Morgunblaðið - 09.05.2012, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Mikið var um dýrðir á Austfjörðum í
gær þegar ríkisstjórnin kom austur
og hélt þar sinn reglubundna fund,
sem alla jafna er haldinn í Stjórn-
arráðshúsinu í Reykjavík. Fram-
kvæmdum í fjórðungnum var heitið,
ritað undir viljayfirlýsingar og ráð-
herrar hlustuðu á sjónarmið sveit-
arstjórnarmanna og annarra íbúa.
Eitt af helstu baráttumálum Aust-
firðinga er að fá Norðfjarðargöng. Í
því skyni afhentu íbúar Fjarða-
byggðar innanríkisráðherra undir-
skriftir á fjórða þúsund einstaklinga
þar sem skorað er á ríkisstjórnina
að hefja framkvæmdir við gerð
nýrra Norðfjarðarganga eigi síðar
en fyrir lok þessa árs. Verkefnið þol-
ir enga bið að mati heimamanna,
sem telja að samgöngumál standi í
vegi fyrir frekari framþróun á Aust-
urlandi og sameiningu sveitarfélaga,
sem eru alls átta í fjórðungnum.
Fjölmenni var við afhendingu undir-
skriftanna í Neskaupstað í gær.
Fimm stofnanir í eina
Einna stærsti viðburðurinn var þó
á Reyðarfirði þar sem haldinn var
stofnfundur Austurbrúar, samein-
aðra stoðstofnana á Austurlandi.
Um er að ræða sjálfseignarstofnun
sem verður til við sameiningu Þekk-
ingarseturs Austurlands, Þróunar-
félags Austurlands, Menningarráðs
Austurlands og Markaðsstofu Aust-
urlands. Austurbrú mun einnig ann-
ast daglega starfsemi SSA, Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi.
Starfsmenn Austurbrúar, alls um
20, koma frá þessum stoðstofnunum
og engum þurfti að segja upp vegna
þessa. Austurbrú er fyrsta stofnun
sinnar tegundar hér á landi og
stefna stjórnvöld að því að hún geti
verið fyrirmynd fyrir aðra lands-
hluta, í þeim tilgangi að auka skil-
virkni og einfalda samskipti lands-
hlutanna og ríkisvaldsins.
Austurbrú mun hafa sex starfs-
stöðvar á Austurlandi þar sem meg-
instöðvar verða á Egilsstöðum og
Reyðarfirði. Aðrar stöðvar verða á
Vopnafirði, Seyðisfirði, Djúpavogi
og í Neskaupstað. Framkvæmda-
stjóri Austurbrúar var ráðinn Þor-
kell J. Pálsson og hóf hann störf 1.
apríl síðastliðinn.
„Þessari nýju stofnun er ætlað að
byggja nokkurs konar brú á milli
Austfjarða og ríkisins, einnig á milli
sveitarfélaganna og milli íbúa og at-
vinnulífsins,“ segir Valdimar O.
Hermannsson, sem á stofnfundinum
í gær var kjörinn stjórnarformaður
Austurbrúar. Valdimar var áður
stjórnarformaður SSA og leiddi
verkefnisstjórn sem skipuð var til að
undirbúa stofnun Austurbrúar. SSA
verða áfram til, samkvæmt sveitar-
stjórnarlögum, en stjórnsýsla sam-
bandsins rennur inn í Austurbrú.
Valdimar segir að með þessu fyr-
irkomulagi takist mun betur að nýta
fjármagn og sérmenntaða starfs-
krafta sem hafa verið hjá þessum
fimm aðilum. Bendir hann á að
sveitarfélögin á Austurlandi séu
misstór og verkefni hjá þeim
stærstu hafi skarast við þessar stoð-
stofnanir, eins og embætti atvinnu-
mála- og markaðsfulltrúa. „Nú tekst
okkur betur að samræma verk-
efnin á milli svæða, þannig að
ekki skapist samkeppni á
milli sveitarfélaga. Það er
hagur allra að samræma
þetta og nýta fjármagnið
betur. Sókn er besta vörn-
in. Það er betra að bjóða
fram stóra og öfluga stofn-
un sem getur þar með tekist
á við stærri og viða-
meiri verkefni,“
segir Valdi-
mar.
Brú milli Austfjarða og ríkisins
Ríkisstjórnin sótti Austfirðinga heim í gær Stoðstofnanir á Austurlandi sameinaðar undir merkj-
um Austurbrúar Fyrirmynd fyrir aðra landshluta Undirskriftir afhentar vegna Norðfjarðarganga
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Austurbrú Samningur undirritaður um stofnun stoðstofnunar Austurlands, Austurbrúar, af þeim Þorkatli Pálssyni
og Valdimar O. Hermannssyni frá Austurbrú og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Reyðarfirði í gær.
Ríkisstjórn hélt sinn fyrsta fund
á Austurlandi í gær, nánar til-
tekið á Gistiheimilinu á Egils-
stöðum. Sambærilegir fundir
hafa verið haldnir í Reykjanes-
bæ, á Akureyri og Ísafirði. Líkt
og á þeim stöðum var í kjölfar
fundarins tilkynnt um fram-
kæmdir í landshlutanum og
skrifað undir viljayfirlýsingar.
Samanlagt er um rúman millj-
arð króna að ræða og lang-
stærstur hluti þess fjár, eða um
milljarður, fer í byggingu 40
rýma hjúkrunarheimilis á Fljóts-
dalshéraði. Undirrituðu Guð-
bjartur Hannesson velferðar-
ráðherra og Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri Fljótdalshéraðs,
samning þess efnis. Stefnt er
að því að taka húsnæðið í notk-
un um mitt ár 2014. Ársverk á
framkvæmdatíma verða 90-
100.
Tilkynnt var að ríkið muni
greiða helming kostnaðar við
rekstur jarðfræðiseturs á
Breiðdalsvík á næstu fjór-
um árum, eða alls 20 millj-
ónir króna. Þá var sam-
þykkt viljayfirlýsing um
frekari úrvinnslu úr áli og
sjávarfangi á Austurlandi.
Ríkið leggur 20 milljónir til
verksins á þessu og
næsta ári.
Milljarður til
framkvæmda
AUSTURLAND
Valdimar O.
Hermannsson
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Mikið úrval
af kvartbuxum í fallegum litum
Verð frá 8.990 kr.
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur
okkar á
Facebook
St. 36-52
Full búð
af fallegum
fatnaði á alla
fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
Aðalfundur A 1988 hf.
Aðalfundur A 1988 hf. verður haldinn fimmtudaginn 24. maí nk.,
í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, Reykjavík, og hefst kl. 14.00.
Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf skv. 13 gr. samþykkta
félagsins.
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á
aðalfundardaginn frá kl. 13.30 á fundarstað.
Reykjavík, 9. maí 2012
Stjórn A 1988 hf.
Tillaga um breytingu á 12. gr. samþykkta félagsins liggur fyrir
fundinum, að boða þurfi til aðalfundar með tveggja vikna fyrirvara.
Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Korngörðum 2,
Reykjavík, hluthöfum til sýnis 14 dögum fyrir aðalfund.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast
stjórn eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 19. maí nk. kl. 14.00.
Framboðum skal skila skriflega til stjórnar A 1988 hf. á skrifstofu
forstjóra, Sundakletti, Korngörðum 2-4, 104 Reykjavík. Upplýsingar
um framboð til stjórnar félagsins skulu vera aðgengilegar hluthöfum
á skrifstofu félagins eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund.