SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 20
20 24. júní 2012
sem liggi í uppbyggingu innviða í Suður-
Ameríku, Rússlandi og ekki síst Asíu.
„Aldrei áður hefur jafnmikil vinna
verið óunnin í heiminum,“ segir hann.
„Ekki gleyma því að heimurinn þarf að
búa sig undir áttamilljarðasta jarð-
arbúann og þá verður stutt í þann níum-
illjarðasta. En blekkingin og hin auðselj-
anlega pólitíska vara, sem er kynnt fram
á sjónvarpsskjám, nefnist: „Við prentum
peninga.“ Og kannski er auðvelt að ná til
fólks, sem ef til vill hefur ekki nógu góð-
an menntunargrunn og ekki gengur
nógu vel, með því að segja að í stað þess
að spara aukum við skuldirnar.
Í heiminum er nóg af tækifærum fyrir
Evrópu. Dollarinn er undir 1,25 evrum og
því eru frábær skilyrði fyrir útflutnings-
vörur okkar. Með aukinni vinnu verður
til meiri hagnaður og auknar tekjur af
tekjuskatti, sem gerir ríkinu kleift að
gera meira. Síðan þarf að þvinga ríkið til
að halda aga.“
Hægt að vinna bug á atvinnuleysinu
Atvinnuleysið er einn helsti vandi Evr-
ópu um þessar mundir, sérstaklega í jað-
arlöndum á borð við Grikkland, Ítalíu,
Spán og Írland þar sem jafnvel helmingur
ungs fólks er án atvinnu.
„Það er hægt að vinna bug á atvinnu-
leysinu,“ segir hann. „Þegar evran er í
1,25 dollurum er það skref í rétta átt. Við
þurfum að átta okkur á því að þegar
verksmiðjur Volkswagen ná því að starfa
320 daga á ári til þess að hraða uppbygg-
ingu þar í landi ættum við að geta minnt
okkur á að hver og einn verður að leggja
harðar að sér þegar hann skuldar og það
á líka við um þjóðir. Um allan heim er
mikið unnið, en hlutfallslega minnst í
Evrópu. Um leið eru menn hlaðnir
skuldum. Það fer ekki saman. Þess utan
er nauðsynlegt vegna þess að fólksfjöld-
inn skreppur saman að vera vakandi
vegna þess að hlutfallslega þurfa stöðugt
færri að næra fleiri aldraða. Niðurstaðan
getur aðeins verið sú að hinir virku vinni
alltaf meir og meir og eignist vonandi
einhvern tímann fleiri börn.“
Hahn segir að atvinnuleysi ungs fólks,
sem hafi gengið menntaveginn og í raun
gert allt rétt, en fái síðan ekkert að gera,
sé skelfilegt.
„Þar verður mér hugsað til Spánar, en
þau lönd, sem svona er fyrir komið,
verða að gera sig samkeppnishæfari,“
segir hann. „Ég nefndi hér áðan for-
dæmalausan útflutning Þýskalands, sem
gæti meira að segja flutt meira út til Asíu,
og það sama á við um þessi lönd. En þá
þyrfti kannski að koma til það, sem hef-
ur gerst á Íslandi. Þegar ekki var vinnu
að hafa í Póllandi fór fólk til útlanda.
Guði sé lof er einnig nóg af hámennt-
uðum Spánverjum, sem nú læra þýsku
og koma til Þýskalands. Ég held að við
verðum einnig að venja okkur við það að
það er hluti af Evrópuvæðingunni að búa
erlendis og að dvöl í útlöndum auðgar líf
ungs fólks, sérstaklega þegar það er vel
menntað, og getur haft mjög eflandi
áhrif. Þetta á einfaldlega að segja op-
inskátt einmitt til þess að draga úr
hræðilegum aðstæðum eins og atvinnu-
leysi ungs fólks á Spáni í stað þess að
kvarta og kveina. Og í Þýskalandi hefur
dregið svo úr fæðingum að þar er auðvelt
að fá tækifæri. Þetta eru hlutir, sem passa
ekki í áætlanir og stefnuskrár stjórn-
málaflokka, en eins og einn af for-
ustumönnum kínverska komm-
únistaflokksins sagði eitt sinn, að í
upphafi tuttugustu aldar hafi verið rétt
að láta Marx og Engels vísa veginn, en nú
láti hann veruleikann í heiminum vísa
sér veginn. Stjórnmálamenn verða að
láta hina raunverulegu stöðu í heiminum
ráða för, en síður hinar gömlu flokks-
stefnuskrár gærdagsins, því að við lifum
þegar í heimi morgundagsins. Það er
stóra breytingin.“
Stjórnmál forðast veruleikann
Hahn kveðst telja að stjórnmál í Evrópu
séu enn of stað- og flokksbundin.
