Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 31
Endurmenntun HÍ.
Eiríkur var sendisveinn hjá Rit-
símanum á sumrin og hjólaði þá með
skeyti um allan bæ. Þá starfaði hann
á dráttarvél við mjólkurbúið á Korp-
úlfsstöðum sumarið 1956. Á mennta-
skólaárunum var Eiríkur í bygging-
arvinnu á sumrin hjá Byggingarfél-
agi verkamanna og síðan háseti á
skipum Sambandsins í tvö sumur.
Eiríkur starfaði hjá Iðnaðarbank-
anum á árunum 1967-76, fyrst sem
deildarstjóri en síðan útibússtjóri við
Dalbraut. Hann hóf störf hjá Ölgerð-
inni Agli Skallagrímssyni 1976, var
skrifstofustjóri fyrirtækisins á ár-
unum 1976-86 og framkvæmdastjóri
Ölgerðar Egils Skallagrímssonar
1986-96.
Ábyrgð er allt sem þarf
Eiríkur tók að sér fimm ára verk-
efni árið 1998 fyrir Íslandspóst, er
laut að því að fella niður póst-
gíróþjónustu. Hann hafði setið í
stjórnskipaðri undirbúningsnefnd
um stofnun Endurvinnslunnar, var
stjórnarformaður Endurvinnslunnar
frá stofnun 1989-2004 og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins 2004-
2011, er hann óskaði eftir að láta af
störfum. Á framkvæmdastjóraárum
sínum hjá Endurvinnslunni lagði Ei-
ríkur áherslu á vél- og tæknivæðingu
fyrirtækisins sem svo aftur kom
fram í hagræðingu og bættri þjón-
ustu.
Eiríkur hefur starfað í Lions-
hreyfingunni um áratuga skeið og
gegnt þar margvíslegum trún-
aðarstörfum.
Eiríkur er sílesandi. Hann segist
helst lesa sagnfræðilegt efni: „Ég
sæki líklega mest í sagnfræði sem
tengist nýöld, frá landafundunum og
fram á okkar daga. Á þessu tímabili
hafa orðið svo feikilegar breytingar á
högum og háttum mannskepnunnar
að það er í raun ótrúlegt. Ég er líka
sannfærður um það að við ættum
sem flest að kynna okkur betur sög-
una og reyna að læra meira af henni
en við yfirleitt gerum. Þá gerðu
menn líklega mun færri mistök.
Ég get því miður ekki séð að við
höfum lært mikið af bankahruninu,
hvorki í stjórnmálum né rekstri. Þó
er fyrirtækjarekstur engin geimvís-
indi. Jarðsamband, hógværð og
ábyrgð er allt sem þarf.“
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 1.7. 1963 Ellen
Helgadóttur, f. 27.6. 1942, lengst af
bókara.
Börn Eiríks og Ellenar eru Erna
Eiríksdóttir, f. 1963, viðskiptafræð-
ingur hjá Eimskip, búsett í Reykja-
vík en maður hennar er Jón Örn Jak-
obsson og eru dætur hans frá fyrra
hjónabandi Katrín læknir og Hulda
arkitekt en dóttir Ernu og Jóns Arn-
ar er Hildur Helga mennta-
skólanemi; Helgi Anton Eiríksson, f.
1967, viðskiptafræðingur og for-
stjóri, búettur í Garðabæ en kona
hans er Kristín Magnúsdóttir við-
skiptafræðingur og eru börn þeirra
Ellen Helena, Magnús Friðrik, Ísa-
fold Eir og Aþena Björg.
Bróðir Eiríks er Rúnar Hannes-
son, f. 1954, hagfræðingur, búsettur í
Danmörku. Auk þess átti hann þrjá
bræður sem létust ungir, Árna, Stef-
án og Bjarna.
Foreldrar Eiríks voru Hannes B.
Árnason, f. 1917, d. 1964, deildar-
stjóri hjá Póstinum, og Hlíf Bjarna-
dóttir, f. 1914, d. 2007, húsfreyja.
