Morgunblaðið - 09.05.2012, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
✝ Andrés Ólafs-son fæddist á
Ísafirði 22. ágúst
1921. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 27.
apríl 2012. For-
eldrar hans voru
Ólafur Jón Gests-
son húsa-
míðameistari á Ísa-
firði og kona hans
Guðrún Guðna-
dóttir. Bróðir Andrésar var
Gunnar, arkitekt og síðar
skipulagsstjóri í Reykjavík, f.
1915, d. 1959. Kona hans var
Þorbjörg S. Sigurbergsdóttir,
f. 1915, d. 1991.
Andrés kvæntist árið 1949
Arndísi Stefaníu Benedikts-
1946, starfsmann Icelandair,
kvæntan Sjöfn Sóleyju Sveins-
dóttur, þau eiga tvö börn, Ölmu
Maríu og Svein Benedikt. Móð-
ir Rögnvaldar var Sigríður
Jensína Þóroddsdóttir, f. 1915,
d. 1999.
Andrés ólst upp í foreldra-
húsum á Ísafirði, lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri og guðfræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1947. Skipaður
sóknarprestur í Stað-
arprestakalli 1948 sem síðan
varð Hólmvíkurprestakall. Pró-
fastur í Strandaprófastsdæmi
1951-71. Andrés þjónaði lengst
af einnig Árnesprestakalli.
Hann lét af prestskap 1982 og
flutti til Reykjavíkur. Kirkju-
vörður var hann í Dómkirkj-
unni frá 1982 til ársloka 1997.
Útför Andrésar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 9. maí 2012, kl. 13.
dóttur, f. 31.10.
1919, hún lést 3.4.
1994. Foreldrar
hennar voru Bene-
dikt Finnsson,
bóndi og versl-
unarmaður á
Hólmavík, og kona
hans, Guðrún Ingi-
mundardóttir. Þau
eignuðust tvo syni,
Hlyn, f. 21.3. 1950,
tannlækni, kvænt-
an Björgu Sigurðardóttur, þau
eiga þrjú börn, Hörpu, Andrés
Arnar og Sigurð Bjarka. Bene-
dikt viðskiptafræðing, f. 11.7.
1953, kvæntan Evgeniiu Bi-
letska, þau eiga eina dóttur,
Maríu. Fyrir átti Andrés soninn
Rögnvald Reinharð, f. 2.4.
Hlýja, virðing og gleði eru þau
orð sem mér detta fyrst í hug
þegar ég hugsa um hann afa
minn. Hann var einstakur maður
sem auðvelt var að bera virðingu
fyrir. Það stafaði af honum mikil
hlýja og ég man hann bara bros-
andi og glaðan.
Fyrstu minningar mínar um
afa og ömmu eru frá Hólmavík.
Ég man eftir stóra fallega hús-
inu, garðinum og stóru kisunni
sem ég var svo hrifin af. Ferð-
irnar til Hólmavíkur voru ævin-
týraferðir.
Ég dáðist alltaf að fallegu
sambandi ömmu og afa. Þau
báru mikla virðingu hvort fyrir
öðru og ástin skein af þeim. Þau
töluðu alltaf svo fallega hvort til
annars og mér leið alltaf svo vel í
návist þeirra. Mér fannst einnig
svo fallegt hvernig afi tók andláti
ömmu sem lést allt of snemma.
Trú þeirra var svo einlæg. Þau
vissu að þau væru ekki að kveðja
hvort annað heldur yrði aðskiln-
aður þeirra tímabundinn og
þannig varð sorgin eftir að
amma fór bærilegri.
Þó svo að afi hafi látið af
prestskap 1982 gaf hann okkur
hjónin saman og skírði börnin
okkar og er ég óendanlega þakk-
lát fyrir að eiga þær minningar.
Eftir að afi og amma fluttu til
Reykjavíkur störfuðu þau bæði í
Dómkirkjunni og ósjaldan kom
ég við í kirkjunni þegar ég átti
leið í bæinn. Það var svo gott að
heilsa upp á þau og fá faðmlag og
bros. Þegar ég var fermd kom
því ekki annað til greina en að
fermast í Dómkirkjunni hjá afa.
