Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 12

Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þeir taka það rólega strákarnir á Steinunni SF 10 þessa vikuna. Eftir að hafa aflað einstaklega vel í apríl og fengið rúmlega 720 tonn upp úr sjó af blönduðum afla er farið að skerðast um kvóta. Afli aprílmánaðar skilaði þeim Íslandsmeti meðal trollbáta, en eldra metið áttu þeir sjálfir, sett í mars í fyrra. „Já, þetta hefur gengið vel í vetur,“ segir Erling Erlingsson skipstjóri. „En það er samt ekki nokkur hemja að maður skuli vera í fríi nú þegar vertíðin ætti að vera í hámarki og dunda í staðinn við að þrífa pallinn heima í garði.“ Erling segir að það sé þorskur um allan sjó og ekki eftir neinu að bíða með að auka þorskvótann. „Loksins þegar Hafró hefur áttað sig á að það er miklu meira af þorski í sjónum en þeir héldu á að auka kvóta skipanna strax um 100-200 tonn að jafnaði. Slíkt skiptir þjóðarbúið gífurlegu máli. Nei, nei, í staðinn virðist eiga að geyma þetta fram á haustið og hygla þeim sem ekki hafa stundað þessa at- vinnu,“ segir Erling. Þrettán daga í landi í apríl Erling segir að veturinn hafi á margan hátt verið sérstakur. Þeir hafi byrjað á Vestfjarðamiðum og úti af Breiðafirði. Þegar kom fram yfir áramót hafi þeir verið fyrir norðan og landað á Skagaströnd í janúar og febrúar. Þá hafi þeir farið austur fyrir og landað á Hornafirði. Síðustu tvo mánuði lokuðu þeir hringnum og voru fyrir Suðurlandi og lönduðu einkum í Þorlákshöfn. Fiskiríið í apríl var með ólíkindum hjá Erling og áhöfn hans á Steinunni, oft 60 til 85 tonn í róðri og stundum voru þeir ekki úti nema einn dag. Þeir voru 13 daga í landi vegna páska, hrygningarstopps og kvótaskorts. „Það er nóg af þorski og stundum erfitt að athafna sig við að ná öðrum tegundum. Við tókum ýsuna að miklu leyti fyrir norðan í byrjun ársins og í fyrsta skipti síðan ég byrjaði á sjó fékk ég símtal frá útgerðarmanninum um 20. apríl sem sagði mér að forðast ýsuna, kvótinn væri búinn,“ segir Er- ling, sem byrjaði á sjó 16 ára gamall og hefur verið á sjó síðan eða í um 30 ár. Tólf eru í áhöfn Steinunnar og afla- verðmæti aprílmánaðar gæti hafa verið um 150 milljónir króna. Háseta- hlutur gæti hafa verið um 2,5 milljónir króna. „Ég held að það hafi allir unnið fyrir kaupinu sínu,“ segir Erling. Skinney-Þinganes á Steinunni SF og er þorskurinn, og ufsinn að hluta, unninn á Höfn, en annað er selt á fisk- mörkuðum. Erling segir að hver túr taki venjulega 2-5 daga og framundan sé vonandi meiri botnfiskveiði, en síð- an verði farið á makríl í sumar. Einstakur vetur og afli í apríl með ólíkindum Ljósmynd/Sverrir Aðalsteinsson Kallinn í brúnni Erling Erlingsson á Steinunni SF 10 segir nóg af þorski.  Ekki eftir neinu að bíða með að auka þorskkvótann Reynslan af stjórnun þorskveiða við Ísland frá 1976 styður niðurstöður rannsóknar sem nýlega var greint frá í vísindatímaritinu Science. Þetta er mat Jóns Kristjáns- sonar, fiskifræðings, sem kemur fram í nýjasta hefti Fishing News (FN). Fjallað var um greinina úr Science í Morgunblaðinu 25. apríl síðastliðinn (Vilja veiða og hirða allt sem hafið gefur). Þar setti hópur 18 vísindamanna víða að úr heiminum fram þá skoðun að valbundnar fisk- veiðar, þar sem mikið sé sótt í fáar tegundir og fiska af tiltekinni stærð, auki hvorki framleiðni né dragi úr áhrif- um af fiskveiðum á vistkerfi hafsins. Í greininni í Fishing News er haft eftir Jóni að niður- stöður vísindamannanna sem skrifuðu greinina í Science ættu að ýta við yfirvöldum fiskveiða í Evrópusamband- inu og eins vísindamönnum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, ICES. Þær ættu að hvetja til þess að fallið verði frá viðteknum viðhorfum í fiskveiðistjórnun og tekið upp „afslappaðra“ fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Tilraunin á Íslandsmiðum Fishing News segir að umfangsmikil tilraun hafi haf- ist á Íslandsmiðum þegar erlendir fiskiskipaflotar yfir- gáfu miðin 1976. Við hafi tekið róttækar