Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 11
þennan passa ákváðum við að gera
þetta með pomp og prakt og heim-
sækja alla áfangastaði á leiðinni.
Lúxusinn er enginn á svona ferð og
mig var farið að gruna að fólk sem
væri utanveltu í samfélaginu væri
hvatt til að nýta sér þennan passa til
að geta fengið að sofa inni. Á vest-
urströndinni var aðeins yngra fólk,
eins og maður er vanur úr bakpoka-
ferðalögum í Evrópu, en annars var
andrúmsloftið dálítið biturt í anda
þess að fólk hefði neyðst til að nýta
sér þennan fararmáta.
Þetta var samt skemmtileg upp-
lifun og maður sér menninguna sem
er einna minnst sýnd í sjónvarpi og
kvikmyndum,“ segir Jóna.
Gistu í heimahúsum
Áður en Jóna og Colin lögðu af
stað auglýstu þau eftir lesendum sem
væru til í að hýsa ferðalangana og
barst mikið af svörum. En Jóna held-
ur einnig úti bloggsíðu.
„Þessar rútur fara alveg út um
allt, þær mega eiga það. Við settumst
því niður og gerðum kort eftir því hjá
hverjum við ætluðum að gista og
hvernig við kæmumst þangað,“ segir
Jóna. Þau gistu aðallega í heima-
húsum en í New Orleans gistu þau á
glæsilegu hóteli þar sem þau tóku
þátt í verkefni sem miðar að því að fá
áhrifamikið fólk til að heimsækja
borgina. Jóna segir þau ekki hafa
rannsakað fólkið mikið fyrirfram en
það hafi verið ákveðin sía að velja fólk
sem þau hefðu áður átt í samskiptum
við í gegnum netið.
Undarlegt karlasamfélag
Aðeins einu sinni segir Jóna að
þau hafi komið á stað þar sem henni
þótti óþægilegt að dveljast en það var
í Las Vegas.
„Við héldum til í lúxusvillu en
andrúmsloftið fannst okkur dálítið
skrýtið og eins skýringar gestgjaf-
anna. Þarna bjuggu strákar sem töl-
uðu um að þeir fengju reglulega til
sín hóp ungra manna sem dveldi í
húsinu í ár í senn. Á þessum tíma
væri þeim kennt að öðlast aukið
sjálfsálit og hvernig ætti að koma
fram við konur. Við uppgötvuðum
hins vegar smám saman að þarna
vorum við komin inn í mjög undarlegt
samfélag ungra manna sem þjálfaðir
eru í að ná sér í konur. Samanber
bókina The Game sem kom út árið
2005. Þeir fá meðal annars stig eftir
því hversu ungar konur þeim tekst að
ná sér í og þarna leið mér bara illa og
vildi fara.
Í Nýju-Mexíkó lentum við líka í
óvæntri uppákomu en hún var öllu
gleðilegri. Við höfðum verið sótt mjög
seint um kvöld og sofnuðum strax
þegar á staðinn kom. Fjórum tímum
seinna vöknuðum við síðan við harm-
onikkuspil með fullt af fólki inni í
stofu. Þá var okkur tilkynnt að nú
færum við að vinna á búgarðinum en
þá vorum við komin í mikla hippa-
kommúnu og vorum send út í garð að
vinna eldsnemma að morgni,“ segir
Jóna og hlær að endurminningunni.
Atlanta kom á óvart
Ferðin hófst í Columbia, Miss-
ouri, þar sem foreldrar Colins búa.
Þaðan héldu þau niður vesturströnd-
ina og þaðan suður og svo austur að
Kanada. Hringurinn var stór og á
honum ýmsir krókar um litla bæi
miðríkjanna. Segir Jóna að Atlanta í
Georgíuríki hafi helst komið á óvart.
„Ég bjóst ekki við neinu af Atl-
anta og vissi t.d ekki að borgin er titl-
uð höfuðborg hipphoppsins. Þarna er
góður miðpunktur af suðurríkja-
stemningunni með heimsborgara-
legri brag. Þarna fórum við t.d. á
klúbb sem ku víst vera uppáhalds-
klúbbur Lady GaGa,“ segir Jóna.
Morgunmatur Fyllt á tankinn.
