Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 22
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Við höfðum rætt saman ogkynnt þessar kröfur, enþað kom mér á óvart þeg-ar ég las í Morgunblaðinu
að ekkert yrði af hvalavertíð í sumar
þar sem ekki hefðu náðst samningar
við Sjómannafélag Íslands um kaup
og kjör,“ segir Jónas Garðarsson,
formaður samninganefndar félags-
ins. Í samtali við Morgunblaðið í gær
er haft eftir Kristjáni Loftssyni,
framkvæmdastjóra Hvals hf., að fyr-
irtækið geti ekki gengið að kröfum
félagsins um að greiða bætur vegna
skerðingar sem orðið hefur á sjó-
mannaafslætti.
Jónas segir að bætur vegna
skerðingar sjómannaafsláttar hafi
einnig verið ein meginkrafa félags-
ins í viðræðum við ríkið fyrir hönd
Hafrannsóknastofnunar í vetur. Eft-
ir um átta vikna verkfall hafi verið
fallist á kröfur um þessar bætur og í
heildina hafi laun undirmanna á
rannsóknaskipum hækkað um yfir
40%. Aðspurður hvort slíkar bætur
hefðu fengist í kjarasamningum við
Eimskip og Samskip sagðist Jónas
ekki geta greint frá efnisatriðum að
baki þeim samningum.
Lengi umdeildur
Steingrímur J. Sigfússon, þá-
verandi fjármálaráðherra, mælti
fyrir frumvarpi um ráðstafanir í
skattamálum í byrjun desember
2009 og sagði þá m.a. um sjó-
mannaafsláttinn:
„Sjómannaafsláttur hefur lengi
verið umdeildur og gagnrýni á hann
hefur vaxið á undanförnum árum af
ýmsum ástæðum. Forsendur fyrir
honum hafa breyst mjög frá því sem
upphaflega var og erfitt að rökstyðja
hann gagnvart ýmsum hópum sem
að einhverju leyti eru í sambærilegri
stöðu eða starfa við sambærilegar
aðstæður. Þá hafa vaknað spurn-
ingar um sjómannaafsláttinn með
tilliti til samkeppnisstöðu og ríkisað-
stoðar við atvinnurekstur.
Rök fyrir sjómannaafslætti á
sínum tíma voru m.a. langar fjar-
vistir frá heimili, slæmar vinnuað-
stæður og þörf á sérstökum vinnu-
fatnaði. Öll þessi atriði hafa breyst
eða dregið hefur úr gildi þeirra í
samanburði við aðra launþega. Af-
skipti ríkisins af kjörum einstakra
starfsstétta heyra nú sögunni til og
er eðlilegt að þau ráðist í sam-
skiptum launþega og vinnuveitenda
og eðlilegt er að hver atvinnugrein
beri launakostnað af starfseminni
þar sem annað veldur misræmi á
kostnaði og óhagkvæmni. Hluti af
þeim störfum sem nú eru unnin á sjó
voru áður unnin í landi án þess að
því fylgdi nokkur skattaívilnun.
Sambærileg störf eru einnig unnin í
landi og felst því mismunun í sjó-
mannaafslættinum milli fólks eftir
vinnustað.
Erfitt hefur reynst að ná sam-
stöðu um þetta mál og því fer ríkis-
stjórnin nú þær leiðir að láta sjó-
mannaafsláttinn fjara út í áföngum á
fjórum árum frá og með tekjuárinu
2011.“
Hvalveiðar stranda
á sjómannaafslætti
Morgunblaðið/RAX
Breytingar Sjómannaafsláttur fellur niður í lok næsta árs, en hann hefur
verið skertur í áföngum. Myndin var tekin í Grindavík fyrir tveimur árum.
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
LeiðtogumESB líkarekki kosn-
ingaúrslitin í
Grikklandi. Þeim
er raunar ekki vel við kosningar
almennt, en minnst þykir þeim
til þeirra kosninga koma sem
fara ekki blindandi eftir tilskip-
unum. Þegar Papandreo, for-
sætisráðherra Grikklands, boð-
aði óvænt til þjóðaratkvæða-
greiðslu í sínu heimalandi um
samninga vegna evrukrísu
gerði hann það í heimildarleysi.
Búrókratarnir urðu æfir enda
augljóst að málið kom grísku
þjóðinni ekki við. Þeir þvinguðu
því hinn kjörna leiðtoga úr sæti
sínu, blésu þjóðaratkvæða-
greiðsluna af og sendu Grikkj-
um grískan embættismann úr
Seðlabanka evrunnar sem hafði
jafnan gert allt sem honum var
sagt möglunarlaust. Sá var því
einkar vel til þess fallinn að
stjórna uppgjöfinni fyrir hönd
Grikkja.
