Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is
úrval einstakra málverka og listmuna
eftir íslenska listamenn
1987-2012
SVIÐSLJÓS
Texti: Guðni Einarsson
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson
„Kríuvarpið er gríðarlega mikilvægt
því krían vísar svo vel á hvar tófan
er. Það fer allt kríugerið upp og arg-
ast í tófunni þegar hún kemur,“
sagði Hermann Ólafsson, útvegs-
bóndi í Grindavík og æðarræktandi
á Stað. Undanfarið hefur hann verið
vakinn og sofinn við að verja æðar-
varpið fyrir ágangi vargs og þar er
tófan verst að hans mati.
Margir afræningjar
Æðarfuglinn verpir á undan krí-
unni og tófan kemur strax að ræna
eggjum. Minkurinn er líka kræfur
eggjaræningi. Eftir að krían er orp-
in virðist tófan frekar kjósa kríuegg-
in og rænir þeim óspart.
Komist tófa í varpið verður mikið
uppnám og fuglinn flýr af hreiðr-
unum. Það opnar kjóa, mávi og
hrafni greiða leið að eggjum eða
ungum. Hermann sagði að fengi tóf-
an að valsa um óáreitt eyðilegðist
varpið því fuglinn héldist ekki á
hreiðrunum. Egg og ungar yrðu
óvarin fyrir vargi, veðri og vindum.
Hætt væri við að eggin klektust ekki
eða ungarnir dræpust væru þeir
ekki étnir.
„Ég var grenjaskytta á árum áður
og þegar grenjaleit var hætt hér í
Grindavík fór þetta bara á einn veg,“
sagði Hermann. Tófunni stórfjölgaði
að hans mati. „Ríkið virðist ekki
hafa efni á að halda varginum niðri
en mér finnst að eitthvað annað
mætti nú missa sín á undan því.“
Hermann sagði nauðsynlegt að
sveitarfélögin á Reykjanesi tækju
höndum saman um að halda tófunni
niðri. Það þýddi ekkert að veiða
hana í einu sveitarfélagi ef henni
væru gefin grið í hinum. Hann
kvaðst viss um að tófan ætti stærstu
sökina á því að rjúpan hefði ekki náð
sér á strik á Reykjanesi, þrátt fyrir
langa friðun fyrir veiðum.
Sannur útvegsbóndi
Hermann er sannkallaður útvegs-
bóndi. Hann rekur ásamt fleirum
sjávarútvegsfyrirtækið Stakkavík
ehf. sem gerir út og verkar fisk. Þá
er hann með um 150 ær á fóðrum á
veturna í félagi við aðra og á auk
þess hesta.
„Ég tók eftir fjúkandi dún um allt
þegar ég kom í æðarvarpið fyrir há-
degi á föstudaginn var,“ sagði Her-
mann. „Svo sá ég svakalegt kríuger
við Íslandslax og þar var þá refur
klukkan ellefu fyrir hádegi! Mér
tókst að ná honum. Ég vann við að
tína dún alveg til miðnættis og sá
aðra tófu koma. Þá hringdi ég í Jó-
hannes Vilbergsson frænda minn og
bað hann að koma. Við skutum fimm
tófur um nóttina hér í varpinu. Nótt-
ina áður höfðu veiðst tvær og aðrar
þrjár þar á undan eða átta tófur á
einum sólarhring og ellefu tófur alls
í síðustu viku.“
Ójafnvægi í náttúrunni
Hermann segir að stundum sé tal-
að um að náttúran nái jafnvægi en
hann telur langt í að tófan komist í
jafnvægi.
„Fugl uppi í tré eða ókleifu bjargi
sleppur við tófuna en ekki fugl sem
verpir á jörðinni. Tófurnar koma
bara ein af annarri. Ég hélt að tófu-
straumurinn ætlaði aldrei að taka
enda í síðustu viku,“ sagði Hermann.
Byrjað var að hlúa að æðarvarp-
inu á Stað eftir að vikur rak þar á
fjörur í Surtseyjargosinu. Vorið eftir
komu tólf æðarkollur og gerðu sér
hreiður í vikrinum í flóðmörkunum.
Síðan hefur æðarvarpið verið Her-
manni hugleikið.
„Mér finnst gaman að kollunum
og það er líf mitt og yndi að vasast í
þessu á vorin. Ég verð alveg brjál-
aður þegar tófan er að eyðileggja
þetta,“ sagði Hermann. Hann sagði
að æðarkollurnar væru flestar mjög
vanafastar og yrpu í sama hreiður-
stæðið ár eftir ár. Þó er áberandi að
kollan hefur hörfað undan þar sem
vargurinn hefur átt greiðastan að-
gang og flutt sig á öruggari staði.
Hermann hefur fjarlægt hundruð
tonna af grjóti sem sjórinn bar inn á
gömlu túnin næst sjónum. Kollurnar
gera sér gjarnan hreiður í holunum
eftir steinana. Hermann segir að sé
varpið varið og því sinnt á réttan
hátt laðist nýjar kollur að. Æð-
arfuglinn sæki í friðinn sem fylgi
umhirðunni.
Þótti Stanley þaulsætinn
Æðarvarpið er afgirt en tófan
smýgur undir girðingarnar. Her-
mann hefur velt því fyrir sér að setja
rafstreng neðst á girðinguna. Hann
er með margar fuglahræður og
mesta athygli vekur glaðleg og vel
búin fuglahræða sem situr í sólstól
úti á túni með íslenskar veifur.
„Þessi er kallaður Stanley,“ sagði
Hermann og hagræddi varðmann-
inum sem hafði skekkst í stólnum.
„Kunningi minn átti hann og hafði á
skemmtistað en Stanley var stolið
þaðan. Lögreglan rakst svo á mann
um miðja nótt í Keflavík sem var
með Stanley á herðunum. Stanley
endaði svo hér í varpinu.“
Það er ástæða fyrir því að fugla-
hræðan fékk nafnið Stanley eftir
einum fyrrverandi starfsmanni Her-
manns.
„Það kom strákur með mér hingað
úteftir þegar ég var að kíkja á varp-
ið. Hann tók eftir þessum náunga
sem sat hér sallarólegur úti í varpi
og spurði hver þetta eiginlega væri.
Ég svaraði í hálfkæringi að þetta
væri Stanley, en strákurinn kann-
aðist vel við hann úr vinnunni. Hann
spurði furðu lostinn:
Hvernig nennir hann eiginlega að
hanga allan daginn þarna úti í varpi?
Ég átti ekkert almennilegt svar við
því,“ sagði Hermann og hló.
Tófustraumurinn
ætlaði aldrei að enda
Krían er góður nágranni æðarvarps og varar við tófunni
Morgunblaðið/RAX
Varðmenn varpsins Fuglahræðan Stanley og Hermann æðarbóndi.
Æðarbóndi Hermann talaði við æðarkollurnar og þær virtust þekkja hann.
Æðarfugl Blikarnir halda sig nálægt kollunum á meðan þær liggja á.
Vargar Mörg egg og ungar enda í gini óboðinna gesta.