Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 38

Morgunblaðið - 09.05.2012, Síða 38
Morgunblaðið/RAX Von Steinunn vonar að verkið fái nú að standa óáreitt í Hull um ókomna framtíð. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Borgarstjórinn í Hull, Colin Inglis, og sendiherra Íslands á Bretlandi, Benedikt Jónsson, munu næst- komandi föstudag endurafhjúpa listaverkið Voyage við hátíðlega athöfn í miðborg Hull. Verkið var gert árið 2006 til minningar um breska sjómenn sem hafa látist við Íslandsstrendur auk þess sem 30 ár voru liðin frá lokum síðasta þorska- stríðs. Upphaflega verkinu var stolið sumarið 2011. Höfundurinn Steinunn Þórarinsdóttir segist strax hafa fundið fyrir miklum áhuga borgaryfirvalda í Hull á að enduskapa styttuna. „Það varð töluvert uppnám í borginni enda hefur verkið mikið tilfinn- ingagildi fyrir íbúa Hull en margir þar hafa misst ættingja við Íslandsstrendur. Velunnari í borginni sem vill ekki láta nafns síns getið styrkti verkefnið, auk þess sem tryggingar borgarinnar greiða kostn- að við endurgerð verksins.“ Stendur við höfnina í Hull Endursköpun verksins hefur staðið yfir síðan í ágúst í fyrra þegar sílíkonmót var tekið af hinum hluta verksins sem er í Vík í Mýrdal. „Kollegi minn Pétur Bjarnason hefur unnið að verkefninu með mér. Það þurfti að steypa og vinna frummyndina aftur í gifs og síðan í brons. Verkið var síðan flutt til Englands í lok mars.“ Verkið í Hull mun eftir sem áður standa við höfn- ina. Það samanstendur af fjögurra metra hárri stuðlabergssúlu og ofan á henni er manneskja úr bronsi. „Sem betur fer slapp stuðlabergssúlan ósködduð því súlur í þessari lengd er erfitt að fá í dag. Verkið var og verður áfram við höfnina í mið- borg Hull, nálægt frægu sjávarsafni sem heitir The Deep og stendur við mynni árinnar The Humber sem skipin sigldu á.“ Verkið Voyage var upphaflega samstarfsverkefni borgarstjórnarinnar í Hull, breska utanríkisráðu- neytisins, íslensku ríkisstjórnarinnar og sveitar- stjórnarinnar í Vík í Mýrdal. „Það er ánægjulegt að Colin Inglis afhjúpi verkið nú en hann var einn af upphafsmönnum verkefnisins. Á sínum tíma bað þá- verandi sendiherra Breta hér á landi mig að gera til- lögu að verki til minningar um breska sjómenn. Hugmynd mín var að gera eitt verk í tveimur lönd- um og úr varð að annar hluti þess var settur upp í Hull og hinn í Vík í Mýrdal,“ sagði Steinunn um uppruna hugmyndarinnar. Endurskapa stolið verk Systurverk Voyage er staðsett annars vegar í Hull og hins vegar í Vík í Mýrdal. Mikil mildi þykir að stuðlabergssúlan hafi ekki skemmst þegar verkinu í Hull var stolið.  Listaverkið Voyage end- urafhjúpað í Hull í vikulok Ljósmynd/Þórir Kjartansson 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Einn áhrifamesti og virtasti barna- bókahöfundur liðinna áratuga, bandaríkjamaðurinn Maurice Sen- dak, er látinn 83 ára að aldri. Sen- dak var þekktur fyrir að skrifa og myndskreyta á annan tug bóka en sú lang frægasta, Where the Wild Things Are, kom út árið 1963. Sagan fjallar um ímyndunarafl barnæskunnar og hefur verið endurgerð í ýmsum miðlum, meðal annars sem teiknimynd, ópera og síðast sem kvikmynd sem Spike Jonze leikstýrði árið 2009. Yfir tíu milljón eintaka hafa selst af bók- inni en verk Sen- daks hafa ekki verið þýdd á ís- lensku þótt bæk- urnar séu til víða á íslenskum heimilum og æv- intýraskepnur höfundarins hafi birst á skjám landsmanna. Margir höfundar hafa sagt Sendak meðal sinna helstu áhrifavalda. Maurice Sendak látinn Mauric Sendak Bogi Haraldsson heldur út- skriftartónleika sína á blokkflautu í Þjóðmenning- arhúsinu annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða verk eftir Dario Castello, G.F. Händel, Ryohei Hi- rose, J.S. Bach, William Ba- bell, Jacques Hotteterre le Romain og Giuseppe Sam- martini. Á tónleikunum koma fram auk Boga þær Nína Margrét Grímsdóttir á píanó, Guðrún Óskarsdóttir á sembal og Kristín Lárusdóttir á viola da gamba. Kennari Boga við Listaháskóla Íslands síðustu ár hefur verið Helga Aðalheiður Jónsdóttir. Tónlist Blokkflaututónar Bogi Haraldsson Himmel ohne Sterne frá árinu 1955 verður sýnd í Kamesi Borgarbóka- safnsins í dag kl. 15 og 17. Myndin fjallar um Önnu Kaminski sem býr rétt austan við þýsku landa- mærin. Handan þeirra býr ungur sonur hennar, en til að vitja hans þarf Anna að leggja í háskaför yfir landamærin. Á leiðinni hittir hún fyrir landamæravörðinn Carl Alt- man, Vestur-Þjóðverja sem hrífst af Önnu og hjálpar henni að koma syninum ólöglega yfir til A-Þýskalands. Brátt taka þau upp hættu- legt ástarsamband í skugga járntjaldsins. Kvikmyndir Stjörnulaus himinn Gréta Gísladóttir listamað- ur opnar sýningu á verk- um sínum í Mjólkurbúðinni í Listagili á Akureyri á laugardaginn kemur kl. 14. „Royal Ísland, hvítt gull. Lýður lyftir lóðum, hann ætlar í samband eða hugsa um það. Drottningin átti einu sinni krónu og kóng en nú á hún bara leg. Gosi er góður drengur, ég er að meina það! Áttu áttu? Nei ekkert, gefðu aftur!“ segir m.a. í fréttatilkynningu um sýninguna þar sem húmor og pólitík í spilastokkum verður alls- ráðandi. Myndlist Húmor og pólitík Eitt verka Grétu. NÝ www.avon.is Glæsileg heimasíða og vefverslun Frábær opnunartilboð Skráðu þig á póstlista www.avon.is Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið Avon Gjafabréf að verðmæti 10.000 kr. Nýjir sölufulltrúar velkomnir! Þær sem gerast sölufulltrúar fyrir 11. maí fá glæsilegar gjafir. Sjá nánar á www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Baðolían frá AVON er komin aftur. Baðolían sem beðið hefur verið eftir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.