SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 38

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Page 38
38 24. júní 2012 Sveitaböllin eru nánast liðin undir lok,“ segir Stefán Hilmarsson,söngvari Sálarinnar hans Jóns míns. Hljómsveitin var á flugisumarið 1992 og lék undantekningalítið tvisvar til þrisvar í viku.Á þessum árum voru samkomustaðir í þéttbýlinu færri en nú og því voru félagsheimilin aðalvettvangur hljómsveita. Fjölmörg slík mætti nefna, svo sem Logaland í Borgarfirði, Miðgarð í Skagafirði, Ýdali í Að- aldal, Valaskjálf á Egilsstöðum, Aratungu í Biskupstungum, Hvol á Hvols- velli og Njálsbúð í Landeyjum. Á meðfylgjandi mynd eru Sálarmennirnir Stefán, Guðmundur Jónsson og Jens Hansson á sveittum dansleik í Njáls- búð 11. júlí 1992 og við sviðið má sjá ungmenni í góðu stuði. „Fyrir nokkrum árum dustaði ég rykið af þessari mynd í tengslum við tónleika sem stóðu fyrir dyrum. Skömmu síðar rakst ég á vinkonu mína, Laufeyju Jörgensdóttur, sem lengi hefur verið dyggur stuðningsmaður okkar. Hún hafði séð myndina og benti mér á að stúlkurnar við sviðið væru hún og vinkonur hennar úr Eyjum, en Laufey er sú með myndavél- ina. Hún tjáði mér að þær hefðu þessa helgi verið á fótboltamóti uppi á landi. Vitaskuld gerðu forráðamenn kröfu um að ekkert óþarfa útstáelsiAllir voru í syngjandi góðir sveiflu á sveitaballinu í Njálsbúð svo undir tók í Landeyjarnar allar. Ljósm/Úr einkasafni Myndasafnið 11. júlí 1992 Á sveittu sveitaballi Sumir leikarar hafa á því lag að veraskemmtilega leiðinlegir. Larry David ereinn af þeim, Bill Murray er annar.Sá síðarnefndi hefur það þó fram yfir hinn að geta einnig verið einstaklega viðkunn- anlegur. Kærulaus og fremur jarðbundinn leikur hans virðist alltaf slá í gegn, hvort sem hann er að túlka persónur í grínmyndum eða öllu alvarlegri kvikmyndum á borð við Get Low eða Lost in Translation. Sjálfstæður, sjálfumglaður og skapstór Bill Murray hefur sagt það að honum finnist hann í raun alltaf vera að leika sjálfan sig í öllum þeim kvikmyndum sem hann tekur að sér. Ástæða þess er líklega sú að hann á það til að breyta handritum þeirra kvikmynda sem hann leikur í eftir sínu eigin höfði. Maðurinn er sjálfumglaður og skapstór. Hann er tvífráskilinn, hefur verið sakaður um ótryggð, var ungur tekinn með nokkur kíló af kannabisefni sem hann hugðist selja og hefur verið sakaður um margt annað. Jafnframt því hefur fólk farið mjög fallegum orðum um hann. Það er að miklu leyti þessi blanda skíthæls og góðmennis sem gerir hann að þeim skemmtilega leikara sem raun ber vitni. Bill Murray segist ekki sækjast eftir viðurkenn- ingum og verðlaunum og segir það sorglegt þegar leikarar verða örvæntingarfullir í leit sinni að til dæmis Óskarsverðlaunum. Hann er sinn eigin herra og hefur lítið sem ekkert starfsfólk í kringum sig. Ef leikstjórar eða aðrir vilja ná í hann verða þeir að senda honum tölvupóst sem hann mun mögu- lega svara. Bill Murray og Hunter S. Thompson Árið 1980 lék Bill Murray blaðamanninn og skáldið Hunter S. Thomspon í kvikmyndinni Where the Buffalo Roam og urðu þeir góðir vinir upp úr því. Ekki skal farið nánar út í gæði kvikmyndarinnar, Leikarinn gamansami Bill Murray hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina. Nýjasta kvikmynd hans, Moonrise Kingdom, var frumsýnd fyrir skömmu og er í bíóhúsum hér á landi. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Listin að vera leiðinlegur Bill Murray, sem er einn fremsti gamanleikari sinnar kynslóðar, heldur hér ræðu á Golden Globe- kvikmyndahátíðinni. Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.