Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
S. 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Kraftvélar bjóða breitt vöruúrval atvinnubifreiða frá Iveco
Kraftvélar í samvinnu við Iveco leggja áherslu á skjóta og góða varahluta- og viðgerðarþjónustu.
Hafið samband varðandi þjónustu eða ósk um tilboð í nýja atvinnubifreið.
Vegfarandi í Kíev í Úkraínu virðir fyrir sér styttu af sovéska harðstjór-
anum Jósef Stalín. Styttan á að líkjast Manneken Pis, frægri styttu af pilti
sem pissar í gosbrunni í Brussel. Úkraínskur þjóðernisflokkur, Bratstvo
(Bræðralag), setti Stalínstyttuna upp í úkraínsku höfuðborginni í fyrradag.
Í Úkraínu og fleiri fyrrverandi sovétlýðveldum er þess minnst í dag að 67
ár eru liðin frá því að þýskir nasistar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni.
Úkraínski þjóðernisflokkurinn tekur ekki þátt í hátíðahöldunum og mót-
mælir þess í stað innlimun Úkraínu í Sovétríkin.
Reuters
Sovésku hernámi mótmælt
Stalín skvettir úr skinnsokknum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Leiðtogi gríska vinstriflokksins Syr-
iza, Alexis Tsipras, kvaðst í gær
stefna að því að mynda nýja sam-
steypustjórn sem myndi hafna
sparnaðaraðgerðum sem Evrópu-
sambandið og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn settu sem skilyrði fyrir
neyðarlánum til að afstýra greiðslu-
þroti gríska ríkisins. Tsipras sagði í
sjónvarpsávarpi að grískir kjós-
endur hefðu „augljóslega ógilt lána-
samninginn“.
Tsipras er 37 ára að aldri og
yngsti flokksleiðtoginn í Grikklandi.
Flokkur hans fékk næstmest fylgi í
þingkosningunum á sunnudaginn
var og fékk umboð til stjórnarmynd-
unar eftir að leiðtoga stærsta flokks-
ins, Nýs lýðræðis, tókst ekki að
mynda nýja stjórn.
Tsipras hvatti Nýtt lýðræði og
jafnaðarmannaflokkinn PASOK,
sem hafa skipst á um að stjórna
landinu síðustu áratugi, að falla frá
stuðningi sínum við lánasamninginn.
„Borgararnir hafa hafnað villi-
mennskunni í neyðarlánasamning-
num með miklum meirihluta at-
kvæða,“ sagði hann. „Þeir bundu
enda á áform um 77 nýjar
sparnaðaraðgerðir í júní, áform um
að segja upp 150.000 opinberum
starfsmönnum, og viðbótaraðgerðir
að andvirði 11,5 milljarða evra [1.800
milljarða króna].“
Meirihlutastjórn ólíkleg
Talið er ólíklegt að Tsipras takist
að mynda meirihlutastjórn. Flokk-
arnir sem hafna skilmálum neyðar-
lánanna algerlega fengu samtals 151
þingsæti af 300 og meirihluti þeirra
yrði því mjög naumur. Einn þeirra,
Kommúnistaflokkurinn, sem fékk 26
þingsæti, hefur þegar hafnað aðild
að næstu ríkisstjórn.
Grískir fjölmiðlar höfðu þó eftir
nokkrum stjórnarskrársérfræð-
ingum að hugsanlega gæti sam-
steypustjórn komist af með stuðning
120 þingmanna. Það færi eftir því
hversu margir þingmenn væru við-
staddir atkvæðagreiðslur um van-
traust á stjórnina.
Vill að stuðningur við
evruna verði lágmarkið
Tsipras fékk þrjá daga til að
mynda nýja stjórn. Takist honum
það ekki fær leiðtogi jafnaðar-
mannaflokksins PASOK stjórnar-
myndunarumboðið. Evangelos Ven-
izelos, leiðtogi PASOK og
fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði
að Syriza og Lýðræðislegi vinstri-
flokkurinn þyrftu að eiga aðild að
næstu ríkisstjórn. „Nauðsynlegt er
að mynda breiða samsteypustjórn
með aðild allra aflanna sem styðja
aðildina að Evrópusambandinu,“
sagði Venizelos. „Lágmarkið er að
flokkarnir séu sammála um að
Grikkland haldi evrunni.“
Gríska blaðið Ethnos, sem styður
jafnaðarmenn, sagði að eina leiðin til
að afstýra því að boða þyrfti til þing-
kosninga strax væri að Syriza og
Lýðræðislegi vinstriflokkurinn
kæmu sér saman um forsætisráð-
herraefni sem PASOK gæti stutt.