Á faraldsfæti Colin og Jóna í Suður-Dakóta. Þau ferðuðst til 48 ríkja í Bandaríkjunum í ferðinni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Hvort sem er til heimilisins eða atvinnunota
þá hefur Nilfisk-Alto réttu háþrýstidæluna
Nilfisk-Alto háþrýstidælur
fyrir iðnaðinn
Traustur kostur
• Rafknúnar háþrýstidælur
• Bensín- eða dísildrifnar háþrýstidælur
• Dælustöðvar
• Hita-háþrýstidælur
Mikið úrval auka-og fylgihluta
100 bar
Listaverð kr. 15.400
Tilboðsverð kr. 12.900
110 bar
Listaverð kr. 25.600
Tilboðsverð kr. 17.500
120 bar
Listaverð kr. 32.300
Tilboðsverð kr. 25.900
130 bar
Listaverð kr. 44.300
Tilboðsverð kr. 37.700
Óttar Guðmundsson geðlæknir kynn-
ir nýútkomna bók sína Hetjur og hug-
arvíl í Bókakaffi Bókabúðar Máls og
menningar á Súfistanum, sem stað-
sett er innan veggja búðarinnar, í
kvöld kl. 20. Í bókinni greinir Óttar
hetjur Íslendingasagna með ýmiss
konar persónuleikaraskanir og geð-
veilu, greinir sambönd hinna ýmsu
persóna og veltir fyrir sér hvar þess-
ar hetjur væru staddar í nútíma-
samfélagi væru þær uppi í dag.
Óttar nýtir sér fræði geðlækninga,
reynslu sína og innsæi í bókinni en
ekki eru allir sammála þeim grein-
ingum sem hann teflir fram. Í Bóka-
kaffinu mun Óttar ræða þessar grein-
ingar sínar og tilurð bókarinnar og
svara fyrirspurnum. Búast má við líf-
legum umræðum og eru allir hvattir
til að mæta sem vilja fá nánari skýr-
ingar á efnistökum bókarinnar.
Geðveikt bókakaffi
Hetjur og hugarvíl á Súfistanum
Morgunblaðið/Kristinn
Geðlæknir Óttar Guðmundsson greinir hetjur Íslendingasagnanna.
Sjón okkar mannfólksins er breyti-
leg bæði yfir daginn og ævina alla.
Þeim félögum Birgi Jóhannessyni,
Hafsteini G. Hafsteinssyni og Guð-
mundi J. Haraldssyni, hefur tekist
að laga sjón sína með sjónþjálfun.
Þeir kalla félagsskap sinn NýSýn og
vonast til að æ fleiri kynni sér slíkar
aðferðir og prófi þær.
Tenging við líkamann
„Fólk veit hvernig á að takast á
við vöðvabólgu í öxlum með því t.d.
að fara í sund og reyna að draga úr
stressi. Hið sama á við um augun en
fólk veit almennt mjög lítið um
hvernig augað virkar. Þess vegna er
erfiðara að takast á við vandamálið
sjálfur en það er alveg hægt. Að
hluta snúast augnvandamál að
vöðvabólgum í taugakerfinu og þess
vegna er mikilvægt að vera meðvit-
aður um líðan sína og vera í teng-
ingu við líkamann. Augun eiga ekki
að vera einhvern veginn stíf og
þreytt rétt eins og vöðvarnir okkar.
Það þýðir að við þurfum að hreyfa
okkur og teygja. Eins er mikilvægt
að vera næmur á eigin líkama til að
standa fyrr upp frá borðinu, rölta
jafnvel út og hvíla augun. Þannig er
alveg hægt að vera í skrifstofustarfi
án þess að það þurfi að hafa mjög
slæm áhrif á okkur,“ segir Birgir.
Sveigjanleiki mikilvægur
Birgir er með fulla sjón í dag en
segist öðru hvoru fara niður í mínus
0,75 þegar mikið er að gera. Þá sé
mikilvægt að losna við stress úr lík-
amanum og endurhlaða batteríin.
Sjónþjálfun líkt og þeir félagar
stunda hefur lengi verið þekkt í jóga.
Snýst sjónþjálfunin um að þjálfa
vöðvapör í augunum þannig að það
teygist enn frekar á augnvöðvunum.
Á morgun, fimmtudag, gefst tæki-
færi til að prófa slíkar aðferðir á
námskeiði í sjónþjálfun hjá dr. Leo
Angart, sjónþjálfara frá Danmörku.
Notaði hann gleraugu í 26 ár en hef-
ur tekist að losa sig við þau með
sjónþjálfun. Nánari upplýsingar um
námskeiðin má nálgast á www.ny-
syn.is en þeir Birgir, Hafsteinn og
Guðmundur vinna nú einnig að sjálf-
stæðri heimildamynd um augn-
þjálfun. Segir Birgir að með þessu
vilji þeir gróðursetja þekkinguna og
kynna sjónþjálfun fyrir fólki sem
kýs að fara heildrænar leiðir er
varða heilsu líkama og sálar.
Sjónþjálfun kynnt á Íslandi
Augað Margir vita lítið um þetta mikilvæga líffæri líkamans.
Teygt á augnvöðvum