Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! ENDURSKINS VESTI Á TILBOÐI Í JÚNÍ Ýmsar vörur á tilboði í júní. Kíktu á heimasíðu okkar, dynjandi.is og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur á þér að eitthvað er í upp- siglingu milli þín og ástvinar þíns. Gefðu þér því góðan tíma til að skoða hlutina. Láttu þér ekkert bregða þótt útlitið hafi breyst. 20. apríl - 20. maí  Naut Þín sterka hlið er skipulagningin og þú átt að nýta þér það til hins ítrasta. Hættu allri góðsemi og hristu hana af þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálplegir né koma með uppbyggilegar hug- myndir. Taktu því aðfinnslum vinar þíns vel, en mundu hverjir eru viðhlæjendur og bíða þess eins að þér mistakist. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að gera það upp við þig hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu. Nokkur orð frá góðum vini geta gefið þér meira heldur en einhver skartklæði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til þess að gera of mikið úr hlutunum. Spurðu krefjandi spurninga svo hægt sé að varpa ljósi á málið. Vertu eins kurteis og þú getur við ástvinina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Haltu áfram að lesa og ræða það sem þú lærir, þannig síast þekkingin inn. Þú hefur til að mynda fengið í vöggugjöf áhuga á hlut- um sem þú hefur hæfileika til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig langar til að gera heimili þitt vist- legra. Aðstæður eru þannig að þú þarft á öllu þínu að halda til daglegs brúks. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið erfitt að stand- ast freistinguna þegar löngunin til að eignast eitthvað er sterk. Það er ekkert samsæri í gangi gegn þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leyndarmál gætu verið afhjúpuð fyrir þig í dag. Komdu sjónarmiðum þínum á framfæri í samtölum, það gengur vel því þú útskýrir mál þitt skilmerkilega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er óhætt að láta hugboð þitt ráða, því oftar en ekki dettur þú ofan á réttu lausnina svona fyrirhafnarlaust. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Viss iðja á hjarta þitt og huga, og það er kominn tími á að þú eignist kennara sem leiðbeinir þér í gegnum næsta skref. Nú er kominn tími til aðgerða svo þú skalt bretta upp ermarnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt þér þyki gott að viðra hugmyndir þínar við aðra skaltu fara varlega í þeim efn- um núna svo þeim verði ekki stolið frá þér. Sinntu peningamálunum. Skáldið Þórarinn Eldjárn skrif-aði að gefnu tilefni í fésbókina í september árið 2007: Hér fáið þið loksins einn fréttabút fésbókarvinir prúðir: Nú er Lér konungur kominn út og kominn í búðir. Eins og kunnugt er gerði Þór- arinn þýðinguna á Lé konungi af al- kunnri snilld. Hann greinir frá því á fésbókarsíðunni að birst hafi aug- lýsing í Fréttatímanum frá Forlag- inu um Hundrað ára einsemd og Lé konung: „Verk sem allir ættu að eiga, lesa og njóta.“ Og segir um það: „Tilvitnuð orð eru tilvalinn botn í vísu sem gæti verið svona: Shakespeare og Marquez búning sinn bættu hjá Begga og Tóta. Verk sem allir ættu að eiga, lesa og njóta.