Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ráðherrarríkis-stjórn- arinnar sjá ekkert athugavert við að Evrópusam- bandið skuli blanda sér í umræðu hér á landi um hvort Ísland skuli gerast aðili að sambandinu. Þetta má lesa í svörum þeirra ráðherra sem þegar hafa svarað fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um áhrif Evrópusambandsins á um- ræður um ESB-aðild. Fram hefur komið hörð gagnrýni á þátttöku sendi- herra Evrópusambandsins í opinberri umræðu um þetta efni og bent á að með henni sé sendiherrann að blanda sér í umræður um innlend málefni og sé þar með kom- inn út fyrir heimildir sínar sem erlendur sendimaður. Tómas Ingi Olrich hefur dregið þetta fram með mjög afgerandi hætti. Hann hefur bent á að sendiherrann segist ætla að „skapa“ umræðuna um Evrópusambandið hér á landi en að á sama tíma seg- ist Evrópustofa Evrópusam- bandsins hafa það markmið „að hafa ekki áhrif á um- ræðuna“. Nú er vitaskuld fráleitt að Evrópustofa skuli halda því fram að hún vilji ekki hafa áhrif á umræðuna. Evrópu- sambandið setur hana á fót hér í þeim eina tilgangi að hafa áhrif á umræðuna þann- ig að yfirlýsing um annað er augljós blekking. Sendiherrann viðurkennir að hann ætlar sér að hafa af- gerandi áhrif á umræðuna og þá hefði mátt ætla að íslensk stjórnvöld gerðu við það at- hugasemdir og færu fram á að hann fylgdi sömu reglum og aðrir sendimenn. Raunar mætti halda því fram að um þessar mundir ætti hann að fara enn varlegar en aðrir sendiherrar, þar sem Ísland hefur ekki sótt um inngöngu hjá öðrum. Augljóst er því að afskipti af þeim innanlands- málum sem lúta að Evrópu- sambandinu eru sérstaklega viðkvæm. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars er ekki að finna nokk- urn skilning á þessu nema síður sé. Svörin eru út í hött, sem sést til dæmis á því að þar segir að utanríkisráðu- neytið telji kynningarstarf Evrópusambandsins á Ís- landi, hvort sem er af hálfu sendiherrans eða Evrópustofu, „til eðlilegs hluta af starfsemi sendi- ráða í samræmi við Vínarsamn- inginn um stjórn- málasamband og venjurétt þjóðarréttar“. Hvaða annað sendiráð eða upplýsingaskrifstofa ríkis – ESB er að minnsta kosti í þessu samhengi ígildi ríkis – er rekið hér á landi í þeim til- gangi að fá Íslendinga til að gerast aðilar að ríkinu? Ætla Bretar að eyða hundruðum milljóna króna hér á landi á næstu árum til að telja lands- menn á að fella Ísland undir Bretlandseyjar? Halda Bandaríkjamenn úti miklum áróðri hér á landi til að sann- færa Íslendinga um kosti þess að gerast 51. stjarnan? Eru Danir með mikinn áróð- ur í gegnum sendiráð sitt hér til að reyna að sýna Íslend- ingum fram á að þeir hafi gert mistök árið 1944? Held- ur einhver erlendur aðili uppi sambærilegri „upplýs- ingagjöf“ og Evrópusam- bandið með sambærilegt markmið? Vitaskuld rekur ekkert ríki sambærilegar áróðursdeildir hér á landi og Evrópusam- bandið og vitaskuld reynir enginn annar að fá Íslend- inga til að trúa á aðlögun og aðild. Meðal annars þess vegna eru svör ráðherranna út í hött. Mikill meirihluti Íslend- inga vill alls ekki aðild að Evrópusambandinu og senni- lega er það einmitt þess vegna sem Evrópusambandið ákveður þegar aðildar- umsókn hefur verið knúin í gegnum Alþingi með bola- brögðum að leggja jafnmikið á sig í áróðrinm og raun ber vitni. Evrópusambandið ákveður að á hinu fámenna Íslandi geti það neytt afls- munar. Hér sé enginn sem geti keppt við það fjármagn sem Evrópusambandið hefur ákveðið að dæla inn í landið og það finnur líka að hér