Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Einar frændi, þessi brosandi, bjarti og glæsilegi frændi okkar, er allur. Ósjálfrátt finnst manni að tíminn hafi átt að standa kyrr, sumir áttu ekki að eldast, hvað þá að deyja. Einar móðurbróðir minn, sem ég kynntist fyrst sem barn í sveitinni, var í mínum huga ímynd eilífrar æsku, bjartsýni og gleði. Þessi brosmildi og glað- væri frændi minn kom með Ingu og krakkana í sveitina þar sem lífið snerist um bústörf, leikir voru störf og störf voru leikir. Þetta voru hátíðlegar stundir og hversdagslegar annir lagðar til hliðar til að eiga stund með þess- ari fallegu fjölskyldu. Einar færði okkur heiminn í sveitina. Hann átti slides-myndavél og þegar dagur var liðinn að kveldi hófst sýning mynda sem opnaði heimsmyndina í huga lítillar sveitastelpu. Myndir frá fjarlæg- um útlenskum stöðum, myndir úr skógivöxnum Skorradal þar sem þau reistu sér fallegan sumarbú- stað – myndir sem sýndu Skorra- dal sem sumarland sólar og ynd- is. Einar var í mínum huga heimsmaður, eitthvað sem mér fannst svo ótrúlega fjarlægt en þó heillandi og eftirsóknarvert. Eitthvað sem vakti löngun sveitastelpunnar til að ganga þann veg sem opnaði slíka mögu- leika. Einar var þremur árum eldri en móðir mín og alla tíð ná- inn vinur. Söngelska var eitt af því sem þau áttu sameiginlegt. Hann var virkur í starfi kórs eldri borgara í Hafnarfirði sem heimsótti eldri borgara á Hvols- velli þar sem móðir mín býr. Hann vakti hjá henni hugmyndir að stofnun kórs eldri borgara fyr- ir austan og var henni mikil stuðningur og hvati þegar hún Einar S.M. Sveinsson ✝ Einar S.M.Sveinsson fæddist 27. des. 1928 á Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri. Hann lést hinn 4. maí sl. í Reykjavík. Jarðarför Einars fór fram frá Víði- staðakirkju 11. maí 2012. síðan hóf að vinna því fylgi að stofna kór eldri borgara. Í síðustu heimsókn sinni til Einars á spítalann söng hún til hans Rósina, lag sem túlkaði frá hennar eigin brjósti væntumþykju og líknandi systurást. Elsku frændi, al- veg fram á síðasta dag fagnaðir þú samfundum okk- ar með geislandi brosi og kær- leika. Þrátt fyrir mikil veikindi sýndir þú lifandi áhuga á því að heyra allt um það hvað væri í gangi hjá okkar fjölskyldu. Þú varst útgeislandi maður ánægju- legra samskipta. Með þessum fáu orðum langar mig til að kveðja þig, elsku frændi, og þakka þér fyrir samfylgdina. Í þinni hinstu ferð óska ég þess að þú gangir nú um á grænum grundum handan móðunnar miklu, þar sem geislar sólar verða að tónaflóði og ham- ingja og gleði ríkja. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Móðir mín og við systkinin sendum Ingu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum innileg- ar samúðarkveðjur. Góður Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Sigurveig Þóra Sigurðardóttir. Mikill heiðursmaður hefur lok- ið ævigöngu sinni og er nú borinn til moldar, Einar S.M. Sveinsson. Einar var glaðvær og skemmti- legur, góður félagi og vinur, enda vinmargur. Hver sem kynntist honum fékk að njóta þessara eiginleika hans. Við hjónin vorum í þeim hópi, stundum nærri, löngum fjarri. Einari voru falin margvís- leg mannaforráð á löngu ævi- skeiði og gegndi ýmsum for- stöðustörfum í atvinnurekstri. Hann varð einn af máttar- stólpum atvinnulífs í Hafnarfirði um árabil fyrst í forystu fyrir- tækja í bænum, síðar á efri árum í eigin atvinnurekstri. Efri árun- um varði hann jafnframt til mik- ilvægs félagsmálastarfs m.a. í forystu fyrir samtökum aldraðra. Leiðir okkar Einars lágu sam- an með þeim hætti, að hann var ráðinn forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar undir stjórnarfor- mennsku minni á öndverðum átt- unda áratug seinustu aldar. Á okkur var nokkur aldurs- munur, Einar rúmum áratug eldri en ég. Hann var með sína reynslu og ég með þess tíma nýj- an bakgrunn og menntun, ung- lingur atvinnulífs um þrítugt. Það reyndist mjög ánægjulegt að vinna með Einari. Við skildum hvor annan og lærðum hvor af öðrum, eins og Einar var gjarn á að staðfesta síðar á ævinni. Nýir stjórnarhættir skiluðu árangri og góðri afkomu. Þetta var skemmtilegt samstarf, ekki síst vegna góðra eðliskosta Einars S.M. Sveinssonar. Seinna lágu leiðir okkar saman með ýmsum hætti en hin síðari ár í Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar, þar sem Einar var mjög virkur og meðal fyrrverandi forseta og sinnti klúbbnum og félögum til hins síðasta þrátt fyrir að minn- isblettatap gerði samskipti stundum erfið. Þessi félagslund og vináttuþrek voru hvort- tveggja aðdáunarverð en lýstu þessum góða manni vel. Við hjónum þökkum vináttu og góðar samverustundir og flytjum Ingveldi, börnum og tengdabörn- um samúðarkveðjur á kveðju- stund. Kjartan Jóhannsson. Við fráfall Einars Sveinssonar hefur helmingur hópsins sem út- skrifaðist úr Verslunarskóla Ís- lands vorið 1949 horfið yfir móð- una miklu. Við vorum 66 sem útskrifuðumst bjartan vordag. Hópurinn var ákaflega samhent- ur þessi fjögur ár sem við fylgd- umst að í skólanum og ekkert fékk rofið samstöðu okkar. Vandamál dagsins í dag í skólum landsins sem nefnt er einelti þekktist ekki í okkar ranni. Aga- vandamál var ekki þekkt hugtak í okkar hópi. Hjálpsemi og samúð var aðalsmerki þessa lífsglaða hóps. Eins og gengur tókst okkur misjafnlega að tileinka okkur fræðin sem áhugasamir kennar- ar tilreiddu. Engu að síður voru þessi ár í skólanum okkur öllum mikilvæg undirstaða þess sem seinna átti eftir að móta okkur og setti sitt mark á allt okkar líf. Fyrir Einari átti að liggja að verða áberandi persóna í at- vinnulífinu. Hann sýndi fljótt hvern mann hann hafði að geyma og var snemma falin ábyrgð á rekstri stórra fyrirtækja sem fjöldi manns átti allt sitt undir að vel tækist til um. Þar brást hann ekki og var alla tíð farsæll í öllum sínum störfum og naut almenns trausts innan fyrirtækis sem ut- an. Einar var óvenju atorkusam- ur. Fyrir flesta væri það ærið verkefni að standa í stafni stórra fyrirtækja. En það átti ekki við um Einar. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfi ýmissa félaga. Á þeim vettvangi var hann aldrei óvirkur félagsmaður sem með hangandi hendi fylgdist með af hliðarlínunni. Alls staðar munaði um hann og alltaf var hann reiðubúinn til að taka til hend- inni. Ég hygg að mestu ánægj- una hafi hann haft af öllu því óeigingjarna starfi sem hann leysti af hendi í félagsskap aldr- aðra í Hafnarfirði. Engan skyldi undra að við skólasystkinin nutum þessara eiginleika Einars í ríkum mæli. Þau Ingveldur og Einar létu sig aldrei vanta þegar skólasystkinin hittust. Þar var hann hrókur alls fagnaðar. Yndi Einars var söng- ur. Hann var góður söngmaður og söng í kórum árum saman. Stór þáttur á sameiginlegum stundum okkar var almennur söngur og þar dró Einar ekki af sér. Hélt um stjórnvölinn ásamt henni Teddy og allir tóku undir fullum hálsi, hver með sínu nefi. Þegar 60 ár voru liðin frá útskrift okkar gerðum við okkur daga- mun og fórum dagsferð um Borg- arfjörðinn. Þá nutum við gest- risni Ingveldar og Einars í sumarbústað þeirra í Skorradal. Þessi ferð varð öllum minnisstæð og ekki síst móttaka þeirra hjóna í sumarhöll þeirra. Við skólabræðurnir höfum í áratugi hist mánaðarlega og snætt hádegisverð. Þetta er góð- ur siður sem enginn vill