Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Upp Ungviðið á það til að vilja upp þegar eitthvað verður á vegi sem býður upp á það. Þessi börn voru ekki lengi að taka til við prílið þar sem þau voru á ferð við Knarrarósvita á suðurströndinni.
Golli
Össur Skarphéð-
insson er útsmoginn
og staðráðinn í því að
koma Íslandi inn í
ESB. Hann kann
tvennt mjög vel það er
annars vegar að
„daðra“, og hins vegar
að erta viðsemjendur
sína. Uppeldi hans átti
sér stað á kalda-
stríðsárunum og hann
er vel lærður í karphúsi heims-
valdastefnunnar. Og óskaplega
leikur hann ráðherra Vinstri
grænna grátt, hann lét ESB
snupra Jón Bjarnason, fyrrv. sjáv-
arútvegs og landbúnaðarráðherra,
hvað eftir annað af því að aumingja
Jón vildi ekki sætta sig við aðlög-
unarferlið. Jón taldi það brigður og
andstætt því samningaferli sem
boðað var með umsókninni. Og svo
var Jóni ýtt út í kuldann og þeir
ályktuðu í Brussel hvað íslenska
ríkisstjórnin væri miklu betri eftir
að Jón var settur af. Og Íslend-
ingar í sínu sakleysi trúa því að Jón
hafi orðið sér til skammar.
Nú er aðeins ein fyrirstaða í rík-
isstjórninni eftir í ESB-ferlinu það
er Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra. Hann lætur öðru hvoru
eins og hann sé að ávarpa útifund
og mótmælir þá hinu og þessu og
veldur Samfylkingunni skaða á
vegferð sinni til ESB. Ögmundur
tekur t.d. ekki þátt í leikritinu um
Nubo á Grímsstöðum og vildi þar
fara að íslenskum lögum og stjórn-
arskrá.
Össur fer sínu fram
Grímsstaðaævintýrin sem nú
ganga yfir eru samkvæmt mínum
heimildum sviðsett að hluta til.
Össur kann vel að leika tveimur
skjöldum. Leikritið er sett á svið til
að kalla fram viðbrögð og erta ESB
og Stefán fúla í Brussel til að narra
út úr þeim undanþágur í ESB-
ferlinu. Ekki er það síst hvað sjáv-
arútveginn og auðlindir okkar varð-
ar, þar sem andstaða Íslands er
hvað mest. Nubo er
auðvitað að hugsa um
heimsvaldastefnu Kína
að koma löpp síns rík-
is inn á landakortið
hér eins og víða í Evr-
ópu. Þar eru norð-
urslóðirnar jafn of-
arlega í huga hans og
Kínverjanna eins og
Brusselmanna og svo
spilar valdapólitík í
eigin landi stórt, hann
gerir allt í nafni þess.
Nubo gortar sig svo af afrekum
sínum og stórbrotnum „lands-
ölusamningi,“ í formi leigu og seg-
ist hafa komið þessum Ögmundi frá
málinu. Já, inngripin koma nú utan
frá og ráðherrar vorir sem malda í
móinn eru settir til hliðar í leiknum
við stórveldin.
Svona er hin nýja Íslandssaga en
hvar fiskurinn liggur undir steini
vita allir landsmenn. Samfylkingin
ætlar inn í Evrópusambandið og
leikur marga furðuleiki til þess að
ná því fram. Nú er framundan nýtt
inngrip, sérstök gleðivika ESB á
Íslandi (auðvitað óháð allri aðild-
arumsókn) svona hátíð eins og ung-
mennafélögin stóðu fyrir hér áður
fyrr. Öðruvísi mér áður brá þegar
við vinstrimenn girtum Kanana af í
Miðnesheiðinni og lokuðum Kana-
útvarpinu. En í þá daga vildu menn
ekki inngrip í sjálfsákvörðunarrétt
Íslands. Nú er öldin önnur og Öss-
ur „glaði,“ spyr Steingrím J. Sig-
fússon okkar gamla landvörslu-
mann ekki leyfis í einu eða neinu
þótt það sé nú blessaður Stein-
grímur einn sem ber ríkisstjórnina
áfram.