En Brussel gat ekki frestað
kosningum til eilífðar, þótt það
hefði auðvitað verið best. Því
fóru kosningarnar fram. Og at-
kvæðin komu öfug upp úr köss-
unum. Úrslit kosninganna um
síðustu helgi voru fjarri því að
fara eftir tilskipunum, sem er
afleitt og eru því búrókratarnir
í Brussel þegar farnir að dreifa
þeim hugmyndum að Grikkir
verði látnir kjósa aftur, senni-
lega strax í júní.
Þetta þekkja þær þjóðir vel
sem hefur orðið það á að greiða
atkvæði um ESB-mál öðruvísi
en ætlast var til. Þær hafa að
sjálfsögðu verið látnar kjósa
aftur. Hefðu þær kosið rétt
strax hefðu þær aldrei fengið að
kjósa aftur um það viðfangs-
efni. Þetta eru hinar nýju og
einföldu reglur lýðræðisins inn-
an ESB, sem reynast prýðilega.
Enn liggur ekki fyrir hve oft
Grikkir verða látnir kjósa í
þessari lotu en reynslan sýnir
að tvennar til þrennar kosn-
ingar séu iðulega nægilega
margar til að láta evrópskan al-
menning gefast upp. Og af því
að Grikkland og Aþena eiga í
hlut, þá viðurkennir Brussel
auðvitað að þar standi vagga
lýðræðisins, en tekur fram að
þá vöggu megi auðvitað nota til
að svæfa lýðræðið, í samræmi
við almenna notkun slíkra gripa
og 400 síðna tilskipun sem um
þá gildir í álfunni.
En ekki er víst að áframhald-
andi þvingunaraðgerðir gagn-
vart Grikkjum verði lausn, þótt
þeir verði að lokum beygðir,
rúnir sjálfsvirðingu, niður í
svörðinn. Evruveiran breiðist
út og bóluefni björgunarsjóð-
anna virka ekki. Þannig fjallar
Gunnar Rögnvaldsson, sem
einn fylgist betur með þróun-
inni en fjölmennar fréttastofur
ríkisins, um nýj-
ustu tíðindi: „Þriðji
stærsti banki
Spánar, Bankia,
hefur skyndilega
beðið um að uppstillingu sól-
stóla bankans á sólþilfari ESB-
Titanic verði breytt, þannig að
sólin skíni betur niður á botn
bankakerfis þessa evruríkis. Þá
finnist sólstóll herra Franco
fyrr og áður en geislar evr-
unnar ná að skína úr sér allri
birtunni ofan í fólkið í landinu.
Ríkisstjórn Spánar neitaði
því harðlega fyrir aðeins nokkr-
um dögum síðan að bankakerfi
Spánar þyrfti á nokkurri frek-
ari rosalegri björgun frá ríkinu
að halda. En nú verður pen-
ingum almennings á Spáni í 25
prósent „depression“ atvinnu-
leysi hent inn í þennan banka
sem stýrt var af herra Rodrigo
Rato, fyrrverandi forstjóra Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann
hefur nú sagt af sér og er farinn
heim að grenja, eftir aðeins
tveggja ára lífslengd bankans,
sem búinn var til sem þjónandi
steypuklessulok ofan á bruna-
rústir nokkurra annarra banka
og sparisjóða landsins. Þetta er
byrjunin á Spáni, 99 af 100 hlut-
um evrusprengjunnar sitja þar
tifandi eftir.“
Og það eru fleiri sprengjur í
jörðu. Nýlega tilkynnti ríkis-
stjórn Hollands að grundvöllur
hennar væri brostinn. Og vand-
inn er ekki bundinn við Hol-
land. Herra Holland tekur við
sínum lyklum í næstu viku og
þessi tilvonandi forseti stórrík-
is við Ermarsund lofaði ýmsu
upp í ermina á sér. Búrókrat-
arnir geta ekki auðveldlega
rekið óþægan mann úr svona
stóru ríki. Þeir eiga létt með
þrjóskan samningamann um
makríl og ráðherra sem gætir
„of vel“ hagsmuna eigin þjóðar.
Í tilviki hinna norrænu hand-
langara sinna nægir búrókröt-
um í Brussel að senda SMS.
Viðtakendur gera allt fyrir
stækkunarstjórann sinn og
spyrja einskis.
Grikkland, Slóvakíu og Ung-
verjaland og jafnvel Ítalíu í
ógöngum má hrista til öndvert
lýðræðislegum leikreglum. En
snúið að segja Frökkum að
kjósa sér nýjan forseta.
Kannski gætu þeir skipt um
nafn á embættinu eins og þegar
þeir kölluðu föllnu stjórnar-
skrána bara Lissabonsáttmál-
ann? Varla. Það verður að finna
enn nýja leið fyrst ESB-þjóð
hefur misnotað „heimabrúks“-
lýðræði, þannig að það skaði
ráðagerðir sem hinir andlits-
lausu og umboðslausu herrar
Evrópu höfðu gert. Það verður
fróðlegt að fylgjast með næstu
skrefum á þessari afturgöngu,
en það verður ekki skemmti-
legt.
