SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 6

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 6
6 24. júní 2012 Í tímaritinu Forbes birtist nokkuð nýlega grein eftir fjárfestinn Tim Worstall þar sem hann fjallar um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og kosti þess. Greinin er áhugaverð í ljósi þeirra breytinga sem ríkisstjórnin vill gera á fiskveiðistjórnunar- kerfinu en þær breytingar telur Worstall að muni skemma kerfið enda birtir hann hana undir for- merkjunum „Hvers vegna er Ísland að skemma heimsins besta fisk- veiðistjórnunarkerfi?“ Fram kemur í greininni að illa hafi tekist til við stjórn sjávar- útvegsmála víðast hvar í heim- inum og tekur hann Evrópusam- bandið sérstaklega fyrir en samkvæmt athugunum sambands- ins sjálfs eru margar tegundir of- veiddar í Evrópulögsögunni. Fáir gera betur en Ísland Worstall segir að Ísland sé meðal fárra staða í heiminum þar sem tekist hafi að finna lausn á því mik- ilvæga umhverfismáli sem stjórn fiskveiða er en nú standi hins veg- ar til að eyðileggja það fisk- veiðistjórnunarkerfi sem hafi stuðl- að að því. „En nú lítur út fyrir að Ísland vilji taka út úr fiskveiðistjórnunarkerfi sínu nákvæmlega það sem gerir það að verkum að kerfið virkar. Það er möguleikann á að selja eða leigja aflaheimildirnar, það sem fyrst og fremst gerir þær að einka- eign,“ segir fjárfestirinn Tim Wor- stall í grein sinn á vefsíðu banda- ríska viðskiptatímaritsins Forbes. Samkomulag um frestun kvóta- frumvarpsins gæti því verið mikið umhverfis- og efnahagsmál fyrir Ís- lendinga og þá sem líta á íslenska kerfið sem fyrirmynd. Heimsins besta fiskveiði- stjórnunarkerfi á Íslandi Segir íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið eitt það besta í heimi. Morgunblaðið/RAX Deilur um kvótafrumvarp ríkisstjórn-arinnar og veiðigjaldafrumvarpið olliþví að ekki tókst að fresta þingi áhefðbundnum tíma. Alþingi lauk þó loksins störfum síðastliðinn þriðjudag þegar samkomulag náðist um þinglok milli stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna. „Það var samið um að ljúka þinginu og liður í því samkomulagi var að kerfisbreytingunni á fiskveiðistjórn- unarlögum og öðrum ágreiningsmálum er frest- að til haustsins en við hleyptum í gegn veiði- gjaldafrumvarpinu með breytingum sem eru m.a. fólgnar í því að veiðigjaldið lækkar úr rúmum 25 milljörðum í 12 til 13 milljarða,“ seg- ir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins. Að hennar mati er veiðigjaldið enn allt of hátt þrátt fyrir að tekist hafi að fá það lækkað. „Þetta er gífurleg skattpíning á eina atvinnugrein og það verður að endurskoða þennan skatt eins og allan annan skatt sem þessi ríkisstjórn hefur sett á frá því hún tók við völdum.“ Á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, ekki minnihlutans „Í samkomulaginu um þinglok felst ekki samn- ingur um sjálft kvótamálið eða veiðigjaldið. Við erum andvíg þessum málum og teljum veiði- gjaldið allt of hátt. Við sömdum um þinglok en veiðigjaldið er algjörlega á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar,“ segir Ragnheiður og bendir á að málið sjálft hafi verið illa búið frá upphafi og áhrif laganna ekki reiknuð út að fullu. Fjöldi um- sagna og álita um frumvörpin var mjög nei- kvæður og varaði við neikvæðum áhrifum þeirra á atvinnugreinina. Að sögn Ragnheiðar tókst að koma í veg fyrir áform ríkisstjórnarinnar að miklu leyti. „Okkur tókst að hrinda aðför ríkisstjórnarinnar gegn þessari atvinnugrein og nú er þannig um málið búið að það verða ekki gerðar neinar grund- vallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili.“ Í samkomulagi sem gert var um þinglok var komist að ákveðnu lág- marki sem unnið verður út frá vegna kerf- isbreytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Rík- isstjórnin leggur væntanlega fram nýtt frumvarp á næsta þingi en það verður þá aldrei eins slæmt og það sem núna er komið út af borðinu.“ Samningar skulu standa Varðandi samkomulagið við ríkisstjórnarflokk- ana segir Ragnheiður að það eigi eftir að koma í ljós hvort það haldi en hún ætli að ganga út frá því að það muni halda. Hins vegar er skemmst að minnast stöðuleikasáttmálans sem vítis til varnaðar. „Við höfum svo sem ekkert í hendi okkar eins og sást best á samkomulaginu um stöðugleikasáttmálann en við verðum að treysta því að þetta samkomulag haldi. Ef ekki þá tökum við bara annan slag um málin en við höfum sýnt að við getum það.“Alþingi lýkur störfum rétt í tæka tíð fyrir forsetakosningarnar. Morgunblaðið/Kristinn Alþingi loksins farið í sumarfrí Kostar sjávarútveginn þrettán þúsund milljónir króna Vikuspegill Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Bíllyklar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla. Komdu við í verslun okkar á Laugavegi 168 og kynntu þér hvað við höfum að bjóða. Betra verð Mikið úrval

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.