Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 27
Í starfsnámi hjá EFTA- dómstólnum Ingunn var ritari við skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands sumrin 2001 og 2002, sinnti laga- nemastörfum við lögfræðistofuna Landslög sumrin 2003-2005 og Lo- gos, lögmannsþjónustu 2006-2007 og var í starfsnámi hjá EFTA- dómstólnum í Lúxemborg sumarið 2007. Að námi loknu starfaði Ing- unn hjá Landslögum á árunum 2007-2009 en hóf störf sem lögfræð- ingur hjá Skeljungi 2009 og hefur starfað þar síðan. Ingunn kenndi lögfræði við Há- skóla unga fólksins – Sumarskóla 2008-2009, kenndi skaðabótarétt við lagadeild Háskóla Íslands 2008- 2009 og sinnti stundakennslu í einkaleyfarétti við lagadeild Há- skóla Íslands 2010. Námið helsta áhugamálið Ingunn æfði og keppti í körfu- bolta með KR á unglingsárunum til átján ára aldurs. Hún sat í stjórn og var gjaldkeri Nemendafélags Versl- unarskóla Íslands á námsárunum þar, var framkvæmdastjóri Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Ís- lands, og hefur setið í stjórn bóka- útgáfunnar Codex í nokkur ár. Ingunn segist hafa verið mikill námshestur alla tíð og að fátt hafi náð að glepja hana frá náminu. Það sé kannski meginástæða þess að hún var ekki á kafi í öðrum áhuga- málum á námsárunum. Þá segir hún að í sér blundi áhugi á lanbún- aði og sveitastörfum, enda sjálf komin af íslenskum og norskum bændaættum. Móðir Ingunnar lýsir henni svo að hún sé sérlega iðin, umhyggju- söm móðir og vinmörg enda búi hún yfir svo miklu jafnaðargeði að hún skipti nánast aldrei skapi. Fjölskylda Ingunn giftist 2008 Hjalta Þór Pálmasyni, f. 6.5. 1981, verkfræð- ingi hjá Mannviti. Hann er sonur Pálma Kristinssonar verkfræðings og Sigríðar Friðriksdóttur, uppeld- is- og kennslufræðings og leiðsögu- manns. Dóttir Ingunnar og Hjalta Þórs er Ylfa Hjaltadóttir, f. 9.3. 2010 og síðan er annað barn á leiðinni sem hefur verið stílað upp á að fæðist á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17.5. nk. Hálfsystir Ingunnar, samfeðra, er Sonja Kro, f. 1.3. 1973, leikskóla- kennari, búsett á Akureyri en mað- ur hennar er Stefán Hallsson málm- iðnaðarmaður og eru börn þeirra Hallur Hólm Stefánsson og Anna María Stefánsdóttir en dóttir Sonju er Birgitta Björk Bergsdóttir. Alsystur Ingunnar eru Anna Val- dís Kro, f. 12.12. 1978, leikskóla- kennari, búsett í Reykjavík; Lilja Sólveig Kro, f. 4.11. 1989, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands en kærasti hennar er Hannes Ellert Reynisson, verkfræðingur hjá Sam- herja. Foeldrar Ingunnar eru Arvid Kro, f. 13.9. 1952, bóndi á Lóma- tjörn, og Valgerður Sverrisdóttir, f. 23.3. 1950, bóndi á Lómatjörn og fyrrv. alþm. og ráðherra. Úr frændgarði Ingunnar Agnesar Kro Sigríður Guðmundsdóttir Guðni Eyjólfsson frá Apavatni Valgerður Jóhannesdóttir húsfr. á Lómatjörn Guðmundur Sæmundsson b. á Lómatjörn Johanna Kro húsfr. í Bokn Martin Simonsen b. í Hauge í Klepp Komune Justina Simonsen húsfr. í Hauge Ingunn Agnes Kro Arvid Kro b. á Lómatjörn Valgerður Sverrisdóttir fyrrv. alþm. og ráðh. Sverrir Guðmundsson oddviti. á Lómatjörn Jórlaug Guðrún Guðnadóttir húsfr. á Lómatjörn Ingrid Kro húsfr. í Hauge Magne Kro b.í Hauge í Klepp Komune í Noregi Martin Kro b. í Bokn, eyju í Stafangerfirði Guðný Sverrisdóttir sveitastjóri Grýtubakkahrepps Sigríður Sverrisdóttir kennari á Grenivík Valtý Guðmundsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigríður Schiöt organisti og söngstjóri Valtýr Björnsson íþróttafréttam. Valgarð Egilsson læknir og rith. Í réttunum Ingunn Agnes reynir að mæta í Gljúfársrétt á hverju hausti. