SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 14
14 24. júní 2012
Ástandið er eins ólíkt og hugs-ast getur. Ímyndið ykkur,foreldrar mínir með sex börnog þá voru engar barnabætur
eða önnur þjónusta. Mamma saumaði
hverja einustu tusku á okkur. Við vorum
með búskap, í þá daga tíðkuðust vinnu-
býtti og því var skipt á vinnu og/eða
vörum til að fólk hefði í sig og á,“ segir
Jón Hannesson þegar hann er beðinn um
að bera saman gamla og nýja tíma.
Jón er fæddur 20. júní 1912, uppalinn í
Vestmannaeyjum, sonur hjónanna
Hannesar Sigurðssonar á Brimhóli og
Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður. Eigin-
kona Jóns var Halldóra Brynjólfsdóttir
frá Þykkvabæjarklaustri í Álftafirði en
hún er látin.
Jón segist ekki hafa haldið sérstaklega
upp á afmælið, „Nei, ekki neitt. Það tek-
ur því ekki, það hefur aldrei verið neitt
afmælisvesen á mínu fólki.“
Sér um sig sjálfur
Blaðamanni bregður við þegar hann
sækir Jón heim á heimili hans í Kópa-
vogi, það gæti enginn gert sér í hugar-
lund að Jón verði hundrað ára í næstu
viku svo vel lítur hann út. „Ég lifi
kóngalífi, elda fyrir mig sjálfur, sé um
innkaup, þvæ af mér, ég hugsa um mig
að öllu leyti sjálfur. Ég keyri bíl og heim-
sæki vini og ættingja. Ég nenni ekki að
kvabba í kerfinu, ég ætla ekki á fjóra
fætur fyrir þá. En það eru margir sem
eiga bágt og eru ekki í sömu stöðu og ég.
Mér er hinsvegar engin vorkunn,“ segir
Jón, greinilega hugsi yfir stöðu aldraðra
hér á landi.
Þegar Jón er spurður hvenær hann
hafi hætt að vinna segist hann enn að.
Jón er með verkstæði í bílskúrnum sem
er fullur af verkfærum. Þar dyttar hann
að hinu og þessu m.a. fyrir sjálfan sig og
fjölskyldu sína. Hann býður blaðamanni
inn í bílskúrinn og sýnir hillu sem hann
er að smíða fyrir börnin sín til að hafa í
sumarbústaðnum. „Ég skila fullu dags-
verki enn þann dag í dag. Ég sé um mig
sjálfur og gott betur en það,“ segir Jón
og gott fólk, hafið í huga að maðurinn er
fæddur árið 1912, 100 ára gamall.
Jón er með gróðurhús í garðinum og
aðspurður segist hann ekki vinna neitt
sérstaklega mikið í garðinum. „Í gróð-
urhúsinu er ég að rækta plöntur fyrir
börnin mín til að koma fyrir í sumar-
bústaðnum.“
Þegar hér er komið við sögu gantast
blaðamaður með að hann trúi ekki að
Jón sé nýorðinn 100 ára. Jón skellir upp
úr, fer fram í stofu og sækir veski sitt og
réttir undirrituðum ökuskírteini sitt
sigri hrósandi. Stendur eins og stafur á
bók, Jón Hannesson fæddur 20. júní
1912.
Allir lögðust á eitt
Talið berst að uppvextinum í
Vestmannaeyjum. Jón segir að gott hafi
verið að alast upp þar, auðvitað hafi ein-
angrunin verið töluverð og allur hugs-
unarháttur hafi miðast við sjóinn.