Í dag verða skrefin til kirkjunn-
ar þyngri en áður en þó er hugg-
un harmi gegn að athöfnin verð-
ur nákvæmlega eins og afi var
búinn að ákveða hana.
Ég veit að afi er nú alsæll í
faðmi ömmu eftir 18 ára aðskiln-
að og þakklátur fyrir gott og
gæfuríkt líf.
Fagna þú sál mín. Allt er eitt í Drottni,
eilíft og fagurt – dauðinn sætur blundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og
þrotni,
veit ég, að geymast handan stærri
undur,
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra’ um síðir Edenslundur.
Alma María Rögnvaldsdóttir.
Það koma góðar minningar
upp í hugann þegar ég hugsa um
Andrés afa. Minningar um
Hólmavík að sumri til, í garðin-
um hjá afa og ömmu, í kirkjunni
hjá afa og ferðirnar með afa í
Volvónum hans. Eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur bjuggu
þau í Ásgarði, svo síðar í Árskóg-
um og var alltaf gott að heim-
sækja þau. Alltaf leið manni vel
hjá Andrési afa og Öddu ömmu.
Afi glímdi við veikindi síðustu
sex ár ævi sinnar og er það mikil
synd að börnin mín skyldu ekki
fá að kynnast honum fullfrískum.
Við kveðjum góðan mann í dag
sem ég sá aldrei skipta skapi.
Hann var alltaf brosandi og hlýr.
Elsku afi, ég vona sannarlega að
barnabörnin mín muni minnast
mín með sama hætti og ég minn-
ist þín.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sveinn Benedikt
Rögnvaldsson.
Í dag þegar við kveðjum
Andrés afa rifjast upp góðar
minningar frá liðnum árum.
Fyrstu minningarnar um afa og
Arndísi ömmu eru frá Hólmavík,
en þangað fór ég með mömmu og
pabba á sumrin, í jólafríum og
páskafríum fyrstu árin mín og
man ég vel eftir því að hafa verið
dregin af afa á sleða í miklum
snjó út í kaupfélag til að kaupa
jólaöl og einnig fékk ég að hjálpa
til í garðinum við prestsbústað-
inn á sumrin. Það er gaman að
rifja upp góðar minningar þaðan.
Eftir að amma og afi fluttu til
Reykjavíkur í Ásgarðinn vorum
við tíðir gestir þar og oft fengum
við Andrés bróðir minn að gista
þar og koma svo einnig með í
Dómkirkjuna þar sem þau bæði
störfuðu sem kirkjuverðir. Uppi
á kirkjulofti voru nær alltaf ein-
hverjar kræsingar til að hætti
Arndísar ömmu og af kirkjuloft-
inu fékk ég að fylgjast með
nokkrum brúðkaupum og þar
skipulagði ég alveg í huganum
hvernig mitt brúðkaup ætti að
vera. Það var því einstaklega
gaman að Andrés afi skyldi fyrir
tæpum átta árum gefa okkur
Begga saman í Dómkirkjunni, þá
83 ára gamall, og svo þar á eftir
skíra eldri dóttur okkar. Þetta
þykir okkur einstaklega vænt
um. Andrés afi hafði einstaklega
gaman af því að ferðast, og voru
þau ófá ferðalögin sem við fjöl-
skyldan fórum með ömmu og afa
til útlanda. Hann var einnig dug-
legur að ferðast einn eftir að
amma féll frá og má þar einna
helst minnast ferðarinnar til
Jerúsalem, en það var hans síð-
asta utanlandsferð, sem hann
var einstaklega stoltur af að
komast í.
Ég veit að það hefur verið vel
tekið á móti afa þegar hann
kvaddi þennan heim. Ég er þess
viss að hvíldin hefur verið honum
afar kærkomin. Minnig þín mun
ætíð lifa, elsku Andrés afi minn.
Harpa Hlynsdóttir.
Langur vetur er loksins liðinn.
Himinninn grét fögrum og nær-
andi regndropum þegar góður
maður kvaddi. Vorið er fallegur
tími, íslenska sumarið rétt hand-
an við hornið. Það er alveg í takt
við ágæti þess manns sem nú er
kominn í faðm ástkærrar eigin-
konu sinnar, sem hann saknaði
mikið. Þeir endurfundir hljóta að
vera jafn fagrir og undursamleg-
ir og hjónin sjálf voru. Ég var
ekki svo heppinn að fá að kynn-
ast Arndísi, hún lést áður en ég
kynntist Hörpu minni, en mikið
hefur hún verið yndisleg kona.
