Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Staðan er mjög slæm. Því miður. Ég merki það á fjölda þeirra öryrkja sem leita til okkar í vanda. Sá hópur fer stækkandi ef eitthvað er. Pening- urinn endist ekki lengi. Hann er bú- inn um miðjan mánuðinn. Þetta er að verða eitt lengsta skeið fjárhags- legra þrenginga sem öryrkjar hafa búið við í þá ára- tugi sem ég hef látið mig kjör þeirra varða,“ segir Guðmundur Magnússon, for- maður Öryrkja- bandalags Ís- lands, um stöðuna hjá ör- yrkjum nú þegar fimm mánuðir eru þangað til fjögur ár verða liðin frá hruninu. Nauðsynjavörur hækka í verði Guðmundur rekur bág kjör ör- yrkja til þess að bætur hafi ekki fylgt verðþróun. Þá hafi verð á nauð- synjavörum hækkað mikið eftir að gengi krónunnar hríðféll. „Lyf og lækniskostnaður eru að hækka upp úr öllu valdi. Það er ekki búið að semja við sérfræðinga og því þurfa margir sjúklingar, öryrkjar þar með taldir, að greiða meira í komugjöld hjá sérfræðingum. Mun- urinn getur verið frá 500 krónum og upp í 3.500 krónur í hverri heim- sókn. Tekjulágt fólk munar um slík- ar upphæðir. Það kann að hafa dreg- ið úr lyfjakostnaði fyrir samfélagið í heild en fyrir einstaklingana og ör- yrkja hefur hann hækkað,“ segir Guðmundur sem telur öryrkja bregðast misjafnlega við dýrtíðinni. Reiði og skömm „Sumir eru reiðir en aðrir loka sig inni. Fólk fer ekki neitt. Það skamm- ast sín. Þegar farið er að líða á mán- uðinn á það ekki fyrir einu eða neinu. Því finnst það svo skammar- legt að búa við fátækt að það lokar sig sinni. Það er þó misjafnt hvernig fólk bregst við bágum kjörum. Fólk er að reyna að láta peningana duga fram að mánaðamótum og sumum tekst það jafnvel. Hvernig veit ég ekki. En margir eiga þess ekki kost, jafnvel þótt þeir leiti allra úrræða. Fólk er hætt að hreyfa bílana. Það hefur ekki efni á bensíni. Að öllu samanlögðu er þessi kreppa því sú erfiðasta sem ég hef séð. Það eru ákveðin batamerki í samfélaginu en þau hafa ekki skilað sér til öryrkja. Stærstur hluti láglaunafólks býr við skert kjör vegna verðbólgu og al- mennra verðhækkana. Hann rýrnar stöðugt peningurinn í launaumslag- inu,“ segir Guðmundur og víkur að nýrri skýrslu sem Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, og Arnaldur Sölvi Krist- jánsson hagfræðingur, unnu á veg- um Þjóðmálastofnunar Háskóla Ís- lands um áhrif hrunsins á lífskjörin. Er ein meginniðurstaðan sú að botninum hafi verið náð 2010 og að síðan hafi kjörin batnað. Er mat þeirra að kaupmáttarrýrnunin sé „sennilega“ sú mesta síðan 1945. Uppfæra þarf viðmiðin „Þessi skýrsla er góð út af fyrir sig en hún er almennt orðuð. Við viljum sjá meira af krónutölum. Tekjubilin koma ekki fram. Svo bíð- um við eftir því að neysluviðmiðin verði uppfærð. Velferðarráðuneytið boðaði uppfærð viðmið í apríl en ekki var staðið við það. Annað atriði er að húsaleiga er alltof há,“ segir Guðmundur Magnússon. Skammast sín fyrir fátæktina  43 mánuðum eftir efnahagshrunið eiga margir öryrkjar erfitt með að láta enda ná saman  Formaður ÖBÍ segir marga öryrkja loka sig af í skömm  Vilja ekki láta kröpp kjör spyrjast út Morgunblaðið/Ómar Á Laugaveginum Nú þegar sumarið nálgast og hlýna tekur í veðri eiga margir erfitt með að eiga fyrir nauðsynjum. Guðmundur Magnússon Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Afleiðingarnar af hruninu eru hægt og bítandi að koma í ljós. Þá er ég að tala um fólk sem