Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
✝ Ingunn SóleyJónsdóttir
fæddist í Ásbrún á
Stöðvarfirði 10.
ágúst 1949. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 7. maí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Borghildur
Gísladóttir og Jón
Valdimar Krist-
jánsson, bæði látin. Bræður Sól-
eyjar eru: Arnbjörn, kona hans
er Helga Karlsdóttir, Grétar,
sambýliskona hans er Þórdís
Guðjónsdóttir og Þórður, kona
hans er Guðbjörg Ingólfsdóttir.
Árið 1967 giftist Sóley eft-
irlifandi eiginmanni sínum,
Árna Halldóri Guðbjartssyni.
Þau eignuðust þrjú börn. Þau
eru Borghildur
Jóna, hennar maki
er Margeir Mar-
geirsson, börn
þeirra eru Margeir
Þór, Guðgeir Fann-
ar, Bryngeir Ágúst
og Arney Hildur.
Guðbjartur Pétur,
sambýliskona hans
er Sigrún Edda
Hauksdóttir, börn
þeirra eru Sóley
Kristín, Haukur og Hilmar.
Elva, hennar maki er Logi Guð-
mundsson, börn þeirra eru Kar-
en Hrund og Alex Árni.
Sóley bjó á Stöðvarfirði fram
til ársins 1993 en þá fluttust
hjónin til Reykjavíkur.
Útför Sóleyjar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 14. maí
2012, klukkan 13.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Fjölskyldan vill þakka starfs-
fólki Hlíðarbæjar og Skógarbæj-
ar fyrir frábæra og persónulega
umönnun síðustu ár. Hafið þakk-
ir fyrir ykkar störf.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Árni Guðbjartsson.
Elsku mamma mín, þá er
komið að kveðjustund. Það er
svo ótalmargt sem mig langar að
skrifa, ég veit ekki alveg hvar ég
á að byrja. Úff hvað þetta er erf-
itt. Eitt get ég sagt þér, ég á eft-
ir að sakna þín mikið, hef reynd-
ar saknað þín lengi, en hef alltaf
getað komið og knúsað þig og
fundið hlýjuna frá þér, sungið
með þér og sagt sögur og fréttir
af okkur. Þú varst höfðingi heim
að sækja alla tíð, ég man varla
eftir eldhúsinu heima í Vestó
öðruvísi en iðandi af lífi, þar
voru ansi oft nokkrar vinkonur
að spjalla og drekka kaffi, já þú
áttir marga vini. Ef mínir vinir
lentu í vandræðum þá stóð Vestó
þeim opið. Þar sem er nægt
hjartarými þar er nægt húsrými,
passaði svo ljómandi vel við þig.
Ég man svo vel þegar ég sagði
þér að þú værir að verða amma,
þú varst eins og lítið barn að
bíða eftir jólunum, enda varstu
mikil barnagæla alla tíð. Þú
gerðir aldrei upp á milli ömmu-
barnanna þinna en elsta ömmu-
barnið hafði smá forskot og fékk
að njóta þess, hann sótti mjög til
ykkar og „veiktist“ mjög oft
skyndilega þegar hann átti að
fara heim og „varð“ því að fá að
sofa hjá ömmu og afa. Þessi
ömmustrákur var þinn alla tíð
og var hjá þér þegar þú kvaddir
þennan heim. Þið fluttuð suður
þegar ömmustrákur númer þrjú
fæddist, ég hef oft gantast með
það að þá hafið þið ekki séð fyrir
endann á þessari endalausu
fjölgun og bara pakkað saman
og farið. Við fórum reglulega
suður til ykkar og einnig komuð
þið austur til okkar, þá var nú
glatt á hjalla. Strákarnir fengu
svo að vera einir hjá ömmu og
afa part úr sumri. Þegar prins-
essan á bænum fæddist þá beið
ég hennar hjá ykkur, þú varst
nú ekki alltaf róleg þann mánuð.
Ég get haldið endalaust áfram
en ætla að hætta hér.
