Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 1
SÁPUKÚLUR,
SANDKASSALEIKIR
OG FRÆÐSLA
FORRÉTTINDI
AÐ ÆFA HAND-
BOLTA
NÝ BÓK UM HINN
TÓNELSKA MAXÍ-
MÚS MÚSÍKÚS
MÆÐUR Í MEISTARALIÐI ÍÞRÓTTIR ÓMETANLEGUR MEÐBYR 34VATNSMÝRARHÁTÍÐ 36
Ljósmynd/Gústav Ásbjörnsson
Mikið öskufok var víða á Suðurlandi í
gær. Á svæðinu var þurrt og mikill
vindur. „Það var aska út um allt,“
segir Gústav M. Ásbjörnsson starfs-
maður Landgræðslunnar sem var á
ferð á þjóðvegi 1 um Fljótshverfi í
gærdag.
Vonskuveður var á svæðinu og
nokkur vindur. „Það mátti bara sjá
næstu stiku en ekkert meira. Ég segi
ekki að það hafi verið hættulegt að
vera á ferðinni en það er í það
minnsta betra að fara varlega þegar
svona er,“ segir Gústav. Askan sem
um ræðir er úr Eyjafjallajökli frá
árinu 2010. „Askan hverfur ekki
fljótt. Þó þetta minnki með tímanum
er næg aska á svæðinu ennþá. Þetta
getur skemmt bílana, en það þarf að
vera talsverður vindur svo slíkt ger-
ist. Ég er ekki viss um að það sé al-
veg svo slæmt núna,“ segir Gústav.
Áfram má búast við öskufoki í
sumar í þurru veðri og vindi. Á vef
Almannavarna kemur fram að ekki
sé ráðlegt að vera mikið utandyra
þegar öskufok er mikið.
vidar@mbl.is
Mikið ösku-
fok í Fljóts-
hverfi
Mikið öskufok Ökumenn þurftu að
hafa varann á í öskufoki.
Ferskar fiskvörur
» Milljarður tapast árlega
vegna þess hve erfitt er að
stýra hitastigi á fiski á leið á
markað.
» 5-10% fisks skemmist eða
tapar verðgildi vegna þess hve
erfitt er að halda honum fersk-
um.
» Rannsóknir margborga sig
fyrir sjávarútveginn.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Um milljarður króna hefur tapast af
verðmætum ferskrar fiskvöru á ári
hverju vegna vandkvæða í hitastýr-
ingu frá veiðum til markaðar. Með því
að fylgja ákveðnum aðferðum allt frá
blóðgun fisks til flutnings á markaði
má spara hundruð milljóna króna á
ári hverju.
Árlega eru seldar ferskar fiskaf-
urðir úr landi fyrir um 15 milljarða
króna. ,,Okkur hefur tekist að lengja
geymslu á ferskri fiskvöru úr 6-7 dög-
um í 12-14 daga með því að greina alla
þætti keðjunnar. Það þýðir að við get-
um haldið ferskum vörum að neyt-
endum í toppgæðum á erlendum
mörkuðum í langan tíma. Í því felast
gífurlegir hagsmunir,“ segir Sigurjón
Arason yfirverkfræðingur hjá Matís
sem hefur unnið að rannsóknum á
geymslu á ferskum fiskvörum síðast-
liðin 10 ár.
Hingað til hefur um 5-10% af fersk-
um fiskafurðum, sem veiðast,
skemmst eða orðið fyrir verðrýrnun
sökum þess hve erfitt er koma honum
ferskum á markað. „Það hefur vakið
athygli um allan heim hvernig við höf-
um náð að halda fiskinum ferskum
með nýjum aðferðum. Við eigum þó
enn eftir að mæla þann árangur sem
náðst hefur,“ segir Sigurjón.
Á dögunum varði Björn Margeirs-
son doktorsrannsókn á hitastýringu á
fiski í flutningi í skipum og í flugi. Af-
sprengi rannsóknar hans var ný teg-
und pakkningar sem auðveldar
geymslu á fiski í flutningi á milli
landa. Hún hefur verið notuð í um tvö
ár af rúmlega helmingi útflutnings-
fyrirtækja í sjávarútvegi. „Rannsókn
hans er gott dæmi um það hvernig
auknir fjármunir í rannsóknir í sjáv-
arútvegi geta sparað milljarða
króna,“ segir Sigurjón.