„Hinsvegar var pabbi með búskap, bæði
kýr og hesta. Svo vann maður þessi
verkamannastörf. En í uppvextinum
urðu allir að hjálpa til við búskapinn. Ég
fór á vélstjóranámskeið 1929 og ætlaði að
vera við sjó en varð svo sjóveikur að ég
gafst upp eftir eina vertíð. Sá sem ekki
gat verið sjómaður í Eyjum á þessum
tíma var ekki hátt skrifaður.“
Til marks um það hve tímarnir hafa
breyst minnist Jón þess að hann hafi
nánast alist upp á saltfiski. „Fæðið var
mjög einhæft, saltfiskur og kartöflur
með lýsi út á til að drýgja tólgina.“ Jón
segir að húsakostur hafi verið þröngur,
svefnpláss á háaloftinu og við þrjú til
fjögur í herbergi, tveir um hvert rúm og
það ekki þótt sérstaklega mikið tiltöku-
mál. „Amma bjó einnig hjá okkur í 20 ár
rúmliggjandi. Svo lifði ég spænsku veik-
ina. Allir lögðust heima hjá okkur og
læknirinn í Eyjum sagði að mamma hefði
verið eina ófríska konan í Eyjum sem
lifði veikina af.“
Jón segir að lítill tími hafi verið fyrir
afþreyingu og áhugamál í Vest-
mannaeyjum í uppvextinum. „Foreldrar
mínir höfðu nú ekki mikið milli hand-
anna og maður var ekki vel séður ef
maður ætlaði að hella sér út í íþróttir eða
slíkt. Ég þurfti að vinna og leggja til frá
unga aldri, hjálpa til við búið. Ég man að
ég var mikið í fugladrápi, helst lunda.“
Þegar Jón er spurður út í eftir-
minnilegar minningar úr æsku fer hann
á mikið flug. „Ég var 14 ára þegar ég datt
í sjóinn. Á þeim árum hentu sjómenn
alltaf aflanum úr árabátunum og upp á
bryggjuna en alltaf fór einhver fiskur í
sjóinn. Því stunduðum við það strák-
arnir að veiða upp það sem fór í sjóinn.
Einn morguninn datt ég út í, auðvitað
ósyndur. Pabbi fór með mig meðvitund-
arlausan til læknisins og hann sagði þetta
vonlaust, „ætti bara að snáfa með mig í
líkhúsið“. Eftir fjögurra tíma lífgunar-
tilraunir rankaði ég við mér. Læknirinn
sagði að ég fengi allavega svæsna
lungnabólgu en ég fékk ekki einu sinni
kvef. Ég man að ég labbaði niður á höfn
og ætlaði að ná í fiskana tvo sem ég hafði
náð áður en ég datt út í en var frekar
svekktur þegar ég uppgötvaði að það var
búið að hirða þá,“ segir Jón og hlær.
Gosið skelfileg reynsla
Jón bjó í Vestmannaeyjum ásamt fjöl-
skyldu sinni fram að eldgosinu. Hann
segir gosið hafa verið hræðilega lífs-
reynslu, hann óski engum að þurfa að
ganga gegnum slíka reynslu. „Það var
illa farið með okkur, maður lenti ekki í
neinum dúfnahópi við að koma upp á
land. Við fjölskyldan vorum á flækingi,
bjuggum m.a. hjá systur minni á Há-
vallagötu 15 um tíma. Maður var inni á
öðrum, það var engin hrifning yfir því
að fá mann. Margir upp á landi héldu að
maður væri bara að koma í skemmti-
túr.“
Jón og fjölskylda hans ílengdust á höf-
uðborgarsvæðinu og hann hefur búið í
Kópavogi allar götur síðan. „Heimili
okkar í Eyjum fór undir ösku og var
dæmt ónýtt. Ég verð að segja að það
vantaði ýmislegt upp á þessa viðlaga-
stjórn, einhverja hugsun,“ segir Jón og
er heitt í hamsi. „Okkur voru dæmdar
bætur fyrir húsið, svo finna þeir út að
þeir sem flytja ekki til Eyja aftur fái ekki
bæturnar borgaðar út fyrr en eftir tvö ár
100 ára í
fullu fjöri
Hann býr einn, keyrir bíl, verslar inn, eldar og
þiggur litla sem enga utanaðkomandi hjálp. Hinn
aðdáunarverði Jón Hannesson fagnaði hundr-
aðasta afmælisdegi sínum þann 20. júní.
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is