Andrési Ólafssyni kynntist ég
þegar við Harpa, sonardóttir
hans, hófum samband okkar fyr-
ir sautján árum. Við Andrés urð-
um strax góðir vinir. Hann var
fróður um alla hluti, alltaf stutt í
yndislegan smitandi hláturinn,
oft fékk ég hann til þess að slá á
læri sér og nánast gráta úr
hlátri.
Það var alltaf svo gaman að
spjalla við Andrés. Hjartahlýjan
sem streymdi frá honum var
mikil, ánægjan af því að lifa og
njóta svo sterk. Í fjölskylduboð-
unum vorum við Andrés ávallt
þeir sem síðastir stóðu upp frá
borðinu, við nutum hvers bita og
vorum lengi að borða. Það eru
þessar góðu stundir sem rifjast
upp, þegar maður í sorg sinni
skrifar þessi fátæklegu orð um
yndislegan mann. Nú í júní eru
átta ár síðan hann gifti okkur
Hörpu. Árin sem við fengum
með honum eru ómetanleg. Ég
er þakklátur og hrærður. Það
tekur gríðarlega á þegar maður
sér að lífsgleðin og viljinn til að
lifa er horfinn. Líkaminn, þótt
sterkur hafi verið, hefur gefist
upp og endirinn, endastöð okkar
á þessari jörð, er nálægur. En
hvað tekur við? Ég ræddi það oft
við Andrés. Báðir trúðum við á
Guð almáttugan og upprisuna,
hið eilífa líf. Ég trúi því að minn
kæri vinur og afi konu minnar sé
nú hamingjusamur á ný, í faðmi
ástvina sinna á himnum. Arndís,
Finnur og fleiri umvefja hann nú
þeirri ást og hlýju sem við þurf-
um þegar við förum úr einni til-
veru yfir í aðra. Ég bið þess að
Andrés hafi kvatt okkur sáttur
maður með tilveru sína hér, ævi-
starf hans mikið og óeigingjarnt,
dáður og elskaður af öllum. Ég
kveð hann með sorg og miklum
söknuði, þrátt fyrir að ég viti að
hvíldin hafi verið honum kær-
komin. Ég mun borða purusteik
og drekka bjór með, honum til
heiðurs. Við elskuðum báðir pur-
usteik og nutum þess ætíð þegar
Björg, tengdadóttir hans og
elskuleg tengdamóðir mín, eld-
aði fyrir okkur slíka stórmáltíð.
Hlynur, Bensi og Röggi, miss-
ir ykkar er mikill sem og okkar
hinna sem elskuðum föður ykk-
ar. Ég samhryggist ykkur inni-
lega, sendi öllum í fjölskyldunni,
vinum og þeim sem Andrés
snerti á einhvern hátt með visku
sinni og góðmennsku mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þegar við hittumst á ný, sem
við gerum, þá býð ég í mat og
drykk, hlátur, gleði og hamingju.
Hvíldu í friði elsku Andrés og
Guð blessi þig. Minning þín mun
lifa að eilífu.
Friðjón Björgvin
Gunnarsson.
Í dag er kvaddur frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík séra Andr-
és Ólafsson, fyrrverandi prófast-
ur á Hólmavík. Hann var giftur
móðursystur okkar, Arndísi
Benediktsdóttur, og voru þau
gefin saman í Dómkirkjunni árið
1949. Þau bjuggu lengst af á
æskuslóðum Öddu á Hólmavík
eða allt til ársins 1982 þegar
Andrés lét af störfum. Þau hjón-
in fluttu á þeim tímamótum til
Reykjavíkur og gerðust kirkju-
verðir við Dómkirkjuna.
Andrés sinnti lengst af stóru
prestakalli þar sem samgöngur
voru oft erfiðar. Stundum þurfti
að fara sjóleiðina frá Hólmavík
til að sinna prestsverkum og
gátu ferðirnar tekið nokkra sól-
arhringa. Strax og Andrés hóf
störf byrjaði hann að húsvitja og
má segja að hann hafi þekkt
hvert einasta mannsbarn í allri
norðanverðri Strandasýslu.
