Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þrátt fyrir mikla þurrkatíð undanfarið lítur ágætlega út með grassprettu víð- ast hvar á landinu. Bændur bíða þó óþreyjufullir eftir vænni rigning- ardembu því herslumuninn vantar svo þeir geti hafið slátt. Rigningin mun láta bíða eftir sér eitthvað lengur því hún sést ekki í kortunum af neinu viti fyrr en seinnipart næstu viku. Ráðu- nautar telja að flestir bændur hefji fyrrislátt um eða eftir næstu helgi og er það eins og gerist í meðalári. Allt lítur þó út fyrir að næringargildi heys- ins verði ekki eins og best verður á kosið vegna þurrka, en bleytan gefur grasinu þá fyllingu sem það þarf til að verða næringarríkt fóður. Eiríkur Loftsson jarðrækt- arráðunautur í Skagafirði segir að þar sé orðið ansi þurrt og þurrkurinn far- inn að tefja sprettu. „Það styttist nú samt í slátt og gæti verið að menn færu eitthvað að hreyfa sig um eða undir næstu helgi. En það er ekki víst að það verði almennur sláttur þó bændur byrji aðeins.“ Eiríkur segir að það spretti betur núna en á sama tíma í fyrra en ekki viti það á gott ef ekki fer að væta. „Nú var enginn klaki í jörðu í vor og svo kom hlýr og góður kafli sem kom öllu af stað. Það vantar vætuna til að þetta komi og þá kemur þetta líka frekar hratt.“ Þurrkurinn núna er ekki aðeins slæmur fyrir grassprettu á túnum heldur fer hann einnig illa með flög sem hefur verið sáð í að sögn Eiríks. „Bændur þurfa að fá vætu í flögin svo það fari að spíra. Það sem hefur verið sáð síðustu vikurnar er ekki að taka vel við sér. En maður sér að kornið sem var sáð í byrjun maí er komið af stað.“ Erfitt að ná heyinu sem allra bestu Fyrravor var mjög kalt og þurrt og bitnaði það á heyforða bænda í vetur. „Það gekk mjög á birgðir og bændum veitir ekkert af því að fá gott heyskap- arár. Ef það verður viðloðandi þurrk- ur áfram fara þeir að hafa áhyggjur af því að ná ekki upp þeim forða sem þeir þurfa að byggja upp aftur. Maður er smeykur um að það takist ef það rignir ekki eftir fyrrislátt, þá eru horf- urnar með sumarið mikið lakari,“ seg- ir Eiríkur. Lárus Birgisson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Vesturlands segir tún þar í ágætu standi og hann viti ekki til þess að þau séu farin að brenna ennþá. „Það stefnir í góða uppskeru, betri en í fyrra. En það mætti alveg kasta skúrum,“ segir Lárus. Þó uppskeran hjá bændum verði góð er ekki víst að fóð- urgildi heysins verði gott. „Þegar er svona þurrt get- ur grasið hlaupið í punt án þess að vera búið að fá eðlilegan blaðvöxt og þá er það ekki eins nær- ingarríkt. Ef vætan kem- ur myndi blaðvöxtur aukast og grasið spretta hratt. Þá gæti það sprottið úr sér á stuttum tíma svo það gæti verið erfitt að ná öllu í bestu gæðum,“ segir Lárus. Leggja áherslu á heymagnið Margrét Ingjaldsdóttir jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir að bændur muni líklega leggja meiri áherslu á að ná miklum heyjum í sumar frekar en að horfa í gæði þess. „Þeir sem gengu á heyforðann í vetur, eða urðu heylausir, verða að reyna að ná miklu fóðri í sumar. Af því að það er frekar kalt og þurrt finnst mér grasið fara fyrr í skrið og þá minnkar fóð- urgildið,“ segir Margrét. Á Suðurlandi eru örfáir bændur undir Eyjafjöllum farnir að slá í litlu magni. Margrét segir slátt í lands- fjórðungnum ekki almennt hafinn af neinum krafti. „Bændur hér á svæð- inu fara að huga að slætti um eða eftir næstu helgi.