Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is
Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi
á búslóðum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar
Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir
eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með
fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi.
Stofnað árið 1981
Það sem upp úr stendur eftirfundi ríkisstjórnarinnar á
landsbyggðinni er að ríkisstjórnin
hefur engan áhuga á að taka tillit
til landsbyggðarinnar þegar kem-
ur að atvinnumálum.
Upplifun Suð-urnesjamanna
af ríkisstjórnar-
fundinum sem hald-
inn var þar fyrir
átján mánuðum og
afrakstrinum af
honum var tekin
fyrir í athyglisverðri úttekt Morg-
unblaðsins á laugardag.
Þar kom fram að þegar Suður-nesjamenn hittu ríkisstjórnina
lögðu þeir áherslu á nokkur verk-
efni sem þeir höfðu verið að vinna
að.
Ráðherrarnir gerðu ekkert meðþessar hugmyndir en kynntu
eigin verkefnalista sem á voru
nokkur smáverkefni og hug-
myndir.
Út úr þessu hefur lítið komiðen það sem mestu skiptir er
að ekkert af þeim stóru verk-
efnum sem Suðurnesjamenn hafa
haft áhuga á hefur orðið að veru-
leika. Þessi stóru verkefni hefur
ríkisstjórnin ýmist tafið eða hafn-
að.
Nú þegar styttist í kosningarheldur ríkisstjórnin þessum
fundum sínum á landsbyggðinni
áfram. Á þessum fundum slær Jó-
hanna að vanda á létta strengi og
segir að ríkisstjórnin muni sitja í
tíu til fimmtán ár enn.
Með sama árangri og hingaðtil yrði ríkisstjórnin á þeim
tíma væntanlega búin að þurrka
út allt atvinnulíf á Suðurnesjum
og sjálfsagt víðar.
Jóhanna
Sigurðardóttir
15 ár í viðbót?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík -2 alskýjað
Akureyri -1 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 5 léttskýjað
Vestmannaeyjar 4 léttskýjað
Nuuk 2 upplýsingar bárust ek
Þórshöfn 7 þoka
Ósló 10 skýjað
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 11 léttskýjað
Lúxemborg 13 heiðskírt
Brussel 13 heiðskírt
Dublin 13 skýjað
Glasgow 8 skúrir
London 16 heiðskírt
París 15 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 11 skýjað
Vín 13 skýjað
Moskva 12 alskýjað
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 25 heiðskírt
Róm 22 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 17 alskýjað
New York 24 heiðskírt
Chicago 17 léttskýjað
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:14 22:35
ÍSAFJÖRÐUR 3:55 23:05
SIGLUFJÖRÐUR 3:37 22:48
DJÚPIVOGUR 3:38 22:10
Vestfirðingar afhentu Ögmundi Jón-
assyni innanríkisráðherra um 4.000
undirskriftir á laugardag þar sem
þess er krafist að gerð Dýrafjarðar-
ganga verði flýtt.
Sigmundur Þórðarson á Þingeyri,
einn aðstandenda undirskrifasöfnun-
arinnar, segir að ráðherra hafi sýnt
málinu mikinn skilning. „Hann veit
hver þörfin er eins og margoft hefur
komið fram í hans máli. Við tókum
loforð af honum að hann myndi koma
okkar sjónarmiðum á framfæri.“
Sigmundur segir Vestfirðinga
bjartsýna á að göngin verði að veru-
leika. „En við teljum að það halli
verulega undan fæti á meðan okkur
vantar göng. Samgöngur eru for-
senda þess að það verði hægt að búa
hér. Það þarf að vera fært allan árs-
ins hring.“
Í áskoruninni er skorað á Alþingi
og ríkisstjórn að færa Dýrafjarðar-
göng framar á verkefnalista sam-
gönguáætlunar 2012-2024 svo þau
verði næsta jarðgangaframkvæmd.
Jafnframt er minnt á fyrirheit rík-
isstjórnarinnar um að veita Vest-
fjörðum forgang við uppbyggingu
samfélagslegra innviða til þess að
bjarga byggð og atvinnulífi.
Brýnasta framkvæmdin
Dýrafjarðargöng hafi verið metin
brýnasta samgönguframkvæmdin
frá því að Jarðgangaáætlun kom
fram árið 2000. Dýrafjarðargöng og
heilsársvegur um Dynjandisheiði séu
forsenda byggðaþróunar og atvinnu-
lífs á norðan- og sunnanverðum Vest-
fjörðum.
Dýrafjarðargöngum verði flýtt
Vestfirðingar afhentu innanríkisráð-
herra um fjögur þúsund undirskriftir
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Handaband Innanríkisráðherra voru
afhentar um 4.000 undirskriftir.
Karlmaður á sextugsaldri sem var
einn á göngu í Esjunni í gær lést af
völdum veikinda. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu kom göngufólk að
manninum og hafði það samband
við Neyðarlínuna.
Sjúkralið og björgunarsveitir
voru kallaður út í kjölfarið til að að-
stoða manninn en tilraunir til
endurlífgunar báru ekki árangur
að sögn lögreglu. Snúa þurfti við
þyrlu Landhelgisgæslunnar, þar
sem hún gat ekki lent vegna hvass-
viðris.
Lést af völdum veik-
inda í Esjugöngu
Mennta- og
menningar-
málaráð-
herra hefur
skipað Olgu
Lísu Garð-
arsdóttur í
embætti skólameistara Fjölbrauta-
skóla Suðurlands til fimm ára. Olga
Lísa hefur starfað sem skólameist-
ari Verkmenntaskóla Austurlands
frá árinu 2008.
Þá hefur ráðherra skipað Krist-
ján Pétur Ásmundsson í embætti
skólameistara Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja til fimm ára. Kristján Pétur
hefur starfað sem aðstoðarskóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja frá árinu 2006, segir í
fréttatilkynningu.
Skólameistarar
skipaðir