Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er eittmeg-inverk-
efni ríkisstjórn-
ar í hverju landi
að stuðla þar að sam-
kennd og almannafriði. Sú
íslenska ríkisstjórn sem
nú situr, illa þokkuð mjög
af landsmönnum, virðir
ekki það hlutverk. Henni
skolaði til valda í fram-
haldi af árásum á Alþing-
ishúsið og fleiri opinberar
stofnanir. Árásir þær
voru vel skipulagðar, þótt
vissulega hafi fjölmargir
tekið þátt í þeim fullir
réttlátrar reiði og án þess
að átta sig á í hvaða far-
veg mótmælaöldunni var
svo fagmannalega beint.
Eftir að í ráðherrastól-
ana var sest var megin-
verkefnið að sundra þjóð-
inni sem allra mest og
kenna öðrum um og var
beitt til þess aðferðum
sem aldrei áður hafa sést
til stjórnmálamanna sem
kosnir hafa verið í lýð-
ræðislegum kosningum í
landinu. Sú saga er kunn.
Þjóðinni var sundrað í
mesta svikabralli íslenskr-
ar nútímasögu. Minnihluti
Alþingis fékk að sækja
um aðild að ESB! Allir
vita hvernig það er komið.
Í þrígang var reynt að
þvinga þjóðina til að
hlekkja sjálfa sig á
skuldaklafa til áratuga.
Þá var gerð atlaga að
stjórnarskrá landsins sem
þegar er sýnt að muni
kosta ótrúlegar fjárhæðir
eða um einn milljarð
króna. Og er þá ekki met-
inn kostnaðurinn við
skemmdirnar á stjórn-
skipuninni, enda er því
treyst að þær nái ekki
fram. Sjávarútvegurinn,
sem hefði getað orðið enn
frekari uppspretta endur-
reisnar þjóðarinnar en
hann hefur þó orðið, hefur
búið við umsátursástand á
fjórða ár. Er sú árás öll
með miklum ólíkindum.
Öll áform um fjárfestingu
og innlenda uppbyggingu
hafa verið drepin í dróma
af þeim sem síst skyldi,
ríkisstjórninni sjálfri.
Ríkisstjórnarflokkarnir
sjálfir kenna sundurlyndi
í stjórnarliðinu einkum
um þann þáttinn. Öll fyr-
irheit sem sam-
þykkt voru sam-
hljóða á þingi
um bætt vinnu-
brögð á Alþingi
Íslendinga hafa fokið út í
buskann. Forseti þingsins
er hvað eftir annað gerður
ómerkur orða sinna af
oddvitum ríkisstjórnar-
flokkanna. Setur þingið
mjög niður við þá fram-
göngu.
Stjórnarandstaðan hef-
ur iðulega teygt sig mun
lengra til að þóknast rík-
isstjórninni en hefur verið
hægt að ætlast til af
henni. Margt bendir til að
hún hafi fengið sig full-
sadda á því, enda færir
stjórnarliðið sig sífellt
lengra upp á skaftið við
hverja tilslökun. Stjórn-
arandstaðan hefur ríkar
skyldur við sína kjós-
endur og allan almenning
í landinu. Ekki síst þegar
stjórnarforystan er svo
stórgölluð eins og nú er.
Eftir að stjórnarand-
staðan hefur hætt að láta
valta yfir sig hefur fylgi
hennar vaxið.
Forsetakosningar eru
framundan eftir rúman
hálfan mánuð. Það er
þjóðarskömm að ríkis-
stjórn og Alþingi skuli
ekki tryggja að fárra daga
friður fáist fyrir þær
kosningar. Ríkisstjórninni
ber beinlínis að hafa for-
ystu um að slíkur friður
fáist, enda hefur öng-
þveitið sem hún hefur
staðið fyrir í þinginu gert
það að verkum að umræða
um forsetakosningarnar
er í skötulíki.
Það er ekki lengur af-
sökun fyrir almenna þing-
menn að núverandi for-
sætisráðherra valdi alls
ekki hlutverki sínu og
hvorki geti né vilji gegna
því forystuhlutverki sem
það embætti að lögum og
venjum hefur á hendi. Al-
mennir þingmenn í öllum
flokkum verða að grípa
fram fyrir hendurnar á
þeim forystumönnum sem
sýna að þeir valda ekki
sínu hlutverki. Annars
hljóta þeir að axla ábyrgð
með oddvitum ríkisstjórn-
arinnar á þeim ógöngum
sem sérhvert mál, stórt
og smátt, virðist nú rata í.