eru stjórnvöld svo auðsveip og aum í senn að ekki þarf annað en augnaráð til að þau kikni í hnjáliðunum og bogni í baki. Og þessi sömu stjórnvöld og ekki treysta sér til að hafa eðlilegan hemil á sendimönn- um Evrópusambandsins hér á landi reyna að sannfæra landsmenn um að þau geti gætt hagsmuna landsins í Brussel. Íslenskir ráðherrar beygja sig fyrir sendimönnum Evrópusambandsins} Aflsmunur E inu sinni þurftu Íslendingar aldr- ei að læsa útidyrunum heima hjá sér. Ekki nóg með það, heldur gerði fólk í því að læsa þeim ekki. Þannig var það heima hjá mér. For- eldrum mínum sárnaði ef einhver læsti, enda mátti túlka það sem vantraust á samfélagið. Við vorum stolt af því að búa í samfélagi þar sem traust ríkti í garð samborgaranna. Samt bjuggum við á Seltjarnarnesi, sem ku tilheyra höfuðborgarsvæðinu – hinu íslenska stórborgarsamfélagi. Einn daginn breyttist heimsmyndin. Þá heyrði ég pabba kalla til mömmu snemma morguns: „Fengu stelpurnar örbylgjuofninn lánaðan?“ Þegar hann sá að viðtækið fyrir þráðlausa símann hafði verið rifið úr sambandi vaknaði óljós grun- ur og hann athugaði með veskið í jakkavasanum. Það var horfið líka. Seinna um daginn sat Sæmundur Pálsson eða Sæmi rokk, frægasta lögga á Íslandi, nokkuð drjúgur með sig í eldhúskróknum. Þjófarnir fundust. Þeir óku út í skurð og lögreglan rak augun í góssið í skottinu. Þá voru þjófar á Íslandi ekki harðsnúnir. Eiginlega bara til smákrimmar. Ástæðan fyrir því að þeir stálu ekki símanum var sú, að þeir fundu ekki símtólið. Pabbi hafði verið annars hugar daginn áð- ur, stungið því í vasann og farið með það í vinnuna. Eftir þetta var haldinn fjölskyldufundur og tekin sú ákvörðun að læsa útidyrunum og líka bílnum. Það var alvarleg stund. Nú gat maður ekki lengur stært sig af því að búa í öruggu samfélagi. Eftir sem áður læstum við aldrei fyrir utan borgarmörkin. Síðan þetta var hefur færst enn meiri harka í undirheimana. Ísland er komið á kort- ið hjá alþjóðlegum glæpasamtökum, fang- elsin yfirfull og lögreglumenn óttast um ör- yggi sitt. Er óhjákvæmilegt að samfélaginu hnigni? Þarf þróunin að vera á verri veg? Má ekki efla löggæsluna í þessu litla og einangraða landi, þannig að glæpasamtök skjóti ekki rótum? Það er sjálfsagt að stjórnvöld grípi í taum- ana. Nasistaflokkurinn er til dæmis víða bannaður. Og ekki að ósekju. Áður en Hitler framdi valdarán í Þýskalandi þrömmuðu einkennis- klæddir meðlimir þessarar öfgahreyfingar um göturnar og ollu ótta og skelfingu. Það skýtur friðelskandi fólki á Íslandi ekkert síður skelk í bringu ef meðlimir yfirlýstra glæpasamtaka fá að merkja sig málstaðnum í bak og fyrir. Í því felst yfirlýs- ing um brotavilja og hótunin liggur í loftinu – ekki þvæl- ast fyrir! Þess vegna er mikilvægt að banna slíka starfsemi. Af hverju tregðast stjórnvöld við að efla löggæsluna fyrir alvöru og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að út- hýsa glæpum? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Hvernig samfélag viljum við? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ rátt fyrir að Grikkland hafi verið í gjörgæslu undanfarin misseri halda horfurnar í efna- hagsmálum áfram að dökkna auk þess sem upplausn ríkir í stjórnmálum og sú skoðun verður æ útbreiddari að Grikkir muni þurfa að ganga út úr evrusamstarfinu. Í forsíðugrein í nýjasta tölublaði Der Spiegel kemur fram að þegar hafi verið gerðar neyðaráætlanir í Brussel. „Auðvitað liggur eitthvað í skúffunni,“ segir háttsettur embætt- ismaður við blaðið. Í höfuðstöðvum Evrópusam- bandsins er litið svo á að hefjast yrði handa á því að hefta flæði fjármagns. Talið er að vel stæðir Grikkir hafi nú þegar komið 250 milljörðum evra fyrir í útlöndum. Ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það á frjáls- um innri markaði með sameiginlega mynt. Ef drakman yrði tekin upp að nýju myndu grísk yfirvöld hins vegar gera allt til þess að stöðva fjár- magnsflutninga úr landi. Upptaka nýs gjaldmiðils krefðist nákvæmrar skiplagningar. Einn heimildarmaður Der Spiegel í Bruss- el, sem undanfarna mánuði hefur rannsakað myntbreytingar í öðrum löndum, segir að bankarnir muni þurfa að loka í viku á meðan nýjum gjaldmiðli er komið í umferð. Hann á greinilega von á að hitna muni í kol- unum því hann segir að reynslan sýni að í slíkum tilfellum sé skyn- samlegast að lögreglan komi sér fyr- ir við banka á bak við sandpoka. Á meðan bilið er brúað í gjaldmið- ilsskiptunum muni viðskiptavinir geta tekið 20 til 50 evrur út úr hrað- bönkum til að eiga fyrir helstu nauð- synjum. Í upphafi yrði fólk í raun þvingað til að skipta á evrum og nýja gjald- miðlinum. Innistæður yrðu reikn- aðar út á föstu gengi í drökmum. Laun og eftirlaun yrðu greidd í nýja gjaldmiðlinum. Í Brussel er gert ráð fyrir því að Grikkir muni að minnsta kosti um sinn ekki geta staðið við skuldbind- ingar sínar, til dæmis í sambandi við Schengen-samstarfið. Ef Grikkir hætta með evruna yrði það í fyrsta sinn, sem ríki í Vestur- Evrópu lýsir sig gjaldþrota og tekur upp nýjan gjaldmiðil. Afleiðingarnar yrðu hrikalegar í upphafi. Ljóst er að drakman myndi falla gagnvart evrunni. Sérfræðingar telja að gengið muni að minnsta kosti falla um 50%, en jafnvel allt að 80%. Bank- ar og fyrirtæki með lán í erlendri mynt myndu hætta að geta greitt af þeim og verða gjaldþrota. Kreppan í Grikklandi myndi dýpka. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með að landsframleiðsla muni fyrsta árið eftir gjaldmiðilsbreytingu drag- ast saman um 10%. Eftir það yrði hagvöxtur hins vegar hraðari en án gengisfellingar. Hans- Werner Sinn, forseti Ifo-stofnunar- innar í München, segir að glundroði muni ríkja í eitt eða tvö ár, en síðan muni leiðin liggja upp á við. Að baki þessari spá hans liggja tvær for- sendur. Annars vegar segir hann að Grikkir muni kaupa innlenda fram- leiðslu í stað erlendrar vegna þess að þeir muni ekki hafa efni á innfluttum vörum. Þrátt fyrir kreppuna hefur verið viðskiptahalli í landinu, meira að segja kreppuárið 2010 var hann 32 milljarðar evra. Þá muni upptaka drökmu hleypa nýju lífi í ferðamannaþjónustuna. Ferðamönnum finnst mörgum of dýrt að dvelja í Grikklandi, en breytingin myndi gera Grikki samkeppnishæfa við Tyrki og ríki Norður-Afríku á ný. Þessar röksemdir hljóma kunn- uglega. Þegar áætlanir um upptöku drökmu AFP Styttist í drökmuna? Evrópufáninn blaktir skammt frá Parþenon-hofinu á Akrópólishæð þar sem verkamenn athafna sig í stillönsum. Ef Grikkir hættu að nota evruna og tækju upp drökmu væri vandinn vegna Grikklands síður en svo leystur. Evrópusam- bandið myndi áfram þurfa að styðja Grikkland. Þótt hagfræðingar sjái fyrir sér að upptaka nýs gjaldmiðils sé betri kostur til lengri tíma yrði höggið mikið. Almenningur myndi tapa megni sparifjár síns, gríska ríkið gæti hrunið og þjóðin fest í fátækragildru. Hins vegar sé ljóst að þau meðul, sem hingað til hafi verið reynt að gefa Grikkjum, hafi brugðist. Þyrftu áfram að fá aðstoð HÖGGIÐ YRÐI MIKIÐ Niðurskurði mótmælt í Aþenu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.