SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 19
24. júní 2012 19
við, þökk sé fæðingartíðni, sem er í al-
geru mótvægi við frjósemi Íslendinga,
0,7% jarðarbúa,“ segir hann og hlær.
„Þar sem sama þróun virðist vera að eiga
sér stað víðast hvar í Evrópu er fyr-
irsjáanlegt að íbúar álfunnar allrar verði
brátt 6-7% jarðarbúa. Þess vegna er nú
svo mikilvægt að við látum ekki evruna
verða til þess að við förum út af sporinu í
samruna Evrópu ef við viljum gegna
hlutverki í heimsskipan morgundagsins
– hlutverki, sem við getum ekki gegnt
sem stakar þjóðir.“
Hahn kveðst í þessum efnum vera að
tala um samruna á öllum sviðum.
„Samvöxturinn þarf að eiga sér stað í
viðskiptum og hefur gert það að mörgu
leyti,“ segir hann. „Samvöxtur fólksins
er orðinn mun meiri en stjórnmála-
mannanna. Það er engin úlfúð lengur,
það hafa orðið kynni með friðsamlegum
hætti, sem er stórkostlegt því að Evrópa
er rík að menningu, náttúru og öllu því,
sem hægt er að hugsa sér. Það mikilvæga
fyrir Evrópu er að við eigum þúsund ára
gamla sameiginlega, kristilega menn-
ingu. Hún batt okkur meira saman áður
en hún gerir nú, en er engu að síður
mikilvægur þáttur fyrir framtíð okkar.
En nú er evran orðin að hættu vegna
þess að af léttúð var of mörgum löndum
hleypt inn of hratt og það þarf að vinna á
henni.“
En hversu mikilvægt telur hann að
evran haldi velli.
„Ef evran hryndi myndi vissulega
koma bakslag í samruna Evrópu,“ segir
hann. „Reglan er sú í sögunni að slíkur
samruni hefur verið afleiðing stríðs. ná
saman með friðsamlegum hætti eins og
við hófumst handa við eftir stríð hefur
skilað okkur vel á veg og við getum verið
mjög stolt af árangrinum. Þess vegna
verðum við tel ég að bjarga evrunni. Það
snýst ekki um evruna sem slíka heldur
um það bakslag í samruna Evrópu sem
myndi hljótast af falli hennar.“
Hahn segir að spurningin um það
hvort Grikkland eigi að vera áfram innan
evrunnar eða fara út úr henni sé mjög
flókin.
„Ég vil heldur ekki svara henni vegna
þess að ég vil ekki auka á glundroðann
og taugaveiklunina með ummælum á Ís-
landi, þótt ósennilegt sé að íslenska
pressan sé lesin í Þýskalandi, en ef ég
tala tæpitungulaust skapast sú hætta að
verkefnið verði erfiðara fyrir stjórn-
málin. Þegar nýjum kenningum er dag-
lega varpað inn á markaðstorg hug-
myndanna gerir það stjórnmálamönnum
einnig erfiðara fyrir. Eins og lög-
reglustjórinn í Berlín sagði þegar Frakkar
komu undir forustu Napóleons: „Frum-
skylda borgarans er að halda ró sinni.“
Við verðum sem Evrópubúar einfaldlega
að gera okkur grein fyrir því hver raun-
veruleikinn er. Við megum ekki reyna að
gera okkur þetta létt því ég hef áhyggjur
af að þá munum við gera illt verra. Ef við
ætlum að efna til skulda til að hjálpa
Grikkjum munum við gera þeim þjóðum
erfiðara fyrir, sem steypa sér í þessar
skuldir og skulda nú þegar nóg. Þær eru
ekki beinlínis táknmyndir sparseminnar.
Meira að segja Þýskaland hefur nægar
skuldir. Því gengur ekki að við skuld-
setjum okkur til að losna við skuld-
irnar.“
Peningaprentun kemur
ekki í stað sparnaðar
Hann telur hins vegar að menn verði að
læra af evrukreppunni.
„Við verðum að gera borgurunum
grein fyrir því að lífskjör þeirra séu betri
en nokkru sinni hafa náðst áður á þessari
jörð,“ segir hann. „En ef þeir ætla að
auka lífsgæðin enn með skuldsetningu er
það sorglegt fordæmi, sérstaklega gagn-
vart þeim kynslóðum, sem endurreistu
Evrópu úr rústunum og voru mun hóg-
værari og sparsamari í peningamálum
sínum. Þess vegna verðum við að sjá til
þess að evran falli ekki og ég er þess full-
viss að allt verði gert til þess þótt ágrein-
ingur sé um leiðir. Þetta er helsti vand-
inn í dag því að peningaprentun getur
ekki komið í staðinn fyrir að spara og
vinna hörðum höndum. Einstaklingar
verða líka að spara og leggja hart að sér.“
Aldrei áður jafnmikið
óunnið í heiminum
Hahn er þeirrar hyggju að atvinna sé
ekki vandamál. Um allan heim sé eft-
irspurn eftir evrópskri framleiðslu og
vinnu, segir hann, og nefnir tækifærin,
Morgunblaðið/Eggert
Carl Hahn er varaformaður orkufyrirtækisins Reykjavík Geothermal, sem er með starfsemi
víða um heim, allt frá Mexikó til Indlands.
„Ég hef upplifað það hjá fyrirtækinu Reykjavík Geothermal hvað hér er frábært fólk á
plani sem er alþjóðlega viðurkennt. Maður getur verið stoltur af því einu að sitja í stjórn
slíks fyrirtækis. Það hefur verið mér mjög dýrmætt að fá að tengjast Íslandi. Það hefur ver-
ið áskorun að fást við orkumálin, en ég nýt þess að koma hingað og er í mjög góðum
tengslum við stjórnendur líkt og við hefðum alltaf þekkst.“
Í stjórn Reykjavík Geothermal