.“ Fimm árum síðar, eða árið 2010 gekk Krzysztof aftur Jakobsveginn, en þá lagði hann upp frá Sevilla. Sú leið er kölluð Silfurvegurinn eða Via Della Plata. „Endastöðin er sú sama, Santiago De Compostela, en þetta er eldri og erfiðari leið og miklu fáfarnari. Hún er 200 kíló- metrum lengri en fyrri leiðin og ég hefði aldrei trúað því hvað það mun- ar miklu að ganga 800 kílómetra eða 1000 kílómetra, þetta var miklu erf- iðari ganga en sú fyrri. Ég var 42 daga á leiðinni. En ég vildi ögra mér enn frekar.“ Kraftaverkavatnsbrúsi á ög- urstund við vegkantinn „Ferðin hófst í Andalúsíu sem er frábært svæði að ganga um, en ég var reyndar mjög þjakaður vegna hitans því það voru yfir þrjátíu gráð- ur, stundum nálægt fjörutíu gráð- um. Ég drakk 12 lítra af vatni einn daginn og það jók á erfiðið að þurfa að bera mikið vatn, en það var mjög langt á milli staða þar sem hægt var að fá vatn. Eitt sinn þegar ég var orðinn mjög þurr vegna vatnsskorts fann ég vatnsbrúsa á veginum ein- mitt þegar ég var að bugast. Vissu- lega var vatnið í honum heitt, en það svalaði mér samt. Og mér varð hugsað til þess að sagt hefur verið að þessi leið sé kraftaverkaleið.“ Einn á göngu í svarta myrkri og snákahljóðin allt í kring Hann segir að á Silfurveginum sé náttúran villtari en á fyrri leið- inni. „Ég þurfti til dæmis oft að ganga í gegnum stórar hjarðir nauta sem voru á beit í sveitunum. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir mig, mér stóð ekki á sama að vera innan um þessar stóru og sterku skepnur. En þessar tvær leiðir eru ólíkar á marg- an annan hátt. Í þeirri fyrri var ég alltaf að hitta fólk en í þeirri seinni gekk ég mestallan tímann einn. Stundum var ég einn á göngu í kol- svarta myrkri þar sem sá ekki handaskil og ég heyrði hin ýmsu hljóð sem mér var ekki vel við, til dæmis frá snákunum sem fara á stjá eftir að dimmir. Ég reyndi líka að sofa undir berum himni einu sinni en þá kom kýr að ónáða mig og ein- hvers konar risastór froskur heim- sótti mig líka.“ Ætlar að ganga hringinn um Ísland og Vestfirði Hann segir þessa miklu einvera hafa reynt mikið á. „Meira að segja Spánverjum finnst hálfgerð klikkun að ganga Silfurveginn. Og ég verð að játa að þegar ég var um það bil hálfnaður hafði ég efasemdir um að ég ætti að halda áfram. En ég þrjóskaðist við og sé ekki eftir því. Þetta er ekki síður ganga inn á við, einhverskonar afturhvarf til upp- runans. Maður verður á einhvern hátt pílagrímur í gegnum alla þessa þreytu, sársauka, hita, rigningu, kulda, einveru og harðneskjuna sem pílagrímarnir upplifðu á sínum tíma. Báðar þessar göngur breyttu mér, þær höfðu mikil áhrif á mig. Ég þroskaðist andlega þó að ég hafi ekki áttað mig á því fyrr en eftir á,“ segir Krzysztof og bætir við að til að komast alla þessa löngu leið þá sé mjög áríðandi að fara ekki of hratt. „Því þá geta komið álagsmeiðsli og ef það gerist þá er ekki hægt að ljúka ævintýrinu sem fólk er kannski búið að láta sig dreyma um í mörg ár.“ Og hann ætlar að halda áfram að takast á við langar göngur, einn góðan veðurdag ætlar hann að ganga hringinn um Ísland og þar innifalið ætlar hann að hafa Vest- firðina. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 live.is Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlunni 7, 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | skrifstofa@live.is Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn í dag, þriðjudaginn 27. mars kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík. DAGSKRÁ FUNDARINS: » Venjuleg ársfundarstörf » Önnur mál Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 10. febrúar 2012 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ÍMY N D U N A R A F L / LV Ársfundur 2012 Frá því í haust hafa margir hlauparar komið saman á hverjum laugardegi klukkan ellefu við litlu brúna yfir Ell- iðaánum rétt við Árbæjarlaug, til að taka þátt í hlaupi sem gengur undir nafninu parkrun. Parkrun er almenn- ingshlaup sem er hlaupið út um víða veröld og er þetta í fyrsta sinn sem boðið hefur verið upp á það hér á Ís- landi. Þetta er 5 kílómetra hlaup og boðið er upp á tímatöku fyrir þá sem vilja bæta tímann sinn. Hlaup þetta hentar fólki á öllum aldri í allskonar formi, lengra komn- um og styttra komnum. Ekkert kost- ar að taka þátt og aðeins þarf að skrá sig þegar hlaupið er í fyrsta sinn. Allt er mjög frjálslegt í kringum þennan félagsskap, fólk má vera með kerru og þeir sem ekki hlaupa geta gengið og einnig má vera með hunda (ef passað er upp á að þeir verði alls ekki fyrir hinum hlaupurunum). Borgin hefur stutt vel við parkrun og er búin að merkja brautina mjög vel. Á þessari leið er mikil náttúru- fegurð bæði sumar og vetur. Leiðin er svolítið krefjandi því á henni er góð brekka. Parkrun er upplagt hlaup fyrir til dæmis Árbæinga á öllum aldri sem vilja hlaupa, skokka eða ganga rösklega í sínu nærumhverfi, allt eftir hentugleika hvers og eins. Og það er gaman að vera hluti af hlaupahópnum sem fer gjarnan í sund í Árbæjarlaug eftir hlaup og spjallar saman í heitu pottunum. Hægt er að kynna sér parkrun bet- ur á heimasíðunni www.parkrun.is sem og á www.parkrun.org.uk. Í fyrsta sinn á Íslandi í vetur Morgunblaðið/Golli Hlaup Hressandi útivera og hreyfing. Parkrun Morgunblaðið/Ómar Gjörningur Stundum var engu líkara en listrænn skúlptúr væri á ferðinni. Kvikmyndir þar sem Jakobsveg- urinn kemur við sögu:  The Milky Way, 1969, í leikstjórn Luis Bunuel  Camino de Santiago, 1999, sjónvarpssería, leik- stýrt af Robert Young.  Road To Santiago, (Al final del Camino), 2009, gamanmynd, leikstýrt af Roberto Santiago.  The Way, 2010, drama, leikstýrt af Emilio Estevez. Mjólkur- vegurinn ÁHUGAVERÐAR MYNDIR www.mundicamino.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.