“ Bjarki M. Karlsson orti við fráfall einræðisherrans Kim Jong-il: Synir og dætur ei sofið fá nú sorgin á mannsbarn hvert knúði, horfin og dáin, er hamingja sú sem heimurinn elskaði og trúði. Kórea gervöll er grátandi nú, genginn er leiðtoginn prúði, höfðingi, valmenni, velferðarbrú vinur, sem ræktaði og hlúði. (Þó var hann heldur, ég hef þessa trú: helvítis skíthæll og lúði.) Björgvin R. Leifsson fékk yrk- isefnið „hatrið“ á harmóníkuballi á Breiðumýri í janúar: Hatrið tætir huga manns, hristir, rífur, skekur. Alla púka andskotans upp með þessu vekur. Er Björgvin var spurður hvað hann gerði á andvökunóttum, þá svaraði hann: Andvaka’ á nóttunni eigi ég slugsa og ekki er hugur að dofna: Bylti mér stöðugt og hugsa og hugsa: Helvíti’ er erfitt að sofna. Pétur Þorsteinsson varð vitni að því er vísa hrökk upp úr hvolpinum Basil fursta, sem vafalítið er um kínverska auðjöfurinn Nubo: Efað fær hann Ísaland auðmjúklega að þiggja yfir kaldan eyðisand ætlar hann að byggja. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Basil fursta, Kim Jong-il og Lé konungi Víkverji gerði sér lítið fyrir umhelgina og arkaði á Úlfarsfell með fjölskylduna. Farið var upp að norðanverðu, á merktum gönguslóða að sjálfsögðu. Fyrir barnafólk er þetta hæfileg ganga og bratti ekki svo mikill, góður grunnur til að hefja frekari fjallgöngur síðar meir. Esjan bíður alltaf eftir Víkverja og hann hugsar sem svo að fjallið muni ekki fara langt. Allt fór þetta vel af stað upp bæjarfjall Mosfellinga, veðrið gott og útsýni þokkalegt, ef undan er skilið öskumistrið sem lá yfir höfuð- borgarsvæðinu eins og mara. Þegar ofar dró, nálægt hæsta punkti, blasti hins vegar við ófögur sjón. Úlfars- fellið ofanvert er orðið útstrikað í alls konar vegslóðum og tók steininn úr að sjá allt raskið sem nýlegar framkvæmdir við fjarskiptamastur skilur eftir sig. Nokkuð var um göngufólk á svæðinu, sem átti fótum sínum fjör að launa undan jeppa sem kom þarna akandi upp fellið, að því er virtist bara á sunnudags- bíltúrnum að spóka sig um. Ekki veit Víkverji hver sér um traffíkina upp á Úlfarsfell en það er lágmark að lokað sé alfarið fyrir bílaumferð þarna upp. Blikkbeljur eiga þangað ekkert erindi, nema þá í undantekningartilvikum með starfs- menn til að gera við þessi möstur. Það eyðilagði eiginlega alveg stemn- inguna fyrir Víkverja og hans fólk að sjá þessa jeppadruslu og lá við að göngustafnum yrði grýtt í ökutækið. Vonandi verður þetta lagað sem fyrst, Víkverji hefur enga löngun til að fara þarna upp í bráð. x x x Víkverji gat ekki annað en brosaðer hann sá auglýsingu um ein- hverja heiðurstónleika í Hörpu í ágúst í tilefni þess að 40 ár eru síðan sænski ABBA-söngflokkurinn kom fyrst saman. Ekki er það svo gott að ABBA komi hingað holdi klædd heldur munu fjórar íslenskar söng- konur stíga á svið og syngja öll vin- sælustu lögin. Hvers eiga Björn og Benny að gjalda? Víkverji fagnar framgangi kvenna á flestum sviðum þjóðlífsins en er þetta ekki einum of langt gengið? Réttara væri þá að auglýsinga tónleika með AA- söngflokknum. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.) G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d MJÁ ÞÚ „MJÁ-AR” UPP ÚR SVEFNI ÞÁ SÉ ÉG ENGA ÁSTÆÐU TIL ÞESS AÐ VERA VAKANDI HELGA? HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA HÉRNA!? MIG LANGAÐI BARA AÐ SEGJA ÞÉR AÐ MAMMA VILL AÐ ÉG SELJI BÁTINN ÞINN ÉG ER ÞREYTTUR OG ÚTKEYRÐUR KALLI, ÞÚ ÞYRFTIR AÐ KOMAST Í FRÍ ÞAÐ ER GÓÐ HUGMYND... SEGÐU MÖMMU MINNI, KENNARANUM OG SKÓLA- STJÓRANUM FRÁ ÞVÍ ÉG VEIT ALDREI HVENÆR HANN ER AÐ VERA KALDHÆÐINN KLÓSETT?! HVAR VARST ÞÚ EIGINLEGA ALINN UPP, Í HÚSI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.