Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 31

Morgunblaðið - 09.05.2012, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 ✝ Lára Lár-usdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 28. nóvember 1932. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 28. apríl 2012. Lára var dóttir hjónanna Lárusar Runólfs- sonar, sjómanns og hafnsögumanns, f. 22. júní 1903, d. 4. október 1982, og Þuríðar Ell- enar Guðlaugsdóttur hús- móður, f. 24. júlí 1905, d. 29. september 1961. Lára átti fjögur systkini: 1) Unnur, f. 26. mars 1930, d. 17. maí 2008, 2) Soffía, f. 4. september 1931, d. 4. ágúst 1999, 3) Runólfur, f. 5. mars 1934, d. 2. ágúst 2011 og 4) Guðlaugur, f. 23. júní 1936. Lára var í sambúð með Sig- urjóni Maríassyni vöru- bifreiðastjóra, f. 9. maí 1923, d. 2. desember 1987, þau slitu Birgir, f. 26. mars 1958. Lára ólst upp á Sauðárkróki en fluttist ung að árum suður til Reykjavíkur til að nema við Hjúkrunarskóla Íslands. Lauk hún námi í mars 1961 með I. einkunn. Stóð hún sig vel í bóklega náminu en í verklega hluta námsins fékk hún hæstu einkunn en þeir sem hana þekktu vissu að Lára var hjúkrunarfræðingur af Guðs náð enda annaðist hún sína sjúklinga afar vel. Um það bera vitni meðal annars ótal bréf sem henni bárust í gegn- um áratugina frá sjúklingum hennar þar sem lýst er þakk- læti fyrir einstaka umönnun. Á námsárunum starfaði hún á Landspítalanum, Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, Kleppsspítalanum, Vífils- stöðum, Heilsuverndarstöðinni og slysavarðstofunni eins og bráðadeildin var nefnd í þá daga. Eftir að Lára fluttist frá Sauðárkróki bjó hún í Reykja- vík og starfaði á Landspít- alanum til ársins 1967 en þá hóf hún störf í Arnarholti. Þá fluttist hún til Reykjavíkur ár- ið 1973 en flutti 1975 til Þor- lákshafnar með börn sín. Lára bjó í Þorlákshöfn í um áratug og starfaði á heilsugæslustöð- inni. Kynntist hún þar flestum bæjarbúum og eignaðist í þeirra hópi marga nána og góða vini. Þá fluttist hún til Reykjavíkur árið 1984 og hóf aftur störf á Landspítalanum. Flutti hún skömmu síðar í Kópavog þar sem hún bjó til æviloka. Lára var mikil hann- yrðakona og aldrei leið sá dagur að hún væri ekki með eitthvað á prjónunum. Eftir hana liggur gríðarlega mikið safn hannyrða, dúkar, rúm- teppi, peysur og útsaumur svo eitthvað sé nefnt. Lára bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og var afar náin börnum sínum og barnabörn- um. Fjölskyldan var mikilvæg- asti þátturinn í lífi hennar og er hennar minnst með miklum söknuði. Útför Láru fer fram frá Garðakirkju í dag, 9. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. samvistum árið 1975. Saman áttu þau þrjú börn: 1) stúlka fædd árið 1963 sem lést skömmu eftir fæð- ingu. 2) Erlingur Þór Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 14. ágúst 1968. Er hann í sambúð með Margréti Þóru Bald- ursdóttur. Sonur Erlings er Magnús Þór, f. 2. mars 1995. 3) Þuríður B. Sigurjónsdóttir lögfræðingur, f. 9. maí 1970. Eiginmaður hennar er Jóhann- es Elíasson hárskerameistari, f. 7. júlí 1967. Börn þeirra eru Elísa, f. 8. apríl 1995, og Sylvía Rut, f. 15. mars 2001. Fyrir átti Sigurjón fjögur börn: 1) Fjölnir, f. 26. nóv- ember 1952, 2) Anna, f. 27. apríl 1951, 3) Sigríður María, f. 30. desember 1952 og 4) Elsku mamma mín, nú er sárs- auka þínum lokið. Núna við kveðjustund koma æskuminningarnar upp í hugann, árin í Arnarholti á Kjalarnesi og svo í Þorlákshöfn þangað sem við fluttum 1975. Hlýjan þín mamma og þraut- seigja þrátt fyrir mótlæti og stundum erfiðleika og alltaf feng- um við systkinin eins og hinir krakkarnir þrátt fyrir að þú vær- ir eina fyrirvinnan. Með þinni að- stoð og hvatningu fór ég í hesta- mennsku sem auðveldaði mér lífið, kraftmiklum dreng sem þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Eftir að barnaskóla lauk fluttir þú með okkur börnin til Reykja- víkur og fórst að vinna á Land- spítalanum á næturvöktum. Þú studdir okkur Þuríði alla tíð og það sem við erum í dag eru ein- göngu þín verk. Alltaf var gott að koma til þín, matur þinn og kökurnar engu líkt. Núna ertu komin á betri stað, í ljósið og birtuna, laus við allar þjáningar. Þú hafðir fallega