SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Síða 31
24. júní 2012 31
Hljómsveitin Dúkkulísur fagnar þrjátíu áraafmæli sínu í ár. Erla S. Ragnarsdóttir leiðirhljómsveitina sem hún segir vera orðna svolítiðspari þar sem þær stöllur sinni nú ýmsu öðru
en því að vera í hljómsveit.
Erla er sagnfræðingur að mennt og kennir sögu við
Flensborgarskólann í Hafnarfirði ásamt því að vera for-
maður félags sögukennara. Hún sinnir einnig dagskrárgerð
á RÚV, er nýfarin að stunda útivist og á vinkonu sem gerir
hvað hún getur til að draga hana í golf. Það gengur þó lítið
því Erla telur sig ekki hafa nokkurn tíma fyrir svo tímafrekt
sport; fyrst þurfi að sinna börnum og búi áður en svo
frjálslega sé farið með tímann.
Erla segir að fátt toppi samkomur Dúkkulísanna. Hún
segir að þær snúist jafnt um vináttu sem og tónlist. Stelp-
urnar eru enn að semja og þrjú ný lög liggja á teikniborð-
inu. Afmælisárið verður viðburðaríkt en Dúkkulísur ætla
að opna sýningu og halda konuboð á Egilsstöðum, spila á
Gærunni og halda allsherjar afmælistónleika á Kaffi
Rósenberg í október.
davidmar@mbl.is
Teitur, sonur Erlu, á fótboltamóti með FH. Dúkkulísur spiluðu þegar opnað var á milli ganganna við Kárahnjúkavirkjun. Þær þekkja vel til fyrir austan enda flestar frá Egilsstöðum.
Sagnfræðingurinn Erla Sigríður bregður hér á leik.
Erla ásamt foreldrum sínum, Emilíu Sigmarsdóttur og Ragnari Ó. Stein-
arssyni, fyrir framan Vívuna, draumabílinn.
Dúkkulísur æfðu lengi í lýsisbræðslunni í Reykjavík og eru hér fyrir framan húsið.
Tónleikar
framundan
Erla S. Ragnarsdóttir, söngkona
Dúkkulísa, fagnar 30 ára afmæli
hljómsveitarinnar.
Hér er Erla prúðbúin í myndatöku árið 1974.
Erla ásamt litlu systur sinni, Ragnhildi
Helgu, á útskriftardeginum árið 1986.
Hér má sjá Erlu ásamt Kjartani litla bróður
hennar, árið 1978.
Dúkkulísurnar Hildur Ásta Viggósdóttir,
Adda María Jóhannsdóttir, Erla Sigríður
Ragnarsdóttir, Harpa Þórðardóttir, Gréta
Sigurjónsdóttir, Erla Bryndís Ingadóttir og
Guðbjörg Pálsdóttir.
Dæturnar Milla Ósk og Vala Rún ásamt tengdasyninum Víði
Björnssyni.
Myndaalbúmið