Andrés beitti sér fyrir byggingu
kirkju á Hólmavík og var hún
byggð eftir teikningu Gunnars
Ólafssonar, arkitekts og bróður
Andrésar.
Þegar fjölskyldan kom saman
var Andrés hrókur alls fagnaðar.
Hann hafði fallega söngrödd og
eftirminnilegt var að heyra hann
tóna fyrir altari. Þrátt fyrir
heilsubrest á síðari árum gat
hann alltaf sungið og kunni alla
texta. Á uppvaxtarárum okkar á
Hólmavík voru tengsl fjöl-
skyldna okkar mjög mikil og
hafa haldist þannig alla tíð.
Margar góðar minningar eigum
við um skemmtilegar samveru-
stundir, þar á meðal dagsferðir
til Reykhóla og út á Gálma-
ströndina og stundum var
skroppið með nesti upp í Kálfa-
nes.
Andrés skírði okkur systkinin
og fermdi og hélt áfram að sinna
prestsverkum fyrir fjölskylduna
og Strandamenn eftir flutning til
Reykjavíkur. Síðasta prestsverk
sitt innti hann af hendi árið 2005.
Það var skírn lítillar stúlku sem
fæddist í Kína og var gefið nafn-
ið Sara Xiao Reykdal.
Adda og Andrés voru einstak-
lega samhent hjón. Í störfum
sínum á Hólmavík naut Andrés
stuðnings konu sinnar og í Dóm-
kirkjunni nutu þau sín afskap-
lega vel hlið við hlið. Heimili
þeirra einkenndist af gestrisni
og hlýju og alltaf var jafngott að
koma til þeirra. Adda lést árið
1994 eftir erfið veikindi og sakn-
aði Andrés konu sinnar mjög.
Naut hann góðs stuðnings sona
sinna og fjölskyldna þeirra eftir
fráfall hennar.
Við þökkum Andrési sam-
fylgdina og erum ekki í vafa um
að Adda, móðursystir okkar, hef-
ur tekið á móti honum í nýjum
heimkynnum.
Sigrún, Guðrún
og Ólafur Reykdal.
Árið 1982 þurfti að fá nýja
kirkjuverði að Dómkirkjunni. Er
ég kom úr sumarleyfi það ár,
lágu margar umsóknir fyrir, m.a.
annars frá sr. Andrési og konu
hans Arndísi Benediktsdóttur.
Ég var þá að því spurður, hvort
ekki yrði erfitt fyrir okkur sr.
Hjalta að fá prest sem kirkju-
vörð, mann sem væri eldri en við,
fyrrverandi prófastur og trúlega
fastur í formum. Vegna margra
ára kynna minna af margþættum
mannkostum sr. Andrésar og
raunar þeirra beggja gat ég vís-
að öllu slíku á bug. Þau komu því
þarna til starfa, sem hún gegndi
til dauðadags 1994, en hann til 76
ára aldurs, 1997.
Ég er oft búinn að segja það
síðan, að við höfum fengið þarna
bestu kirkjuvarðarhjón í heimi.
Því hefur enginn treyst sér til að
mótmæla. Það varð svo í senn
hamingja þeirra og gleði okkar,
sem nutum, hve þetta tókst allt
vel. Það var einstakt að fá
kirkjuvörð, sem sameinaði svo
vel þekkingu og þjónustulund
sem sr. Andrés. Og Arndís var
honum algerlega samstiga. Kór-
óna þessara hluta var svo ein-
lægni þeirra og trúargleði sem
þátttakenda í helgihaldinu.
Þó að undirritaður sé í senn
nokkuð stjórnsamur og ráðríkur,
þá kom það aldrei að sök. Ástæð-
an var ekki bara ljúflyndi þeirra
hjóna, heldur, eins og sr. Andrés
sagði oft, að skoðanir okkar á
guðfræði, helgisiðum og kirkju-
pólitík fóru nákvæmlega saman.
Við vorum í þessu eins og sterk
tvennd, þar sem aldrei bar neitt
á milli. Það hlýtur líka að vera
einsdæmi, þegar dómkirkju-
presturinn þurfti að fara til
sjúkrahússvistar, en búinn að
taka að sér útvarpsmessu næsta
sunnudag, að geta þá öruggur
beðið kirkjuvörðinn að annast
hana fyrir sig og njóta þess svo á
spítalanum, hve það var gert
með miklum glæsibrag.