Forysta ríkisstjórnar
landsins er
friðarspillir}
Friðarspillir í forsæti
N
okkrir forystumanna Sunnlend-
inga á vettvangi landsmála og
sveitarstjórna gengu fram fyr-
ir skjöldu sl. vetur með frekar
hallærislegum hætti þegar þeir
mótmæltu lokun réttargeðdeildar að Sogni í
Ölfusi. Sjónarmið þeirra var að lokunin kæmi
sér illa fyrir atvinnulíf á svæðinu aukinheldur
sem meðferð þess fólks sem vistaðist á Sogni
hefði skilað góðum árangri. Var þá í léttu rúmi
látið liggja að yfirlæknir geðsviðs Landspít-
alans, Páll Matthíasson, fullyrti að fólk sem
þyrfti þessarar heilbrigðisþjónustu við gæti
fengið enn betri þjónustu með vistun á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Þau sjónarmið lét fólk eystra
sér þó, að því er virtist, í tiltölulega léttu rúmi
liggja. Í þeirra huga vógu atvinnuhagsmunir í
héraði þyngra en að tryggja að sjúkt fólk
fengi bestu meðferð sem hugsast gæti. Mörg orð mætti
hafa um framgöngu í þessu máli sem verður best lýst
sem ljótum leik.
Í fyrri viku birtist í sjónvarpi átakanleg frétt, frásögn
grátandi móður sem leitað hafði frá Heródesi til Pílat-
usar í leit að hjálp fyrir dóttur sína, fársjúka í sál og
sinni. Einu mátti gilda hvert hún leitaði; allstaðar svör-
uðu silkihúfurnar því til að ekkert væri hægt að gera.
Hvergi buðust bjargir. Eftirleikur þessa máls er eftir
bókinni. Fréttin hefur orðið til þess að kerfið, sem veit
upp á sig skömmina, er komið á snúning. Nú gengur
maður undir manns hönd að reyna að leysa málið og
tryggja stúlkunni þá hjálp sem hún á allan
rétt á. Settur hefur verið á fót sérstakur
starfshópur til að vinna að lausn þessa máls
og má undarlegt telja að þurfi heila stór-
gripahjörð embættismanna í að leysa, að því er
virðist, alveg sáraeinfalt mál.
Í áratugi var María Maack forstöðukona
Farsóttarhússins í Reykjavík. Hún var flest-
um stærri í anda og veitti af kærleik mörgum
umrenningum það jarðneska skjól sem
þurfti. Raunar var þessari kunnu útivistar-
konu lýst svo að hitti hún á kölska á fjöllum
glorsoltinn þætti henni sjálfsagt gustukaverk
að gefa honum matarbita og biðja hann svo
um að snúa af villu síns vegar. Einnig mætti
nefna hér Idu Ingólfsdóttur sem lengi veitti
barnaheimilinu Steinahlíð í Reykjavík for-
stöðu. Hún lést 2004 en um hana sagði í minn-
ingargrein að í sjúkrahúsvit hefði legið á borði „ ... kort
frá konu sem lá í næsta herbergi, einlægar þakkir fyrir
að hafa fóstrað fatlaðan son hennar í Steinahlíð þrátt fyr-
ir að þar væru öll pláss full og öll önnur úrræði hefðu
brugðist.“
Framgöngu þessara kvenna er hér lýst til að undir-
strika að til þess að leysa erfið mál verður stundum að-
eins leyst með öðrum leiðum en hefðin býður. En til þess
þarf kjark en þó fyrst og síðast kærleik hugumstórs
fólks sem gengur rösklega til verka og tryggir veikum
velferð – í stað þess að einblína á að þjónustan skapi
atvinnu í héraði. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Með hugumstórum kærleik
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vonast er til að aflaregla í ýsuog ufsa verði komin í notk-un áður en fiskveiðiráðgjöfHafrannsóknastofnunar
lítur dagins ljós á næsta sumri. Ef sú
aflaregla í ýsu sem nú er unnið að
hefði verið í gildi fiskveiðiárið 2007/08
má ætla að ársaflinn hefði orðið um
80 þúsund tonn, en ekki 110 þúsund
tonn.
Svo virðist sem tillögur Haf-
rannsóknastofnunarinnar hafi verið
of háar á þessum árum, en að auki
fóru sjávarútvegsráðherrar fram úr
tillögum stofnunarinnar við ákvörðun
afla. Lélegir árgangar eru að koma
inn í hrygningarstofn ýsu. Því er lagt
til að afli næsta árs verði 32 þúsund
tonn og er byggt á tillögu að aflareglu
fyrir ýsu. Aflamark þessa árs er 45
þúsund tonn.
