Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
12-36 mánaða binditími
Engin útborgun
Ábyrgðar- og kaskótrygging
Bifreiðagjöld
20.000 km á ári
Sumar- og vetrardekk
Þjónustuskoðanir og smáviðhald
Leigð´ann
Eigð´ann
Nýlegir bílar
Allir í toppástandi
Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS
Þriggja daga reynsluakstur
www.avisbilar.is
S. 5914000
... og krækja sér í bíl á frábæru verði!
til þess að fara inn á avisbilar.is
11ástæður
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Þegar vorar koma þeir félagar Brynj-
úlfur Brynjólfsson og Björn Arnar-
son á Hornafirði netum sínum upp í
Einarslundi við Höfn. Ár hvert frá
2005 hafa þeir merkt skógarþresti og
aðra fugla á þessum slóðum með
skipulegum hætti. Áður en sumarið
líður vonast þeir til að ná 20 þúsund
fugla markinu.
Í fjölbreyttu fuglalífinu liggur
áhuginn og þeir segjast hafa lítinn
tíma til að horfa á fótbolta eða spila
golf. „Ekki ennþá að minnsta kosti,“
segir Björn. „Fyrst og síðast eru fugl-
arnir áhugamálið, en þegar umsvifin
voru mest var þetta kannski hálfs
dags vinna,“ segir Brynjúlfur.
Um vorið í ár segja þeir að það hafi
verið kalt og leiðinlegt og umferð
fugla hæg. Aðeins einn dag í vor hafi
þeir náð að merkja meira en 100
fugla. Í góðu vori gusist fuglarnir oft
inn og þá komi margir dagar með
meira en 100 fugla merkta. Ef það
geri alvöru kuldakast um og upp úr
helginni geti tíðin orðið mörgum fugl-
um erfið því eitthvað sé um að ungar
séu þegar komnir á kreik. Mestar
áhyggjur hafa þeir þó af Norðurlandi.
Ómetanlegar athuganir
Þeir taka báðir fram að upphafið að
merkingastöðinni sé að halda á lofti
nafni Hálfdáns Björnssonar á Kví-
skerjum, sem hafi stundað ómetan-
legar fuglaathuganir í áratugi. Björn
segir að hann og Hálfdán hafi talsvert
ferðast saman og stundað alls konar
vísindi heima fyrir og annars staðar á
landinu. Það sé einstaklega lærdóms-
ríkt.
Brynjúlfur er menntaður rafeinda-
virki og rekur eigið umbrots- og
prentþjónustufyrirtæki á Höfn, BB
prentun og myndver. Björn er
menntaður vélstjóri en starfar sem
safnvörður hjá Menningarmiðstöð
Hornafjarðar. Þeir segja að það sé al-
gengt meðal fuglaáhugamanna að
þeir hafi numið allt önnur fræði en
þau sem tengjast náttúrunni. Hjá
þeim ráði áhuginn á fuglunum för og
saman tvinnist gjarnan áhugi á ljós-
myndun.
Á þeim tíma sem netin eru höfð
uppi þarf að vitja þeirra á klukku-
stundar fresti og á háannatímanum
fara félagarnir 10-15 ferðir á dag í
Einarslund. Vortímabilið er frá 20.
mars til 10. maí og svo byrjar haustið
1. ágúst og eru netin uppi til um 15.
nóvember.
Öll sýslan er undir hjá Birni og
Brynjúlfi. Þeir telja álftir austur í
Lóni, fylgjast með öndum og gæsum
á svæðinu, merktu kríuunga þegar
varp kríunnar var og hét og sjást oft á
vappi í fjöru og við tjarnir. Austur-
Skaftafellssýsla er rómuð fyrir mikið
og fjölbreytt fuglalíf og á svæðinu
hafa sést yfir 300 tegundir fugla svo
þeir eru vel í sveit settir.
Merkingarnar eru allar unnar í
samvinnu við Náttúrufræðistofnun
og hafa gögn frá stöðinni um skóg-
arþröstinn verið notuð í rannsóknum
í Þýskalandi og víðar. Björn og
Brynjúlfur halda úti vefsíðunni fugl-
ar.is og svara margs konar erindum
frá fjölmiðlum, fræðingum og al-
menningi um fugla á Íslandi.