Úr frændgarði Eiríks Hannessonar
Snjólfur
Sigurðsson
Hólmfríður
Ófeigsdóttir
Sigurður Sveinsson
b. á Grjóteyri
Jóhanna Eiríksdóttir
húsfr. á Grjóteyri
Málfríður Gísladóttir
frá Krossgerði
Bergvin Skúlason
b. í Urðarteigi
Sigríður Þórðardóttir
húsfr. í Urðarteigi
Eiríkur
Hannesson
Hannes Árnason
póstfulltr. í Rvík
Oddný Hlíf Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Dagrún
Sigurðardóttir
Bjarni Snjólfsson
fjárm. á Ósi í Breiðdal
Hansína R. Bergvinsdóttir
húsfr. í Krossgerði
Árni Sigurðsson
b. í Krossgerði
Sigurður Þorvarðarson
af Ásunnarstaðaætt
Gísli
kenn. í Krossgerði
Málfríður Gíslad.
húsfr í Rvík.
Gísli Gunnarsson
prófessor í sagnfr.
Jóhannes Gunnarss.
form. Neyt.samt.
Eiríkur Hannesson, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
90 ára
Anna S. Friðriksdóttir
Guðrún Guðnadóttir
85 ára
Sigurgeir Jóhannsson
Una Aradóttir
80 ára
Eyjólfur Sigurjónsson
Jón Jóhannesson
Kristinn K. Ólafsson
75 ára
Kristinn Thomsen Hólm
Rebekka E. Guðfinnsdóttir
Sigurður Kristjánsson
70 ára
Bjarni Magnússon
Eiríkur Hannesson
Óðinn Grímsson
Vífill Friðþjófsson
60 ára
Alda Hrafnkelsdóttir
Arnar Þorbjörnsson
Einar Marel Þórðarson
Einar Sigurjónsson
Elísabet Þórðardóttir
Guðlaug Valgeirsdóttir
Hafsteinn Baldursson
Henný Júlía Herbertsdóttir
Lóa Björg Jóhannsdóttir
Ólöf Jóna Jensdóttir
Snædís Gunnlaugsdóttir
50 ára
Ágúst Jakob Ólafsson
Birgir Pétursson
Birgir Viðarsson
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
Brynjar Sigurjónsson
Dagbjartur G Halldórsson
Guðný Gústafsdóttir
Guðrún Ásmundsdóttir
Guðrún Elín Bjarnadóttir
Hrefna Guðjónsdóttir
Hrönn Ásbjörnsdóttir
Kristín Anna Hassing
Kristín Guðmundsdóttir
Kristrún Hermannsdóttir
Þorbjörg Oddgeirsdóttir
Þóra Katla Bjarnadóttir
40 ára
Anna Ólöf Haraldsdóttir
Arnar Gunnarsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Guðrún S. Guðbrandsdóttir
Heiðdís Smáradóttir
Hugrún H. Kristjánsdóttir
Íris Ívarsdóttir
Jósef Geir Gunnarsson
Patrick M. Franzois Sulem
30 ára
Elmar Árnason
Helga María Grétarsdóttir
Jocelyn B. Ragnarsson
Kristinn A.S. Eiríksson
Kristrún Sif Kristinsdóttir
Lukasz Bach
María Ágústsdóttir
Ólafía Ágústsdóttir
Pétur Benedikt Rafnsson
Viktor Þórisson
Þorsteinn Már Jónsson
Þórdís Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Hugrún Hrönn
fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún er MBA
og íslenskufræðingur.
Hugrún gaf út bókina
Stolnar raddir sem gefin
var út hjá Forlaginu árið
2010. Hún vinnur nú á
skrifstofu borgarstjóra.
Maður Rúnar Björg-
vinsson, tölvumaður hjá
Nýherja, f. 1972. Þeirra
börn eru Unnar, f. 1992,
Kristjana, f. 1995, og
Víðir, f. 2000.
Foreldrar Una Árnadóttir,
skjalastjóri, f. 1949, og
Kristján Össur Jónasson,
viðskiptafræðingur, f.
1934.
Hugrún Hrönn
Kristjánsdóttir
40 ára Arnar fæddist og
ólst upp í Reykjavík. Hann
fluttist til Ítalíu þar sem
hann lærði stafræna
hönnun og þaðan til San
Francisco þar sem hann
lærði hreyfimyndagerð.
Er nú framkvæmdastjóri
teiknimyndafyrirtækisins
Caoz.