Það eru víða stuttir
kveikiþræðir}Sprengjur tifa
Þ
egar ég fer í frí verð ég alltaf jafn
hissa á því að Morgunblaðið skuli
koma út þó ég sé ekki í vinnu. Á
hverjum frídegi fletti ég blaðinu
stórundrandi yfir því að samstarfs-
menn mínir skuli komast af án mín – hvernig
má það vera? spyr ég sjálfan mig og velti því
fyrir mér hvort ég sé kannski ekki svo ómiss-
andi eftir allt saman. Þá sjaldan ég hugsa til
dauðans koma upp ámóta hugrenningar: Mun
ekki allt hætta að vera til þegar ég er allur?
Hvernig gæti heimurinn komist af án mín?
Í ritgerðinni Hverfulleiki mannlegra afreka
lýsir Daniel Defoe (1661-1731) því að hann hafi
um nokkurn tíma dundað sér við að lesa ævi-
sögur mikilmenna sögunnar langt aftur í aldir.
„Á leið minni hef ég rekist á Skíþíumanninn Ta-
merlane, Egyptann Tomombejus, Solyman
hinn mikla og aðra af kynþætti múhameðstrúaðra eða Ott-
ómana; og þegar rakið er allt það stórbrotna sem þeir hafa
áorkað, hef ég rekið mig á að sama er um þá sagt, hvern af
öðrum; OG SÍÐAN DÓ HANN, allir dauðir, dauðir! Hie
jacet er lokin á þeirra sögu.“
Í ljóðinu Einn kemur þá annar fer eftir Davíð Stefáns-
son (1895-1964) segir skáldið:
Það heldur allur fjöldinn, sem hefur mörgu að sinna,
að hætta sé á ferðum, ef breytt er gömlum sið,
að gæfa heimsins hvíli á verkum sem þeir vinna,
og vonlaust sé um allt - ef þeirra missti við.
Sigurður Pétursson, sýslumaður og skáld
(1759-1827), orti þessi eftirmæli um sjálfan
sig:
Hans sál á himni
að flestra von
hann át og drakk og svaf
og svo dó hann.
1934 tók Rita Abadzi (1914-1969) upp harm-
sönginn Gazeli Neva Sabah, Stund dauðans:
„Allir staldri við og hugleiði stund dauðans / Í
svartan jarðveginn munu þeir hverfa og nöfn
þeirra gleymast.“
Öll hugleiddu þau dauðann, hvert á sinn
hátt, en komust að sömu niðurstöðu.
Nú má ekki skilja þetta svo, kæri lesandi, að
ég sé sífellt að hugsa um dauðann; það kemur
ekki oft fyrir að ég hugsi um minn dauða, ef
svo ólíklega myndi fara að hann bæri að, en samkvæmt
nýlegri rannsókn bandarískra sálfræðinga (Personality
and Social Psychology Review 5. apríl 2012) er öllum hollt
að hugsa um dauðann, og þá ekki bara dauða annarra, eins
og alsiða er, heldur sinn eigin dauða. Vitneskja um að
maður sé dauðlegur getur nefnilega orðið til þess að fólk
beini lífi sínu í aðra og betri átt, gæti betur að heilsu sinni
og sækist eftir því sem gefur lífinu fyllingu og gildi, til að
mynda auknum og bættum samskiptum við ættingja, vini
og ástvini. Staldraðu því við, kæri lesandi, og hugleiddu
dauðann, nema náttúrlega þú sért í senn ómissandi og
ódauðlegur. Eins og ég.
Árni
Matthíasson
Pistill
Mundu dauðann
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi
í lok árs 2009 var ákveðið að afnema
sjómannaafsláttinn á fjórum árum. Hann
hefur nú verið skertur tvívegis um 25%
og er nú helmingur þess sem hann var
áður. Í lok árs 2013 verður hann að fullu
afnuminn. Sjómannaafsláttur var rúmar
900 krónur á dag.
Sjómannasamband Íslands fer með
kjarasamninga undirmanna á fiskiskipaflotanum gagnvart viðsemj-
endum. Samningar við Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa verið
lausir frá ársbyrjun 2011 og ekki eru í gildi samningar við Landssamband
smábátaeigenda. Gagnvart LÍÚ var í vetur gerður samningur um kaupliði,
en eldri samningur gildir að öðru leyti. Sjómannasambandið lítur þannig
á að ríkið hafi vísað kjaraskerðingu sem felst í afnámi sjómannaafsláttar
til LÍÚ. Þar á bæ hefur óvissan um framtíð fiskveiðistjórnunar skyggt á
annað og formlegar viðræður um kjarasamninga sjómanna ekki átt sér
stað á þessu ári og því síðasta.
ENGAR VIÐRÆÐUR SJÓMANNA OG LÍÚ
Óvissa um fiskveiðistjórnun