lífs- sýn og varst réttlát og kærleiks- rík, máttir ekkert aumt sjá og gerðir mörgum bæði fallegt og gott. Handavinnan þín er í sérflokki, hvort sem um er að ræða útsaum, útprjón eða annað handverk enda sast þú aldrei auðum höndum. Síðustu sólarhringarnir hjá þér á líknardeildinni voru okkur feðgunum erfiðir. Ég kveð þig með tár í augum elsku mamma mín með þessari vísu sem ég samdi til þín sem barn: Hinn heiðskíri himinn í köldum vetrarblæ burt frá henni mömmu sem er mér svo kær. Erlingur Þór og Magnús Þór. Lára Lárusdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÓLAFÍU KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Stínu frá Firði. Jens V. Óskarsson, Bára Ágústsdóttir, Einar Óskarsson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Hrönn Ágústsdóttir, Þórður J. Óskarsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Bergljót Ó. Óskarsdóttir, Sveinn Arason, Brynjólfur Óskarsson, Lydía Fannberg Gunnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, amma, lang- amma og systir, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR, Kvígindisfelli, Tálknafirði, sem lést föstudaginn 27. apríl á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi, verður jarðsett frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Guðmundsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.00. Birna S. Karlsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Ingibjörg M. Karlsdóttir, Sigurður Örn Kristjánsson, Anna Mjöll Karlsdóttir, Kristinn Karlsson, Dagný Þórólfsdóttir, Brynjar Karlsson, Cristina Gonzalez Serrano, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar míns, eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS G. BERG arkitekts. Björg Baldvinsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Guðrún Björg Ágústsdóttir, Ágúst Ómar Ágústsson, Guðmundur R. Ágústsson, Ármann Pétur Ágústsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför frænda okkar og vinar, KARLS FREYSTEINS HJELM, Víðimýri 7, Neskaupstað. Fyrir hönd aðstandenda, Freysteinn Þórarinsson, Olivera Ilic, Þuríður Una Pétursdóttir. Frændi minn og vinur okkar, Björn Hermann Hermannsson, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Björn var fæddur og uppal- inn Ísfirðingur, hafsjór af fróð- leik um menn og málefni hér fyrir vestan. Ávallt var stutt í húmorinn og frásagnargáfan var honum í blóð borin. Var oft unun að hlýða á hann segja sögur frá fyrri tímum og gam- an hvað honum var tamt að sjá skoplegu hliðina á málunum. Það var fyrir tilstuðlan Björns að ég flutti vestur á Ísa- fjörð með strákana mína Pétur Björn og Ólaf og var ætlunin að dvelja þar í eitt ár, en í mesta lagi tvö. Það urðu breytingar hjá okkur báðum, Kristján kom inn í líf mitt og ég varð eftir fyrir vestan, en Björn flutti burt, alla leið norður í Miðfjörð. Þrátt fyrir að vík yrði milli vina hélst hið góða samband. Eftir að hann flutti í Búðardal áttum við oft leið hjá og litum þá inn í kaffi og spjall. Þrátt fyrir veikindin bar hann sig alltaf vel, góða skapið hefur sjálfsagt hjálpað honum mikið. Við Kristján sendum börnum hans, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan mann mun hjálpa þeim í sorg- inni. Inga S. Ólafsdóttir og Kristján G. Jóhannsson. Hann Bjössi Hermanns er látinn. Kom kannski ekki alveg Björn Hermann Hermannsson ✝ Björn H. Her-mannsson fæddist á Ísafirði 21. apríl 1947. Hann lést 27. apríl 2012. Útför Björns Hermanns var gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 8. maí 2012. að óvörum. Hann var búinn að berj- ast hetjulegri bar- áttu við krabbann lengi. Við Björn ól- umst upp í húsum hlið við hlið á Engjaveginum. Við sóttum skólann saman, lærðum saman, lékum okk- ur á Engjavegin- um, í hlíðinni og fjörunni og þegar við fórum að vinna fórum við saman í bæj- arvinnuna og þaðan upp á fjöll til að laga stífluna á Reyðar- hjallanum innan við Bolungar- vík. Þar sváfum við í tjöldum, borðuðum í stífluhúsinu, stung- um sniddur og grófum djúpa skurði lungann úr sumrinu 1962. Það var okkur skemmti- legur tími og mikil upplifum. Eitt atvik vakti ávallt hlátur hjá okkur. Við vorum búnir að grafa skurð tvo og hálfan metra niður en áttum hálfan eftir þeg- ar stór