Kona Guðlaug Norðdahl
Elliðadóttir, bókari hjá Ice-
landair, f. 1974. Börn:
Melkorka, f. 1995, Vaka, f.
2001, og Logi, f. 2003.
Foreldrar Gunnar Vil-
helmsson, f. 1948, og
Bjarney Wedholm Gunn-
arsdóttir, f. 1946.
Arnar
Gunnarsson
Grímur Thomsen skáld fæddistá Bessastöðum á Álftanesi15. maí 1820, sonur Þor-
gríms Thomasson, gullsmiðs, skóla-
ráðsmanns á Bessastöðum og alþm.,
og k.h., Ingibjargar Jónsdóttur hús-
freyju.
Grímur lærði hjá Árna Helgasyni,
biskupi í Görðum, sem þá var einn
virtasti kennari hér á landi, hóf lög-
fræðinám í Kaupmannahöfn 1837 en
sneri sér fljótlega að heimspeki og
bókmenntum, tók magisterspróf í
samtímabókmenntum með lofs-
einkunn 1845 og varði ritgerð sama
ár er síðar var metin doktorsritgerð.
Grímur komst von bráðar í gott
álit sem fagurfræðingur. Verðlauna-
ritgerð hans um franskar bók-
menntir og doktorsritgerð um By-
ron lávarð vöktu umtalsverða
athygli. Hann lagði lag sitt við helstu
skáld og menntamenn Dana, s.s.
H.C. Andersen og Oehlenschläger
og fékk háan konungsstyrk sem
hann nýtti til Evrópuferðar.
Grímur hafði umtalsverð áhrif á
bókmenntaumræðu Dana á þessum
árum. Hann hefur líklega fyrstur
manna vakið athygli þeirra á Byron
lávarði sem nánast ekkert var til um
er Grímur kynnti hann með ritgerð
sinni. Auk þess vakti hann áhuga
Dana á Johan Ludvig Runeberg.
Mest er þó um vert að Grímur
kenndi Dönum að meta ævintýri
H.C. Andersens. Áður en Grímur
skrifaði Andersen höfðu Danir
lengst af hreytt í hann ónotum eins
og hvern annan fávita.
Grímur starfaði síðan í utanrík-
isþjónustu Dana, var skrifstofustjóri
þar frá 1856 en fékk lausn á eft-
irlaunum frá 1866. Grímur kom síð-
an heim, bjó á Bessastöðum frá 1868
og var alþm. með hléum 1869-91.
Grímur er almennt álitinn eitt
helsta skáld Íslendinga á 19. öld:
karlmannlegur, þjóðlegur og róm-
antískur og hann sótti sér gjarnan
yrkisefni í sögu þjóðarinnar eins og
rómantískum skáldum var þá tamt.
Sum kvæða hans þykja stirðkveðin
en það á alls ekki við um þau öll.
Grímur var upphaflega handgenginn
Jóni Sigurðssyni forseta og kom þá
m.a. að útgáfu Nýrra félagsrita, en
gerðist síðar íhaldssamur í þjóðfrels-
ismálum og þótti nokkuð forn í hugs-
un.
Grímur lést 27. nóvember 1896.
Merkir Íslendingar
Grímur
Thomsen
30 ára Helga María
fæddist á Íslandi og bjó
þar til 13 ára aldurs er
hún fluttist til Bandaríkj-
anna með fjölskyldu sinni
og bjó þar í 10 ár.
Nám Helga er með BA í
sálfræði frá SUNY Fre-
donia í New York og er nú
að ljúka prófum í lækn-
isfræði við University of
Debrecen í Ungverjalandi.
Foreldrar Erla Sólveig
Kristjánsdóttir, dr. í al-
þjóðatengslum, f. 1958,
og Grétar Ómar Guð-
mundsson, umsjón-
armaður, f. 1949.
Helga María
Grétarsdóttir
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Þú átt betri samskipti
Veglegur kaupauki að verð-
mæti 9.950 kr. fylgir öllum
seldum Alera heyrnartækjum
Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og
námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum
því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi
sem er.
Án heyrnartækja eiga heyrnarskertir erfitt með að tala við aðra
vegna þess að þeir hvorki heyra né skilja það sem fram fer.