Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 – fyrst og fre mst ódýr! 1198kr.tvennan Aðeins Coke, Coke Light eða Coke Zero , velur þér Freyju Rísegg nr. 4 eða Nóa Perluegg nr. 4! Þú kaupir 4x2 lítra af Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það sem mér finnst mikilvægast í þessum frumvörpum … er að þau fela í sér jafnræði, atvinnufrelsi og nýlið- un sem við leggjum mikla áherslu á. Það er verið að opna greinina miklu meira en hefur verið með nýliðun. Það sem skiptir máli er að arðurinn renn- ur í miklu meiri mæli til þjóðarinnar með þeim tillögum sem hér eru lagðar fram heldur en verið hefur,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra þegar hún kynnti ný frumvörp um veiðigjald og stjórn fiskveiða. Með Jóhönnu á fundinum var Steingrímur J. Sigfússon, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, og kynntu þau í sameiningu breytingar sem voru í 14 liðum. Verður hér rætt um eitt frumvarp til einföldunar. Í sem stystu máli ber þar hæst að frumvarpið gerir ráð fyrir að núver- andi handhafar aflaheimilda fái stærstan hluta aflaheimilda í þeim tegundum sem hafa verið settar í afla- hlutdeild, þ.e. kvótasettar, í formi nýt- ingarleyfa sem ákveðnar kvaðir eru á. Verður skipt í tvo flokka Í öðru lagi verður aflahlutdeildum skipt í tvo flokka. Annars vegar nýt- ingarleyfi til útgerða og svo hins veg- ar til ríkisins, flokk 2. Verður með því til nýr leigupottur ríkisins sem selur/ leigir aflamark reglubundið á mark- aði, kvótaþingi, yfir fiskveiðiárið. Í þriðja lagi verður framsal afla- heimilda bundið við 20 ára gildistíma upphafsnýtingarleyfa og takmarkað með skýrum ákvæðum. Framlengist leyfin breytast þau í „hrein“ nýting- arleyfi, eins og það er orðað, og verð- ur framsal þeirra ekki heimilt. Í fjórða lagi fer allt framsal afla- marks fram á opinberu kvótaþingi sem ætlunin er að endurvekja. Fram- sal útgerða á aflamarki verður tak- markað með því að skilyrða framsalið við áunna veiðireynslu. Í fimmta lagi er gert ráð fyrir 32.000 þorskígildistonnum í flokk 2 en undir hann heyra strandveiðar, út- leiga á kvótaþingi, línuívilnun, rækju- og skelbætur og byggðakvóti. Til samanburðar hafi um 11.000 þorsk- ígildistonnum verið úthlutað til um- ræddra veiða fiskveiðiárið 2007/2008. Eiga hátt í 20.000 þorskígildistonn að fara á útleigu á kvótaþingi. Í sjötta lagi felur frumvarpið í sér að ríkið fær aukið svigrúm til að beina afla til byggðarlaga með því að heim- ilt verður að skilyrða hluta af afla- heimildum ríkisins til útleigu við svæða sem standa höllum fæti. Í sjöunda lagi verður fyrirkomulag á strandveiðum óbreytt en þó stefnt að því að draga úr rækju- og skelbót- um og byggðakvóta í því augnamiði að leigupotturinn verði eins stór í upphafi og kostur er. Í áttunda lagi verður frá og með fiskveiðiárinu 2015/2016 heimilt að ráðstafa tilteknu magni aflaheimilda sem ríkið hefur til umráða samkvæmt flokki 2 til að stuðla að nýliðun með nýjum nýtingarleyfum. Veiðigjaldið verður tvískipt Í níunda lagi verður veiðigjöldum skipt í tvo flokka. Annars vegar grunngjald sem allir greiða, þ.e. 8 kr. fyrir þorskígildiskíló, og svo hins veg- ar sérstakt veiðigjald sem skiptist milli bolfiskveiða og uppsjávarveiða. Sérstaka gjaldið rennur óskipt í rík- issjóð og á það að sveiflast í takt við afkomu útgerðarinnar. Áætlar ríkis- stjórnin að tekjuauki ríkisins verði 11- 13 ma. kr. á ári