Morgunblaðið - 27.03.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú kýst að vernda vin þinn í dag og
munt gera allt sem í þínu valdi stendur til
þess að hjálpa þessari persónu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt þér finnist þú lifa í vernduðu um-
hverfi, þarftu ekki að horfa lengi í kring um
þig til að sjá að ýmislegt er að gerast. Slak-
aðu bara á og horfðu á úr fjarlægð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er auðvelt að segja, bara að ég
hefði vitað það sem ég veit núna. Dagurinn
hentar mjög vel til skapandi breytinga í
tengslum við miðlun eða skemmtanabrans-
ann.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Upplagður dagur til að sinna fjármál-
unum og gera ráðstafanir á því sviði. Vertu
sveigjanlegur og sýndu samstarfsmönnum
þínum skilning og velvilja.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eyddu ekki tímanum í bið eftir aðstoð
annarra heldur notaðu eigin hæfileika til þess
að ganga frá málunum. Vandinn hverfur
smátt og smátt við það.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að láta fólk ekki hafa of
mikil áhrif á þig því það hefur þú reynt áður.
Þú leggur þig allan fram í starfi og það vekur
almenna hrifningu yfirmanna þinna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fáein skynsamleg orð hjálpa fjölskyldu-
meðlimum við að halda sig við sameiginlega
stefnu. Leggðu þig fram um að ná sáttum
sem eru þér nauðsynlegar upp á framtíðina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vitrar manneskjur hvetja þig
hugsanlega til þess að takast á við veikleika
þína. Leyfðu þögninni að leika um þig svona
af og til.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gættu þess að lofa ekki upp í
ermina í ákafa þínum til þess að leggja vini
lið. Saklaust daður og ánægjulegt félagslíf
lífga upp á daginn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú átt það alveg skilið að lyfta þér
upp, ef þú bara gætir þess að hóf er best á
hverjum hlut. Stattu fast á þínu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ábending frá vini kann að koma
þér að gagni fjárhagslega í dag. Hugmyndir
þínar um umbætur geta breytt miklu fyrir þig
og þá sem eru í kringum þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú átt góða möguleika á að ná tak-
marki þínu, ef þú sýnir dugnað og hefur ör-
yggið í fyrrúmi. Haltu öllum verkefnum að-
skildum og raðaðu þeim upp í forgangsröð og
leystu þau síðan eitt af öðru.
Eiríkur Páll Sveinsson sendikveðju: „Var að lesa vísnaþátt-
inn í blaði dagsins. Fann þá hjá mér
löngun til að senda þér smáljóð, ef
kalla má svo, sem ég gerði fyrir
margt löngu á fyrsta ári mínu í HÍ.“
Smáljóðið nefnist Harmasaga úr
tíma (í verkfræðideild) og er frá
árinu 1954:
Svefnlaus og timbraður sit ég hér dottandi,
sendlingar myrkursins ertandi, glottandi,
innan í kúpunni hamra þeir hlæjandi,
hrópa og kalla þar hvergi neitt vægjandi.
Bræða í augnlokin blý, grjót og hraunsalla,
brátt skrifar höfuðið 0-kúrfu einhalla,
rennur nú sitjandinn rótt út af bríkinni
runa af kokhljóðaveðráttu ríkjandi.
Máttlaus á gólfinu líkaminn liggjandi
landa í draumunum maðurinn þiggjandi.
Vakna þó bráðlega, hæddur af herrunum
í hringiðu liggjandi af þverstæðum
R-unum.
Strax upp á fæturna reyni að rísa þá,
rýnandi í tómið með glyrnurnar framan á.
Tekst þó ei upprisan, sit ég þar syfjaður
á sál bæði og líkama eymslunum klyfjaður.
Út er ég borinn, mig svimar og svitna ég,
samviskan þyngir mig, líðan er bölvanleg.
Lofa ég sjálfum mér iðrandi og uppgefinn
að ei láti tæla mig helvítis Bakkusinn.
Í Vísnahorni 3. mars sl. eignaði
„vísnavinur“ þessa stöku Kristjáni
Jónssyni Fjallaskáldi og sagði hana
„eftirlætisvísu frá táningsárunum“:
Eg vil feginn óspilltur
æskuveginn ganga,
Og svo deyja ölvaður
undir meyjarvanga.
Hið rétta er, að stakan er eftir Frið-
rik Hansen vegavinnuverkstjóra á
Sauðárkróki, eins og fram kemur í
bréfi Birgis R. Rafnssonar og leið-
réttist það hér með. Skýringin er sú,
að „vísnavinurinn“ ruglaði saman
tveim stökum keimlíkum eins og
alltaf getur hent. Staka Fjallaskálds-
ins ber yfirskriftina „Óskin“:
Ó, að ég hreyfðist hinsta sinn
hýrður víns af tári
og bana yrði beður minn
bjartrar drósar nári.