steinn varð fyrir. Raf- veitustjóri mætti á svæðið með stórt búnt af dýnamíti. Við Björn vorum látnir grafa holu undir steininn, fylla hana af möl og sprengiefnið efst. Svo var sprengt. Steinninn fór langt upp í loftið, ofan í skurðinn aft- ur og þar á bólakaf, það sást ekkert á honum eða af honum. Við Björn áttum sérstök fjar- skipti sem líkja má við sms í dag. Hann átti forláta lampaút- varpstæki. Við fórum á póst- húsið til Hermanns pabba Björns, sem hjálpaði okkur að fá heljarmikinn hátalara frá Símanum. Keyptum okkur há- talaravír, sem við grófum í jörðina á milli húsanna. Þá var komið á símasamband. Hátal- ararnir virkuðu líka sem hljóð- nemar. Við unnum saman við lærdóminn okkar um þessar græjur, lásum til skiptis hvor fyrir annan. En það var ekki nóg. Okkur vantaði popptónlist og hana varð að sækja til út- landa. Ekki var nóg af poppi í gömlu Gufunni. Það vantaði gott loftnet. Þá var aftur farið á pósthúsið og frá símamönnum fengum við eirvír, sem náði á milli strompa húsanna og inn um gluggann hjá Birni. Þá komst samband á við Kanann, Radio Luxemburg og BBC. Við vorum heimsmenn og hlustuð- um á popp alla daga og svo var nóg að banka í hátalarann og þá var skipt um rás og farið að tala saman. Vöktum meira að segja hvor annan á morgnana. Við fórum tveir oft í útilegu í sumarbústað foreldra hans inn í Tunguskóg á veturna. Það eru stundir sem seint gleymast. Þá var málið að vera á snjóþrúgum og með nóg af teiknimynda- blöðum. Okkur fannst við vera ofurhetjur í myrkri vetrarins, helst átti að vera vont veður, bara eitt kerti til að lýsa og kamína til að hita. Okkur leið mjög vel þarna. Lifðum á app- elsíni, pylsum. Það er svo margt sem við áttum saman á þessum tíma. En þegar ég flyt í Kópavoginn, haustið 1963, raknaði úr sam- skiptunum, en vinátta okkar hélt áfram. Við endurnýjuðum það sem hægt var þegar ég kom að nýju til Ísafjarðar 1991, en Björn flutti fljótlega í burtu. Leiðir okkar lágu hins vegar aftur saman innan Oddfellow- reglunnar, en Björn var mikill og trúr Oddfellow. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég kveðja þennan gamla góða vin minn. Aðstandendum hans votta ég samúð mína. Önundur Jónsson. Fyrir aldarfjórðungi fékk ég símtal sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt. Símtalið var frá Ísafirði, hinum megin á línunni var Björn Hermannsson sem þá, meðal margra annarra starfa, sat í stjórn Hótels Ísa- fjarðar. Hann taldi okkur hjón- in á að flytja vestur og taka að okkur hótelstjórnina. Þó tilboð- ið hafi verið tímabundið, hefur dvöl okkar vestra dregist um aldarfjórðung og sér ekki fyrir endann á. Það var Björn sem taldi okk- ur á að flytja og það var Björn sem aðstoðaði okkur við að koma okkur fyrir. Með okkur tókst þannig mikill vinskapur sem stóð alla tíð og aldrei bar skugga á. Framan af stunduð- um við saman veiðiskap og voru það ánægjulegar stundir. Björn var í eðli sínu dulur maður. Hinum megin dulunnar var hins vegar leiftrandi húm- oristi sem var sérstaklega fund- vís á spaugilega hluti í fari fólks og sagði svo skemmtilega frá að unun var að. Björn lærði rafvirkjun og starfaði lengi sem slíkur. Seinna átti Björn eftir að fást við ýmislegt; hann vann við bókhald, fyrirtækjarekstur og tölvumál, sat í ýmsum nefnd- um, stjórnum og ráðum og var sveitarstjóri um tíma. Hann var líka mjög virkur í Oddfellow- reglunni og átti m.a. þátt í að stofna stúku á Sauðárkróki sem virkjaði félaga úr Húnavatns- sýslu og Skagafirði. Þá lét hann til sín taka í sveitarstjórnarpólitík. Þar var hann fylginn sér, vinnusamur og réttsýnn. Mér er þannig til efs að margir hafi lent í því sama og Björn þegar hann bauð sig fram í bæjarstjórn Ísafjarðar árið 1982. Þá var hann fimmti maður á lista óháðs framboðs sem náði einum manni inn. Þegar kjörtíma- bilinu lauk hinsvegar, var Björn orðinn formaður bæjar- ráðs, æðsti fulltrúi síns bæjar. Nú er hann Björn minn all- ur. Hann hafði barist við krabbamein í meira en sex ár, hafði betur framan af en ekki núna. Hann náði að verða 65 ára þann 21. f.m. Ég og fjöl- skylda mín sendum samúðar- kveðjur til barna hans og fjöl- skyldu allrar. Ólafur Örn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.