Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Músin tónelska, Maxímús Músíkús, hefur notið mikilla vinsælda meðal barna. Fyrsta bókin um Maxa var Maxímús Músíkús heimsækir hljóm- sveitina, síðan kom Maxímús Mús- íkús trítlar í tónlistarskólann og nú er komin út þriðja bókin og nefnist hún Maxímús Músíkús bjargar ball- ettinum. Eins og áður fylgir geisla- diskur með bókinni en á honum er sagan lesin með tónlistinni og þeim umhverfishljóðum sem tengjast æv- intýrinu. Auk þess má finna alla tón- listina í heild sinni í flutningi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á disknum. Höfundar bókanna um Maxímús eru Hallfríður Ólafsdóttir sem semur textann og Þórarinn Már Bald- ursson sem sér um myndskreyt- ingar. Bæði eru þau hljóðfæraleik- arar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hallfríður er flautuleikari og Þór- arinn Már víóluleikari. Sinfón- íuhljómsveitin hefur fyrir sið að halda tónleika í tengslum við út- komu bókanna og svo verður einnig nú, nánar tiltekið laugardaginn 19. maí í Hörpu. 105 börn á sviðinu Þegar Hallfríður er spurð um vin- sældir bókanna og hina miklu að- sókn sem hefur verið að þeim tón- leikum sem tengjast bókunum segir hún: „Ég var nokkuð viss um að þessi hugmynd um mús á sviðinu myndi virka sæmilega vel annars hefði ég ekki lagt í þetta en ég bjóst ekki við að Maxi myndi slá svona rækilega í gegn. Ég á minningar um ógleymanleg augnablik á tónleikum og einnig þegar ég hef séð börnin mæta músinni. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og oft og mörgum sinnum hef ég orðið uppnumin af viðbrögðum barnanna. Eins þykir mér afar vænt um að heyra sögur af börnum sem hlusta á diskinn okkar á hverju kvöldi og frétta af leik- skólum þar sem bókin er lesin nán- ast daglega og skólabókasöfnum þar sem bækurnar stoppa stutt inni. Svona sögur eru ómetanlegur með- byr.“ Hvenær fékkstu fyrst hugmynd- ina um músina Maxímús? „Það var haustið 2005 sem því sló niður í huga minn að það væri snið- ugt að veita innsýn í heim Sinfón- íuhljómsveitarinnar og þeirrar frá- bæru tónlistar sem hún leikur með því að hleypa litlum karakter inn á sviðið sem sæi hlutina frá sjónarhóli barnsins. Maxímús hefur opinn huga, finnst allt merkilegt og frá- bært og heillast að sjálfsögðu af þessari dásamlegu tónlist en sér líka alla þá skrýtnu og sniðugu hluti sem gerast á sviðinu. Ég leitaði til starfs- félaga míns Þórarins en ég hafði séð snilldarlegar grínmyndir hans af hljóðfæraleikurum, og hann tók að sér að myndskreyta bækurnar. Þetta hefur verið afskaplega gott samstarf.“ Nú er þriðja bókin komin út og hún snýst um ballett. Af hverju ball- ett? „Alveg frá því ég byrjaði á fyrstu bókinni hefur mig langað til að láta Maxímús fylgjast með ballett. Bæði er ég mikil áhugakona um listdans og svo er balletttónlist svo ljómandi skemmtileg. Öll tónlist kallar á hreyfingu í manneskjunni og börn eru alveg óheft í að njóta tónlistar með öllum kroppnum. Það er gaman að fá tækifæri til að sýna þeim ýms- ar leiðir til þess, það bæði gleður sál- ina að hreyfa sig við tónlistina og dýpkar skynjunina á innihaldi tón- listarinnar. Það verður sannarlega nóg um tónlist, börn og hreyfingu á útgáfu- tónleikunum í Hörpu laugardaginn 19. maí en þá dansa 105 börn úr Listdansskóla Íslands á sviðinu á meðan Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar tónlist við ævintýrið um mús- ina. Þarna verður Maxímús Músíkús vitanlega, sögumaður er Valur Freyr Einarsson og myndum Þór- arins verður varpað á skjá. Um þessa tónleikasýningu í Hörpu segir Hallfríður: „Í þessari sýningu tekst að gera einmitt það sem mig dreymdi um að sýna sem er hvernig tónlistin kallar á líkamlega tjáningu á svo marga vegu. Þarna koma fram bæði mjög ung börn og svo eldri börn og unglingar sem eru komin upp á táskó, lyfta hvert öðru og gera flókna hluti í takt við tónlistina. Það er búið að vera ótrúlega gaman að fá að fylgjast með æfingum þeirra í Listdansskólanum. Verkin sem ég valdi segja öll sögur sem fléttast inn í sögu músarinnar. Gæsam- ömmusvítan eftir Ravel segir frá nokkrum ævintýrum, til dæmis heyrum við og sjáum Þyrnirós sofna og Tuma þumal villast í skóginum. Svo er þarna Veturinn eftir Glas- únov en þar dansa Vetrarbörnin Hrím, Ís, Hagl og Snjór hvert sinn dans. Í lokin dansa elstu nemendur Listdansskólans frjálslegan og mjög tjáningarríkan dans við Eld eftir Jórunni Viðar sem ég tel eitt besta tónverk sem samið hefur verið á Ís- landi.“ Maxímús í útrás Hallfríður hefur búið til tónleika- sýningar úr öllum þeim sögum sem hún hefur skrifað um Maxímús og þær standa erlendum hljómsveitum til boða. „Þegar Sinfóníuhljómsveitin var í fyrsta sinn með tónleikasýningu vegna útkomu bókarinnar Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina þá fundum við öll í hljómsveitinni kraftinn og einbeitinguna hjá þeim sæg af börnum sem þá sátu í saln- um,“ segir hún. „Þá áttaði ég mig á því þetta var tónleikasýning sem ég varð að leyfa öðrum að njóta. Mér er ljúft en líka mjög skylt að koma þessari tónleikasýningu á framfæri við aðra og ég hef útbúið þetta efni þannig að það er til reiðu fyrir aðrar hljómsveitir.“ Forlagið sem gefur út bækurnar um Maxímús kynnir þær erlendis og þær eru komnar út í Þýskalandi, Færeyjum, Ástralíu og Suður-Kóreu og koma út í Bretlandi og Bandaríkj- unum á þessu ári. „Við höfum líka kynnt tónleikaprógrammið í gegn- um okkar sambönd í tónlistarheim- inum,“ segir Hallfríður. „Margir hafa lagt hönd á plóginn þar og Út- flutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar hefur sannarlega lagt sitt af mörk- um og þetta hefur hjálpað hvað öðru. Sem dæmi má nefna að í Melbourne í Ástralíu fór vinkona mín með bók- ina til fræðsludeildar hljómsveit- arinnar sinnar og í kjölfarið tókust samningar við bókaforlag. Tónleika- sýningin um Maxímús var flutt tólf sinnum í Melbourne í október 2010 og það tókst svo vel að nú, einungis tveimur árum seinna, hefur hún ver- ið sett aftur á dagskrá, sem er einn Ómetanleg- ur meðbyr  Ný bók um Maxímús Músíkús Hallfríður Ólafsdóttir Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og oft og mörgum sinnum hef ég orðið upp- numin af viðbrögðum barnanna. Grallarar.is hefur hlotið styrki frá Mannréttindaráði Reykjavíkur, Menningarráði Suðurnesja og Þróunarsjóði námsgagna. GRALLARAR.IS Við erum á Facebook Nú eru bækurnar um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex orðnar fimm talsins. Ert þú áskrifandi? www.grallarar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.