Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN KARLSDÓTTIR,
áður til heimilis
Dalatanga 6,
Mosfellsbæ,
er lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
8. maí, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju Grafarholti
föstudaginn 18. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Jón Vigfússon,
Edda Melax, Günter Schmid,
Stefán Már Jónsson, Hrefna Lind Borgþórsdóttir,
Kolbrún Jónsdóttir, Bæring Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HELGA VALBORG PÉTURSDÓTTIR,
Holtateigi 28,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
8. maí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. maí
kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Alúðarþakkir til starfsfólks sjúkrahússins fyrir góða umönnun
og hlýju.
Þú lifir í hjörtum okkar.
Arnþór Björnsson,
Anna Sigríður Arnþórsdóttir, Tryggvi Jónsson,
Birna Margrét Arnþórsdóttir, Steinar Magnússon,
Drífa Þuríður Arnþórsdóttir, Mark Siddall,
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON,
lést á Sjúkraskýli Bolungarvíkur
laugardaginn 12. maí sl.
Skúli Sveinbjörnsson, Ásgerður Magnúsdóttir,
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, Arnar Vilhjálmsson,
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÞÓRUNNAR NÖNNU
RAGNARSDÓTTUR
frá Vogi við Raufarhöfn.
Sérstakar þakkir sendum við Óskari Þór
Jóhannssyni lækni og starfsfólki
krabbameinsdeildar LSH.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóhann Hólmgrímsson.
✝ Jóhanna Sig-rún Ingólfs-
dóttir fæddist á
Siglufirði 19. mars
1930. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 4. maí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Soffía Pétursdóttir,
f. 2. nóvember
1904, d. 13. júní
1970, og Ingólfur Árnason, f. 26.
mars 1899, d. 12. maí 1974.
Systkini hennar eru Ásdís Auð-
ur, f. 1928, Helgi, f. 1931, Ás-
maki Madi Björgvinsson, þeirra
börn eru Alexander Magnús og
Ana Johanna. Svali H., f. 24. maí
1967, maki Inga Sigrún Jóns-
dóttir, þeirra börn eru: Ástþór
Atli, Hrannar Davíð og Ingi-
björg Sigrún. Áður átti Jóhanna
Þórunni Friðriksdóttur, f. 21.
október 1949, hennar börn eru;
Hrafnkell Tumi, Jóhanna og
Anna Rán.
Jóhanna lauk námi frá Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands
1954 og fór síðar til Svíþjóðar til
náms í stjórnun og stýringu
stóreldhúsa á sjúkrahúsum.
Hinn 1. janúar 1958 tók hún við
starfi forstöðumanns eldhúss
Landspítalans og stýrði því út
starfsævina eða til 1. apríl 2000.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 14. maí
2012, og hefst athöfnin klukkan
13.
geir, f. 1935, og
Friðrik, f. 1937. Ás-
geir og Friðrik lét-
ust á barnsaldri og
Helgi lést árið
2003. Jóhanna ólst
upp á Siglufirði til
10 ára aldurs, síðan
á Ólafsfirði, en tví-
tug flutti hún til
Reykjavíkur og bjó
þar til dauðadags.
Jóhanna giftist
18. júní 1968 Björgvini Magn-
ússyni, f. 22. apríl 1922, d. 17.
maí 1996. Synir þeirra eru: Zop-
hónías Hróar, f. 18. júní 1964,
Sæll frændi. Þannig var amma
vön að heilsa mér frá því ég man
eftir mér og þar til hún var hætt
að muna sjálf. En þótt orð og at-
vik gleymdust þá vissi ég að hún
þekkti mig.
Hún var alltaf stór hluti af til-
veru minni. Hjá henni bjó ég
fyrstu æviárin og hélt upp á jólin
langt fram á fullorðinsár, hjá
henni hélt ég upp á ferminguna
mína og lét skíra fyrsta barnið
mitt.
Hún lifði tímana tvenna.