vera án. Þar lét Einar sig ekki vanta. Það fór ekki fram hjá okkur bræðrum að heilsu þessa atorkumanns hrakaði. Aldrei kvartaði hann og alltaf var hann jákvæður. Síðast var hann í félagsskap okkar í byrjun mars. Að leik loknum er- um við í þakkarskuld við Einar og Ingveldi fyrir ótalmargar ánægjustundir sem þau veittu okkur. Við skólabræðurnir sendum Ingveldi og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórður H. Jónsson. Kveðja frá gömlum félögum í Kór Víðistaðasóknar Við tókum strax eftir honum á fyrstu kóræfingunni. Hann var hár, grannur og virðulegur, eins og stoltur skoskur hálandahöfð- ingi. Þetta var foringi bassanna Einar Sverrir Magnús Sveins- son. Við minnumst fyrstu kór- ferðarinnar sem var til Skotlands en þar bjuggum við í miðaldakas- tala. Einar stóð fyrir því að kór- félagar lærðu „Gay Gordon“ og fleiri skoska dansa áður en haldið var af stað í ferðina. Auðvitað var hann langflottastur á dansgólf- inu. Ekki var síðra þegar hann flutti „Address to the Haggish“ eftir Robert Burns, klæddur Skotabúningi. Engin furða þótt ein skosk dama segði við aðra „He is such á beautiful laddie.“ Minningarnar streyma fram, tekist var á við margt spennandi í kórstarfinu og tónlistarlegur metnaður var mikill. Farið var í æfingabúðir, á námskeiði í Skál- holti og víða sungið. Og svo allar innanlands- og utanlandsferðirn- ar. Meðal annars heimsótti kór- inn Borgundarhólm, Gotland, Álandseyjar, vatnahéraðið í Eng- landi og marga fleiri staði. Og hver man ekki eftir „Gruppen Svenson“ í Finnlandi?‘ Haldnar voru skemmtilegustu árshátíðir sem um getur. Oftast voru fluttar heimatilbúnar „Óp- erur“ um viðburði líðandi árs. Alltaf var Einar fremstur í flokki, söng og lék hin ýmsu hlutverk af hjartans lyst. Einar var lengi for- maður sóknarnefndar Víðistaða- sóknar og var einnig einn af traustustu máttarstólpum kórs- ins. Einar var svo lánsamur að eiga góða konu, hana Ingu, sem alltaf var með í för og var fremst í flokki klappliðsins. Við erum þakklát fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að vera vinir þessa sómamanns. Innileg- ar samúðarkveðjur til Ingu og fjölskyldunnar. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (J.W. Goethe, þýð. Helgi Hálfdan- arson.) Gamlir kórfélagar, Ingibjörg, Kristín, Guðríður. Þegar ég hitti Einar í fyrsta sinn tók hann mér opnum örmum og kyssti mig á kinnina. Ég fann strax hvað þetta var góður mað- ur. Ég var ekki lengi að sjá að Einar hafði góðan húmor en það sem mér fannst bera af var hversu góðhjartaður hann var. Hann hugsaði vel til allra og var mikil félagsvera og vildi ávallt vera umkringdur fólki. Hann var svo ánægður þegar við komum nokkur úr fjölskyldunni og heim- sóttum hann á spítalanum, hann brosti hringinn og taldi meira að segja hversu mörg við vorum. Hann var barngóður og ég mun seint gleyma því þegar við fjölskyldan komum í heimsókn til Einars og Ingu að Einar var strax kominn á hnén að leika við Svein Aron. Síðan ég kynntist fjölskyldu hans hef ég heyrt fjölmargar sög- ur um þennan merka mann. Hann var ávallt virðulegur og tignarlegur í öllu sem hann gerði og sögurnar eru alveg í takt við það. Honum þótti ekki leiðinlegt að vera flottur í tauinu enda spar- aði ég ekki hrósið þegar ég hitti hann í einhverju fínu og maður fékk alltaf bros til baka og svarið: „Já, er það ekki bara?“ eða „Ég held nú það.