Um milljarður tapast á ári
Bættar geymsluaðferðir á ferskum fiski spara hundruð milljóna Miklir hags-
munir fólgnir í að halda fiskinum ferskum Rannsóknir geta sparað milljarða
Guðrún Sóley Gestsdóttir
Viðar Guðjónsson
Það var hægara sagt en gert að komast leiðar
sinnar í hríðarveðrinu sem geisaði í gær. Hrafns-
eyrar-, Dynjandis- og Fjarðarheiði voru ófærar
allan daginn að sögn starfsmanns Vegagerð-
arinnar. Snarvitlaust veður var á milli Djúpa-
vogs og Hafnar og fuku grjóthnullungar við
Hvalnes og Hamarsfjörð í mestu hviðunum, sem
fóru yfir 50 metra á sekúndu. Aukinn viðbún-
aður var hjá Vegagerðinni: starfsmenn kallaðir
á aukavaktir, vegir ruddir eða þeim lokað.
Björgunarsveitir Landsbjargar þurftu víða
að aðstoða, þar á meðal ferðamenn á Vest-
fjörðum, bíla sem festust á Steingrímsfjarðar-
heiði og Blönduósi, auk þess sem víða þurfti að
hjálpa til með lausamuni sem farnir voru á flug.
Öllum ferðum Herjólfs var aflýst eftir há-
degið og óvíst var með morgunferðir mánudags-
ins. Flugfélag Íslands felldi niður ferðir til og frá
Egilsstöðum eftir hádegi auk þess sem flugi til
Ísafjarðar var aflýst. Víða var fólk teppt vegna
veðurs.
Kalt áfram og hætta á fugladauða
Einar M. Einarsson, veðurfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við
köldu veðri áfram næstu daga og frosti á Norð-
austurlandi. Hitinn nái yfir frostmark um miðjan
daginn á Suður- og Vesturlandi.
Vegna þessa krossmessukasts er hætta á
fugladauða á næstu dögum, að sögn Ólafs Niel-
sen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. Hann var í gær við varpmælingar í Ás-
byrgi. „Þetta lítur skelfilega út. Ef veðrið verður
svona í tvo til þrjá daga má búast við stórfelldum
fugladauða,“ sagði Ólafur.
Hann segir kuldalegt um að litast í Ásbyrgi.
„Ég óttast að upp komi svipuð staða og árið 2006
þegar mikill fjöldi fugla drapst. Eftir tvo daga
geta fuglar bæði drepist úr kulda og hungri við
svona aðstæður, enda lifa margir fuglanna á
skordýrum og þau er ekki að finna í miklum
kuldum,“ segir Ólafur Nielsen. »2
Samgöngur úr skorðum í maíhreti
Annríki hjá lögreglu og björgunarsveitum Flugi og siglingum aflýst
Fólk víða veðurteppt Hætt við fugladauða haldi áfram sem horfir
Harka Aðdáunarvert var að fylgjast með þessum tjaldi sem sat rólegur á eggjum sínum í Siglufirði í gær þrátt fyrir tveggja og hálfrar gráðu frost og él.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði er
annar tveggja virkjanakosta vatns-
afls sem lenda í orkunýtingarflokki
samkvæmt þingsályktunartillögu
um rammaáætlun. Náttúruvernd-
arsamtök Íslands og Náttúruvernd-
arsamtök Vestfjarða eru á öndverð-
um meiði í umsögnum um áætlun-
ina. Vestfirðingar gera ekki at-
hugasemd við flokkunina.
Ekkert verður af rannsóknarbor-
unum vegna fyrirhugaðrar Hvalár-
virkjunar í Ófeigsfirði í sumar, að
sögn Gunnars G. Magnússonar, eins
þriggja eigenda VesturVerks sem
hyggst reisa virkjunina. Ástæðan
er töf á afgreiðslu Alþingis á þings-
ályktunartillögu um rammaáætlun.
»6
Ekki rannsóknabor-
anir í Ófeigsfirði í ár
Í Ófeigsfirði Á göngu við Hvalá.
Ljósmynd/SOS
M Á N U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 112. tölublað 100. árgangur