Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Jón Gnarr borgarstjóri hefur í bréfi til foreldra barna í Hamra- og Húsa- skóla í Grafarvogi tilkynnt að fyr- irhuguð sameining unglingadeilda skólanna við Foldaskóla standi. Eng- in rök hafi komið fram sem réttlæti það að Reykjavíkurborg hætti við áform sín í Foldaskóla. Við þetta eru foreldrarnir mjög ósáttir en þeir af- hentu borgarstjóra og borgarfulltrú- um meirihlutans nýverið undirskrift- ir frá um 90% foreldra í hverfunum þar sem fyrirhugaðri sameiningu var mótmælt harðlega. Foreldrarnir sendu Jóni Gnarr svarbréf til baka í gær þar sem þess er krafist að sameiningin verði aft- urkölluð eða henni frestað á meðan frekari rannsókn sé gerð á forsend- um hennar. Vísa foreldrar þar til nið- urstöðu menntamálaráðuneytisins í bréfi til þeirra í apríl sl., um að borg- inni beri að láta framkvæmda ítar- legri athuganir og ná fram betri sátt um málið áður en af sameiningunni getur orðið. Var það m.a. álit ráðu- neytisins að undirbúningi samein- ingarinnar hafi verið áfátt og vinna þurfi frekar að sáttum í málinu. Ráðuneytið taldi sig hins vegar ekki hafa beinan rétt til að úrskurða í kærumálum um sameiningu skóla og vísaði þeim hluta málsins til með- ferðar í innanríkisráðuneytinu. Nið- urstaða þar liggur ekki enn fyrir, að því er segir m.a. í bréfi foreldranna til borgarstjóra í gær. Benda þeir t.d. á að borginni beri einfaldlega að hafa hliðsjón af niðurstöðu mennta- málaráðuneytisins sem æðra stjórn- valds. Telja þeir einsýnt að samein- ingin geti ekki gengið í gegn nú í haust og fresta þurfi henni um minnst eitt skólaár. „En ef Reykjavíkurborg knýr óafturkræfa sameiningu í gegn, þrátt fyrir skýra niðurstöðu ráðu- neytisins, skýr tilmæli Ríkisendur- skoðunar um vinnubrögð við samein- ingarmál og skýran vilja íbúa hverfanna, þá hlýtur lagaleg og sið- ferðisleg ábyrgð borgarfulltrúa að vera mikil,“ segir m.a. í bréfi for- eldra til borgarstjóra. Foreldrum sýnd lítilsvirðing Í fyrrnefndu bréfi borgarstjóra til foreldra kom fram að vinna við sam- eininguna væri vel á veg komin og borgin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að hún gengi vel fyrir sig. „Ég vil biðja ykkur að vinna með jákvæðum huga að sameiningunni sem ég er sannfærður um að verður til hagsbóta fyrir nemendur, for- eldra og borgina í heild,“ ritar Jón Gnarr í niðurlagi bréfsins. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, einn talsmanna foreldra, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með svar borgarstjóra. Þar hafi borgin ekki sett fram nein ný rök og sagt að ekk- ert hafi komið fram í málinu sem breyti áformum borgarinnar. „Vilji nánast allra foreldra barna í skólunum skiptir greinilega engu máli og enn á ný sýnir meirihlutinn í borgarstjórn foreldrum þá lítilsvirð- ingu að ætlast til þess að við eigum bara að kyngja ákvörðuninni, vera jákvæð og vinna að sameiningunni svo hún gangi vel fyrir sig,“ segir Marta. Hún segir foreldra í þessum hverf- um uggandi um hag skólanna. „Við erum farin að finna áhrifin af breytingunum strax. Kennarar sem ekki fá lengur fullt starfshlutfall eru farnir að ráða sig í aðra skóla og þetta mun svo sannarlega hafa af- gerandi áhrif á skólabrag skólanna sem eftir verða þegar unglingadeild- irnar hafa verið nauðungarfluttar úr skólanum,“ segir Marta og óttast að hið sama gerist og varð raunin eftir samruna leikskólanna Funaborgar, Foldaborgar og Foldakots yfir í Sunnufold í fyrra. „Funaborg var frábær leikskóli fyrir sameiningu en nú er nánast ekkert eftir af þeim góða og vel rekna leikskóla.“ Mótmæli foreldra gegn sameiningu hunsuð Morgunblaðið/Styrmir Kári Mótmæli Fulltrúar foreldra í Hamra- og Húsaskóla afhentu borgarstjóra mótmælaundirskriftir og friðarblóm vegna samruna unglingadeildanna.  Borgin stendur við samruna unglingadeilda í Grafarvogi „Vilji nánast allra foreldra barna í skólunum skiptir greinilega engu máli.“ Marta Kr. Hreiðarsdóttir Fimmtudagur » GS SkórMánudagur Þriðjudagur » 66°NORÐUR Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag. „Að nota Aukakrónur er eiginlega eins einfalt og það getur verið“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.