Ragnar Böðvarsson orti
sumarvísur á Rangárvöllum:
Hrjúfu, gráu hrauni undir
hægt við lága gróðurrein,
lindin smáa langar stundir
leikur blá og tandurhrein.
Brokið hringar blöð og sveigir,
blærinn syngur þýtt við grein.
Umfeðmingur arma teygir
ungan kringum víðitein.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af sumri og hlæjandi
sendlingum myrkursins
G
æ
sa
m
a
m
m
a
og
G
rí
m
ur
Fe
rd
in
an
d
H
ró
lf
ur
h
ræ
ð
ile
gi
S
m
á
fó
lk
G
re
tt
ir
ÉG ER AÐ
VERÐA 27
MAÐUR
SKYLDI
ÆTLA ÞAÐ
ÉG HEFÐI GETAÐ SAGT ÞÉR AÐ ÞÚ
VÆRIR EKKI ÖRUGGUR ÞARNA
BARA
EITTHVAÐ
SPENNANDI
HVAÐ
MÁ BJÓÐA
ÞÉR FRÚ?
FÆRÐU OKKUR BÁÐUM BARA
EITTHVAÐ SPENNANDI
NÚNA ER HANN
AÐ VINNA
Á GRUND
ÉG VEIT AÐ ÉG SAGÐI
ÞÉR AÐ KÆTA
GÖMLU KONURNAR,
EN ÉG ÁTTI VIÐ MEÐ
ÞVÍ AÐ LEYFA ÞEIM
AÐ KLAPPA ÞÉR...
MAÐUR SKYLDI ÆTLA
AÐ ÉG HEFÐI VITKAST
MEÐ ÁRUNUM
HVAÐ
LANGAR ÞIG AÐ FÁ Í
MATINN Í KVÖLD?
HVAR ER GRÍMUR AÐ AFPLÁNA
SAMFÉLAGSÞJÓNUSTUNA NÚNA?
...EKKI MEÐ ÞVÍ
AÐ LEYFA ÞEIM AÐ
STINGA PENINGUM Í
PUNGBINDIÐ ÞITT!
Barátta Manchester-liðanna, Cityog United, um Englandsmeist-
aratitilinn í knattspyrnu verður at-
hyglisverðari með hverri vikunni
sem líður. Lengi vel hafði hið nýríka
City frumkvæðið og eftir að þeir
heiðbláu kjöldrógu nágranna sína
fyrr í vetur á þeirra eigin heimavelli,
Old Trafford, héldu margir að það
yrði aðeins formsatriði að klára mót-
ið. Annað hefur komið á daginn.
Eins og svo oft áður lúrir United í
hælum keppinautarins og sætir svo
lagi þegar nálgast vorið og tekur
fram úr. Á þessum árstíma tapar lið-
ið helst ekki leik. Eftir slæmt tap
gegn Newcastle í fyrsta leiknum eft-
ir áramót hefur United fengið 28 stig
af 30 mögulegum. Einu stigin sem
liðið tapaði voru gegn Chelsea á
Brúnni, þegar það jafnaði leikinn
eftir að hafa lent 3:0 undir.
x x x
Fyrir utan innbyrðisviðureigninagegn City, sem fram fer á Man-
chester-leikvanginum 30. apríl, á
United mjög auðvelt leikjapró-
gramm fyrir höndum og enginn ætti
að verða hissa vinni liðið alla þá leiki,
sjö að tölu. Það þýðir að City þarf
ekki aðeins að vinna leik sinn gegn
erkifjendunum, heldur alla hina leiki
sína sjö líka, þeirra á meðal útileiki
gegn Arsenal og Newcastle United,
til að landa sínum fyrsta meist-
aratitli frá árinu 1968. Það verður
ekki létt verk. Gleymum því heldur
ekki að United hefur jafnt og þétt
étið upp markatöluforskot nágranna
sinna á umliðnum vikum. Mögulega
mun markamunur ráða úrslitum.
x x x
Flestum sparkskýrendum ber sam-an um að Sir Alex Ferguson hafi
oft haft betri mannskap í höndunum
en undanfarin tvö tímabil, samt vann
United deildina í fyrra og er á góðri
leið með að gera það aftur nú. Er
furða að menn velti fyrir sér hvort
það skipti í raun engu máli hverjir
skrýðast búningi Manchester Unit-
ed svo lengi sem gamli maðurinn
stendur í brúnni. Hvernig væri að
United keypti Charlie Adam, Jordan
Henderson og Stewart Downing fyr-
ir næstu leiktíð og gerði þá líka að
meisturum? víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik
en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyr-
ir vini sína. (Jh. 15, 13.)
Hárburstinn sem
leysir allar flækjur
Dreifingaraðili
Bylting fyrir hársára,
frábær fyrir sítt hár
og fyrir börnin
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305