Elsku mamma mín, við eigum
eftir að sakna þín mikið, en mið-
að við það sem við urðum
áskynja síðustu nóttina okkar
saman, þá efast ég ekki um að
þú hafir hitt hana vinkonu þína
sem kvaddi okkur fyrir 24 árum
og þú saknaðir mikið alla tíð,
þetta var alla vega ekki eðlileg
nótt. Elsku mamma mín, ég er
óendanlega þakklát að hafa ver-
ið stödd í bænum þegar þú
ákvaðst að nú væri nóg komið og
geta verið hjá þér fram á síðustu
stundu. Þú varst yndisleg móðir
og frábær amma. Ömmukrílin
þín eiga eftir að sakna þín en
sem betur fer eiga þau góðar
minningar um þig. Hafðu það
ætíð sem best, elsku mamma
mín, og að lokum ætla ég að
nota kveðjuna frá ömmu fyrir
vestan og segi: „Skilaðu heilsu.“
Þangað til við hittumst næst.
Þín dóttir,
Borghildur Jóna
(Bogga Jóna).
Elsku mamma, nú er komið
að kveðjustund. Ég hef aldrei
verið góð í því að kveðja, en
sumt þarf maður víst að gera,
þótt maður vilji það ekki. Þessa
síðustu daga hafa minningarnar
flögrað um. Það var svo margt
sem þú gerðir fyrir mig, þegar
mér leið illa þá hjúfraði ég mig
upp að þér og þú fórst að fikta í
hárinu á mér. Það þurfti ekkert
að tala, bara vera saman. Hjart-
að þitt var stórt og nóg pláss
fyrir alla sem í það vildu komast.
Það var alltaf nóg um að vera
hjá þér, þér leiddist aldrei, þú
varst vinmörg og oft var fullt
hús af fólki. Því mínir vinir voru
alltaf velkomnir á heimilið.
Það var umtalað hvað þú
varst góð og glæsileg kona, með
fallegt bros og smitandi hlátur.
Þú varst góð mamma og
ennþá betri amma. Dóttir mín
naut þeirra forréttinda að fá að
kynnast þér vel, því við fjöl-
skyldan bjuggum hjá ykkur
pabba í tæpt ár þegar stelpan
var lítil. Það var dásamlegt að
sjá ykkur saman, þið lásuð,
horfðuð á sjónvarpið og ekkert
fannst henni betra en að koma
upp í og kúra hjá þér. Hún er
mikil ömmustelpa og hún saknar
þín sárt.
Það er tómarúm í mínu hjarta
núna, ég sakna þín svo mikið, líf-
ið er ósanngjarnt og margt sem
ég fæ aldrei svör við.
Síðasta nóttin sem við eydd-
um með þér var mögnuð, allar
tilfinningarnar, minningarnar og
það sem við urðum vör við var
ótrúlegt. Ég hugga mig við það
að þér líður vel núna og að það
var vel tekið á móti þér. Ég veit
að þú brosir fallega brosinu þínu
og hlærð þínum smitandi hlátri
og þú hjálpar okkur að takast á
við sorgina.
Takk fyrir allt, mamma mín,
ég mun alltaf elska þig.
Elva Árnadóttir.
Elsku mamma, mér vefst
tunga um tönn þegar ég sest
niður við tölvuna til að kveðja
þig. Ég vissi að þessi dagur
myndi koma en það er sama hve
ég taldi mér trú um að ég væri
tilbúinn, það var ekki rétt. Ég
mun aldrei gleyma mánudegin-
um 7. maí þegar þú kvaddir
þetta líf í faðmi okkar og mun ég
ævinlega vera þakklátur fyrir að
geta verið hjá þér þegar þú
fórst. Ég er búinn að kveikja á
kerti, er umvafinn blómum,
þannig að nú get ég byrjað. Ég
átti yndislega æsku á Stöðvar-
firði, þú passaðir alltaf upp á að
allt væri í lagi bæði heimilið og
við systkinin værum nú almenni-
lega tilhöfð. Ég lærði svo mikið
af þér, mamma mín, sem ég nota
enn í dag í mínu fjölskyldulífi.
