SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 12

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 12
12 24. júní 2012 Mánudagur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jæja, umræðan alltaf jafn hófstillt og mál- efnaleg heima. Þriðjudagur Bragi Guðmundsson Englendingar vinna riðilinn sanngjarnt og til alls líklegir. Spurning hvort „sér- fræðingar“ reyni nú að loka á sér andlitinu? Miðvikudagur Hallgrímur Helga- son Búinn að hlaða þessu öllu niður á iPodinn til að hlusta á í sum- arfríinu, jess: P. Blöndal 225 ræð- ur, 516 athugasemdir. Samtals 32 klst og 58 mín. Gunnar Bragi Sveinsson, 211 ræður, 429 at- hugasemdir. Samtals 29 klst og 22 mín. Guðlaugur Þór 25 klst og 2 mín. Vigdís Hauksdóttir, 23 klst og 30 mín. Og Birgir Beibí Ár- mannsson, 22 klst og 59 mín. Djöfull verður þetta æðislegt sum- ar, maður. Fésbók vikunnar flett Eins og getið er hér til hliðar þá skipt- ir stærð fartölvu talsverðu máli, nema þegar maður þarf að hafa hana stóra, þ.e. með stórum skjá. Annað sem skiptir líka verulegu máli er raf- hlöðuending, kannski mestu máli fyrir marga. Við prófanir á vélinni sem tekin var til kosta jókst rafhlöðuending umtals- vert þegar notuð var svonefnd Stam- ina-stilling, en takki er fyrir það á lyklaborðinu og því einfalt að skella því á eða taka af eftir þörfum. Það er og hægt að kreista enn meira út úr fartölvum sem keyra Windows, til að mynda með því að slökkva á Aero-skjáskrautinu og gæta að því að það sé enginn óþarfi í gangi eins og Bluetooth. Það er líka hægt að ganga lengra, til að mynda má minnka litadýpt á skjánum og skrúfa niður vinnsluhraðann í grafík- örgjörvanum. Hugbúnaður til að gera það fylgir oft með eða þá að hægt er að sækja hann á vefsetur viðkomandi skjákortsframleiðandan. Líka er fáan- legur allskyns hugbúnaður sem stýrir straumnotkun á fartölvum, en hann skilar almennt litlu, eða það er mín reynsla í það minnsta Svo má náttúrlega kaupa aukaraf- hlöðu, til að mynda þá sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Víst verður vélin þykkari og þyngri, en þegar þarf straum þá sættir maður sig við flest. Ending og vinnsla Stærðin skiptir máli og straum- urinn líka Stílhreinn vinnuhestur Þumalputtareglan er sú að fartölvur eiga að vera fartölvur, tiltölulega litlar, léttar og meðfærilegar. Sumar tölvur mega þó ganga á svig við það, eins og Sony Vaio VPC SE1V9E sem hefur óneitanlega útlitið með sér. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tölvan er hálfgerður fleki, 38 x 25,5 cm, en þunn, 2,4 cm að þykkt. Stærð- in ræðst vitanlega af skjánum, en hann er 15,5". Hvað þyngd- ina varðar þá er hún 1,8 kíló, ekki fislétt, en léttari en ég bjóst við í ljósi þess hvað hún er traustbyggð – úr magnesíum og áli og mjög sterkleg við- komu. Örgjörvinn er vel sprækur Intel Core i7 og minnið 4 GB. Ekki sá öflugasti en skrúfar sig upp í hraða eftir þörfum. Harði diskurinn er 640 GB. Skjákort- ið er býsna gott, AMD Radeon HD 6630M með GB minni sem er kappnóg til að horfa á vídeó og sýsla með myndir. Skjárinn Full HD 15,5" og eftirtektarvert að hann er aðeins mattur sem dregur verulega úr skjáglampa. Upplausnin 1920x1080 dílar. Það er líka innbyggður minniskortalesari og fingrafaralesari og rauf fyrir Express Card. Ekki má gleyma innbyggðri myndavél í lokinu og fingrafaraskanna, enda vélin helst seld sem fyrirtækjafartölva. Mér fannst snertiflöturinn á vélinni fullnæmur, en einfalt að stilla hann. Rafhlaðan er gefin upp fyrir allt að hálfum sjöunda tíma og þó ég hafi ekki þaulprófað það, þá er endingin þrælfín. Í vélinni er DVD-drif fyrir einhverjar sakir, sem les og skrifar ótelj- andi gagnasnið. Ekki skortir tengi á tölvuna, tvö USB 2.0 tengi og eitt USB 3.0, HDMI-tengi, Minijack fyrir hátalara / heyrnartól og hljóðnema / Line In og svo má telja. Það er líka VGA-tengi og hægt að keyra aukaskjá í allt að 1920x1080 upplausn.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.