„Auðvitað kýs hver kjósandi í sínu
héraði, en án raunsæs mats á stöðunni og
með því að bíða alltaf eftir prentvélinni
og nýjum skuldum munum við aldrei
leysa vanda hins mikla atvinnuleysis á
Spáni. Öll þurfum við í Evrópu að gera
okkur far um að efla menntun og auka
samkeppnishæfnina og þá verður ekkert
atvinnuleysi. Í Þýskalandi sýndum við
fyrir tilstilli skynsemi stéttarfélaganna að
hægt er að reka skynsamlega launastefnu
og draga þannig úr atvinnuleysinu. Það
er hægt.“
Hann vísar einnig til þess árangurs,
sem náðst hefur í Kína, þar sem hag-
vöxtur hefur verið í kringum 10% og
verður væntanlega 8% á þessu ári. „Þeg-
ar ég var ungur nam aukning í bílafram-
leiðslu í Kína 10 til hundrað þúsund bíl-
um á ári. 600 þúsund bílar voru smíðaðir
í Kína árið 2003. Í fyrra voru þeir 18,5
milljarðar, sem er sexföldun frá árinu
2003. Ef getan til að framleiða bíla í Kína
þarf að tvöfaldast á næstu tuttugu árum
– að ekki sé talað um Suður-Ameríku og
Rússland og svo framvegis – getum við
rétt ímyndað okkur hvað það þýðir í
vinnu, í störfum, sem krefjast hárrar
menntunar. Það eru engin takmörk og
hverjir eiga að manna öll þessi for-
ustustörf? Kínverjar geta það ekki. Þarna
eru gríðarleg tækifæri og grípi maður
ekki tækifærin þegar maður er ungur er
virkilega illa fyrir okkur komið. Ég tel að
ávinningurinn, grípi maður tækifærin, sé
mikill og góður. Sá sem nú finnur vinnu
erlendis, segjum í Þýskalandi, mun einn
góðan veðurdag snúa reynslunni ríkari
heim. Margir snúa heim þótt aðrir verði
um kyrrt og stofni fjölskyldu.“
Hahn segir að Evrópa bjóði upp á
þennan hreyfanleika og hann nái ekki
aðeins til íbúa í Austur-Evrópu, heldur
Evrópu allrar.
„Þennan möguleika ættu allir að nýta
sér, en stjórnmálamenn, sem eru að
reyna að ná kjöri, fást of lítið um þessi
mál. Þeir eru á atkvæðaveiðum, en hafa
ekki sett sér það verkefni að gera fólki
grein fyrir því að það hafi lifað um efni
fram og gert þau mistök að skuldsetja sig
og fyrir það verði að borga.“
Hahn átti þátt í að
bjallan sló í gegn í
Bandaríkjunum.
Bjöllueigendur koma
enn saman.
Volkswagen rúg-
brauð náði mikl-
um vinsældum á
sínum tíma.
Reuters
’
Ísland er með fádæm-
um ríkt, en sem lítil
þjóð getur landið náð
hvað bestri ávöxtun þess-
arar auðlegðar með því að
vera sjálfstætt, en ekki 28.
landið í Evrópusambandinu
…
Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo hefur hug á að leigja Grímsstaði á Fjöllum. Það hefur
vakið umræðu á Íslandi og víðar og hefur verið sett í samhengi við viðleitni Kínverja til að
seilast til áhrifa víða um heim. Telur Hahn ástæðu til tortryggni í garð Kínverja?
„Ég er ekki á nokkurn hátt tortrygginn í garð Kínverja,“ segir hann. „Ég hef allt mitt líf
átt saman við Kínverja að sælda og á lykiltíma í forustu Volkswagen starfaði ég með
æðstu ráðamönnum Kína. Ég ber mikið traust til þeirra og því miður getur engin stjórn í
nokkru öðru landi sýnt fram á annan eins hagvöxt og stjórn Kína auk þess hvað hún hefur
komið ár sinni fyrir borð af miklum klókindum á alþjóðlegum vettvangi.
Ef kínverskur borgari hefur hins vegar hug á að kaupa eitthvað hér þarf að skoða mjög
rækilega hvað hann hyggst fyrir. Ég hef auðvitað enga skoðun á málinu, en ég skil að ís-
lensk stjórnvöld vilji fara yfir málið og að Íslendingar spyrji sig hvað manninum gangi til. En
Kína er nú þungamiðja heimsins. Flestir gleyma því að þannig hefur það verið mestalla
mannkynssöguna. Kína hefur alltaf verið skapandi, haft öfluga menningu og verið leiðandi
í vísindum. Þannig verður það um ófyrirsjáanlega framtíð og því gleður mig að forseti ykkar
hafi svona gott samband við Kína. Það er gott þegar 320 þúsund manna þjóð nýtur vel-
þóknunar í landi 1,3 milljarða manna – en maður þorir varla að velta fyrir sér hvað myndi
gerast ef kínverskir ferðamenn uppgötvuðu Ísland, væntanlega myndi skapast neyðar-
ástand.“
Hahn stóð fyrir innreið Volkswagen í Kína þar sem fyrirtækið hefur haslað sér völl.
AFP
Kína er þungamiðja heimsins