Stjórnin hafni
skilmálum ESB
Leiðtogi næststærsta flokksins reyn-
ir að mynda ríkisstjórn í Grikklandi
AFP
Næststærstur Alexis Tsipras fagn-
ar kosningasigri Syriza.
Evran kvödd?
» Gríska íhaldsblaðið Eleft-
heros Typos sagði í gær að
flest benti til þess að stjórnar-
myndunarviðræðurnar færu út
um þúfur og efna þyrfti til
nýrra þingkosninga í næsta
mánuði.
» Fréttaveitan AFP hafði eftir
fréttaskýrendum að stjórnar-
kreppan gæti orðið til þess að
Grikkland segði skilið við evr-
una fyrir lok ársins.
Tókýó. AFP. | Japönsk kona um sex-
tugt lét ekki innbrotsþjóf vaða yfir
sig í íbúð sinni í Tókýó. Þjófurinn
flúði af vettvangi tómhentur, og án
eins fingurs, sem konan beit af hon-
um.
Innbrotsþjófurinn réðst að kon-
unni þegar hún kom heim til sín í
borginni Sapporo í norðurhluta Jap-
ans og reif af henni veskið hennar,
að sögn lögreglunnar í gær. Maður-
inn ætlaði að stinga af á reiðhjóli en
konan hljóp á eftir honum, reif þýfið
úr höndunum á honum og beit hann í
litlafingur.
„Fórnarlambið náði töskunni sinni
aftur í átökunum og grunaði maður-
inn missti hluta af fingri áður en
hann slapp burt,“ sagði lögreglu-
maður sem sendur var á staðinn. Af-
bitni fingurinn fannst á vettvangi og
mun vera af hægri hönd þjófsins.
Talsmaður lögreglunnar neitaði að
svara því hvort fingrafar hefði verið
tekið af fingrinum við rannsókn
málsins.
Beit fingur
af þjófnum
Benjamin Net-
anyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels
og leiðtogi Likud-
flokksins, náði í
gær óvæntu sam-
komulagi við
Kadima-flokkinn
um að mynda
nýja sam-
steypustjórn. Með
aðild Kadima nýt-
ur ríkisstjórnin stuðnings 94 þing-
manna af 120. Leiðtogi Kadima,
Shaul Mofaz, verður aðstoðarforsæt-
isráðherra. Samkomulagið kom á
óvart þar sem Netanyahu hafði til-
kynnt að hann hygðist óska eftir því
að þingkosningar færu fram í sept-
ember. Hann hafði þá sætt harðri
gagnrýni Kadima. Kjörtímabilinu
lýkur í október á næsta ári.
ÍSRAEL
Netanyahu myndar
stjórn með Kadima
Benjamin
Netanyahu
Lömuð bresk kona, Claire Lomas,
lauk við London-maraþonið í gær,
sextán dögum eftir að það hófst.
Konan notaðist við sérstakan búnað
byggðan á líftækni sem gerir henni
kleift að ganga en hún lamaðist fyrir
neðan brjóstkassa þegar hún féll af
hestbaki árið 2007.
Lomas, sem er 32 ára gömul, var
hvött áfram alla leiðina af eigin-
manni sínum, móður og dóttur. Hún
komst aðeins stutta vegalengd á
hverjum degi. Hún er fyrst til þess að
ljúka maraþoni með því að nota slík-
an búnað að því er fram kom á frétta-
vef breska dagblaðsins Telegraph.
BRETLAND
Lömuð kona lauk
London-maraþoni
Júlía Tymo-
sjenko, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Úkraínu,
ætlar að hætta
mótmælasvelti
sínu í dag eftir að
samkomulag náð-
ist um að hún
færi á sjúkrahús
þar sem þýskur
læknir á að ann-
ast hana. Skýrt var frá þessu í gær,
nítján dögum eftir að Tymosjenko
hóf mótmælasveltið eftir að hafa
sakað fangaverði um að hafa barið
hana. Hún var dæmd í sjö ára fang-
elsi í október í fyrra fyrir að misnota
vald sitt þegar hún var forsætisráð-
herra á árunum 2005 og 2007-2010.
ÚKRAÍNA
Tymosjenko hættir
mótmælasvelti
Júlía
Tymosjenko