Æskuheimili hennar á Siglufirði
leystist upp á kreppuárunum
vegna ístöðuleysis föður og veik-
inda móður og henni var komið í
fóstur til Ólafsfjarðar. Átján ára
kynntist hún lífsreyndum manni
og varð barnshafandi að móður
minni áður en hann hvarf á vit
nýrra ævintýra. Í kjölfarið flutti
hún til Akureyrar þar sem hún
réð sig til starfa á Akureyrarspít-
ala. Það varð henni til láns að yf-
irhjúkrunarkona spítalans, Jó-
hanna Guðmundsdóttir, tók hana
upp á sína arma og leyfði henni
að hafa barnið í herbergi sínu á
spítalanum í vinnutímanum en þá
tíðkaðist að heilbrigðisstarfsfólk
byggi þar. Saman litu þær til með
barninu og deildu uppeldinu æ
síðan.
Með stuðningi nöfnu sinnar
gat hún menntað sig og var að
loknu námi ráðin forstöðukona
við eldhús Landspítalans en
þeirri stöðu gegndi hún þar til
hún lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Hún starfaði án þess að strita,
hafði mikið verksvit og stýrði
stærsta eldhúsi landsins þannig
að allt virtist gerast nánast af
sjálfu sér. Hún tókst á við and-
streymi og áföll af æðruleysi og
seiglu. Það voru hennar svör.
Hún var yfirleitt orðvör, gat
verið dul og var ekki allra en fólk-
ið hennar vissi alltaf hvar það
hafði hana og hvað hún var tilbú-
in til þess að gera fyrir það þegar
á reyndi. Ég er þakklátur fyrir að
hafa átt hana að.
Hrafnkell Tumi
Kolbeinsson.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
Látin er fyrrverandi forstöðu-
maður eldhúss Landspítala, Jó-
hanna Ingólfsdóttir, hún gegndi
forstöðu þess í meira enn 40 ár,
en hún hóf störf árið 1958 og lauk
sínum starfsferli með ritun sögu
eldhússins. Hún var menntaður
hússtjórnarkennari, lærði um
sjúkrahúsfæði í Svíþjóð og fékk
síðar starfsleyfi matarfræðinga
nr. 1. Jóhanna var á sínum tíma
framsýn, hún fór til Kaupmanna-
hafnar og kynnti sér eldhúsrekst-
ur og eldhússkipulag á ríkisspít-
alanum þar og nýtti sér þá
reynslu við skipulag nýs eldhúss
Landspítalans sem tekið var í
notkun árið 1973, þá stærsta
framleiðslueldhús landsins.
Jóhanna var meðal stofnenda
Félags matráðskvenna árið 1963-
64 sem nú er Félag næringar-
rekstrarfræðinga, sat í stjórn
þess og vann að útgáfu blaðs fé-
lagsins.
Hún lét sér annt um fræðslu
og fagmennsku starfsmanna eld-
húsa, hélt mörg námskeið og stóð
að því ásamt Bryndísi Steinþórs-
dóttur og Vigdísi Jónsdóttur að
koma á laggirnar námi fyrir
starfsmenn eldhúsa, löggiltu
matartækna- og matarfræðinga-
námi. Jóhanna var mikill braut-
ryðjandi hvað varðar eldhús-
rekstur og fagmenntun
starfsmanna. Hún fylgdist vel
með og sótti nokkrar ráðstefnur
erlendis.
Jóhanna er flestum félögum
okkar minnisstæð sem sterkur
karakter. Jóhönnu kynntumst
við sem nemar eða undir stjórn
hennar sem starfsmenn eldhúss-
ins. Hún var góður stjórnandi,
fagmaður fram í fingurgóma og
framsýn. Minnisstætt er hve Jó-
hanna var fylgin sér og hve hag-
sýn hún var. Hún var jafnframt
mikill jafnréttissinni og höfðingi.
Með þessum orðum vottum við
Jóhönnu virðingu og aðstandend-
um samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar.
F.h. Félags næringarrekstrar-
fræðinga,
Olga Gunnarsdóttir
formaður.
Jóhanna Sigrún
Ingólfsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Jóhanna,
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Ástþór Atli, Hrannar
Davíð og Ingibjörg igrún.
✝ Kristjana Þor-gilsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 3. september
1926. Hún lést á
Elliheimilinu
Grund þann 5. maí
2012.