Ég á svo frábærar minningar
um þig, ég gat treyst þér fyrir
öllu og vissi að það sem ég sagði
þér færi ekkert lengra, kannski
til pabba en það var líka í góðu
lagi. Ef þú varst farin að sofa og
ég ekki kominn heim þurfti ég
alltaf að vekja þig og segja þér
hvað klukkan var, líka eftir að
ég fékk bílpóf og var farinn að
stunda skemmtanir, en mér
fannst það aldrei neitt mál að
láta þig vita, ef maður skilaði sér
ekki heim þá hringdi ég og lét
vita af mér. Það var ekki í þínum
anda að vera með eitthvert
drama því stutt var í brosið þitt
og hláturinn sem hljómaði hátt
og lengi ef svo bar undir. Ég
hefði ekki getað hugsað mér
betri æsku og betri mömmu, þú
varst steinn og þegar þú sagðir
mér að þú værir veik horfðir þú
á mig og sagðir: „Svona er þetta
bara.“ Ég sakna þín alveg óend-
anlega mikið og sakna þess að
þú getir ekki tekið þátt í uppeldi
barna minna. Ég var að setja á
rúmið hjá strákunum um dag-
inn, allt hreint og fínt nýkomið
úr þurrkaranum en krumpað var
það, ég skellti upp úr og hugsaði
að þetta hefðir þú aldrei látið
viðgangast á þínu heimili. Það
eru ekki til orð yfir það hvernig
mér líður núna þegar ég skrifa
þessar línur, mér finnst ég vera
alveg tómur en samt þurfa að
segja þér svo margt.
Ég kveð þig að sinni, elsku
mamma mín, með söknuði og
tárum og er þess fullviss að nú
líður þér vel umvafin fólki sem
elskar þig. Bless, mamma mín.
Þinn sonur,
Guðbjartur.
Ein af mínum fyrstu minn-
ingum um þig er lýsandi fyrir
allar þær góðu minningar sem á
eftir komu. Þú stóðst í Rétt-
arholtseldhúsinu og bauðst mig
velkomna. Margar góðar minn-
ingar á ég um stundir okkar
saman og er ég þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og
þinni góðmennsku. Ég trúi því
og treysti að þú vakir yfir fjöl-
skyldunni okkar. Góða ferð,
elsku Sóley mín.
Sigrún Edda Hauksdóttir.
Amma, þú ert ein af dásam-
legustu manneskjum sem ég hef
fengið að kynnast. Þú kenndir
mér svo margt á þeim stutta
tíma sem við fengum saman og
það er alveg ógleymanlegt hvað
þú varst alltaf góð við mig. Þú
gjörsamlega dekraðir við mig
þegar ég var hjá þér og afa.
Þegar ég gisti hjá ykkur, sem
var nú ansi oft, var eina leiðin til
þess að geta sofnað fyrir hrot-
unum í honum afa mínum að
halda í höndina á þér og alla
nóttina passaðir þú að sleppa
ekki taki á hendinni minni.
Þegar ég vaknaði skreið ég
upp í rúm til þín og afa og fékk
að horfa á barnatímann með
Lucky Charms í skál og teppi
sem þú breiddir yfir mig og
þjappaðir vel undir fæturna
mína svo mér yrði ekki kalt á
tánum. Hápunktur dagsins var
þó þegar þátturinn Guiding
Light byrjaði, þá fékk ég að sitja
hjá þér með teppið undir fót-
unum og að sjálfsögðu í flotta
brúna stólnum. Saman sátum við
svo dolfallnar yfir þessu „sívin-
sæla“ sjónvarpsefni. Hjá þér leið
mér alltaf vel og þá sérstaklega
þegar þú last fyrir okkur frænk-
urnar söguna um Tótu tæti-
busku. Hún var alltaf í uppá-
haldi og gátum við hlustað á þá
sögu endalaust, enda gekk það
svo langt að þið hjónin kunnuð
alla bókina utan að. Það er
ósköp margt sem leiðir ósjálfrátt
hugann til þín, til dæmis þegar
ég finn lykt af gosdrykknum
Fresca í grænu flöskunum, sé
súkkulaðistykkið Bounty úti í
búð eða þegar ég stoppa á rauðu
ljósi.
Eins og þú sagðir alltaf:
Rautt ljós þýðir stopp, gult ljós
þýðir gera sig tilbúinn og grænt
ljós af stað.
Núna er ljósið þitt grænt
amma mín, enda frjáls frá þínum
hræðilega sjúkdómi. Þú ert laus
við alla kvilla og getur loksins
verið þú sjálf. Þú æðislega, fal-
lega, góða, klára, yndislega þú.
Með þitt fallega breiða bros sem
allir muna eftir og þennan æð-
islega hlátur sem ég get enn
heyrt.
Elsku amma, mín ég elska þig
svo mikið og mun alltaf gera.
Hvíldu í friði, ég bið að heilsa
ömmu og afa lang.
Þitt barnabarn,
Sóley Kristín
Guðbjartsdóttir.
Hún amma Sóley okkar var
lífsglöð og góð kona. Hún vildi
allt fyrir mann gera, þótti af-
skaplega vænt um alla þá sem
hún þekkti og extra vænt um
ömmubörnin sín.
