SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Blaðsíða 36
36 24. júní 2012
Ferðalög
Pakistan er yfirleitt ekki efst íhuga fólks þegar kemur að þvíað skipuleggja sumarfríið.Víðsigldir eru Íslendingar, það
skúmaskot heimsins finnst vart þar sem
við höfum ekki drepið niður fæti. Og
fyrir fjallgöngumenn er Pakistan eins og
aldingarður þó sérílagi norðurhlutinn
sem kallast Gilgit Baltistan. Þar eru til
lögheimilis fimm af þeim fjórtán
8.000m fjallrisum sem rísa hæst á plán-
etunni okkar.
Sagan
Það er kapítuli í þroskasögu flestra ís-
lenskra fjallgöngumanna að fjöllin okk-
ar þyki ekki verðugur vettvangur til
lengdar. Það má finna endalaus verk-
efni hér enda nóg af fjöllum. Næstu
skref íslenskra fjallgöngumanna liggja
oftast í Alpana og er Mont Blanc gjarn-
an endapunkturinn á því ferli enda
4.848 m hátt og hæsta fjall Vestur-
Evrópu. Þegar Ölpunum sleppir kennir
margra grasa. Kilimanjaro 5.895 m er
vinsæll áfangastaður, Anconcacu 6.960
m er hæsta fjall Suður-Ameríku og De-
nali 6.194 m hæsta fjall N-Ameríku. Þó
þau krefjist ekki mikillar klifurtækni
hafa þau þó reynst mörgum vel þjálf-
uðum manninum ofviða.
Það að klífa fjöll sem eru 4.000 m eða
hærri er nefnilega ekki á allra færi.
Þegar komið er í mikla hæð uppgötva
menn fljótt hvort þetta er rétti vett-
vangurinn fyrir þá eða ekki. Ég held að
mikilvægasti þátturinn, fyrir utan
þunna loftið, er þrýstingslækkunin sem
fylgir mikilli hæð yfir sjávarmáli. Flest
okkar ala manninn á láglendi við sjáv-
arsíðuna og hafa lagað sig að þeim loft-
þrýstingi sem þar er. Sem dæmi má
nefna að ég hef reynt að leggja fyrir mig
köfun með döprum árangri. Þegar
komið var á fimm metra dýpi var
þrýstingurinn á höfuðið orðinn óbæri-
legur og neðar varð ekki komist. Það er
lán í óláni, að þessi vanhæfni á einu
sviði getur hugsanlega verið kostur á
öðru.
Þegar komið er yfir 4.000 m er
þrýstingsminnkunin farin að valda það
miklum höfuðverkjum og vanlíðan að
sumir verða frá að hverfa. Vitað er að
augun þenjast út og fólk sem hefur far-
ið í augnaðgerð á á hættu að missa
sjónina í mikilli hæð. Þetta hefur einnig
áhrif á aðra hluti líkamans svo sem
lungun. Há fjöll heimsins eru því sýnd
veiði en ekki gefin.
Íslendingum hefur vegnað ágætlega á
þeim en háfjallasaga okkar hefur ekki
gengið þrautalaust fyrir sig. Í bernsku
íslenskrar háfjallamennsku misstum við
þrjá dáða drengi á Pumori-fjalli í Nepal.
Við verðum að vona að sú bitra reynsla
verði okkur lærdómur. Eftir því sem
mér telst til hafa fimm Íslendingar klif-
ið fjöll yfir 8.000 m, þar af ein kona.
Það er ætlun mín að verða sá sjötti og ef
að líkum lætur varla sá síðasti.
Ef taldir eru upp þeir 8.000 m tindar
sem klifnir hafa verið af Íslendingum
eru þeir aðeins tveir, annars vegar Eve-
rest 8.848 m og hinsvegar Cou Oyu
8.201 m og höfum við átt menn á tindi í
fjórgang á hvoru fjalli fyrir sig.
Fjallið
Þriðja fjallið sem bætist í flóruna nefnist
Broad Peak og er 8050 m, eins og fyrr
segir. Það er í Karakorum fjallgarðinum
og staðsett í Gilgit Baltistan sjálfsstjórn-
arsvæði í norðurhluta Pakistans. Fjallið
er afskekkt, umkringt skriðjöklum og í
hrikalegasta fjallasal sem getur að líta
hér á jörð. Á litlu svæði innan fjall-
garðsins sem telst um 20 km í þvermál
eru fjórir 8.000 m tindar ásamt ótal
7.000 m tindum. Þau eru svo afskekkt
að enginn hafði barið þau augum og
þau fengu ekki nafn fyrr en liðið var á
nítjándu öldina. Þar var á ferð breski
landmælingamaðurinn Thomas
Montgomery sem mældi þau í um 200
km fjarlægð og gaf þeim númer frá K1
Á slóð-
um K2
Árni Eðvaldsson hyggst gera atlögu að fjallstind-
inum Broad Peak nyrst í fjallahéruðum Pakistan
sem er 8.050 metra hár. Hann hefur áður klifið
hæst tind Ama Dablam í Nepal, sem er 6.856
metrar. Árni hefur stundað fjallamennsku víða
um heim frá 1990, hann er leiðsögumaður og var
lengi á útkallslista undanfarasveitar Björg-
unarsveitar Hafnarfjarðar. Hér lýsir hann und-
irbúningnum fyrir fjallgönguna miklu.
Árni í lóðréttu
ísklifri.
Broad Peak eða K3 er tignarlegur fjallstindur, 8.050 metra hár.
Ljósmynd/Guðrún Hauksdóttir