Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
VIÐTAL
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Í kjölfar þess að ríkissjóður gaf út í
síðustu viku skuldabréf að fjárhæð 1
milljarð Bandaríkjadala til tíu ára á
ávöxtunarkröfunni 6% þá ættu
stjórnvöld nú strax að hefja und-
irbúning að því að gefa út risastór
skuldabréf til 20 og 30 ára, með 1%
álagi ofan á bandarísk ríkisskulda-
bréf, sem yrðu síðan boðin til sölu
gegn greiðslu í krónum eða rík-
isskuldabréfum. Þetta er mat Er-
lends Magnússonar sem á að baki
meira en 20 ára starfsreynslu á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum og er
nú framkvæmdastjóri fjárfestinga-
félagsins Total Capital Partners.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Erlendur að með því að fara þessa
leið væri öllum þeim sem geta afhent
íslenskar krónur – bæði aflands- og
álandskrónueigendur – veittur sá
valkostur að kaupa skuldabréf í er-
lendri mynt, útgefin af ríkinu, og
hægt yrði að bjóða bréfin í Banda-
ríkjadölum, sterlingspundum og evr-
um. Þau yrðu í kjölfarið skráð á al-
þjóðlegan skuldabréfamarkað og
samið við 2-3 markaðsvaka til að
tryggja virk viðskipti með bréfin á
eftirmarkaði.
„Þetta væri kjörið tækifæri fyrir
þá aflandskrónueigendur sem vilja
komast út úr hagkerfinu,“ segir Er-
lendur, enda yrðu afföllin við end-
ursölu skuldabréfanna á eftirmark-
aði hófleg sé miðað við að
ávöxtunarkrafan
á íslensk rík-
isskuldabréf er
með 4% álagi ofan
á bandarísk rík-
isbréf á markaði.
„Það ættu að vera
fyrir hendi fjár-
festar sem hefðu
ekkert á móti því
að kaupa skulda-
bréf af íslenska
ríkinu til 20 eða 30 ára með slíkri
ávöxtunarkröfu,“ bendir Erlendur á,
og telur að með þessum hætti mætti
losna við hina títtnefndu snjóhengju.
„Þeir sem eiga aflandskrónur og
væru ekki viljugir til að taka þessu
tilboði væru þá að senda þau skilaboð
að þeim liði ekki illa að eiga krónur
áfram um hríð og því engin ástæða til
þess að hafa af þeim miklar áhyggj-
ur.“ Þrátt fyrir að aflandskrónu-
stabbinn í hagkerfinu nemi um þús-
und milljörðum króna um þessar
mundir telur Erlendur ólíklegt að
það yrði þörf á skuldabréfaútgáfu að
þeirri stærðargráðu – það væri raun-
hæfara að gera ráð fyrir um 500
milljörðum króna í þeim efnum.
Aðspurður hvort þessi leið hefði
ekki í för með sér mikinn kostnað
Ríkið ætti að gefa
út risastór skulda-
bréf til 20 og 30 ára
Bjóða þau til sölu fyrir krónur og ríkisbréf Losar um
snjóhengjuna Vaxtakostnaður ríkisins myndi lækka
Tröllvaxinn vandi
Heimild: Greiningardeild Arion banka
1.200
1.000
800
600
400
200
0
Krónur í eigu erlendra aðila Erlendar eignir Íslendinga
Innlán
Ríkisbréf
„Skilanefndarkrónur“
Hlutafé í Arion banka
og Íslandsbanka
Landsbankabréfið
70% af VLF
Erlendar eignir LÍ
Aðrir en
Lífeyrissjóðir
Lífeyrissjóðir
Fer út um
greiðslujöfnuð
Illseljanleg
eign
Verður
seljanlegt
Seljanlegt}
í milljörðum
Erlendur
Magnússon
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í
eðlisfræði við Háskóla Íslands og
forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís-
lands, fer fyrir rannsóknarverkefni í
Rússlandi sem fékk 650 milljónir
króna í styrk frá menntamálaráðu-
neytinu þar í landi. Markmið rann-
sóknanna er búa til efnarafal sem
býr til hita og rafmagn úr gasi fyrir
mun minna verð en þekkist. Þetta er
umhverfisvænni máti til að framleiða
orku en nú er nýttur í Rússlandi.
„Ég held að það gæti verið skyn-
samlegt að stofna sprotafyrirtæki
um verkefnið,“ segir hann í samtali
við Morgunblaðið, en háskólinn í
Tomsk á verkefnið. Þorsteinn hlaut
Alheimsorkuverðlaunin árið 2007
sem oft eru kölluð rússnesku nób-
elsverðlaunin í orku sem ætlað er
meðal annars að styðja alþjóðlega
samvinnu við lausn brýnustu orku-
vandamála samtímans. Vladimír
Pútín, forseti Rússlands, afhenti
verðlaunin. Þorsteinn hefur í kjölfar-
ið unnið mikið að orkumálum þar í
landi og var því boðið að leiða um-
rætt rannsóknarverkefni. Verkefnið
tók þátt í samkeppni hjá mennta-
málaráðuneytinu
rússneska og
hlaut styrk.
Hann hefur
stýrt því frá byrj-
un ársins 2011 og
í lok apríl var það
kynnt í Þýska-
landi á Hannover
Messe, sem er
risastór iðnsýning
og ráðstefna. Þar
var sérstakur Rússlandsdagur.
Verkefnið var kynnt þar fyrir áhuga-
sömum fyrirtækjum og fjárfestum.
Rannsóknirnar fara fram þar
gerðar voru kjarnorkurannsóknir við
Tomsk-háskóla „Þar er gott safn af
tækjum sem við höfum notað til að
búa til íhluti í rússneskan efnarafal
sem getur unnið hita og rafmagn í
einu vetfangi úr gasi frá Gasprom.
Þetta hefur gengið rosalega vel. Við
náum betri árangri nú en áður hefur
sést,“ segir Þorsteinn. 650 milljóna
króna styrkurinn fer í að byggja upp
aðstöðu í háskólanum enda þarf að
smíða sérstaka hluti og tæknibúnað
fyrir efnarafalinn. Igor Lobovsky,
segir að eftirspurn eftir vetnisorku
geti skapast ef verðið lækkar úr
fimm evrum í tvær.
Nýsköpun
í orkumálum
Þorsteinn I.
Sigfússon
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
STURTU- OG BAÐHURÐIR
með hertu öryggisgleri
STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS FLIPPER BAÐHURÐ 85X140 CM
Aukið vöruúrval af sturtu- og baðhurðum.
Íslenskt fjölskyldufyrirtæki í 30 ár
MJÖG GÓÐ VERÐ!
PRÓFAÐU LINSUR
Í HEILAN MÁNUÐ
Allir geta notað linsur – óháð styrk eða sjón-
skekkju. Það vitum við því að við erum sér-
fræðingar í að finna linsur sem passa einstakl-
ingnum. Prófaðu mánaðarlinsur í 30 daga.
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Gæði í þjónustu – lágir í verðum
í 30 daga
Prófaðu