Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2012 Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er VELKOMIN Á BIFRÖST Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is • HHS: Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, í fjar- og staðnámi • Viðskiptafræði, alhliða viðskiptanám, í fjar- og staðnámi • Viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti, í fjarnámi • Viðskiptalögfræði, laganám með tengingu við rekstur, í staðnámi • Frumgreinanám í fjar- og staðnámi • MA í menningarstjórnun • MA í menningarfræðum • ML í lögfræði • MS í alþjóðaviðskiptum Frumgreinanám Grunnnám Meistaranám Umsóknarfrestur rennur út 15. júní Háskólinn á Bifröst er framsækinn skóli í viðskiptum, lögfræði og hugvísindum og háskólasamfélagið er frábært umhverfi fyrir börn og fullorðna. Á Bifröst vinnum við saman í hópum, getum unnið allt árið og erum í sterkum tengslum við atvinnulífið. Skoðunarferð um háskólaþorpið hefst á Bifrost.is Enn eru uppi hávær- ar raddir um að reisa forljótt ferlíki í túninu í Skálholti, sem menn vilja nefna mið- aldadómkirkju. Að ætla að fara að troða slíku ferlíki niður í við- kvæmt Skálholts- landið, þar sem úir og grúir af ókönnuðum fornminjum í jörðu, nálgast helgispjöll. Þingvellir og Skálholt eru helgustu staðir þjóðarinnar, perlur Árnessýslu. Engum er sama, hvernig uppbygg- ingu þeirra er háttað, ef ekki á að verða sjónmengun af. Þorláksbúð er eitt, þótt það hefði vel mátt sleppa þeirri framkvæmd, og sömuleiðis að setja steypu í götin í stað smásteina, sem lýtir mjög verkið, en að fara að eyða mörgum milljónum í að grafa niður þetta ferlíki, gælu- verkefni Flugleiðafólks, svokallaða miðaldadómkirkju, með öllu því jarð- raski, sem því fylgir, er annað og verra mál. Ég veit ekki, hvaða til- gangi það á að þjóna að fara að gera Skálholt að einhverju kirkjulegu Le- golandi eða Disneylandi Íslands í boði Flugleiða með þessu móti. Það er svo- leiðis út í hött, að engu tali tekur, þótt þetta kunni kannske að líta vel út á teikniborðinu. Ég get ekki annað en mótmælt slíkri ósvinnu á helgri jörð, enda á hvorki þessi svokallaða miðaldakirkja né nein önnur kirkja frá fyrri öldum heima í Skálholti í dag, þó að þær hafi sómt sér vel á staðnum á sínum tíma. Ég hygg líka, að erlendir ferðamenn leiti eftir öðru hér á landi en mið- aldadómkirkju, þótt stærst timb- urkirkna hafi verið á Norðurlöndum á sinni tíð, en nóg er til af erlendis, hvað sem Flugleiðamenn segja. Þessi arfa- vitlausa hugmynd þeirra sýnir ein- ungis, að þeir virðast ekki hafa hug- mynd um, eftir hverju erlendir ferðamenn leita helst hérlendis. Frændi minn, dr. Sigurbjörn Ein- arsson, biskup, bar mikla umhyggju fyrir þessum stað, og sýndi það svo um munaði um sína daga, m.a. með því að reisa staðinn myndarlega við eftir langt niðurlægingartímabil. Svo vel þekki ég til hugsjóna hans um staðinn, að honum hefði engan veginn litist á hugmyndina um þetta timb- urferlíki í Skálholtslandinu, sem myndi stangast á við allt annað á staðnum, enda sá hann heldur aldrei Skálholt fyrir sér sem áfangastað Flugleiða í Íslandsferðum. Hann hefði trúlega reynt að fá menn ofan af svona vitleysu, og fundist þeir heldur betur vera að fara fram úr sér þar. Þjóðkirkjan er líka alveg einfær um að ráða framtíð Skálholtsstaðar sjálf án íhlutunar annarra, og hefur sýnt það til þessa. Flugleiðum kemur það mál ekkert við. Þeir geta fundið sér annan stað til að byggja sín tilgátuhús en helgasta stað íslenskrar kirkju. Þess utan á dýrmætum fjármunum kirkjunnar að vera betur varið í ann- að en svona vitleysu á þeim tíma, sem þjóðkirkjan þarf að skera útgjöldin svo niður við trog og söfnuðir landsins þurfa að herða sultarólina og berjast svo mjög í bökkum, að það kemur illi- lega niður á nauðsynlegasta safn- aðarstarfi þeirra. Ég er sannfærð um, að Sigurbirni biskupi hefði ekki hugn- ast sú forgangsröðun í peninga- málum, eins og honum var annt um kirkjustarfið í landinu. Nær væri að styrkja og styðja bet- ur við það starf, sem nú er við lýði í Skálholti, og hlúa að þeim gestum og gangandi, sem þangað sækja, heldur en að fara að ana blindandi út í svona margra milljón króna gæluverkefni Flugleiðafólks, og á eftir að draga slæman dilk á eftir sér. Það veitti t.d. ekki af að bæta aðgengi fatlaðra og fótafúinna í þeim húsum, sem fyrir eru, eins og í skólanum og kirkjunni, svo að þessir hópar geti séð sýn- inguna í kjallara kirkj- unnar, svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna hef- ur aldrei nokkrum manni dottið í hug að koma bókasafni stað- arins fyrir í bókastofu í skólanum, þar sem fræðimenn gætu setið við skriftir og fræði- rannsóknir? Það mætti gera með litlum til- kostnaði. Hvernig væri nú að gera betur í að heiðra minningu Sigurbjörns biskups þarna á staðnum, og framkvæma hugsjónir hans um framtíð staðarins? Ég leyfi mér að segja, að það, sem nú á að fara að gera í Skálholti, samrýmist engan veginn við þær hugmyndir, sem hann hafði um staðinn, þ.e. aðsetur mennta, fræða og lista. Það má líka alveg markaðssetja Skálholt þannig og til ráðstefnu- og námskeiðahalds, því að hvar væri betra að halda ráð- stefnur og námskeið eða stunda fræðistörf en í kyrrð og unaði hins forna mennta- og menningarseturs, enda finnst mér vanta fleiri slíka staði hér á landi, a.m.k. hér sunnanlands. Ég er því hjartanlega sammála þjóðminjaverði og skoðunum hennar í þessu máli, og hvet hæstvirtan mennta- og menningamálaráðherra eindregið til að friða staðinn og forða okkur frá þeirri hneisu, sem nú er í bígerð. Frænda minn, núverandi biskup, svo og nýkjörinn biskup, hvet ég líka eindregið til að standa dyggan vörð um þennan helga mennta- og menn- ingarstað, og láta ekki svona slys verða að veruleika, heldur byggja upp og styrkja starfsemina á staðn- um í anda þess, sem verið hefur til þessa, og Sigurbjörn biskup sá fyrir sér. Með því að gera þetta að einhverju kirkjulegu Legolandi Íslands í boði Flugleiða fyndist mér staðnum og helgi hans engan veginn vera sú virð- ing og reisn sýnd, sem honum sæmir. Mál er að linni. Um uppbygg- inguna í Skálholti Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur Guðbjörg Snót Jónsdóttir »Ég hvet hæstvirtan mennta- og menn- ingarmálaráðherra ein- dregið til að friða stað- inn og forða okkur frá þeirri hneisu, sem nú er í bígerð. Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.