Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
–– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út sérblað
Ferðasumar 2012
ferðablað
innanlands
föstudaginn
25. maí.
Ferðablaðið mun veita
upplýsingar um hvern
landshluta fyrir sig og verður
aðgengilegt á mbl.is.
Því verður einnig dreift á
upplýsingamiðstöðvar
um land allt.
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105 kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. maí.
SÉ
RB
LA
Ð
Ferðasumar 2012
ferðablað innanlands
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Siglufirði | Hafaldan SI 7, sem er
á grásleppunetum, nældi í risa-
skötusel á laugardag þrjár mílur
norður af Sauðanesi, á 30 faðma
dýpi. Sá reyndist vera 126 cm að
lengd, 86 cm á breidd og 26 kíló á
þyngd. Að sögn skipstjórans,
Ólafs Gunnarssonar, var fiskurinn
sprelllifandi þegar hann kom upp,
„lá bara í netinu“, því möskva-
stærðin er ekki nema tíu og hálf
tomma. Hann fékk von bráðar í
sig gogginn og var dröslað inn
fyrir og lenti síðar á Fiskmarkaði
Siglufjarðar. Slægður reyndist
hann vera 20 kíló. Þess má geta
að meðalþyngd skötusels sem
landað er á Siglufirði er 3-4 kíló.
Í bókinni Fiskar, eftir Gunnar
Jónsson og Jónbjörn Pálsson, sem
út kom árið 2006, segir að skötu-
selur geti náð tveggja metra
lengd, en sá stærsti sem veiðst
hafi á Íslandsmiðum hafi fengist í
net á Síðugrunni árið 2000 og
mælst 155 cm. Þá hafi tveir aðrir
mælst 145 cm hvor, sá fyrri náðist
á 300 metra dýpi í Skeiðarárdýpi
í apríl 1999 en sá síðari í Háfa-
djúpi í október 2003. Þessi er því
ansi nálægt Íslandsmetinu, en
fjallað er um málið á siglfirding-
ur.is.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Skötuselir Starfsmenn Fiskmarkaðar Siglufjarðar með þann stóra og annan dæmigerðan. Frá vinstri: Jón Hólm
Hafsteinsson, Steingrímur Óli Hákonarson og Guðmundur Gauti Sveinsson.
Skötuselur nálægt Íslands-
metinu í grásleppunetin
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri
þjóðskóga hjá Skógrækt ríkisins,
segir að skógræktarmenn séu ekki
óvanir misjöfnum veðrum í maí-
mánuði. Ekki þurfi að leita lengra en
til síðasta vors þegar gerði kulda á
Norður- og Austurlandi um 20. maí
sem stóðu fram eftir júnímánuði,
einkum fyrir austan. Þá hafi apríl-
mánuður verið hlýr og gróður því
kominn lengra en nú sé raunin.
„Helsta áhyggjuefnið núna er ef
það verður kalt áfram og heldur
jafnvel áfram að kólna, eins og ein-
hverjar langtímaspár gera ráð fyrir,
þá gæti dregið úr vexti,“ segir Þröst-
ur. Hann nefnir einnig að runnar
eins og yllir þoli illa kulda á þessum
árstíma og eins gæti blotasnjór farið
illa með birki og það brotnað.
Helsta áhyggjuefnið
ef það kólnar áfram
Laxamýri | „Við erum vön vorhretunum og værum
hissa ef ekki kæmi hret. Við bara vonum að það verði
ekki mikið úr þessu. Hins vegar eigum við nóg húspláss
því kindurnar eru hér í hlöðunum og við getum bætt
við í þær eftir því sem líður á sauðburðinn.“ Þetta segja
hjónin í Klambraseli í Aðaldal, þau Ragnheiður Lilja
Jóhannesdóttir og Gunnar Hallgrímsson.
„Hér dugir ekki að búa nema geta hýst allt þó svo að
allt sé borið. Við þekkjum vorhretin og stundum hefur
verið hér allt á kafi í snjó í byrjun maí, bæði fjárhús og
íbúðarhús.“ Þau segja mikilvægt að vera bjartsýn og
nægilegt húspláss og nóg hey skipti miklu máli.
