SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Qupperneq 39

SunnudagsMogginn - 24.06.2012, Qupperneq 39
24. júní 2012 39 Leikkonan Victoria Principal lék stúlkuna sem allarstelpur vildu vera og alla stráka dreymdi um í sjón-varpsþáttunum Dallas þar sem hún fór með hlut-verk Pamelu Barnes Ewing. Þættirnir sem voru til sýningar frá 1978 til 1991 urðu geysivinsælir um allan heim, ekki síst á Íslandi, og hafa fáar þáttaraðir náð sömu vinsæld- um og Dallas hér á landi. Leiklistarferill Principal náði hátindinum í hlutverki hennar sem ungfrúin Pamela Ewing á Southfork-búgarð- inum í Dallas en hún hætti að leika í þáttunum árið 1987 þegar hún vildi snúa sér að öðrum verkefnum. Frá þeim tíma hefur ekki mikið sést til Principal þrátt fyrir að hún hafi leikið í þó nokkrum sjónvarpsmyndum og átt fjölda gestahlutverka í sjónvarpsþáttum. Victoria Principal segir sjálf að henni hafi verið boðnar fúlgur fjár fyrir að halda áfram í Dallas-þáttunum en sjálf hafi hún verið ákveðin í að snúa sér að öðrum hlutum en hún stofnaði sitt eigið kvikmyndafyrirtæki og hefur fram- leitt myndir á borð við Naked Lie árið 1989 þar sem hún fór sjálf með aðalhlutverkið og myndir á borð við Blind Witness og The Price of Passion. Auk þess að reka kvikmyndafyrirtæki hóf hún framleiðslu á snyrtivörum sem hún framleiðir undir eigin nafni, Princi- pal Secret. Þá hefur hún skrifað bækur um heilsu og fegurð, m.a. Beauty Principal sem kom út árið 1983, Body Principal og Diet Principal. Þegar orðrómur um nýju Dallas-þáttaröðina, sem hófst nýlega, komst á kreik vöknuðu spurningar um hvort eitt- hvað af gamla settinu myndi leika í nýju þáttaröðinni og þá hversu stór hlutverk þeirra yrðu. Victoria Principal sagði eitt sinn í viðtali að hún myndi aldrei snúa til baka í hlut- verk Pamelu Barnes Ewing. „Pamela Ewing er í fortíðinni og þeim kafla er lokið. Ég hef sett punkt fyrir aftan þann kafla og hafið nýjan,“ sagði Principal í útvarpsviðtali fyrir nokkr- um árum, aðspurð hvort hún hefði áhuga á að leika hina fögru Pamelu Ewing einhvern tíma aftur. Henni stendur þó til boða af hálfu framleiðenda nýju þáttanna að snúa til baka hvenær sem er. … Victoriu Principal Hvað varð um … Fáir þættir hafa notið jafn mikilla vinsælda og Dallas en þeir hófu nýlega göngu sína á nýjan leik. Auk þess að reka kvikmyndafyrirtæki hóf hún framleiðslu á snyrtivörum sem hún framleiðir undir eigin nafni, Principal Sec- ret. yrði á stúlkunum. En þar sem að allt hafði gengið vel lét þjálfarinn undan þrýstingi stelpnanna, setti kíkinn fyrir blinda augað og leyfði stelpunum að fara í Njálsbúð. Ballferðin átti þó ekki að fara hátt og þegar þessi mynd birtist í dagblaði báru foreldrar og forráðamenn fé- lagsins kennsl á stelpurnar. Olli þetta fjaðrafoki og fengu einhverjir skömm í hatt,“ segir Stefán kíminn. Sálin hans Jóns míns var stofnuð árið 1988. Nafnið er skírskotun til soul-tónlistar sem hljómsveitin lagði sig eftir fyrsta kastið. Hún þró- aðist þó fljótt út í að verða alíslensk poppsveit með frumsamið efni. Árið 1989 kom út platan Hvar er draumurinn?, sem sló rækilega í gegn. Og upp frá því komu smellir nánast á færibandi. Á plötunni Garg sem út kom sama sumar og myndin var tekin, voru nokkur feikivinsæl lög, þar á meðal Hjá þér, Sódóma og Krókurinn, sem þeir Stefán og Pétur heitinn Kristjánsson sungu. Eru þessi lög enn í dag fastagestir á efnis- skrá Sálarinnar. „Það hafði verið mjög mikil keyrsla á okkur í fjögur ár og eðlilega lýjast menn á slíku og verða þreyttir hver á öðrum. Því fór svo að í lok árs 1992 afréðum við að leggja bandið niður um sinn; Guðmundur