Morgunblaðið - 09.05.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
J
óna Sigurðardóttir og Colin
Wright fóru nýverið í mikla
ævintýraferð með hinu
bandaríska Greyhound-
rútufyrirtæki. Alls heim-
sóttu þau 48 ríki Bandaríkjanna á
tveimur mánuðum. Áður höfðu þau
búið fjóra mánuði í Kalkútta á Ind-
landi og kynnst þar daglegu lífi íbú-
anna. Tildrög dvalarinnar má rekja
til þess að lesendur Colins, sem held-
ur úti ferðablogginu exilelifestyle.-
com, kusu Indland sem næsta bú-
setustað hans. Hann hefur síðastliðin
ár dvalið fjóra mánuði í senn í nýju
landi sem lesendur hans kjósa og hef-
ur á þeim tíma lagt sig fram um að
kynnast landi og þjóð.
Enginn lúxus
Jóna hefur fylgt Colin á ferðum
hans og segir ekki hafa dregið úr
ferðaáhuganum eftir að þau kynnt-
ust.
„Ég er ævintýramanneskja og
eins æðislegt og það er að búa á Ís-
landi helst ég ekki lengi hér í einu,“
segir Jóna, sem er bókmenntafræð-
ingur að mennt og starfar sem sushi-
kokkur þegar hún dvelur hér á landi.
Jóna og Colin ákváðu Bandaríkja-
ferðina með það í huga að Colin, sem
rekur eigin bókaútgáfu, langaði prófa
að skrifa leiðarvísi fyrir ungt fólk sem
hefði ekki efni á að taka sér heilt ár til
að skoða heiminn. Þau ákváðu því að
ferðast með Greyhoundbus, sem er
einn ódýrasti ferðamátinn um Banda-
ríkin, og keyptu sér passa sem gerði
þeim kleift að ferðast eins mikið og
þau vildu í tvo mánuði.
„Þar sem við ætluðum að kaupa
Með rútu um 48 ríki
Bandaríkjanna
Ferðalangarnir Jóna Sigurðardóttir og Colin Wright völdu einn hagkvæmasta
ferðamátann til að ferðast um Bandaríkin. Þau keyptu sér passa hjá Greyhound-
rútufyrirtækinu og gistu heima hjá fólki sem Colin kannast við í gegnum blogg-
skrif sín. Þau Jóna og Colin víluðu ekki fyrir sér að ferðast með rútum í tvo mán-
uði og lentu í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á ferðum sínum.
Ferðalangur Ýmsir kynlegir kvistir voru um borð í rútum Greyhound.
Litrík Allt er vænt sem vel er grænt, Jóna á St Patrick’s day í New Orleans.
Matarblogg er skemmtilegt að skoða
bæði til að fá góðar hugmyndir og
vatn í munninn. Eitt slíkt er silvias-
cucina.wordrpess.com en því heldur
úti hin ítalska Silvia Colloca sem nú
er búsett í áströlsku borginni Sydney.
Silvia leggur upp úr því að gefa
uppskriftir að einföldum heimilismat
sem eldaður hefur verið í fjölskyldu
hennar kynslóð eftir kynslóð.
Silvia segir einnig á síðunni að hún
hafi nú búið í átta ár utan Ítalíu og á
þeim tíma hafi hún séð hve vinsæll
ítalskur matur sé um allan heim. Sá
misskilningur sé þó víða útbreiddur
að ítalskur matur sé þungur í maga
og jafnvel fitandi. Þetta vill hún leið-
rétta með því að gefa lesendum sín-
um uppskriftir að léttari mat, enda sé
t.d. ekki notuð mikil feiti í ítalskri
matargerð almennt séð. Á vefsíðunni
er mikið af girnilegum uppskriftum
sem vert er að prófa.
Vefsíðan www.silviascucina.wordpress.com
Morgunblaðið/Kristinn
Létt Yfirleitt er ekki notuð mikil fita í ítalskri matargerð.
Ítalskt, létt og gott
Borgarkórinn heldur vortónleika sína
á morgun, fimmtudaginn 10. maí,
klukkan 20:30. Þar mun kórinn flytja
létt lög um borgina, ástina, vorið
og fleira en tónleikarnir verða haldnir
í Grensáskirkju. Um píanóleik sér
Hjörtur Ingvi Jóhannsson og stjórn-
andi kórsins er Gróa Hreinsdóttir.
Borgarkórinn er sex ára gamall kór,
skipaður starfsmönnum Reykjavík-
urborgar. Kórinn fer í ágúst nk. til
Finnlands á kóramótið Nordic-Baltic
choir festival. Aðgangseyrir á tón-
leikana er 1.000 krónur.
Endilega …
… hlýðið á
Borgarkórinn
Tónleikar Borgarkórinn heldur vor-
tónleika í Grensáskirkju.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Alda Lóa Leifsdóttir mun segja frá
kynnum sínum af landi og þjóð í Tógó
í Vestur-Afríku í kvöld klukkan 20 í
Gerðubergi. Mun Alda Lóa sér-
staklega segja frá kynnum sínum af
tógósku kaupsýslukonunni Mireille
(Mírey). En frásögnina styður Alda
Lóa með fjölda ljósmynda. Mireille
kynntist Alda Lóa fyrst í flugvél á leið
sinni til Tógó í fyrsta sinn, í janúar
2006. Ári síðar fór hún aftur til Tógó
og dvaldi þá með dóttur sinni hjá Mi-
reille í nokkra mánuði.
Mireille er fjögurra barna einstæð
móðir og kaupsýslukona en jafnframt
höfðingi samfélags þar sem margt
minnir á gamla höfðingjaskipulagið.
Hún er af ætt Nana Benz-kvennanna
sem voru ríkustu konur Afríku um
skeið en þær högnuðust á sölu og
dreifingu á vefnaðarvörum sem fram-
leiddar voru í Hollandi. Viðurnefni
þeirra er dregið af því að þegar ein-
ræðisherrann Eyadema tók á móti er-
lendum erindrekum á árunum á milli
1960 og 1970 fékk hann Mercedes
Benz-bifreiðarnar lánaðar hjá Nana
Benz til þess að sækja fyrirfólkið út á
flugvöll.
Árið 2008 stofnaði Alda Lóa ásamt
Gunnari Smára Egilssyni, eiginmanni
sínum, hjálparsamtökin Sól í Tógó
sem styrkja barnaheimili í Aneho í
Tógó. En þau hjónin eiga dóttur sem
er frá Tógó og tengjast því landinu
órjúfanlegum böndum. Alda Lóa er
ljósmyndari og grafískur hönnuður
með BA-gráðu í guðfræði og meist-
aragráðu í Visuelle Kommunication
úr Hochschule der Künste í Berlín.
Hún hefur starfað sem blaða-
ljósmyndari á Morgunpóstinum,
Fréttablaðinu og Nyhedsavisen auk
þess að hanna fjöldann allan af bóka-
kápum. Hún vinnur nú að framleiðslu
tveggja heimildamynda hjá fyrirtæki
sínu Nýr kafli auk þess sem haldin
verður sýning á ljósmyndum hennar í
Þjóðminjasafni Íslands í haust.
Stefnumótakaffi í Gerðubergi
Af landi og þjóð í Tógó
Tógó Kaupsýslukonan Mireille (Mír-
ey) sem Alda Lóa mun segja frá.
Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099