Móðir hennar
var Ragnhildur
Ólafía Guðmunds-
dóttir, f. 3. október
1898, d. 24. mars
1976. Faðir hennar var norskur
og bjó lengst af í Reykjavík.
Kristjana átti tvo bræður, þá
Agnar Jósep Sigurðsson, f. 17.
júní 1923, d. 7. júlí 1990 og
Harald Jóhannesson, f. 18. maí
1928. Kristjana var í sambúð
með Aðalsteini B.
Einarssyni, f. 24.
desember 1993, d.
22. ágúst 2011.
Kristjana ólst
upp hjá móður
sinni lengst af á
Framnesvegi 13,
Reykjavík. Ung að
árum fór hún út á
vinnumarkaðinn,
starfaði nokkur ár
á Landakotsspít-
alanum, en lengstan starfsdag
átti hún í þvottahúsinu á Elli-
heimilinu Grund í Reykjavík
eða um 60 ár.
Útför hennar fer fram í dag,
14. maí 2012, frá Neskirkjunni
í Reykjavík kl. 15.
Í dag kveðjum við Kristjönu
Þorgilsdóttur. Hana Sjönu okk-
ar eins og hún var alltaf kölluð.
Í okkar lífi kemur alltaf að
tímamótum og þinn tími var
kominn. Það er erfitt að kveðja
þig, Sjana mín, því það er svo
stutt síðan við kvöddum hann
föður minn og sambýlismann-
inn þinn til 28 ára. Þið voruð
alltaf svo góð hvort við annað,
núna eruð þið saman á ný í
himnaríki. Starfsfólki Grundar
vil ég þakka fyrir veitta aðstoð
við Sjönu á erfiðum um tímum.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Aðalsteinn Aðalsteinsson,
börn og barnabörn.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Ég kem á eftir, kanske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
Þessi vísa snillingsins Bólu-
Hjálmars kemur ávallt upp í
huga minn þegar ég heyri lát
vina og samferðafólks, nú síð-
ast frænku minnar Kristjönu
Þorgilsdóttur, sem lést í
Reykjavík þann 5. maí 2012.
Segja má að við Sjana höfum
frekar verið eins og systur eftir
að móðir hennar og móðursyst-
ir mín, öðlingskonan Ragnhild-
ur Guðmundsdóttir, opnaði
heimili sitt fyrir mér þegar ég
á unglingsaldri átti ekki í mörg
hús að vernda eftir skilnað for-
eldra minna og upplausn heim-
ilisins í kjölfarið.
Síðan eru liðnir margir ára-
tugir en þrátt fyrir það er
minningin frá þessum tíma allt-
af jafn fersk í huga mínum.
Heimilið sem hin örláta hús-
freyja stýrði af mikilli rausn
stóð við Framnesveg nr. 13 í
Reykjavík en þaðan á ég marg-
ar ljúfar minningar sem tengj-
ast Sjönu minni. Enn þann dag
í dag fæ ég kökk í hálsinn þeg-
ar ég fer fram hjá húsinu.
Sjana frænka mín var sér-
stakur persónuleiki. Aldrei
heyrði ég hana segja styggð-
aryrði um nokkurn mann þó við
hin gerðum okkur oft sek um
baktal þegar slettist upp á vin-
skapinn og við töldum okkur
eiga harma að hefna. Sjana dró
sig þá gjarnan í hlé eða benti á
spaugilegar hliðar málsins sem
hún hafði sjálf komið auga á.
Sjana var sannarlega vinur
vina sinna. Hún var alla tíð
samviskusöm og rækti starfa
sinn með stakri prýði en hún
starfaði í þvottahúsinu á Elli-
heimilinu Grund í 60 ár.
Hugurinn hvarflar oft aftur
til áranna á Framnesveginum
þegar við unglingarnir söfnuð-
ust þar saman til að hlusta á
djass og dansa við tóna út-
varpsútsendingar ameríska
hersins. Margt af þessu unga
fólki er nú farið og mikið skelf-
ing saknar maður þess. En
hver veit nema við eigum eftir
að hittast fyrir hinum megin og
dansa saman við ljúfa tóna.
