Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 164. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Seldi íbúð, sagði upp vinnu og … 2. Alvarleg líkamsárás í sumarhúsi 3. Bjarki: Þakka guði fyrir að … 4. „Það er búið að rífa úr mér hjartað“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Galleríið Kling & Bang hefur opnað útibú á skiptistöð Strætó á Hlemmi í Reykjavík, sýningarkassa sem nefn- ist Kling & Bang útibú – Public Art Center. Fyrstur til að sýna í útibúinu er Ragnar Már Nikulásson. Kling og Bang með útibú á Hlemmi  Safnplata er væntanleg frá hljómsveitinni Brimkló sem hef- ur upp á síðkastið verið iðin við kol- ann í hljóðverinu Hljóðrita í Hafn- arfirði og tekið þar upp nýtt efni sem verður að finna á plötunni. Söngvarinn Björgvin Halldórsson fer sem fyrr fyrir hljómsveitinni góð- kunnu. Nýtt efni væntanlegt með Brimkló  Hljómsveitin Mannakorn heldur tvenna tónleika um næstu helgi, í Hofi á Akureyri 16. júní kl. 20 og í Rauðku á Siglufirði 17. júní kl. 21. Hljómsveitina skipa þau Pálmi Gunn- arsson, Magnús Eiríks- son, Ellen Kristjáns- dóttir, Eyþór Gunnarsson, Benedikt Brynleifsson og Stefán Már Magn- ússon. Mannakorn leikur á Norðurlandi Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Horfur á síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 15 stig, svalast með A-ströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða bjart veður, en sums staðar skýjað með ströndinni og stöku síðdeg- isskúrir S-til á landinu. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR Breiðablik og Stjarnan gerðu 2:2-jafntefli í stórleik 6. umferðar Pepsideildar kvenna í gær. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft og það rauða tvisvar í bráðfjör- ugum leik. Þór/KA er því með þriggja stiga forskot á toppnum. ÍBV vann stór- sigur gegn Selfossi í Eyjum, 7:1, Valur vann Fylki 4:0 í Ár- bænum og nýliðar FH lögðu KR að velli í Kapla- krikanum, 2:1. »2 Spjaldaregn í stórleiknum Jón Arnar Magnússon var fjórum ár- um eldri en Einar Daði Lárusson er í dag þegar hann náði 8.000 stigum í tugþraut í fyrsta skiptið af þrettán. Einar Daði náði betri árangri í Tékklandi um helgina en þegar Jón Arnar sló Íslandsmetið í fyrsta sinn fyrir átján ár- um. »2 Einar Daði með fjögurra ára forskot á Jón Arnar Andrei Shevchenko, framherji Úkraínumanna, stal senunni á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær. Þessi hálffertugi leikmaður var hetja Úkraínumanna en hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2:1-sigri gegn Svíum. Í hinum leik D-riðilsins skildu Englendingar og Frakkar jafnir í tilþrifalitum leik, 1:1. »3 Shevchenko stal sen- unni í Kænugarði ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég er nú bara eins og aðrir, get hoppað með,“ segir Aðalheiður Snorradóttir sem tók þátt í danssýn- ingu á Landsmóti UMFÍ 50+ í íþróttahúsinu við Varmá í Mos- fellsbæ um helgina. Hún var elsti þátttakandinn, verður 98 ára í haust. „Ég var öruggur forseti, það er ald- ursforseti,“ heldur hún áfram. Aðalheiður hefur verið í leikfimi hjá Margréti Bjarnadóttur hjá Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi tvisvar í viku í um 18 ár en hún byrj- aði að æfa með fólki í Digranessöfn- uði þegar hún var um sjötugt. „Við byrjuðum með leikfimi fyrir aldraða í söfnuðinum en ég hafði nóg að gera við húsverkin og heimilisstörfin fram að því,“ segir hún. „Mér finnst hlægilegt þegar spurt er hvað konan geri og svarið er: „Ekkert. Hún er bara heima.“ Kannski með sjö til átta manns í heimili og enga hjálp!“ Dansinn með leikfiminni Prestshjónin Aðalheiður og séra Jóhannes Pálmason bjuggu á Stað í Súgandafirði frá 1942 til 1972, en þaðan lá leiðin í Reykholt og loks í Kópavog. „Ég er annars Vest- mannaeyingur, fædd og uppalin þar,“ segir hún, en hún hitti verð- andi eiginmann sinn í Eyjafirði þar sem hún var í kaupavinnu í tvö sum- ur. „Það var tilviljun að okkar kynni héldu áfram. Hann tók mynd í óleyfi af mér en okkur kaupakonunum þremur fannst myndin svo góð að hann lofaði að láta framkalla fleiri myndir og senda mér. Þegar ég ætl- aði að borga sagði hann að það kost- aði 20 blaðsíðna bréf og úr varð að við skrifuðumst á í fleiri ár, einu sinni til tvisvar á ári. Ég flakkaði svolítið í útlöndum en svo þurfti ég að koma heim af því að móðir mín var orðin veik og við Jóhannes hitt- umst í Reykjavík. Úr varð hjóna- band og eftir það var ég í húsverkum og heyskapnum. En dansinn kom bara með leikfiminni. Það lenti oft á Jóhannesi að spila og sjá um músík- ina í sveitinni. Ég fékk því ekki æf- ingu í dansinum. Það er alveg víst.“ Hún þvertekur þó ekki fyrir að hafa tekið sporið í Eyjum á yngri árum. „Maður fór á ball í Vestmannaeyjum þegar gafst án þess að hafa nokkra kunnáttu sérstaklega.“ Jóhannes féll frá 1978 og nokkr- um árum síðar byrjaði Aðalheiður í leikfimi. „Ég þurfti að styrkja líkam- ann og svo var þetta líka félags- skapur. Í júlí í fyrra rak ég tána hérna í stéttina, datt og lærbrotnaði, en ég er hætt að ganga með hækjur og göngugrind. Ég þakka það leik- fiminni. Ef það er ekkert sem kallar á liggur maður bara í leti.“ Byrjaði sjötug í leikfiminni  „Ég var örugg- ur forseti, það er aldursforseti“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Fyrirmynd Aðalheiður Snorradóttir byrjaði í leikfimi um sjötugt og sýnir að lengi lifir í gömlum glæðum. Ljósmynd/Sigurður Guðmundsson Viðurkenning Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, færir Aðal- heiði blóm eftir sýninguna í Mosfellsbæ um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.