næstu þrjú ár, að með- töldum frádráttarliðum. Í tíunda og síðasta lagi verður tekjum af útleigu veiðiheimilda skipt milli ríkissjóðs (40%), sveitarfélaga (40%) og markaðs- og þróunarsjóðs (20%) fyrir sjávarútveginn. Þjóðin fái meira af arðinum  Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu ný kvótafrumvörp  Gera ráð fyrir 11-13 milljarða tekjum af sérstöku veiðigjaldi fyrstu árin  Ríkið fær aukið svigrúm til að beina afla til byggðarlaga Morgunblaðið/Golli Formenn stjórnarflokkanna Jóhanna og Steingrímur kynna frumvarpið. LÍU áætlar að með almenna og sérstaka veiðigjaldinu sem lagt er til sé ver- ið að innheimta meira en 70% af hagnaði sjávarútvegsins, eins og vikið er að hér að neðan. Steingrímur segir þetta af og frá. „Ég hvet menn til að skoða greinargerðina með veiðigjaldafrumvarpinu. Þá átta menn sig á því að það er auðvitað fjarri lagi að það eigi að taka 70% af öllum hagnaði. Það er hins vegar endaprósentan þegar allir frádrátt- arliðir á stofni sérstaka veiðigjaldsins eru frádregnir. Þannig að þetta er miklu nær því að vera á slóðum þess að vera þriðjungur af framlegð í greininni eins og hún er núna. Ég held að við eigum frekar að líta á það sem ánægjulegt viðfangsefni að ræða það hvernig við skiptum þessari miklu framlegð sem núverandi aðstæður skapa,“ sagði Steingrímur og vék að hagstæðum skilyrðum útgerðar í dag. Spurður hvort veiðigjaldið myndi auka á erfiðleika útgerðarinnar þegar illa árar svaraði Steingrímur neitandi. Gjaldið yrði afkomutengt. Ánægjulegt viðfangsefni að skipta hagnaði „Veiðileyfagjaldið sverfur náttúrlega að fjárhag útgerð- arinnar. Það er nýbúið að skerða sjómannaafsláttinn og það verður ekki auðveldara að ná því úr vasa útgerð- arinnar eftir þessar gjaldtökur allar,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um nýja kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þá segir hann sér sýnast að verið sé að viðhalda leigu- braski með því að ríkið ætlar sjálft að leigja út kvóta. „Þetta eru miklar álögur og gera það erfiðara að end- urnýja flotann og byggja upp þegar teknir eru út tugir milljarða á ári,“ segir Sævar. Ljósu punktarnir séu þeir að veiðigjaldið eigi að fylgja afkomunni og kvótaþingið sem afnumið var að ósk útgerð- armanna á sínum tíma. „Það virðist eiga að endurvekja það og það er af hinu góða,“ segir hann. kjartan@mbl.is Sverfur að fjárhag útgerðarinnar „Fyrstu viðbrögðin eru bara skelfingin ein. Maður sér ekki alveg hvernig á að lenda samningi við útgerð- armenn ef þeir fá þetta á herðarnar í viðbót við önnur útgjöld,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, um nýtt kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann segist ekki sjá hvernig leiga á kvóta eigi að ganga upp ef mönnum er áfram ætlað að gera upp við sjómennina út frá heildarverðmætinu. „Þá er þetta sama þversögnin og verið hefur í gegnum allt kvótakerfið. Ef menn borga af verðmætunum í að leigja til sín kvóta þá eru menn ekki í sömu aðstöðu og þeir sem eru með nýtingarrétt. Óréttlætinu er þá bara viðhaldið hvað þetta varðar að mínu mati,“ segir Árni. kjartan@mbl.is Óréttlætinu viðhaldið í kvótafrumvarpinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verði sérstakt veiðigjald í nýju frumvarpi að veruleika mun það leiða til þess að ríkið taki til sín 70% af áætluðum hagnaði útgerðar og fiskvinnslu. Jafnframt muni almennt veiði- gjald upp á 8 krónur