SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 21

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 21
24. júní 2012 21 Aðhald og niðurskurður hefur orðið kveikjan að mótmælum víða í Evrópu og Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, byggði stjórnmálabaráttu sína á því að aðhaldsaðgerðum yrði að fylgja hvati og innspýting til að glæða efnahagslífið á ný. „Ég myndi segja Hollande að aug- ljóslega hafi hann unnið kosningasigur með þessari gagnrýni, en þar með hafi hann ekki skapað forsendur til að gera þær umbætur, sem þarf að gera í Frakk- landi og einnig að hluta til á Ítalíu, til að þessi stórkostlega og hámenntaða þjóð verði jafn samkeppnishæf og sveigjanleg og Þýskaland – eða, svo maður noti það hræðilega orð, Bandaríkin, þótt þar sé mikil gagnrýni. Einnig væri hægt að nefna Kína eða Brasilíu. En við getum ekki bætt við skuldum þegar við erum ofhlaðin skuldum. Litli maðurinn fengi það ekki og það sama ætti að gilda um þjóðir, hversu stórar, sem þær eru. Það væri auðvitað hægt að nota hið fræga meðal og stela sparifé heillar kynslóðar og láta það fuðra upp í verðbólgu. Það er þrautreynd leið því þá er hinum skuld- settu ekki refsað, þeir verða horfnir veg allarar veraldar, en síðan þarf fyrir al- vöru að grípa til harðra aðgerða og þá munu allir standa klæðlausir á berangr- inum. Því get ég aðeins sagt við Frakka, sem eru miklir hugsuðir og kunna að draga ályktanir – ég lærði og starfaði í Frakk- landi og elska landið eins og Ítalíu – en ég verð að segja að það þarf meiri kjark í pólitíkina til að draga fram hina raun- verulegu stöðu og reka áróður fyrir raunverulegum meðulum, en ekki ein- hverjum sykri.“ Hefði aldrei sótt um aðild Hahn ræðir nauðsyn aukins samruna í Evrópu og talar um smæð Þýskalands í því sambandi, en þegar Ísland er nefnt tekur hann annan pól í hæðina. „Ég hefði aldrei sótt um aðild að Evr- ópusambandinu í ykkar sporum,“ segir hann. „Ísland er langt í burtu. Ísland er lítið, en þó stórt í sjálfstæði sínu vegna mikilvægrar stöðu sinnar. Ísland er með fádæmum ríkt, en sem lítil þjóð getur landið náð hvað bestri ávöxtun þessarar auðlegðar með því að vera sjálfstætt, en ekki 28. landið í Evrópusambandinu, sem á í slíkum vandræðum með sjálft sig og getur örugglega ekki sett vandamál Ís- lands á oddinn. Ef maður horfir raunsætt á málið – og hér er ekki um að ræða ásakanir á hendur neinum á Íslandi – er rétt að segja eins og Vaclav Klaus í Prag: „Við göngum ekki í evruna.“ Þegar Evr- ópa nær að komast fram á við, skipu- leggja sig og reka öfluga viðskipta- og fjármálapólitík og þá um leið evrupólitík verður hægt að taka inngöngu til athug- unar, en í dag er ljóst að hið ótrúlega ríkidæmi Íslands, sem ekki er bara fólgið í 720 þúsund ferkílómetrum af hafi til fiskveiða og miklu pólitísku sjálfstæði og styrk og hagkvæmri stöðu eins og kem- ur fram í því að kínverskir ráðamenn leita ráða hjá og heimsækja núverandi forseta, sem alls staðar kemur að opnum dyrum, yrði ekki til framdráttar með sama hætti og yrði Ísland enn eitt aðild- arríki Evrópusambandsins. Þá myndu kínverskir valdamenn ekki leita hing- að.“ Ísland í framúrskarandi stöðu Hahn kvaðst telja að Íslendingar væru vegna mikilvægrar legu landsins, sjálf- stæðis, góðrar menntunar, fæðingartíðni og góðs árangurs í að vinna á fjár- málakreppunni í framúrskarandi stöðu til að selja hérlenda framleiðslu og þjón- ustu. „Þess utan furða ég mig á því hvernig land með 320 þúsund íbúum fer að því að reka öll þessi sendiráð, eiga alla þessa stjórnmálamenn, vera með ríkisstjórn, hvort sem hún er talin góð eða slæm, um það get ég ekki dæmt, en landið gengur, viðskiptalífið virkar og fólkið er vel menntað. Það er ótrúlegt að svo lítið land sé í aðstöðu til þess að reka flug- félag með góðum árangri og alþjóðlegan flugvöll, fiskiskipaflota og landhelg- isgæslu og halda við svo umfangsmiklu gatnakerfi. Sennilega hefur ekkert land í heiminum lagt jafnmarga kílómetra af götum á hvern íbúa og Ísland.“ Hahn segir að út frá tölfræðinni hljóti, sama hvert litið sé í íslensku samfélagi, að mæða mikið á, en það sé ekki að sjá. „Þegar ég skoða mig um í Reykjavík og sé þessi grænu svæði og mikið af ný- byggingum, sem bera fjölbreytni í húsa- gerðarlist vitni, anda að mér hreinu loftinu og velti fyrir mér þeirri fyr- irmyndarstöðu, sem Ísland nýtur í um- hverfismálum og hvernig stjórnmálin leitast við að bæta hana með því að ýta undir notkun bíla, sem ekki blása koltvísýringi út í andrúmsloftið, get ég ekki annað sagt en frábært. Enginn áttar sig á því þegar rætt er um Ísland hvað hér búa fáir, það er einfald- lega land með vægi í huga fólks. En þið eruð í góðri stöðu bæði hvað varðar vatn og orku og það opnar möguleika í Kína, þar sem vatnsbúskapur er hvað erf- iðastur í heiminum, en einnig í Afríku og víðar þar sem Íslendingar geta lagt sitt af mörkum til að bæta hlutskipti fólks.“ Reuters · Brúðkaup · Fermingar · Árshátíðir · Afmæli · Ættarmót · Útskriftir · Erfidrykkjur Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is Erum staðsett í hjarta Reykjavíkur Bjóðum upp á veislusali fyrir allt að 100 manns Litlabrekka Kornhlaðan Er veisla í vændum?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.