“ Á Austurlandi er gróður að taka við sér og farinn að grænka að sögn Önnu Lóu Sveinsdóttur ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Austurlands. „Það er búið að vera dálítið kalt núna svo það hefur hægt á sprettu en það kom gusa af rigningu svo það er erfitt að segja til um hvenær sláttur hefst. Í fyrra var mjög kalt ár og þá voru þeir að byrja um mánaðamótin júní – júlí,“ segir Anna Lóa. Hún telur líklegt að bændur byrji nokkuð fyrr núna að slá enda um meðalvor fyrir austan að ræða. Þurrkatíðin tefur grassprettu  Líklegt að sláttur hefjist víða um land um þjóðhátíðarhelgina  Bændur þurfa gott heyskaparár til að byggja upp heyforðann eftir veturinn  Lítur ágætlega út með grassprettu en vantar bleytu Morgunblaðið/RAX Sláttur Útlit er fyrir að næringargildi heysins verði ekki eins og best verður á kosið í ár vegna þurrka, en bleytan gefur grasinu ákveðna fyllingu. „Það hefur verið löng þurrkatíð núna og ekki nein bleyta sem heitið getur. Fyrir norðan og austan hef- ur víða verið svalt en samt sem áður lítið rignt,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands. Hann segir ekki mikla rigningu að sjá í kort- unum. „Þetta er langt fyrir utan allar spár sem við gefum út opinberlega en um miðja næstu viku verður kannski lægð suðvestur af landinu. Þá myndi rigna seint í næstu viku með suðlægum vindum. Annars eru voðalega litlar breytingar á veðrinu viku fram í tímann. Það geta komið síðdegisskúrir en það er engin bleyta sem heitið getur.“ Óli Þór segir að það sé frekar tilviljun en hitt að Íslendingar fái tvö þurr vor í röð. „Vorið í fyrra var öðruvísi þurrt, þá var standandi norðanátt og mjög kalt á Norður- og Austurlandi á meðan Suður- og Vesturland voru í skjóli. Nú er þetta líkari staða og var árið 2010. Það er mikil hæð yfir Grænlandi sem teygir sig yfir Ísland og við liggjum í rauninni í skjóli af henni.“ VEÐURSTOFAN Lítil bleyta í kortunum SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Norrænu lýð- heilsuverðlaunin árið 2012 falla að þessu sinni Har- aldi Briem, sótt- varnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá landlækni, í skaut fyrir mikil- vægar rannsókn- ir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Voru hon- um afhent verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Nor- egi. Í tilkynningu frá velferðarráðu- neytinu segir að norrænu lýðheilsu- verðlaunin séu veitt „einstaklingum, samtökum eða stofnunum sem lagt hafa mikið af mörkum til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndunum. Horft er til þess að viðkomandi hafi á af- gerandi hátt haft áhrif til að stuðla að bættri lýðheilsu, annaðhvort í eig- in landi eða í víðara samhengi, og verið öðrum til eftirbreytni“. Ole T. Andersen, formaður stjórn- ar Norræna lýðheilsuháskólans, sagði við verðlaunaafhendinguna í gær að Haraldur hefði lagt mikið af mörkum í þágu bættrar lýðheilsu á Norðurlöndunum. Haraldur lauk sérfræðiréttindum í bráðum smitsjúkdómum og sér- fræðiréttindum í smitsjúkdómum innan lyflæknisfræði árið 1980 og 1982 doktorsprófi í læknavísindum frá Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. kjon@mbl.is Haraldur hreppti nor- ræn lýðheilsuverðlaun  Veitt fyrir rannsóknir og baráttu Haraldur Briem María Sigurjóns- dóttir, íslenskur geðlæknir, bar vitni í réttarhöld- unum yfir And- ers Behring Brei- vik í gær en María stýrði hópi 18 sérfræðinga sem lögðu mat á geðheilsu Brei- vik. Hópurinn fylgdist með Breivik allan sólarhringinn í þrjár vikur. María sagði að Breivik hefði verið samstarfsfús, hann hefði verið vel upplýstur um hvað væri að gerast í kringum hann og hefði mikinn áhuga á að fylgjast með fréttum af sér. Hann myndi einnig mjög vel það sem vitni segðu. Niðurstaða hópsins var að 16 af 18 töldu Breivik sakhæfan, einn var ekki viðstaddur réttarhöldin og einn var ekki viss. kjon@mbl.is Íslenskur læknir lagði mat á geð- heilsu Breivik María Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.