SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Side 37
24. júní 2012 37
til K5 og stóð K fyrir Karakorum.
Broad Peak er þriðja hæst en næsti
nágranni er sannkallaður nágranni frá
helvíti, K2 sem rís 8.611 m. K2 er talið
eitt af torkleifustu fjöllum jarðarinnar
og hefur oft verið vettvangur mikilla
mannrauna. Þar er einna hæsta dán-
artíðnin, en á móti hverjum fjórum sem
ná tindinum lætur einn lífið. Í sam-
anburði telst Broad Peak barnaleikur og
með öruggasta móti meðal 8.000 m
fjalla. Leiðin að fjallinu liggur frá
Skardu, þaðan sem er ekið á jeppum að
síðasta byggða bólinu, Askhole. Þaðan
hefst svo gangan að fjallsrótum og tek-
ur um átta daga og er að mestu á hinum
torfarna 62 km langa Baltoro skriðjökli.
Það er mikilvægt að flýta sér hægt
svo líkaminn nái að aðlagast minnkandi
súrefni sem hæðinni fylgir. Líkaminn
bregst við með því að fjölga rauðu
blóðkornunum sem sjá um að flytja
súrefni í vöðvana. Við þetta þykknar
blóðið og nær síður til útlimanna sem
eykur hættu á kali. Þetta reynir talsvert
á líkamann sem á æ erfiðara með að
brenna fæðunni sem innbyrt er, því
talsvert súrefni þarf til að brenna nær-
ingarefnunum sem halda líkamanum
gangandi, og hann bregst við með því
að ganga á vöðvamassann. Af þessu
leiðir að maður verður sífellt mátt-
farnari eftir því sem á líður. Ég hef
reynslu af þessu sjálfur og tekur það
líkamann talsverðan tíma að jafna sig.
Þetta er þó vafalaust einstaklings-
bundið.
Það eru margir þættir sem ráða því
hvort einstaklingur er hæfur til fjall-
göngu af þessu tagi og er andlegi þátt-
urinn sennilega sá mikilvægasti. Það er
auðvelt að gefast upp í návígi við svo
stórbrotna náttúru sem fjallgarðar af
Leiðin upp á broad peak
þessu tagi eru. Maður spyr sig ýmissa
spurninga en skrekkurinn fer fljótt úr
manni. Það hlýtur að hafa verið mögn-
uð reynsla fyrir þá sem mættu fyrstir til
leiks að kanna svæðið án þess að hafa
hugmynd um hvað biði þeirra. Það er
alltaf auðveldara fyrir okkur hin að feta
í fótsporin.
Hvað varðar aðstæður á svæðinu er
erfitt að fjölyrða um það. Þetta er um
þúsund kílómetrum norðar en Mont
Everest og því talsvert kaldara. Sem
dæmi má nefna að veðurathugun 1. júní
sýndi 24 gráðu frost á tindi Everestfjalls
eða sama kulda og í grunnbúðum Broad
Peak í 4.800 metrum. Þá var hinsvegar
45 gráðu frost á tindi Broad Peak. Í Isl-
amabad þar sem leiðangurinn hefst var
39 stiga hiti. Veðrinu var spáð hlýnandi
og vonandi gengur það eftir.
Leiðin
Leiðin upp fjallið er á suðurhlið þess og
til þess að gera ekki erfið en nær þó 50
gráðu halla. Það verður ekkert auka-
súrefni með í för nema í neyð. Alls
verða í hópnum sjö fjallgöngumenn frá
ýmsum löndum. Leiðangurstjórinn Ben
er að leggja í þriðja sinn til atlögu við
fjallið eftir tvær árangurslausar til-
raunir.
Neðst er skriðjökull sem ekki fer
miklum sögum af en talsverð hætta er á
ís og grjóthruni og er mælst til þess að
menn noti hjálm. Þar verða settar upp
fyrstu búðir. Leiðin liggur upp á hrygg
sem skagar út frá fjallinu. Hryggir eru
oft öruggustu leiðirnar á fjöllin þar sem
hrun og snjóflóðahætta er takmörkuð
en á móti kemur að maður er ber-
skjaldaður ef vind herðir. Ofarlega á
hryggnum verða svo aðrar búðir og frá
þeim er síðan erfiður kafli að þriðju og
síðustu búðum þar sem stoppað er stutt
og lagt í hann upp úr miðnætti til at-
lögu við tindinn sjálfan.
Undirbúningur fyrir ferð af þessu tagi
hefst strax og fyrsta skrefið er stigið á
fyrsta fjallið á lífsleiðinni. Fjöllin eru
svo óendanlega margbreytileg og lík-
aminn takmarkaður en með þjálfun
verður hann fljótur að aðlagast að-
stæðum. Lykillinn er að öll hreyfing
hjálpar en best er að forðast meiðsl og
því hef ég kosið að hjóla sem mest og
stunda sund með. Fyrir stóra og þunga
menn eins og mig hef ég kosið að hlífa
liðamótum og stunda því ekki hlaup
sem neinu nemur. Maður gerir sér enga
grein fyrir endingu brjósksins í liða-
mótum, en gefi það sig er ferillinn oftar
en ekki úti, enda stunda ég alla jafna
erfiða vinnu með.
