Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemming þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! GLÆSILEGUR VINNUFATNA ÐUR MIKIÐ ÚRVAL Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954. Dynjandi örugglega fyrir þig! Arsala Rahmani var í gærmorgun skotinn til bana á leið sinni til vinnu. Rahmani var háttsettur innan afganska friðarráðsins og gegndi lykilhlut- verki í friðar- umleitunum við uppreisnarmenn í Afganistan. Hann starfaði áður fyrir ríkisstjórn talíbana í landinu. Talíbanar hafa neitað að bera ábyrgð á tilræðinu. Þess má geta að í september var einn af stjórnendum friðarráðsins, Burhanuddin Rabbani, ráðinn af dögum í sjálfsmorðsárás. Alþjóðlegar öryggissveitir í Afg- anistan segja að framlag Rahmn- anis til friðarferlisins, eftir að hann kaus að yfirgefa uppreisnarmenn, hafi verið mjög mikilvægt. Jafn- framt gefa þær út að tilræðið sé skýr vísbending um að andstæð- ingar afgönsku stjórnarinnar hafi engan áhuga á því að stuðla að friði í landinu. heimirs@mbl.is Samningamaður myrtur Arsala Rahmani Afganistan Kristilegir demó- kratar, flokkur kanslarans An- gelu Merkel, biðu afhroð í sam- bandslandskosn- ingum í Nor- drhein Westfalen í Þýskalandi um helgina ef marka má útgönguspár. Tölurnar benda til þess að flokkurinn muni tapa 10% fylgi frá síðustu kosningum. Sam- bandslandið sem um ræðir er það fjölmennasta í Þýskalandi og er stundum talið að kosningaúrslit þar gefi fyrirheit um það sem gerast muni á landsvísu. Sósíaldemókratar og Græningjar hafa þar myndað minnihlutastjórn frá síðustu kosningum en fyrstu töl- ur benda til þess að flokkarnir geti nú myndað meirihlutastjórn. Ærin verkefni Merkel Þetta er mikið áfall fyrir Merkel en nú eru aðeins 18 mánuðir í kosn- ingar á landsvísu þar sem Merkel berst fyrir að halda embætti þriðja kjörtímabilið í röð. Merkel er enn vinsæl í Þýskalandi samkvæmt könnunum en úrslit kosninganna um helgina þykja benda til þess að staða hennar og flokks hennar sé við- kvæm, ekki síst þegar blikur eru á lofti innan ríkja evrusvæðisins. Þar að auki mun nýkjörinn forseti Frakka, Francois Hollande, heim- sækja Merkel í vikunni til að knýja á um breyttar áherslur varðandi skuldavanda Evrópusambandsríkj- anna. Úrslitin í Nordrhein Westfalen ásamt sigri Hollandes í Frakklandi gætu fært sósíaldemókrötum byr undir báða vængi fyrir kosningarnar haustið 2013. heimirs@mbl.is Áhyggjur Merkel aukast  Kristilegir demókratar tapa fylgi í Nordrhein Westfalen Angela Merkel Hreyfing „hinna grömu“ hefur aftur hafið að mótmæla því sem þeir kalla efnahagslegt óréttlæti í landinu. Mótmælendur munu notast við samskiptaforrit á vefn- um til skipulagningar. Hreyfingin mótmælir m.a. 24,4% atvinnuleysi en þess má geta að atvinnuleysi meðal ungmenna á Spáni er 54%. Auk þess mótmæla „hinir grömu“ niðurskurðaraðgerðum í landinu sem nema 30 milljörðum evra. Spánverjar mótmæla efnhagslegu óréttlæti á 80 stöðum í landinu AFP „Hinir grömu“ á Spáni láta á sér kræla 49 lík fundust skammt frá Mon- terrey í Mexíkó um helgina. Að- koman var einkar ljót, höfuð fórnarlambanna höfðu verið skor- in af ásamt hand- leggjum. Lög- reglan segir glæpasamtökin Zetas hafi skilið eft- ir miða á vettvangi þar sem þau lýsa verknaðinum á hendur sér. Þetta er þriðja fjöldamorðið í maí sem glæpasamtök í landinu eru tal- in ábyrg fyrir. Í byrjun mánaðarins fundust 23 lík í Nuevo Laredo og í vikunni bárust fréttir um að 18 lík hefðu fundist í vesturhluta Mexíkó. Talið er að allt að 50 þúsund manns hafi látist vegna ofbeldis tengd eiturlyfjum í Mexíkó frá því forsetinn Felipe Calderon lýsti yfir stríði í baráttunni við glæpasamtök árið 2006. Yfirvöld segja að fjölda- morðin komi að mestu til vegna átaka Zeta-gengisins, sem eru glæpasamtök fyrrverandi her- manna, og Sinaola-samtakanna. Mexíkó 90 látnir í fjöldamorðum Felipe Calderón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.