Þetta eru aðeins leiftur frá lið-
inni tíð, en þau eru í senn þema
og samhljómur minninga, sem
ég hlýt að þakka fyrir hönd okk-
ar Dagbjartar fyrir allt sem við
áttum sameiginlegt í starfinu
fyrir Dómkirkjuna og á góðum
stundum á heimilum okkar. Ég
veit, að þar taka allir undir, sem
nutu þeirra sr. Andésar og Arn-
dísar með okkur.
Á páskadag árið 1949, kl. 7 að
morgni, settu þau Arndís og sr.
Andrés upp hringa til þess að
opinbera unnin heit um ævi-
tryggð. Síðan gengu þau saman
til morgunguðsþjónustunnar,
þar sem fagnaðarerindi lífsins
var boðað og lofsöngvar sungnir
vegna vissunnar um, að Kristur
er sannarlega upprisinn.
Það er enn páskatíð, gleðidag-
ar. Og nú eru heitin endurnýjuð.
Sr. Andrés er endanlega geng-
inn Kristi á hönd, æðsta presti
mannlífsins. Trú okkar segir, að
hjá honum hafi ævitryggðir
fengið eilífðargildi og ástin, sem
hringarnir þeirra stóðu fyrir,
sameini þau á ný. Ég sé þau því
ganga saman til himneskrar
guðsþjónustu. Þeirri hugsýn
fylgir einlæg þökk mín og minna.
Þórir Stephensen.
Andrés Ólafsson
✝
Elskulegur sambýlismaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR EINARSSON,
Blikaási 40,
Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut þriðjudaginn 1. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Við fjölskyldan viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til
starfsfólks krabbameinsdeilar 11-E og göngudeildar 11-B.
Aðalheiður Árnadóttir,
Einar Þórðarson,
Rósa Þórðardóttir, Elfar Helgason,
Þórður Þórðarson, Anna Sigrún Hreinsdóttir,
Jórunn Þórðardóttir, Þórarinn M. Eldjárnsson,
Hafdís Þórðardóttir, Trausti Magnússon,
Gunnar Þórðarson, Dagbjört M. Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir, tengda-
faðir og afi,
RÚNAR SMÁRASON,
Álfaskeiði 64e,
Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn
13. mars.
Útförin fór fram í kyrrþey hinn 22. mars frá kapellunni í Hafnar-
fjarðarkirkjugarði.
Fyrir hönd vandamanna,
Marta Sigurlilja Rúnarsdóttir, Úlfur Ingi Jónsson,
Einar Geir Rúnarsson, Marzena Burkot,
Eygló Rúnarssdóttir,
Smári Guðlaugsson, Anna Þorsteinsdóttir,
Ómar Bjarki Smárason, Katrina Downs-Rose,
Edda Sjöfn Smáradóttir, Erlendur Árni Hjálmarsson,
Guðrún Hrönn Smáradóttir, Hörður Þór Harðarson,
Lára Byrns, Gary Kent,
Ingvar Sigurjón Garðarsson, Anna Ósk Ragnarsdóttir,
Friðgeir Garðarsson,
Garðar Oddur Garðarsson,
Sigmundur Freyr Garðarsson, Ragnheiður Samúelsdóttir,
Ragnhildur Marta, Lolita Úlfsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LAUFEY BJARKADÓTTIR,
Hafrafellstungu,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 6. maí.
Jarðarför auglýst síðar.
Karl Sigurður Björnsson,
Hulda Hörn Karlsdóttir, Stefán Leifur Rögnvaldsson,
Ingiríður Ásta Karlsdóttir, Robert Duane Boulter,
Birna María Karlsdóttir, Einar Sigurjónsson,
Bjarki Fannar Karlsson, Eyrún Ösp Skúladóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG HELGA STEINÞÓRSDÓTTIR,
Skólahúsinu,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
þriðjudaginn 1. maí.
Útförin fer fram frá Þingeyrakirkju
laugardaginn 12. maí kl. 15.00.
Ólöf G. Jóhannsdóttir, Halldór Jóhann Grímsson,
Þorgrímur Jóhann Halldórsson.