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 95 ára Anna Einarsdóttir 85 ára Guðmundur Bjarnason Gunnar Runólfsson 80 ára Baldur Bjarnason Garðar S. Ásbjörnsson Geirþrúður Charlesdóttir Skafti Jónsson Þór Aðalsteinsson 75 ára Gyða Guðjónsdóttir Hreinn Edilonsson Svavar Edilonsson Vilborg Guðjónsdóttir 70 ára Guðlaugur Guðlaugsson Hörður Símonarson Laufey Jörgensdóttir Margrét Margeirsdóttir Úlfhildur Geirsdóttir Þröstur Bergmann Söring 60 ára Hanna Sigurðardóttir Hörður Kristinsson Pétur Steinþórsson Reynir Ólafsson Sólveig Jóhannesdóttir Örn Ólafsson 50 ára Guðmundur Helgi Guðmundsson Gunnlaugur M. Hauksson Hanna Rún Gestsdóttir Reynir Garðar Gestsson Savapa Gunnarsson Þorgerður Þórisdóttir 40 ára Artur Janusz Pazdzior Ásta Hrund Jónsdóttir Darrel Ray Canada Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir Haukur Garðarsson Kristín Daníelsdóttir Marek Narewski 30 ára Ágúst Freyr Svanbergsson Guðríður Sveinsdóttir Hafdís Björk Jensdóttir Hallvarður J. Guðmundsson Hákon Jónsson Konrad Sujkowski Ólöf Haraldsdóttir Sóley Ösp Karlsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Sigurður Ragnar fæddist í Keflavík en ólst upp í Vogum frá fjögurra ára aldri. Hann lauk stúd- entsprófi, er löggiltur áfengis- og vímuefnaráð- gjafi en rekur Kerfi – fyr- irtækjaþjónustu, með föð- ur sínum. Dætur Súsanna Elín, f. 2007; Signý Ósk, f. 2008. Foreldrar Guðmundur Sigurðsson, f. 1945, og Sigrún Ósk Ingadóttir, f. 1948, húsmóðir. Sigurður Ragnar Guðmundsson 30 ára Sigurður Gunnar Hjartarson fæddist á Ak- ureyri og ólst þar upp, á Ólafsfirði og í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Hreinsitækni ehf. frá 1998. Kona Katrín Sif Antons- dóttir, f. 1986, nemi. Synir þeirra: Stefán Gretar, f. 2008, og Alexander Ágúst, f. 2010. Foreldrar Hjörtur Sigurðs- son, f. 1961, verslunarstj. og Laufey Sigurðardóttir, f. 1962, húsm. Sigurður Gunnar Hjartarson Sverrir Haraldsson, lengst afsóknarprestur í Steinholti íBorgarfirði eystra, fæddist á Hofteigi í Jökuldal 27. mars 1922 en ólst upp í Mjóafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1954. Með námi og að námi loknu stund- aði Sverrir lengi kennslu, blaða- mennsku, þýðingar og önnur ritstörf. Hann þýddi töluvert af afþreyingar- og barnabókmenntum og sendi frá sér þrjár ljóðabækur, Við bakdyrnar, 1950, Rímuð ljóð á atómöld, 1952, og Að leikslokum, 1982. Sverrir var ágætt skáld eins og hann átti kyn til en furðu mörg þjóð- þekkt skáld má finna í hans frænd- garði. Foreldrar hans voru Haraldur Þór- arinsson, prestur á Hofteigi og í Mjóa- firði, og Margrét Jakobsdóttir hús- freyja. Móðir Haralds var Vilborg Sigurðardóttir, hálfsystir Ingveldar, móður Arnar Arnarsonar skálds. Margrét var dóttir Jakobs, b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði Péturssonar. Móðir Jakobs var Margrét, systir Þórarins, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Sú Margrét var dóttir Hálf- dánar, b. á Oddsstöðum á Sléttu, bróð- ur Stefáns, langafa Einars Benedikts- sonar skálds. Hálfdán var sonur Einars Árnasonar, prests á Sauða- nesi, og Margrétar Lárusdóttur Scheving, systur Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Margrétar Jakobsdóttur var Ólöf Stefánsdóttir, prests á Kol- freyjustað Jónssonar, prests á Krýnastöðum, bróður Helgu, ömmu Stephans G. Stephanssonar. Jón var sonur Guðmundar, b. á Krýnastöðum í Eyjafirði Jónssonar, bróður Bene- dikts Gröndal, yfirdómara og skálds, afa Benedikts Gröndal, skálds og náttúrufræðings. Sverrir varð sóknarprestur í Desj- armýrarprestakalli í 30 ár og kennari við Grunnskóla Borgarfjarðar í tæp 30 ár. Eiginkona Sverris var Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir, lengi bók- vörður við Lestrarfélag Borg- arfjarðar, en hún lést 2008. Sverris lést hins vegar 26.1. 1997. Merkir Íslendingar Sverrir Haraldsson 40 ára Börkur fæddist í Reykjavík, er verkfræð- ingur, tæknimaður Gríms- ness- og Grafningshrepps og starfar sjálfstætt. Eiginkona Sigurborg Ólafsdóttir, f. 1968, kerf- isfræðingur. Börn þeirra: Dagrún Linda, f. 1992; Brynjar Óli, f. 2001, og Hanna Ósk, f. 2004. Foreldrar Brynjar Har- aldsson, f. 1947, tæknifr. og Unnur Jónsdóttir, f. 1946, hjá Frostverki. Börkur Brynjarsson Börn og brúðhjón „Íslendingar“ er nýr efn- isliður í Morgunblaðinu. Þeir sem senda inn myndir af ungbörnum eða brúð- hjónum fá glaðning frá Morgunblaðinu, áskrift í einn mánuð. Sendið mynd og texta á islendingar@mbl.is Ferskir og framandi fiskréttir Hádegisverðartilboð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.