Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012
Bíólistinn 8.-10.júní 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Prometheus
SnowWhite and the Huntsman
Men in Black 3
LOL
The Avengers
The Dictator
The Lucky One
Moonrise Kingdom
The Raven
Lorax
Ný
1
2
Ný
4
3
6
7
5
11
1
2
3
1
7
4
3
2
2
11
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Kvikmyndin Prometheus, eða
Prómeþeifur, er sú sem mestum
tekjum skilaði í miðasölu yfir
helgina, en nær 7.400 miðar hafa
verið keyptir á hana frá frumsýn-
ingu. Toppmynd síðustu viku, Snow
White and the Huntsman, dettur
niður í annað sæti en hún er í
grunninn byggð á ævintýrinu um
Mjallhvíti. Unglingaræman LOL er
ný á lista, í 4. sæti en hún var frum-
sýnd í síðustu viku. Segir þar af ást-
um og amstri unglingsstúlku.
Bíóaðsókn helgarinnar
Prómeþeif-
ur efstur
Geimferð Úr kvikmyndinni Pro-
metheus eftir Ridley Scott.
Aðrir tónleikar tónleikaraðarinnar
Klassík í Vatnsmýrinni verða haldn-
ir í kvöld kl. 20 og bera þeir yfir-
skriftina Töfrahljómur Austur-
Evrópu. Tónleikaröðin er á vegum
Félags íslenskra tónlistarmanna,
FÍT og unnin í samvinnu við Nor-
ræna húsið. Á tónleikunum í kvöld
koma fram Guðný Guðmundsdóttir,
fiðluleikari, heiðursfélagi FÍT og
fyrrverandi konsertmeistari Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, og Ástríður
Alda Sigurðardóttir píanóleikari.
Á efnisskránni eru verk eftir aust-
ur-evrópsk tónskáld: Sónata í F-dúr
op. 57 eftir tékkneska tónskáldið
Antonín Dvorák; rapsódía nr. 1 eftir
Ungverjann Béla Bartók, verkið
Fratres eftir eistneska tónskáldið
Arvo Pärt og sónata op. 26 eftir
úkraínska tónskáldið Sergei
Bortkiewicz.
Guðný bendir á að fyrsta verkið á
efnisskránni, Sónata í F-dúr op. 57
eftir Dvorák, sé lítt þekkt hér á landi
þó tónskáldið sé vel þekkt. „Þetta er
verk sem margir hafa ekki heyrt
hér, þetta er ekki verk sem alltaf er
verið að spila,“ segir hún. Síðasta
verkið á efnisskránni sé hins vegar
eftir tiltölulega óþekkt tónskáld, þ.e.
Sergei Bortkiewicz. Guðný segir
markmið þeirra Ástríðar hafa verið
að setja saman áhugaverða og sér-
staka efnisskrá og það sé efnisskráin
vissulega. helgisnaer@mbl.is
Hljómar úr austri
Austur-evrópsk tónskáld í öndvegi í Norræna húsinu
Flutt verður verk eftir Dvorák sem er lítt þekkt á Íslandi
Morgunblaðið/Ernir
Austur-evrópskt Guðný og Ástríður leika í Norræna húsinu í kvöld.
Grafíski hönn-
uðurinn Siggi
Eggertsson hlaut
gullverðlaun fyr-
ir myndskreyt-
ingar sínar í
samkeppni Art
Directors Club
Europe og er það
í fyrsta sinn sem
Íslendingur hlýt-
ur slík verðlaun.
Myndskreytingarnar vann hann í
samstarfi við auglýsingastofuna
Jónsson & LéMacks fyrir Lands-
bankann. Keppnin er sú stærsta og
virtasta á sviði grafískrar hönn-
unar og auglýsingagerðar í Evr-
ópu, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Hönnunarmiðstöð Íslands.
Verðlaunin hlaut Siggi í flokki
myndskreytinga og ljósmyndunar.
Að auki hlaut fyrirtækið Reykjavík
Letterpress í flokki grafískrar
hönnunar og í opnum flokki þeir
Þorleifur Gunnar Gíslason, Geir
Ólafsson, Jón Ingi Einarsson,
Magnús Hreggviðsson, Hörður Ell-
ert Ólafsson og Tryggvi Gunn-
arsson fyrir verk sitt Filmünd sem
gert var fyrir Alþjóðlega kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF, í
fyrra.
Siggi hlaut gullverðlaun
Stærsta og virt-
asta keppni sinnar
tegundar í Evrópu
Verðlaun Ein af myndskreytingum Sigga fyrir Landsbankann.
Siggi Eggertsson
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 15/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Lau 16/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30
Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 23. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
Vesalingarnir HHHHH og 9 grímutilnefningar
- SÍÐUSTU SÝNINGAR!
Árin segja sitt1979-2012
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn
David Cronenberg ætlar að gera
framhald kvikmyndar sinnar Eas-
tern Promises frá árinu 2007 og
munu tveir af aðalleikurum hennar,
Viggo Mortensen og Vincent Cassel
leika í því. Í Eastern Promises segir
af átökum rússnesku mafíunnar í
Lundúnum.
Dagblaðið Guardian greinir frá
því að tökur muni líklega hefjast í
byrjun næsta árs. Handritshöf-
undur Eastern Promises, Steven
Knight, mun skrifa handrit fram-
haldsmyndarinnar.
Cronenberg stýrir
framhaldsmynd
Eastern Promises
Glæpaheimur Mortensen og Cassel
í kvikmyndinni Eastern Promises.
Hljómsveitin Radiohead kom fram
á Bonnaroo tónlistar- og listahátíð-
inni föstudaginn sl. og hafa ummæli
söngvara hennar, Thoms Yorke,
vakið miklar vangaveltur þess efnis
hvort hljómsveitin ætli sér að starfa
með tónlistarmanninum Jack
White. Yorke sagði hljómsveitina
hafa hitt White deginum áður en
ekki mætti segja af hvaða tilefni.
„Þið munið komast að því,“ sagði
Yorke og vatt sér í næsta lag.
Af hverju hitti Radiohead Jack White?
Reuters
Öflugur Jack White.