Björn Ævarr Steinarsson, sviðs-
stjóri veiðiráðgjafar, segir að vinna
við aflareglu fyrir ufsa og ýsu sé langt
komin. Varðandi ufsa sé beitt sam-
bærilegum aðferðum og við þorsk.
Við gerð aflareglu fyrir ýsu sé hins
vegar nauðsynlegt vegna sveiflna í
árgangastærð og þess hve breyti-
legur vöxtur ýsunnar er að líta frekar
til lengdar en aldurs. Ýmsir umhverf-
isþættir ráði vexti og viðgangi.
Sveiflur í ýsustofni eru ekki bara
vandi Íslendinga heldur er þessi
staða þekkt hjá nágrannaþjóðum, að
sögn Björns Ævars. Þannig glíma
Norðmenn og Rússar við hratt
minnkandi ýsustofn eftir minnkandi
nýliðun eftir að þrír mjög sterkir ár-
gangar hafa verið í veiðistofni. Ekki
er ljóst hvernig brugðist verður við
samdrættinum þar sem aflaregla sem
stuðst er við gerir ekki ráð fyrir eins
hröðum samdrætti og nauðsyn kref-
ur.
Ráðgjafarregla – aflaregla
Aflaregla í þorski var tekin upp
hér á landi árið 1995, en flestar fisk-
veiðiþjóðir styðjast við nýtingar-
stefnu og aflareglu í mörgum fiskteg-
undum. Björn Ævarr segir að
Íslendingar hafi að þessu leyti dreg-
ist aftur úr, en þó hafi um langt árabil
verið byggt á ráðgjöf stofnunarinnar
sem miði að því að gefa há-
marksafrakstur til lengri tíma. Þar
hafi vissulega ákveðin ráðgjafarregla
verið í notkun.
Hafrannsóknastofnunin hefur
unnið að fræðilegum undirbúningi
setningu aflareglu fyrir ýsu og ufsa,
m.a. á vettvangi Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins. Síðustu mánuðina hef-
ur sjávarútvegsráðuneytið haft for-
göngu um samráð í atvinnugreininni
um mótun nýtingarstefnu og setn-
ingu aflareglu fyrir þessar tegundir.
Jafnframt hefur verið unnið að mót-
un tillagna fyrir aðra fiskistofna, svo
sem fyrir gullkarfa og hrognkelsi,
segir í formála að ástandsskýrslu,
sem út kom á föstudag.
Björn Ævarr segir hlutverk
stjórnvalda að móta nýtingarstefnu,
sem byggist á nýtingu stofna þannig
að úr þeim náist hámarksafrakstur
og að hrygningarstofnar fari ekki
niður fyrir tiltekin hættumörk.
Verkefni sérfræðinga sé hins vegar
að koma með tæknilega útfærslu á
aflareglu sem uppfyllir þessi skil-
yrði.
Ofmat og ákvörðun
umfram aflatillögur
Ekki eru mörg ár síðan um og yfir
250 þúsund tonn af þorski veiddust
á Íslandsmiðum, en samkvæmt ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar fá ís-
lensk skip heimild til að veiða 196
þúsund tonn á næsta ári. Það er
aukning um 19 þúsund tonn, en
kemur ekki öll til þeirra sem eiga
heimildir í aflamarks- og krókaafla-
markskerfum. Á þetta atriði hafa
útgerðarmenn einmitt lagt mikla
áherslu og telja sanngirnismál að
þeir sem hafa tekið á sig miklar
skerðingar á undanförnum árum
njóti aukningarinnar þegar til henn-
ar komi.
Á þessu fiskveiðiári er þorskkvót-
inn 177 þúsund tonn og af honum
fóru 160.184 tonn í aflamark og
krókaaflamark. Ef frumvarp um
fiskveiðistjórnun sem nú liggur fyr-
ir þinginu verður óbreytt að lögum
er gert ráð fyrir að fari aflaheimildir
yfir 177 þúsund tonn skuli fyrstu
4.500 tonn aukningarinnar fara í
flokk 2, þar sem fjallað er um
strandveiðar, línuívilnun, byggða-
kvóta, skel- og rækjubætur, frí-
stundaveiðar og kvótaþing. Síðan
fari 9,5% af því sem eftir stendur í
þessi verkefni og kæmu því 173.307
tonn í aflamarkskerfin.
Njóta aðeins hluta aukningar
TALSVERT VANTAR UPP Á STÓRU ÞORSKVEIÐIÁRIN
Þorskur
Afli eftir veiðafærum
500.000 t.
400.000 t.
300.000 t.
200.000 t.
100.000 t.
0
1980 2011
Net
Botnvarpa
Krókar
Dragnót
Annað