var í dæmigerðri stöðu en ekki þá sem lifðu langt um efni fram um hríð. Atvinnuleysi hefur verið mikið þó að það fari að vísu minnkandi. Það hefur haft sín áhrif. Laun hækkuðu ekki í nokkurn tíma þó að þau hafi að vísu hækkað í fyrra. Það vó ekki á móti miklum verðhækkunum frá efna- hagshruninu,“ segir Harpa Njáls félagsfræðingur um stöðuna í dag. Að sögn Hörpu voru 60% ein- stæðra mæðra í lægstu tveim tekju- hópunum árið 2005. Einstæðar mæð- ur hafi verið lágtekjuhópur. „Það er alvarlegt að 17% þeirra séu nú í al- varlegum vanskilum. Margir þurfa að velja um að eiga fyrir mat handa börnunum eða greiða af lánunum.“ Búið að ganga á varasjóði „Fólk er búið að ganga á varasjóði og allt sem það hefur tiltækt. Þegar svona er komið eru börn mjög næm á aðstæður sínar. Foreldrar geta hlíft börnum og gera í lengstu lög. Börnin eru hins vegar löngu farin að skilja hvað er í gangi og að það sé ekki allt með felldu. Það hefur sýnt sig marg- sinnis að börn sem þurfa að sitja hjá í leik og námi vegna vanefna foreldra, og upplifa jafnvel atvinnuleysi þeirra í lengri tíma, skynja strax að þau eru ekki í sömu stöðu og jafnaldrar sínir og það er mjög niðurbrjótandi. Ákveðinn hópur fólks hefur getað fryst lán en er nú að missa eigur sín- ar. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að höndla vandann betur,“ segir Harpa. Bágstatt fólk búið að ganga á varasjóði  Félagsfræðingur óttast áhrifin á andlega líðan barna Harpa Njáls Einstaklingum í alvarlegum van- skilum heldur áfram að fjölga og eru nú 26.376 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í tölum Creditinfo. Miðast talan við 1. maí síðastliðinn en sé hún sundurgreind eftir aldri og landshlutum kemur í ljós að um sjötti hver Reyknesingur sem er 18 ára eða eldri er í þessum hópi, en eins og sjá má á kortinu er aukningin frá hruninu gríðarleg. Með alvarlegum vanskilum er að jafnaði átt við kröfur sem eru komnar í milli- eða löginnheimtu. Þá hafa margir þeirra sem svo er ástatt um fengið afgreiðslu dóm- stóla og sýslumannsembætta. Þeir einstaklingar sem ná að greiða upp skráðar vanskilakröfur eru teknir af skránni um leið og slíkar tilkynningar berast. Nöfn einstaklinga sem ekki ná að greiða upp skráðar vanskilakröfur eru að hámarki birt í fjögur ár. Sam- kvæmt niðurstöðu Creditinfo eru 11,1% karla, 18 ára og eldri, í alvar- legum vanskilum og 6,1% kvenna. Ef hópnum er skipt eftir aldri kemur í ljós að flestir eru í alvar- legum vanskilum á aldrinum 40- 49 ára eða 11,4%. 11,2% 30-39 ára eru í alvarlegum vanskilum, 9,8% fólks sem er 50-59 ára og 7,3% 18-29 ára Íslendinga. Sé litið til búsetu eru flestir ein- staklingar í vanskilum á Reykja- nesi, eða 16,4% 18 ára, tæplega sjötti hver. Á Suðurlandi eru 9,7% íbúa 18 ára og eldri í vanskilum og 9,5% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Einstæðir foreldrar eru frekar í vanskilum en aðrir hópar. Þannig eru 18% einstæðra feðra í van- skilum (375 af 2.080) og 17% ein- stæðra mæðra (2.474 af 14.589). sunna@mbl.is, baldura@mbl.is Sjötti hver 18 ára og eldri á Reykjanesi er í vanskilum EINSTAKLINGUM Í ALVARLEGUM VANSKILUM FJÖLGAR Einstaklingar á vanskilaskrá 2006-2012 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 16.430 26.376 H ei m ild :C RE D IT IN FO Við tökum á móti netum Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr flottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.