tók m.a. þátt í endurreisn Pelican og sjálfur lagði ég drög að sólóplötu og stofnaði hljómsveitina Pláhnetuna sem gerði tvær plötur,“ segir Stef- án. Sálverjar tóku síðan upp þráðinn 1995. Hefur sveitin starfað með hæfilegum hléum síðan, sent frá sér fjölda platna, ótalmörg vinsæl lög og haldið hundruð tónleika. Má segja að Sálin hafi komist alla leið í himnaríki, náð prinsessunni og fengið hálft konungsríkið í kaupbæti – eins og gerist í gömlum ævintýrum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Má segja að Sálin hafi kom- ist alla leið í himnaríki, náð prinsessunni og fengið hálft konungs- ríkið í kaupbæti Stefán Hilmarsson. Lögreglan í Seattle, Banda- ríkjunum, fékk símtal frá Denn- is Quigly árla morguns. Denn- is hafði verið sof- andi í húsbíl sínum þegar hann vaknaði upp við ein- kennileg hljóð sem bárust að utan. Lögreglan mætti á svæðið og fann skólp og ælu við hlið húsbílsins. Við nánari athugun fannst ungur maður liggjandi upp við bíl í nágrenninu. Maðurinn hafði ætlað að stela bens- íni úr bílnum en óvart sett sogrör sitt ofan í skólptank húsbílsins. Dennis kvaðst ekki ætla að kæra athæfið þar sem hann sagði atvikið vera það fyndnasta sem hann hefði nokkurn tímann orðið vitni að. Munnfylli af skólpi Á síðasta ári drápust höfr- ungarnir Shadow og Chel- mers í Connyland- dýragarðinum í Sviss af of stórum skammti af heróíni. Svokölluð „rave“-hátíð hafði þá farið fram í ná- munda við laug dýranna og í fyrstu var talið að hávær tónlistin hefði dregið dýrin til dauða. Vísindamenn hafa nú hinsvegar fundið heróín í þvagi dýranna. Líklegt þykir að óprúttnir tón- leikagestir hafi gefið höfrungunum eiturlyfið. Sjávar- líffræðingurinn og höfrungasérfræðingurinn Cornelis van Elk tjáði sig um málið og sagði hann að ópíum- efni á borð við heróín færu einstaklega illa í neðan- sjávar spendýr. Höfrungar á heróíni Höfrungar á kafi í dópi enda hataði Thomspon hana, en vinátta þeirra tveggja átti eftir að hafa mikil áhrif á þann fyrr- nefnda og saman gerðu þeir hluti sem fæstir myndu láta sér detta í hug. Í einhverju svallinu ákváðu þeir félagar að fara í Houdini-leik. Thompson batt þá Murray við stól með reipi og henti honum út í sundlaug og átti Murray að losa sig eins og Houdini var þekktur fyrir. Tilraunin heppnaðist ekki betur en svo að Thompson varð að stinga sér í laugina og draga Murray á land sem var við það að drukkna. Saman fundu þeir einnig upp á íþróttinni haglabyssugolf. Í þeirri íþrótt er markmið annars leikmannsins að koma golfkúlu inn á flöt vall- arins á meðan sá síðari reynir að skjóta kúluna með haglabyssunni áður en hún kemst inn á flötina. Tvö stig eru gefin fyrir vel heppnað skot. Thompson spilaði leikinn síðar við lögreglustjór- ann í Aspen og leikarann John Cusack. Bill Murray var viðstaddur útför Thompsons árið 2005 en sá síðarnefndi hafði þá framið sjálfs- morð hálfu ári áður. Bill varð þá vitni að því þeg- ar ösku Thompsons var skotið með fallbyssu úr 47 metra háum turni yfir nærstadda syrgjendur. Bill Murray sagði að það hefði verið besta jarð- arför sem hann hefði nokkurn tímann mætt í. Síðustu ár hafa verið leikaranum einstaklega góð og má hann meðal annars þakka Wes And- erson, leikstjóra Moonrise Kingdom, fyrir þá far- sæld. Bill Murray er hér lengst til vinstri ásamt leikurunum Frances McDormand, Edward Norton og Bruce Willis í kvikmynd Wes Andersons, Moonrise Kingdom. ’ Thompson batt þá Murray við stól með reipi og henti honum út í sundlaug og átti Murray að losa sig eins og Houd- ini var þekktur fyrir.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.