Ég, Guðgeir, man mjög vel
eftir því að þegar vorið var á
enda og blómin útsprungin þótti
henni alltaf gaman að taka upp
gleym-mér-ei og festa hana við
flíspeysuna sína og mína. Svo
man ég eftir því þegar við borð-
uðum og henni fannst eitthvað
rosalega gott þá sagði hún alltaf
„uummm I love it“. Henni fannst
alltaf svo gaman að tína ber, þó
aðallega aðalbláber, svo þegar
við komum heim eftir góða
tínslu gaf hún mér aðalbláber
með sykri og rjóma í skál.
Ég mun ávallt sakna þín elsku
amma Sóley.
Ég, Arney, man þegar við
Sóley Kristín fórum alltaf að
tína blómin sóleyjar og létum
hana fá þær, henni þótti það
mjög gaman og fallegt af okkur.
Þegar litla frænka mín fæddist
var amma alltaf svo hrædd um
að ég myndi missa hana því
henni þótti svo afskaplega vænt
um okkur öll. Ég mun alltaf
sakna þín mjög mikið amma
mín.
Ég, Margeir, vil senda henni
bæn sem við fórum oft með sam-
an.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt elsku amma
mín, ég á eftir að sakna þín.
Ég, Bryngeir, man alltaf jafn
vel eftir því þegar þið afi áttuð
heima í Gullengi í Grafarvogi, og
var alltaf hápunktur ferðarinnar
og heimsóknanna að labba með
ykkur niður í fjöru, og þegar
fjara var að fara út á eyju eina
sem var þarna, sem ekki var
hægt að komast út í þegar flóð
var.
Þurftum við þá alltaf að flýta
okkur út á eyjuna og til baka
aftur ef leyfi gafst, því áhyggj-
urnar voru alltaf miklar því þú
vildir alltaf gæta okkar og passa
svo vel upp á okkur svo við fær-
um okkur ekki að voða. Ég mun
ætíð sakna þín mjög og ást mín
er öll þín.
Elsku amma okkar, takk fyrir
allt það sem við gerðum saman,
minningar okkar munu ávallt
lifa.
Góða ferð og sjáumst síðar.
Kveðjur frá ömmubörnunum
þínum á Stöddanum.
Margeir Þór, Guðgeir
Fannar, Bryngeir Ágúst
og Arney Hildur.
Sóley systir, eða „stelpan okk-
ar“ eins og við bræður nefndum
hana oft, er farin. Þessi fallega
og lífsglaða kona er látin á 63.
aldursári eftir erfið veikindi síð-
ustu árin. Skarð er nú höggvið í
okkar raðir og skammt stórra
högga á milli því móðir okkar
lést hinn 16. janúar sl.
Það er erfitt að gera grein
fyrir þeim tilfinningum sem fara
um hugann þessa dagana. Þakk-
læti fyrir vinskap, hlýju og
væntumþykju alla tíð, frá
bernsku á Stöðvarfirði þar sem
við fæddumst og ólumst upp,
ber þó hæst og söknuð. Já, ég
minnist svo sannarlega glaðlegu
brosanna og kveðjanna þegar
við hittumst heima eða á förnum
vegi. Systurinnar sem hlúði að
öllu í kringum sig hvenær og
hvar sem var. Hélt heimili sínu
og umhverfi fallegu og var
frænkan sem börnin mín elsk-
uðu og treystu.
Þarna björtu bernskuárin
birtust mér í gleðidraum,
þarna felldi fyrstu tárin
fárátt barn við tímans straum.
Þarna ástúð minnar móður
mínum sorgum huggun fann.
Þarna fyrst mig faðir góður
fræddi um guð og sannleikann.
Þá var ljúft að lifa og vaka,
lífsins sumarmorgni á,
yndissöngva undir taka
undralönd í hilling sjá,
finna blíðan blæ á vanga,
blómin lesa um grund og hól.
Slík var æsku gæfuganga
glaðri undir himinsól.
(Björn Jónsson)
Undir það síðasta var ljóst
hvert stefndi og gott að geta
kvatt Sóleyju systur daginn áður
en hún hvarf á braut.
Á hvítum vængjum
kom vorið inn um gluggann
og leysti líkama þinn úr viðjum
rétti þér hönd
og hvíslaði:
Komdu með mér
í ferð um ódáinslendur
þar sem gullnar rósir vaxa
í hverju spori
svo hverfum við saman
í sólarlagið.