“ Það var alltaf mjög stutt í brosið hjá Einari. Mér þykir það lýsa vel hversu duglegur og staðfastur Einar var þegar hann missti málið. Hann gafst aldrei upp við að endur- heimta málið. Hann var ótrúlega drífandi í öllu sem hann gerði, hvort sem það var huglægt eða ekki og ég man sérstaklega eftir því þegar ég sá hann klöngrast upp stiga í Skorradalnum þar sem hann var að tyrfa yfir grillið. Kominn á níræðisaldur var hann enn á fullu í hinu og þessu og eng- inn gat fengið hann til þess að slaka á. Mér þótti afar vænt um að sjá og heyra hversu montinn hann var af fjölskyldu sinni. En ég tel að fjölskylda hans megi heldur betur vera montin af honum. Betri mann hef ég ekki hitt. Það var heiður að fá að kynn- ast Einari Sverri Magnúsi Sveinssyni. Inga María Backman. ✝ Perla KristínÞorgeirsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 20. janúar 1933. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Þorgeir Frímannsson og Lára Kristín Sturludóttir. Perla átti þrjú systkini; Guðrúnu Kristínu, Richard Björgvin og Sturlu Friðrik, sem einn lifir þau systkinin. Eftirlifandi eiginmaður Perlu er Brandur, f. 28. ágúst 1934. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Lárus Geir Brandsson, f. 7. des- ember 1956, kvæntur Ingi- björgu Marinósdóttur. Börn þeirra eru: Birgir Örn, f. 17. Stefán Þór, f. 19. desember 1991. 4) Fríður Brandsdóttir, f. 10. október 1970, gift Guðlaugi Sæmundssyni. Dætur þeirra eru: Katrín Perla, f. 19. október 2004 og Bryndís Lára, f. 21. september 2007. Brandur á einnig dóttur frá fyrra sam- bandi: Hafdísi, f. 25. desember 1954. Perla ólst upp í Vest- mannaeyjum og lauk þar gagn- fræðanámi. Hún starfaði meðal annars á Landssímanum í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík, einnig í verslun Kaupfélagsins í Hafnarfirði. Lengst af starfaði hún þó á Heilsugæslunni í Hafn- arfirði, alls 20 ár. Perla var ávallt mjög virk í félagsstarfi, m.a. hjá Kvenfélaginu Heimaey og Sinawik. Ferðalög voru eitt af hennar helstu áhugamálum og ferðaðist hún víða bæði inn- anlands sem utan. Flest sín bú- skaparár bjuggu þau hjón í Hafnarfirði og dvöldu á Hrafn- istu þar í bæ síðastliðið ár. Útför Perlu fór fram í kyrr- þey frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 9. maí 2012. október 1979, d. 14. nóvember 2010. Ír- is Dögg, f. 28. jan- úar 1982, gift Frið- geiri Erni Gunnarssyni og Hafdís Kristín, f. 9. ágúst 1984. 2) Jóna Margrét Brands- dóttir, f. 4. nóv- ember 1957, gift Guðbergi Ástráðs- syni. Börn þeirra eru: Hildur, f. 14. júní 1984. Orri, f. 25. ágúst 1985 í sambúð með Herdísi Böðvarsdóttur. Hlín, f. 11. mars 1991, í sambúð með Ragnari Björnssyni og Björk, f. 2. maí 1997. 3) Jón Þór Brandsson, f. 7. febrúar 1962, kvæntur Sif Stefánsdóttur. Syn- ir þeirra eru: Þorgeir Arnar, f. 18. júlí 1981, í sambúð með Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur og Þá er komið að því að kveðja móður mína, eftir fimmtíu ára samveru. Ég finn fyrir sorg á kveðjustund en um leið er ég þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég hef notið með henni því hún hefur gefið mér ótal margt sem ekki er hægt að skýra til hlítar. Margar hugsanir leita á hugann og það er góð tilfinning að finna að hún verður ávallt hluti af mér. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hafa átt hana að við hvaða aðstæður sem er og getað reitt mig á stuðning henn- ar. Hún var víðsýn og áttaði sig á að fólk er ólíkt og velur sér þær leiðir sem henta því best. Hún skildi ævintýraþrá og það að fara ótroðnar slóðir. Það eru mörg ár síðan hún fór að tala um mikilvægi þess að njóta dagsins og að engin vissa væri fyrir því hvað morgundag- urinn bæri í skauti sér. Henni var mikið í mun að þeir sem í kringum hana voru hefðu það í huga. Lífsgleði hennar var mikil og hún hafði gaman af að hitta vini og ættingja sem og að ferðast innanlands sem utan. Hún kom glöð heim úr