á þorskígildi nema alls 3,5 milljörðum kr. á næsta fiskveiðiári. Þetta kemur fram í tilkynningu Landssambands íslenskra útvegs- manna en þar segir að „slík ofur- skattlagning muni kippa rekstrar- grundvelli undan fjölmörgum sjávarútvegsfyrirtækjum víðsvegar um landið“. Færa eigi arðinn af at- vinnugreininni frá landsbyggðinni til pólitískrar úthlutunar í stjórnar- ráðinu um leið og sjávarútvegur sé ríkisvæddur í gegnum skattkerfið. Fullyrt er að frumvarpið feli í sér upptöku ríkisins á aflaheimildum: „Aflahlutdeildir í þorski eru skert- ar um 9,5%, skerðing í ýsu er 6,5%, ufsa 7,2% og í steinbít um 9,8%. Gera á upptækar 5,3% heimilda af öðrum tegundum. Þá ætla stjórnvöld að gera upptæk 40% afla í þorski um- fram 202 þúsund tonn. Sama hlutfall verður tekið af ýsu umfram 66 þús- und tonn, ufsa yfir 50 þúsund tonn og steinbít yfir 14 þúsund tonn. Stjórnvöld munu strax gera upptæk 4.500 tonn af þorski verði heimildir hækkaðar á næsta fiskveiðiári.“ Þvert á hefðbundinn skilning Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir veiðigjald- ið ganga mun lengra en venjan er með auðlindarentu. „Við höfum reynt að skapa hana með því að reka arðbæran sjávar- útveg. Hingað til hefur þetta verið skilgreint þannig að auðlindarenta sé umframhagnaður, þ.e.a.s. hagn- aður umfram það sem almennt ger- ist í öðrum atvinnugreinum. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirtækin hafi hagnað, þar með talin sjávarútvegs- fyrirtækin. Hér er hins vegar fjallað um áætl- aðan hagnað án þess að afstaða sé tekin til þess hvort þar er á ferð um- framhagnaður. Það er því ekki verið að tala um auðlindarentu í venjuleg- um skilningi. Ríkið tekur nánast all- an hagnað. Þetta mun hafa þau áhrif að fjölmörg fyrirtæki sem eru í eðli- legum rekstri og eru eðlilega skuld- sett munu ekki ráða við skuldbind- ingar sínar. Það er augljóst að það verða gjaldþrot í greininni ef frumvarpið verður að lögum. Þetta mun veikja sjávarútveginn og möguleika at- vinnugreinarinnar til að endurnýja tæki og tól og búnað vegna þess að það eru tekin 70% af hagnaðinum sem fyrirtækin þurfa meðal annars að nota til þess að þróa greinina,“ segir Friðrik. Áætla að ríkið taki til sín 70% hagnaðarins  Útgerðin segir frumvarp um veiðigjald ógn við greinina Safnast saman » Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur af útleigu veiði- heimilda geti numið 2,5-3,5 milljörðum króna í upphafi. » Þá er áætlað að veiðigjaldið skili 11-13 milljörðum á ári að teknu tilliti til frádráttarliða. » LÍU áætlar að 8 kr. grunn- gjald á þorskígildiskíló nemi 3.500 milljónum króna á næsta fiskveiðiári. Friðrik J. Arngrímsson Fullyrt er í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að frumvarpið muni opna á möguleika að veita nýliðum leyfi. Er þá vísað til flokks 2 sem vikið er að í samantektinni hér fyrir ofan og miðað við að ríkið fái heimild til að ráðstafa tilteknu magni aflaheimilda frá og með fiskveiðiárinu 2015-2016. „Verða þá slík nýliðunarleyfi annaðhvort boðin út eða úthlutun þeirra bundin svæðum sem hallað hefur á í atvinnu- og byggðalegu tilliti. Allir sem eignast aflahlutdeild eiga rétt á nýtingarsamningum. Til viðbótar við leigupott og strandveiðar opnar þetta kerfið verulega frá því sem var og mætir þannig vel þekktum mannréttinda- og jafnræðissjónarmiðum.“ Mæti mannréttindasjónarmiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.