(Þórdís Guðjónsdóttir)
Elsku Árni, Bogga Jóna, Guð-
bjartur og Elva, tengdabörn og
barnabörn, innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Grétar Jónsson.
Bænin er það fegursta og besta
sem í brjósti mínu bærist.
Háleitari en sú hugsun
sem í höfðinu hrærist.
Sem andvörp
til himneskrar fegurðar þær flögra.
Um loftið þær líða
sem friðarins fuglar
og brúa þar bil.
Hjartað mýkist
og sjónarhornið
verður í senn
skýrara og mildara.
Þá kærleikurinn ljúflega
mig tekur að aga
og benda mér á leiðir
sem best er að fara.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku frænka mín, farðu í
friði, elskulegri fjölskyldu og
systkinum votta ég mína dýpstu
samúð. Blessuð sé minning góðr-
ar frænku.
Þórhalla
Guðmundsdóttir.
Ingunn Sóley
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Skuggi minn geymir nú
sársauka liðinna tíma
Kvölin ei lengur í
launfylgsnum hugans
Þó rís á sorgbitnu bjargi
hús hamingju minnar
(Steinunn Ásmundsdóttir)
Með djúpri virðingu og
þökk kveðjum við Ingunni
Sóleyju Jónsdóttur.
Syrgjendum vottum við
samúð.
Sigurbjörg og Haukur
Hannibalsson.
✝ Áslaug Árna-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 7. jan-
úar 1918. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 5. maí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Sig-
hvatsson bókari, f.
8. nóvember 1885,
d. 28. febrúar 1951,
og Theódóra
Sveinsdóttir mat-
reiðslumeistari, f. 2. júlí 1876, d.
27. júlí 1949. Systkini hennar
voru Björn Steffensen og Sveinn
Ólafsson, báðir látnir. Eftirlif-
andi eru þau Sólveig Árnadóttir
og Baldvin Árnason.
Áslaug giftist 5. desember
1938 Óskari Sigurðssyni gjald-
kera, f. 21. júlí 1914, d. 24. jan-
úar 1998. Börn þeirra eru:
Valdimar Óskarsson, skrif-
stofumaður, f. 4. mars 1937, og
Sigrún Óskarsdóttir sölumaður,
f. 1. júlí 1941, d. 27. júní 2006.
Barnabörn Áslaugar eru fimm
og barnabarnabörnin fimm.
Áslaug ólst upp í Reykjavík en
var send í sveit á sumrin ásamt
systur sinni Sól-
veigu þar sem móð-
ir þeirra rak veislu-
þjónustu víða, svo
sem í Valhöll á
Þingvöllum og Fer-
stiklu í Hvalfirði og
í Reykholti í Borg-
arfirði. Einnig
byggði Theódóra
veitingaskála við
Hvítárbrú og rak
hann í mörg ár. Þar
vann Áslaug með móður sinni
nokkur sumur. Einnig vann hún
í eldhúsi Útvarpsins við Skúla-
götu í Reykjavík. Áslaug bjó
með manni sínum og börnum á
nokkrum stöðum í Reykjavík, en
saman áttu Áslaug og Óskar sín
efri ár í Hvassaleiti 58. Þau voru
bæði listræn, máluðu myndir og
gerðu listmuni úr steinum og
skeljum, sem þau söfnuðu vítt og
breitt um landið. Þessir munir
prýða nú heimili afkomenda
þeirra.
Útför Áslaugar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 14. maí
2012, kl. 13.
Hin blíða og fallega Áslaug er
látin. Hún var ein af þessum hóg-
væru, ljúfu konum, sem hafa mik-
il áhrif á samferðafólk sitt með
því að vera þær sjálfar. Brosið
hennar, ljúfu orðin, glaðlyndi
hennar og blíða höfðu mannbæt-
andi áhrif á okkur öll. Við urðum
glaðari með tilveruna og okkur
sjálf við að umgangast hana. Ást
hennar til Óskars, mannsins
hennar, sýndi okkur hve ástin
getur verið falleg lífið á enda.
Áslaug hvarf okkur, því miður,
smám saman inn á óminnislendur
Alzheimer-sjúkdómsins, en
minningin um yndislega konu
vermir mann og styrkir um
ókomin ár. Öllum ástvinum henn-
ar sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Takk fyrir, mín kæra Áslaug,
að þú varst þú.
Brynja Guttormsdóttir.
Áslaug Árnadóttir