öllum sín- um ferðum og albúmin fylltust fljótt af myndum. Samvinna og samstaða voru stór orð í orðabók mömmu. Fjöl- skyldan átti að standa saman sérstaklega þegar á móti blés. Hún hafði ekki mörg orð um þessi lífsviðhorf sín en þau voru skýr og allir vissu hvað klukkan sló. Það var ljóst hvernig átti að standa að málum og hver var við stjórnina. Hún var ákaflega þægileg og vesenislaus. Sem gestur inni á heimilinu fór lítið fyrir henni og hún vildi ekki raska því andrúmslofti sem var til staðar eða láta hafa mikið fyr- ir sér. Hún fylgdist vel með strákun- um okkar og vildi að þeir stæðu sig vel í því sem þeir tækju sér fyrir hendur. Það hefur oft verið vitnað til þess þegar hún heim- sótti okkur fjölskylduna til Skot- lands fyrir nokkrum árum og ferðaðist með okkur Sif og Stef- áni Þór í heila viku milli eyja. Þarna á ferðalagi um skoskar eyjar var eins og landslagið og hafið blési henni orku og gleði í brjóst þar sem hún þeyttist á milli ferja og í aftursætinu á drossíunni. Þarna var Eyjakon- an á heimavelli og við sem yngri vorum áttum fullt í fangi með að halda í við hana. Vestmannaeyjar áttu stóran sess í hjarta mömmu og vorum við systkinin reglulega minnt á uppruna okkar. Þrátt fyrir að hafa búið í Hafnarfirði frá fyrsta aldursári þá varð ég að muna að ég væri líka Vestmannaeyingur og að ÍBV væri best. Það var mikið stolt hjá Eyjaperlunni og henni þótti ekki alslæmt þó ég tapaði gegn Eyjaliðum í fótbolta. Að ferðast með henni á Gos- lokahátíð fyrir nokkrum árum var sérlega eftirminnilegt en þar var hún á fullri ferð í Skvísusundi ásamt lífsglöðum jafnöldrum fram eftir nóttu og minnti okkur hin á að njóta lífsins. Hún kvaddi okkur eftirlifandi ættingja með þeim orðum að við ættum að halda áfram að standa okkur og það þýddi ekki að vera með neinn grátkór. Lífið heldur áfram og ég veit að við munum í framtíðinni sækja í þann digra sjóð lífsgleði og æðruleysis sem mamma lét okkur eftir. Jón Þór Brandsson. „Nei, hann er bara töffari.“ Þetta var það sem tengdamóðir mín sagði við mig þegar að ég hitti hana í fyrsta sinn á sólbjört- um sumardegi fyrir níu árum. Hún kynnti sig ekkert strax, horfði á og tók þennan gæja út sem kominn var að stela hjarta yngstu dótturinnar. En það er fljótlegt að segja frá því, við Perla urðum perluvinir. Annað var ekki hægt. Þessi kona var svo lífsglöð og skemmtileg, það var ekki nein lognmolla yfir henni. Alltaf smart og vel tilhöfð og bú- in að fara í lagningu, það var ekk- ert verið að klikka á smáatrið- unum. Hún sagði sína meiningu og dró ekkert undan. Hrókur alls fagnaðar þegar svo bar við. Mik- ill húmoristi, það var bara svo gaman að vera í kringum hana. Hún var skemmtileg ferðin sem við fórum saman til Vest- mannaeyja á goslokahátíð 2008. Þar var mín sko á heimavelli. Eitt kvöldið var haldið í Skvísu- sund, við þessi ungu vorum kom- in í háttinn rétt eftir miðnætti aðalhátíðardaginn en Perla var á heimleið langt að ganga þrjú. Svona var þessi elska, lifði lífinu lifandi. Þegar hún gat keyrt bíl sjálf komu þau nokkuð oft og litu inn hjá okkur. Sóttu Katrínu Perlu á leikskólann og þá var auðvitað tekinn ísrúntur „af því að það var alveg í leiðinni“. Skipulagsgáfurnar voru í einu orði sagt algjör snilld, ég er nú ekki viss um að allir séu mér Perla Kristín Þorgeirsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Pella. Ég þakka allt sem við áttum saman þá oft var hlegið og mikið gaman. Ég mynd þína geymi í mínu hjarta og minninguna ljúfa og bjarta. Við munum sakna þín. Innilegar samúðarkveðj- ur til Benna og fjölskyldu. Karólína (Lína) og Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.