Eftir Guðna
Ágústsson
»Nú er aðeins ein fyr-
irstaða í ríkisstjórn-
inni eftir í ESB-ferlinu
það er Ögmundur Jón-
asson innanríkisráð-
herra.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra.
Útsmoginn er Öss-
ur Skarphéðinsson
Fréttin á Stöð 2, um
möguleika kræklinga-
bænda til að afla sér lífs-
viðurværis, vakti ekki
beinlínis með manni von-
ir um að hér færi að birta
til í atvinnumálum. Eftir
að umhverfis- og mat-
vælastofnanir hafa farið
sínum óblíðu höndum
um vonir þeirra og vænt-
ingar má ætla að jafnvel
þrælarnir í þvottahúsum Beijing hafi
það betra. Þeir fá í það minnsta súpu-
skál og grjónakorn í laun fyrir dags-
verkið sem nærir betur en skuldasúp-
an sem stjórnvöld hafa skammtað
þessum grunlausu einfeldningum
sem hafna atvinnuleysisbótum og
lögðu tóg í sjó til að sjá sér farborða.
Og búrókratarnir í stofnunum sem
enginn veit tölu á láta ekki þar við
sitja heldur rukka nú eitt ólánsgreyið
um 38 þúsund kall fyrir að móttaka
bréf sem aldrei átti að senda.
Einn stjórnarþingmaður sem innt-
ur var álits á fréttinni taldi að hugs-
anlega hefði eftirlitsárátta stjórn-
arherranna farið dálítið framúr sér.
En bara hugsanlega. Engum kemur
til hugar að leggja þessar stofnanir
niður eða sameina öðrum og því síður
dettur nokkrum í hug að fækka
mætti þessum „autopilot“ skriff-
innum sem fylla hverja holu sem
troða má rassi og heilalaust senda
reikninga fyrir ekkert.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur verður seint vænd um að
rýra hlut stofnananna sem bólgnað
hafa úr öllu hófi, enda hlýðin tilskip-
ununum að ofan. Tiltekt og aðhald
nær helst til stofnana sem almenn-
ingur stólar á þegar á bjátar, s.s. heil-
brigðisþjónustu og löggæslu, sem enn
eru aflögufærar að mati ríkisstjórn-
arinnar, þrátt fyrir tuga prósenta nið-
urskurð. Þar má skera inn að beini og
beri einhver skaða af má úrvinda
starfsfólk taka skellinn.
Í millitíðinni heldur stjórnin ótrauð
áfram að sinna velferð stofnana sinna
og starfsmanna þeirra. Og allt er það
gert í nafni endurskipulags og sparn-
aðar. Breytingarnar á
stjórnarráðinu sem nú
eru til umræðu eru
einmitt ein slík sparn-
aðaraðgerð. Þar er
rösklega tekið til hendi
og ráðuneytum sem
við upphaf stjórn-
artíðar Jóhönnu voru
12 skal nú fækkað í 8.
Og nú skyldi maður
spyrja: er það ekki hið
besta mál? Jú, vissu-
lega, ef ekki fylgdi sá
böggull skammrifi að
um leið og nýju nafnplöturnar fara í
slátt mun fjölföldunarvélin spýta út
röð af nýjum ráðherrum. Tilkoma yf-
ir og undir og undirundir ráðherra
munu kalla á sæg nýrra blýantsnag-
ara svo friðþægja megi kröfum ESB
um „enn öflugri“ eftirlitsstofnanir.
Ekki dugar að láta kræklingabændur
eina lúta eftirliti. Nú þarf að sauma
kerfið að katöflubændum, berja-
bláum fjörulöllum og öllum þeim sem
enn eru svo einfaldir að halda að auð-
lindir á eigin landi lúti einkaeign-
arrétti. Slík lausung skal ekki liðin.