Flækingar og kunningjar
Þeir viðurkenna að það sé auka-
bónus að sjá sjaldgæfa flækingsfugla,
en líka að hitta gamla kunningja sem
þeir merktu fyrir nokkrum árum og
rata aftur í Einarslund – ekki síður að
frétta af fuglum merktum á Höfn sem
fundist hafa m.a. í Bretlandi.
Sennilega hefur enginn séð fleiri
fuglategundir hér á landi en Björn.
Hann hefur skráð hjá sér 307 teg-
undir og hefur eðlilega mjög mikla
reynslu í greiningu sjaldséðra fugla.
Næstir á eftir honum eru Hálfdán
Björnsson, Gunnlaugur Þráinsson,
Yann Kolbeinsson og Brynjúlfur er í
sjöunda sæti með 284 tegundir .
Björn segir erfitt að gera upp á
milli allra þeirra fugla sem hann hef-
ur séð. „Ætli mestu gimsteinana til
þessa hafi ég ekki séð á síðasta ári:
bleiksvarra á Hofi í Öræfum og sor-
arrellu á Hala í Suðursveit, en hún er
náskyld keldusvíni. Bleiksvarri hafði
aldrei sést hér áður, enda algeng-
astur í austurhluta Tyrklands, og sor-
arrellann á heimkynni sín í Norður-
Ameríku og hafði aldrei sést hér á
landi fyrr.
Brynjúlfur á líka sín djásn, en hann
fann meðal annars fjórar bjúgnefjur
á Höfn árið 2004. Þá hafði aðeins einn
slíkur fugl sést á Íslandi og þá á
Reyðarfirði hálfri öld áður.
Valinkunnir áhugamenn
„Ef það gerir góða suðaustanátt
má búast við spennandi flækingum
frá Evrópu hingað á suðausturhornið,
sem oft er eins og trekt fyrir þessa
fugla á vorin og haustin. Reykjanes
og Vestmannaeyjar fá hins vegar
fleiri flækinga frá Ameríku,“ segir
Brynjúlfur.
Það er hins vegar ekki heiglum
hent að fá viðurkennt að einhver hafi
séð sjaldgæfan flækingsfugl. Slíkar
fréttir þurfa að fá staðfestingu hjá
sérstakri fuglaflækinganefnd. Brynj-
úlfur á sæti í nefndinni ásamt sex öðr-
um valinkunnum fuglaáhugamönn-
um. Iðulega kemur fyrir að nefndin
synji um staðfestingu.
Hátt í 20 þúsund fuglar merktir
Félagarnir á Höfn hafa einlægan áhuga á fuglum Vitja netanna oft á dag yfir háannatímann
Sjaldgæfir fuglar eins og hvalreki Viðurkenningu þarf að fá hjá fuglaflækinganefnd
Morgunblaðið/Albert Eymundsson
Í Einarslundi Brynjúlfur Brynjólfsson og Björn Arnarson fara margar ferð-
irnar í lundinn til að merkja og skoða fugla. Öll sýslan er þeirra heimavöllur
og um fartímann vor og haust ber þar margan forvitnilegan gest að garði.
Ljósmynd/Björn Arnarson
Bleiksvarri Fyrsta fugl þessarar tegundar hér á landi sá Björn á síðasta ári.
Forvitnilegur gestur og happafengur fyrir einlægan fuglaáhugamann.
Ljósmynd/Byrnjúlfur
Bjúgnefja Fjórar slíkar rak á fjörur Brynjúlfs árið 2004, en þá hafði slíkur
fugl aðeins einu sinni sést hér á landi áður og það hálfri öld fyrr.
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands fékk um þrjár milljónir í styrki frá
ríkinu árin 2008 og 2009, en nú nema styrkir þaðan um einni milljón
króna á ári, sem að mestu fer í kostnað við akstur og því er starfsemin
minni en á þeim árum.
Auk Björns og Brynjúlfs standa félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og
einstaklingar að stöðinni, t.d. Félag fuglaáhugamanna Hornafirði, Sveit-
arfélagið Hornafjörður, Háskólasetrið á Höfn, Frumkvöðlasetur Austur-
lands, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Menningarmiðstöð
Hornafjarðar. Skinney Þinganes hefur einig stutt stöðina frá stofnun.
Dregið hefur úr styrkjum
MARGIR KOMA AÐ STARFINU