Almennt eru þingeyskir bændur vanir að fást við
vorhretin en stundum geta þau verið mjög erfið ef þau
eru langstæð og langstæðir kuldar eins og gerðist sl.
vor. Til dæmis var kúm í Reykjahverfi ekki hleypt út
fyrr en í byrjun júlí það árið og muna elstu menn ekki
eftir því að kýr hafi farið svo seint út.
Á myndinni má sjá þau Gunnar og Ragnheiði í gær-
morgun í annarri hlöðunni sem þau hafa innréttað fyr-
ir kindurnar. Í Klambraseli eru tvær hlöður notaðar
sem vorhús.
Þingeyskir bændur vanir að snjói í maímánuði
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hissa ef ekki kæmi vorhret
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjar-
fulltrúi í Garði, segir slæma aðferða-
fræði í skólamálum, ágreining innan
fráfarandi meirihluta og störf bæjar-
stjóra vera meginástæðu þess að hún
klauf meirihluta D-lista og gekk til
liðs við N-lista um helgina. Tilkynnt
verður um nýjan meirihluta L- og N-
lista í dag. Ásmundur Friðriksson
bæjarstjóri kannast ekki við meintan
ágreining innan fráfarandi meiri-
hluta.
„Í heiðarleika sagt höfum við enga
hugmynd um það hvers vegna þessi
bæjarfulltrúi er að kljúfa meirihlut-
ann. Það hefur verið sátt hjá allri bæj-
arstjórninni um nær öll mál sem hafa
verið á borði hennar. Aldrei hefur
neitt komið fram hjá henni, hvorki á
fundum né annars staðar, um eitthvað
sem hún er ósátt með. Því komum við
algjörlega af fjöllum um það hvers
vegna hún er að gera þetta,“ segir Ás-
mundur sem fráfarandi bæjarstjóri í
Garði. Búist er við því að nýr meiri-
hluti ráði nýjan bæjarstjóra á næst-
unni. Ásmundur mun fá um 24 millj-
ónir í laun á næstu tveimur árum.
Vísar orðum bæjarstjóra á bug
„Ég vísa því algjörlega á bug að
enginn ágreiningur hafi staðið innan
meirihlutans,“ segir Kolfinna S.
Magnúsdóttir. Hún segir að ágrein-
ingur um skólamál hafi vegið þyngst.
Í vikunni birtist stjórnsýsluúttekt á
því starfi sem fram fer í grunnskól-
anum í Garði. Skýrslan þykir draga
upp dökka mynd af starfsemi skólans,
stjórnendum hans og námsárangri og
gerir sérstakar athugasemdir við
áhrif pólitískra átaka innan skóla-
nefndar.
Fram kemur að skipta þurfi um
skólanefnd og skólastjóra til að forð-
ast pólitíska íhlutun og til að hægt sé
að stunda faglegra skólastarf. Hafin
var vinna við að skipta um skóla-
stjórnendur og mun hún halda áfram.
„Það mun ekkert breytast. En þetta
snýst um að ná þeim markmiðum sem
skólinn þarf að ná. Til þess að svo
megi verða þurfum við á bæjarstjórn-
armeirihluta að halda sem vinnur á
lýðræðislegan hátt og með skólayfir-
völdum. Ekki með yfirgangi eins og
unnið hefur verið hingað til,“ segir
Kofinna.
Kolfinna er einna helst ósátt við
störf bæjarstjóra. „Ef svo er þá er
sorglegt að hún sé að kasta góðu sam-
starfi sínu við D-lista fyrir róða mín
vegna. Ég er ekki hluti af pólitíkinni
og var ráðinn sem utanaðkomandi
bæjarstjóri. Því ætti hún vel að geta
tekið það upp á bæjarstjórnarfundum
ef hún er ósátt við mín störf. En ég
endurtek að það hafa ekki komið upp
nein slík mál og því veit enginn hvers
vegna hún er á þessari vegferð,“ segir
Ásmundur.
Klauf meirihluta
vegna skólamála
Bæjarstjóri kannast ekki við ágreining