Það sem hér er stefnt að er nokk-
urs konar Grikklandsvæðing sam-
kvæmt bestu Evrópustöðlum. Án að-
stoðar ESB hefði Grikkjum ekki
tekist að koma sér í þessa holu sem
þeir nú eru í. Ódýr lán flæddu inn í
landið frá ESB-ríkjunum með sér-
sniðnum vöxtum þýska hagkerfisins.
Til að viðhalda innstreyminu var bók-
haldið barið til hlýðni og endalaus
Vaðlaheiðargöng fengu forgang utan
fjárhagsáætlana. Virðing Grikkja fyr-
ir ríkiskassanum var ámóta og Jó-
hönnustjórnarinnar. Stjórn-
málamenn notuðu atkvæði sem
hverja aðra skiptimynt. Hver ný rík-
isstjórn sem við völdum tók greiddi
fyrir greiðann með nýjum stofnunum
og starfsmönnum og búrókratarnir í
Brussel fögnuðu dátt og hvöttu til
enn frekari dáða. Eftirlitsiðnaðurinn
blés út eins og blöðrur í gleðigöngu.
Vottorð og fylgiskjöl urðu hverjum
þeim sem stofna vildi fyrirtæki jafn
nauðsynleg og andardrátturinn.
Dugði ekkert minna en 200 blaðsíður
af stimplum og „tilbehör“, svo opna
mætti sjoppu á horninu. Starf í eft-
irlitsstofnun var hins vegar falt fyrir
andvirði eins símtals. En nú er komið
að skuldadögum. Lífeyrir hefur verið
skertur um 25% og laun opinberra
starfsmanna um 60%, það er að segja
þeirra sem ekki hafa þegar misst
vinnuna. Almennt vonleysi ríkir; eng-
ar atvinnuleysisbætur og heilsugæsl-
an í molum. Í dag er vagga vestrænn-
ar menningar í gjörgæslu hins
þríhöfða þurs: ESB, AGS og ECB.
Þessi dýrkeypta lífsreynsla
Grikkja stendur Íslendingum nú til
boða. Ríkisstjórn „jafnaðar“ keyrir á
öllum strokkum til að koma okkur
þangað, því nú þarf batteríið í Brussel
nýtt blóð. Líkt og Drakúla forðum,
nærist þýsk-franska sambandið á lífs-
blóði annarra. Aldrað og ófrjótt getur
það ekki lengur staðið undir loforð-
unum sem á sínum tíma fylltu augu
Grikkja, Íra og Spánverja stjörnum.
Nú er að opinberast að völd og pen-
ingar ráða öllu. Þetta er nýtt afbrigði
af gamla sovéska kerfinu, þar sem
peningar eru færðir frá þeim sem enn
geta aflað til þeirra sem ekki kunna.
Óarðbær verkefni eru fjármögnuð
með framlögum ríkja sem á degi
hverjum þrengja mittisólina. Grikk-
land, sem tæpast brauðfæðir sig, er
t.d. gert að greiða í ár 41 milljón evra
til viðhalds ríkisstyrktum stofnunum
ESB (NGOs), sem bruðla með 2 millj-
arða á ári og ólíkt öðrum lúta ekki að-
haldi heldur hafa þanið útgjöld sín
um 33% á síðustu tveimur harðræð-
isárum.
Eftirlitsiðnaður ESB kæfir sjálf-
stæða hugsun og gerir menn að þræl-
um. Fyrstu fórnarlömbin sitja nú í
ríkisstjórn á Íslandi og taka við boð-
um frá Brussel.
Eftir Ragnhildi
Kolka » Stofnanavæðing rík-
isstjórnarinnar er
helstefna sem kæfir
hinn náttúrulega vilja
mannsins til að lifa af;
frumkvæði hans og
sjálfsbjargarviðleitni.
Ragnhildur Kolka
Höfundur er lífeindafræðingur.
… þar sem lífsþrekið
er barið niður