Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305Opið virka daga kl. 11-18 Dúndurvorútsala 40-80% afsláttur af völdum vörum 14.-18. maí FRÉTTASKÝRING Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 sýnir að bærinn er talsvert skuldsettari en hin stærstu sveitarfélög landsins. Þau eru öll rek- in með halla, en í einhverjum til- fellum eru þau þó rekin með betri afkomu en gert var ráð fyrir í árs- reikningum. Þetta á þó ekki við um Hafnar- fjörð sem skilaði halla upp á 824 milljónir eftir fjármagnsliði og skatta, þótt rekstrarnið- urstaða fyrir fjármagnsliði í A-hluta hafi verið jákvæð um 1,2 milljarða. „Við í minnihlutanum höfum haft þungar áhyggjur af þróun fjárhags- stöðu bæjarins undanfarin ár,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Þessi nið- urstaða sýnir svart á hvítu hver stað- an er raunverulega.“ Hún segir lána- afborganir bæjarins of háar. Áætlanaskortur „Við borgum tæpa þrjá milljarða af lánum Hafnarfjarðar á hverju ári, og það sér hver maður að gengur ein- faldlega ekki upp,“ segir Rósa. Að- spurð um áætlanir um að bregðast við þessu segir hún þær ekki fyrir hendi. „Ekki liggja fyrir nein raun- veruleg plön um hvernig þetta eigi að geta gengið. Við teljum að menn séu enn í afneitun á ástandinu, og verið að ýta vandamálunum á undan sér fram yfir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar.“ Rósa nefnir að minnihlutinn hafi lagt til á síðasta bæjarstjórnarfundi að verð á atvinnulóðum yrði lækkað. „Það var hugsað sem hvatning inn í ríkjandi ástand og aðdráttarafl fyrir fyrirtæki sem vonandi eru í starthol- unum, en meirihlutinn greiddi at- kvæði gegn því. Og allt er í þessa átt- ina.“ Rósa telur lausnina á skuldavanda bæjarfélagsins meðal annars felast í eflingu atvinnulífs. „Það er eins og í samfélaginu almennt; ef hjólin eiga að snúast þarf að örva atvinnulífið. Vinna þarf að því með markvissum hætti.“ Stórtækar niðurgreiðslur Rósa segir aðalvandamálið í augna- blikinu vera sitjandi ríkisstjórn. „Það verður gott fyrir Hafnarfjörð eins og alla aðra þegar áherslur í ríkisfjár- málunum breytast.“ Hafnarfjörður hefur ekki farið var- hluta af landlægum samdrætti. „Hér var mjög sársaukafullur nið- urskurður og við komumst ekki lengra í því að skera niður þjónustu. Engu að síður er þessi uppsafnaði skuldavandi síðustu ára að segja mjög harkalega til sín.“ Hafnarfjarðarbær þarf að greiða niður umtalsverðar upphæðir til að standast viðmið um skuldahlutfall sveitarfélaga, nú nemur hlutfallið 250% en þarf innan tíu ára að lækka í 150%. Að sögn Rósu liggur ekki fyrir hvernig það verður gert. „Mér finnst bæjarstjórinn tala á léttúðugum nótum um þessi viðmið, hann hefur látið hafa eftir sér að það verði léttur leikur, og ég er ekki viss um að íbúar og stofnanir í Hafnarfirði skilji hvað hann meinar með þessum orðum, á sama tíma og öllum er sagt að spara hverja krónu.“ Hún gagnrýnir vinnubrögð meiri- hlutans undanfarin misseri. „Á síð- astliðnu ári var farið í stjórnsýslu- breytingar sem ekki skiluðu tilætlaðri fjárhagslegri hagræðingu, auk endurbóta á húsnæði stjórnsýsl- unnar fyrir tugi milljarða sem ekki sér fyrir endann á. Við höfum fyrst og fremst gagnrýnt þessar áherslur, og þá sérstaklega endurfjármögnunina sem átti sér stað í desember síðast- liðnum.“ Rósa er ómyrk í máli þegar kemur að skuldastöðunni. „Við erum föst í djúpu skuldafeni og menn slá vand- anum endalaust á frest.“ Aukinn skuldavandi í Hafnarfjarðarbæ  Skuldir bæjarins nema 38 milljörðum króna Morgunblaðið/Eggert Skuldir Fjármagnskostnaður á stóran þátt í skuldum Hafnarfjarðar, en hann nam 2,8 milljörðum króna á árinu, eða 100.000 krónum á hvern íbúa. Rósa Guðbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.