breytingar. Möskvastærð botnvarpa hafi verið stækkuð úr 120 mm í 155 mm til að vernda smáþorsk. Þetta hafi valdið því að veiðin færðist upp í aldursröð þorsksins. Þessu hafi fylgt að dregið hafi úr vexti fiskanna miðað við aldur, sem benti til fæðuskorts, og þyngd sex ára þorska farið úr fjórum í þrjú kíló. Landaður afli minnkaði og 1984 var tekið upp kvótakerfi, aflamarkskerfi. Blaðið segir að fram að þessu hafi meðal þorskafli á Íslandsmiðum verið um 450.000 tonn á ári um langa hríð. Eftir breytingarnar hafi þorskveiðin minnkað niður í um 150.000 tonn á ári og nú sé þorskkvótinn 170.000 tonn á ári. Í stað þess að fara aftur til fyrra fyrirkomulags hafi verið hert á fisk- veiðistjórnuninni og smáfiskavernd aukin með svæðalok- unum. Sama reynsla fékkst í Norðursjó, Írska hafi og vestan við Skotland, að sögn FN. Eina undantekningin sé Bar- entshaf en þar hafi stjórnmálamenn leyft stærri kvóta en Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til. Þá hafi verið leyft að landa smáum fiski vegna veiða Rússa á smáþorski. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Þorskur Reynslan af stjórnun fiskveiða við Ísland frá 1976 styður grein í Science, að mati fiskifræðings. Segir að endurskoða ætti fiskveiðistjórnun  Reynslan af Íslandsmiðum rakin í grein í Fishing News Samkvæmt almanakinu er lokadagur vetrarvertíðar á föstudaginn, 11. maí. Erling man eftir gildi þessa dags, enda alinn upp í Vestmannaeyjum, sonur Erlings Péturssonar skipstjóra. 11. maí hafi hvert ár haft mikla þýð- ingu við höfnina í Eyjum og ekkert verið gefið eftir í keppninni um afla- kóngstitlilinn. Áður fyrr var vetrarvertíð gerð upp þennan dag og oft var mikið um dýrð- ir. Algengt var að skipseigandi eða bátsformaður héldi bátverjum veislu, gerði vel við þá í mat og drykk, og gæfi jafnvel hverjum manni flösku ef vel hafði gengið. Eftir lokadaginn héldu svo vertíðarmenn heim á leið til ann- arra starfa. Dagsetningin átti þó einkum við um verstöðvar á sunnanverðu landinu, þar sem þorskurinn gengur síðar norður fyrir. Nú virðist lokadagurinn nán- ast heyra sögunni til og hefur kvótakerfið átt sinn þátt í að breyta þessu. Lokadagur hafði mikið gildi KVÓTAKERFIÐ BREYTTI VERTÍÐARLOKUM Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ásatrúarfélagið fagnaði 40 ára af- mæli sumardaginn fyrsta. Af því til- efni ákvað félagið að leggja fram tvær milljónir króna til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Gjöfin verður afhent á morgun um borð í varðskipinu Þór. „Okkur langaði að vinna eitt- hvert þjóðþrifaverk og samfélags- lega ábyrgt frekar en að vera með rándýr veisluhöld,“ sagði Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um ástæðu gjafarinnar. Hann sagði að litið hefði verið til þess hverjir hefðu haldið nöfnum norrænna goða á lofti. Þar væri Landhelgis- gæslan í fremstu röð með varð- skipin Óðin, Þór og Tý. „Það hefur ekki farið framhjá okkur frekar en öðrum að það hef- ur verið peningaskortur hjá Land- helgisgæslunni,“ sagði Hilmar Örn. „Við hugsuðum okkur hvort ekki væri hægt að búa til framtaksverk- efni þar sem við legðum fram stofnfé í þyrlukaupasjóð og afhent- um hann öldungaráði Landhelgis- gæslunnar til varðveislu. Síðan yrði reynt að fá fleiri til þess að leggja málinu lið.“ Félagsmenn Ásatrúarfélagsins eru orðnir 2.000 og leggur félagið 1.000 kr. í sjóðinn fyrir hvern fé- lagsmann. Hilmar Örn sagði að í Ásatrúarfélaginu væri þverskurður af samfélaginu, þar á meðal bæði sjómenn og Landhelgisgæslumenn. „Þetta er ágætlega vegleg upp- hæð fyrir lítið trúfélag og ætti að vera hvatning fyrir aðra að leggja þessu lið,“ sagði Hilmar Örn. „Fyrst við gátum safnað fyrir því ófleyg- asta af öllu – geirfuglinum – þá ætt- um við að geta farið aðeins með himinskautum í þessari söfnun!“ Ásatrúarmenn gefa í þyrlu  Framlag í þyrlu- kaupasjóð í tilefni 40 ára afmælis Morgunblaðið/Ómar Ásatrúarfélagið Gjöf til þyrlu verð- ur afhent um borð í Þór í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.