Hjólaferðirnar hafa verið frá 30 og
upp í 70 kílómetrar á dag sex daga vik-
unnar sama hvernig viðrar, stundum í
yfir 30 stiga frosti og snjóbyljum. Sund
er kjörinn vettvangur fyrir fjallamenn.
Það styrkir efri hluta líkamans um leið
og maður hristir þreytuna úr löpp-
unum. Ódýrari líkamsrækt finnst vart í
heiminum en íslenskar sundlaugar og
voru lagðir að velli frá 1,5 - 2,3 km að
jafnaði um þrisvar í viku. Vart er hægt
að hugsa sér fagurlimaðra fólk en vel
þjálfað sundfólk en mér hefur ekki tek-
ist enn að fylla þann hóp.
Fjöll verða þó alltaf aðalvettvang-
urinn og hófust ófáir dagarnir í Ás-
landslaug í Hafnarfirði, þar sem syntir
voru 2 km, síðan var hjólað 30 km að
Esjurótum og gengið á Þverfellshornið
og stundum lengra og hjólað til baka í
fjörðinn. Esjan hefur oft verið æf-
ingavettvangur fjallamanna sem og
annarra og er einstaklega vel til þess
fallin enda hægt að leggja bíl alveg við
fjallsræturnar.
Esjan hefur þó ekki skipað jafn mik-
inn sess hjá mér og áður við undirbún-
ing heldur hef ég nýtt mér meira jökl-
ana. Til dæmis hef ég síðan í apríl og
maí gengið þrívegis á Snæfells- og
Eyjafjallajökull hvorn fyrir sig og einnig
á Hvannadalshnjúk svona til að sjá hvar
maður stæði. Allt gekk þetta vel og náði
ég ágætis tímum, var 2,5 klst. á Snæ-
fellsjökul, 3.5 klst. á Eyjafjallajökul og
síðan 5 klst. og 15 mín á hnjúkinn og
átti talsvert inni. En þetta eru bara töl-
ur sem engu skipta. Það er nánast van-
helgun að keppa við tímann á fallegum
fjöllum og gott að hafa í huga að enginn
sigrar tímann, en maður áttar sig þó
betur á því hvar maður stendur.
Nær ómögulegt er að spá fyrir um
veðrið til fjalla og verður ávallt að sæta
lagi. Það hefur oft reynst vel að stunda
styrktarþjálfun til að byggja upp vöðva
sem varaforða en ég læt það vera þar til
heim kemur, enda stórir vöðvar frekir á
orku og súrefni og þurfa lengri hvíld og
henta að mörgu leyti verr.
Það getur engan veginn talist öruggt
að ganga einn og línulaus á jökla lands-
ins, því þrátt fyrir að varlega sé farið er
lúmskar sprungur hvarvetna að finna.
Þessar eilífu hraðferðir eru því hættu-
legar þar sem auðvelt er að sofna undir
stýri á heimleiðinni og þá getur hurð
skollið nærri hælum. Vissara er því að
hafa varann á. Erfiðast af öllu var þó að
byrja að reykja. Það hafa gengið þær
hviksögur að reykingafólki gangi betur
í mikilli hæð, hverjar sem skýringarnar
eru, og ákvað ég að prófa þessa kenn-
ingu og hófst handa við að fikta við
reykingar fyrir ári síðan en hætti núna
viku fyrir leiðangurinn.
Að lokum
Þegar þessi grein birtist er ég að öllum
líkindum kominn vel á veg og vona að
áhugasamir eigi þess kost að fylgjast
með mér. Síðan ég hóf að ganga á fjöll
hefur orðið mikil vakning. Og er svo
komið að við rætur Þverfellshornsins er
vandfundið bílastæði á góðum degi.
Þetta er frábrugðið því sem áður var
þegar einungis örfáar hræður voru á
ferðinni og heilsuðust ávallt og þekkt-
ust jafnvel með nafni.
Fjöldinn á Hnjúkinn var teljandi á
fingrum annarrar handar um páska og
engir leiðsögumenn, heldur urðu menn
að finna allt út sjálfir og þroskast sem
fjallgöngumenn. Nú er fjölmennt í
hundraða vís í stórum hópum og eru
menn misjafnlega sjálfbjarga. Það fer
líka talsverður fjöldi á Kilimanjaro og
Mont Blanc. Erfitt er að spá fyrir um
hve margir Íslendingar leggi á hæstu
fjöll heimsins á næstunni, en eitt veit
ég þó – að það kostar mikla peninga.
Broad Peak
Kína
Pakistan
Indland
Afganistan
Kirgistan
Úsbekist.
Tadsjik.
Kasakstan
K2
Broad Peak (K3)
’
Broad Peak er þriðja hæst en næsti nágranni er
sannkallaður nágranni frá helvíti, K2 sem rís
8.611 m. K2 er talið eitt af torkleifustu fjöllum
jarðarinnar og hefur oft verið vettvangur mikilla
mannrauna.