SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 18
18 24. júní 2012
Segja má að Carl Hahn hafi lagtgrunninn að velgengni Volks-wagen á okkar tímum. Hahn reifVolkswagen upp í Bandaríkj-
unum á sjötta og sjöunda áratug tutt-
ugustu aldar og var stjórnarformaður
bílaframleiðandans í 11 ár, frá 1982 til
1993. Hann hefur ekki slegið slöku við
síðan þótt sestur sé í helgan stein og orð-
inn sé 86 ára gamall. Hann sinnir góð-
gerðarmálum og situr í stjórnum fjölda
fyrirtækja, þar á meðal á Íslandi.
„Það var á mínum yngri árum, 1959,“
segir Hahn og fær glampa í augun við að
rifja upp þegar hann opnaði Ameríku
fyrir Volkswagen og kom Bjöllunni á
markað þar í landi með einhverjum
óhefðbundnustu auglýsingum, sem sög-
ur fara af. „Ég kom til Bandaríkjanna og
gekk í hinn stórkostlega skóla þess lands
í hlutverki sölumanns í starfi og kynntist
hinum risavaxna bandaríska markaði.
Bandarískur bílaiðnaður var þá í far-
arbroddi í heiminum, Bandaríkin voru
kraftmikil, Bandaríkin voru velmegandi
og skuldlaus þrátt fyrir heimsstyrjöldina.
Þetta var einnig frábær tími fyrir mig
vegna þess að ég fann bandaríska konu
og stofnaði bandaríska fjölskyldu. Þar
við bættist að við náðum góðum árangri
hjá Volkswagen og ég var því mjög ham-
ingjusamur þar.“
Hahn kvæntist Marisu Traina, sem er
mágkona metsöluhöfundarins Danielle
Steel, og eignuðust þau fjögur börn í
Bandaríkjunum. Þegar Hahn sneri aftur
til Evrópu var frami hans skjótur.
„Ég var enn ungur þegar ég kom til
baka,“ segir hann. „Eftir stríðið fengum
við, sem lifðum af, sérstakt tækifæri.
Eftir tíma minn í Bandaríkjunum komst
ég strax á toppinn. Fyrir mig var það
einnig mjög skapandi tími. Tími bjöll-
unnar var að renna út og við vorum að
byrja að vinna að algerlega nýrri fram-
leiðslu og nýrri markaðsnálgun.“
Þar á Hahn við tegundirnar Golf og
Passat, sem enn eru í fararbroddi hjá
Volkswagen.
„Síðan lenti ég hins vegar upp á kant
varðandi aðferðir og var hent út,“ segir
hann.
Lagði grunninn að stöðu VW í dag
Hahn fór þá til Continental, sem meðal
annars framleiðir hjólbarða. Fyrirtækið
óx og dafnaði undir hans stjórn og ekki
leið á löngu áður en Volkswagen náði í
hann aftur.
„Ástæðan var líkast til sú að komið
hafði í ljós að hugmyndir mínar um að
vinna fleiri markaði höfðu reynst réttar.
Ég fylgdi þeim síðan eftir. Eitt skipti þar
mestu máli. Bílaiðnaðurinn var á mjög
þjóðlegum nótum á þessum tíma. Ég
Evrópuvæddi Volkswagen og hnatt-
væddi síðan. Nú hef ég hins vegar verið á
eftirlaunum um langan aldur og sinni
Guði og heiminum.“
Volkswagen er nú einn helsti bíla-
framleiðandi heims og ekki fjarri lagi að
segja að Hahn hafi lagt línurnar að þeirri
velgengni.
„Við bjuggum til innviðina og ferlin
fyrir veröldina í dag og á morgun,“ segir
hann og vísar til hnattvæðingar, áhersl-
unnar á að opna Kína og fleiri þátta. „Á
þessum tíma var hins vegar tekin mikil
áhætta og einnig kom fram hörð gagn-
rýni, en eins og nú hefur komið á daginn
náðum við miklum árangri þótt þá hafi
allar tölur verið lægri. Eftirmenn mínir
hafa náð fordæmalausum tölum í Evrópu
og brátt í heiminum öllum. Volkswagen
var á núllpunkti eftir tapið í stríðinu og
er nú í fyrsta sæti á mörgum sviðum.
Auðvitað er ekki lykilatriði hvort við er-
um í fyrsta, öðru eða þriðja sæti, en að
minnsta kosti er hagnaður í rekstrinum
og við stöndum tel ég mjög vel hvað
varðar vöxt auk þess sem við njótum
virðingar. Án hennar er ekki hægt að ná
árangri. Þá vorum við alltaf, alveg frá
tímum bjöllunnar, í hlutverki sendiherra
Þýskalands. Það var gleðiefni að bjallan
skyldi verða að slíku tákni um end-
urreisn Þýskalands sem friðsamrar þjóð-
ar með sterka stöðu í viðskiptalífi
heimsins. Það er auðvitað nokkuð sér-
stakt að við vegna hlutverks okkar í
efnahagslífinu erum neydd til að taka að
okkur forustuhlutverk í Evrópu gegn
vilja okkar vegna sektarkenndar okkar,
sem ég tel að við höfum enn og það með
réttu, þótt nú sé komin ný og yngri kyn-
slóð.“
Samruni Evrópu forsenda
Hahn segir að hvað sem því líði gegni
Þýskaland sérstöku hlutverki innan Evr-
ópusambandsins vegna viðskipta- og
efnahagsstyrks auk þess að vera stórt í
samanburði við hin aðildarríkin.
„Hins vegar má ekki líta fram hjá því
að fyrir 120 árum bjuggu í Þýskalandi 7%
af jarðarbúum. Eftir nokkur ár verðum
Skuldavandi
ekki leystur
með skuld-
setningu
Sterk staða Volkswagen á að mörgu leyti rætur
að rekja til ákvarðana, sem teknar voru þegar
Carl Hahn stjórnaði fyrirtækinu á níunda ára-
tugnum. Hahn sér ógrynni möguleika fyrir Evr-
ópu til að vinna sig út úr kreppu og atvinnuleysi í
krafti vaxtar í heiminum, en telur lykilatriði að
samruni Evrópu haldi áfram. Íslendingum segir
hann hins vegar að sé best borgið utan Evrópu-
sambandsins ætli þeir að nýta sérstöðu sína og
auðlindir til fulls.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Carl H. Hahn stjórnaði
Volkswagen í 11 ár. „Við bjugg-
um til innviðina og ferlin fyrir
veröldina í dag og á morgun,“
segir hann þegar hann ræðir ár
sín við stjórnvöl fyrirtækisins.
’
Þess vegna er nú svo
mikilvægt að við lát-
um ekki evruna
verða til þess að við förum
út af sporinu í samruna
Evrópu ef við viljum gegna
hlutverki í heimsskipan
morgundagsins – hlutverki,
sem við getum ekki gegnt
sem stakar þjóðir.