Hver veit.
Sjana frænka mín var góð
manneskja sem engan særði en
lagði á hinn bóginn alltaf gott
til með gleði sinni og góðri
kímni. Guð blessi Sjönu.
Ásta Þórðardóttir.
Elsku Sjana mín.
Mig langar að segja nokkur
orð hér þar sem ég kvaddi þig
ekki því þú fórst frekar skjótt.
Þú varst alltaf svo góð við mig.
Sýndir mér áhuga, gafst mér
hluti og prjónaðir handa mér.
Mér fannst alltaf svo gaman
þegar þú komst til okkar eða
við heimsóttum þig. Þú varst
svo skemmtileg og kát.
Ein besta minningin um þig
er þegar þú komst og heimsótt-
ir okkur til London þegar við
bjuggum þar. Við gerðum
margt skemmtilegt saman þar
og héldum upp á afmælið þitt.
Þér fannst svo gaman og hlóst
svo mikið og skemmtir þér
gríðarlega vel.
Hvíl í friði, elsku besta
frænka mín. Ég sakna þín og
þykir endalaust vænt um þig.
Góðum mönnum gefin var
sú glögga eftirtekt.
Að finna líka fegurð þar,
sem flest er hversdagslegt.
(J.K.)
Mikael Ragnarsson.
Mig langar að skrifa nokkur
orð og minnast Sjönu frænku
minnar, uppáhaldsfrænku
minnar. Sjana var einstök kona
og margt sem mátti læra af
henni. Hún var einstaklega
trygglynd og góð manneskja.
Sýndi ekkert nema hlýju í minn
garð og endalausa þolinmæði.
Sjana vann í þvottahúsinu á
Grund í yfir 50 ár og man ég að
stundum tók hún strætó út á
Nes á kvöldin til að passa mig
þegar ég var lítill og þá var hún
oft svo þreytt en samt var hún
alltaf góð við mig og aldrei
pirruð og þreytt á mér þótt oft
hefði verið ástæða til. Sjana
frænka gaf mér alltaf flottustu
jólagjafirnar og var alla tíð
ákaflega gjafmild.
Sjana var hress og skemmti-
leg og naut sín best í kringum
fólk, með fjölskyldu sinni og
vinum. Hún lét sig aldrei vanta
í nein boð og lék á als oddi.
Hún var með lúmskan og beitt-
an húmor. Við bræðurnir höfð-
um gaman af að stríða henni
vegna þess hversu skemmtileg
viðbrögð Sjönu voru og hún
hafði gaman af þessu öllu sam-
an.
Sjana var einstaklega hlý og
góð manneskja og átti auðvelt
með að tjá og sýna væntum-
þykju sína. Hún fylgdist vel
með mér og fjölskyldu minni,
spurði frétta af öllum og sýndi
einlægan áhuga á öllu sem
fram fór. Mér er minnisstætt
þegar ég fékk brjósklos í bakið,
þá hafði Sjana frænka miklar
áhyggjur og leitaði til bæna-
hrings til að láta biðja fyrir
mér svo ég næði heilsu á ný.
Þetta lýsir Sjönu minni vel.
Alltaf að hugsa um aðra og
væntumþykjan rík.
Á ýmsu gekk í lífi Sjönu en
alltaf sigraðist hún á erfiðleik-
um og hélt áfram. Sjana fann
sér góðan mann og sálufélga í
Steina sínum og missti mikið
þegar hann lést sl. haust og þá
var eins og lífsneisti Sjönu
slokknaði. Hún var leið og
saknaði Steina mikið. Nú er
hún komin til hans og pabbi
hefur örugglega tekið fagnandi
á móti Sjönu litlu systur.
Með þessum fátæklegu orð-
um langar mig að segja takk
elsku Sjana frænka fyrir allt,
þín verður sárt saknað. Minn-
ing þín lifir.
Brosið breitt og augun skær,
bið guð þig að geyma,
bestu þakkir, þú varst mér svo kær.
Þér mun ég aldrei gleyma.
(Guðný Sigríður Sigurðardóttir)
Ragnar Agnarsson.
Kristjana
Þorgilsdóttir